Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. LífsstíH I góðum bjór eru engin aukefni - innfluttur bjór merktur í samræmi við löggjöf „Við höfum fram að þessu notað rotvarnarefni í bjór sem hér hefur verið framleiddur. Samkvæmt nýrri reglugerð og bættum tækja- kosti er meiningin að það verði ekki gert í framtíðinni," sagði Unn- steinn Jónsson hjá Sana á Akur- eyri þegar DV innti hann eftir notk- un aukefna í bjór sem bruggaður er hér á landi. Sana framleiðir Vik- ing bjór og mun einnig brugga Löwenbrau bjór í umboði þýskra framleiðenda. Báðar tegundirnar verða stimplaðar með 12 mánaða geymsluþoli. „Það á ekki að þurfa að nota nein aukefni í bjór,“ sagði Unnsteinn, „við munum fylgjast grannt með sölunni og reyna að stýra fram- leiðslunni samkvæmt því þannig að bjórinn verði ávallt sem fersk- astur.“ Lárus Berg Sigurbjömsson hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar sagði í samtali við DV að Egiisbjór væri bmggaður samkvæmt þýskri hefð og engum aukefnum bætt í hann. Geymsluþol hans er sex mánuðir. Fram til þessa hefur pilsner frá Agli innihaldið bæði litar- og bindi- efni en samkvæmt nýrri reglugerð um innihald og umbúðamerkingar, sem tók gildi um áramót, hefur því verið breytt. Hvað varðar innfluttan bjór fell- ur hann undir ákvæði reglugerðar um aukefni og merkingar neyt- endaumbúða eins og önnur mat- væh. Svava Bernhöft hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sagði í samtali við DV að öllum sem sendu inn tilboð vegna væntanlegs inn- flutnings á bjór heíði verið gerð grein fyrir ákvæðum reglugerðar- innar og hefði enginn þeirra sótt um undanþágu frá þeim. Samkvæmt því á innfluttur bjór að vera nákvæmlega merktur bæði hvað varðar innihald og listi yfir aukefni, ef þau eru notuð, skulu Góðan bjór getur neytandinn drukkið í trausti þess að í hann á ekki að nota nein aukefni. koma fram með tilheyrandi E- númerum. Samkvæmt Reinheitsgeboten, þýskri löggjöf frá árinu 1516, sem stundum er nefnd elsta neytenda- löggjöf í heimi, er bannaö að nota í bjór annað en bygg, humla, vatn og ger. Þjóðverjar hafa haldið fast í ákvæði hinnar fornu reglugerðar enda er stundum sagt að þýskur bjór sé sá hreinasti í heiminum. Aðrar þjóðir nota rotvarnarefni og ýmis aukefni í bjór í mismiklum mæh. Þörf á shkum efnum fer eftir áfengisinnihaldi en aðalatriði hlýt- ur að vera að einungis séu notuð viðurkennd efni og hitt ekki síður, að neytandinn viti nákvæmlega hvað hann er að drekka. -Pá WMWi Ui( OM. iMí ■ drl mmin i ycmii-:i.i j : í-iíuíí cmixm Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar um upplýsingar í verðskrá um aukefni í iéttu og brenndu víni virðist ætla að verða bið á þvi að það ákvæði verði uppfyllt. Aukefni 1 léttu og brenndu víni: Upplýsingar ekki í næstu verðskrá „Það er ekki gert ráð fyrir að þess- ar upplýsingar verði teknar upp í næstu verðskrá," sagði Svava Bem- höft, starfsmaður ÁTVR, þegar DV spurðist fyrir um birtingu upplýs- inga um aukefni í léttum og sterkum vínum. „Hér er um gífurlegt verk að ræða því þessar upplýsingar Uggja venjulega ekki fyrir hjá framleið- anda og því þarf að afla þeirra sér- staklega." Samkvæmt reglugerð um notkun aukefna og merkingu neytendaum- búða fyrir matvæli og aðrar neyslu- vörur, sem gildi tók um áramótin, eru ákvæði um að brennd og óbrennd vín og aUar drykkjarvörur, sem inni- halda meira en 10% alkóhól, séu undanþegnar ákvæðum um merk- ingar og innihaldslýsingar. Hins veg- ar segir í reglugerðinni að í verðUsta Áfengis- og tóbaksverslunarinnar skuli koma fram hvaða vörutegundir innihalda Utarefni og skuli koma fram bæði viðurkennt heiti og E- númer efnanna. Einnig skal í verð- Ustanum koma skýrt fram hvaða vörutegundir innihalda brenni- steinssýrUng eða sölt (súlfít, bísúlflt og tvísúlfít). Svava Bernhöft sagði í samtaU við DV að matvælafræðingur væri starf- andi hjá ÁTVR og myndi hann ann- ast öflun þessara upplýsinga. Hins vegar verður ekki séð að ís- lenskir neytendur fái aðgang að upp- lýsingum þessum fyrir mitt ár. En á miðju þessu ári rennur út frestur sem innflytjendur og framleiðendur matvæla hafa til þess að aðlaga sig gfldistöku reglugerðarinnar. -Pá Fáeinar staðreynd- ir um faxkröfur Faxkröfur eru ný tegund þjónustu hjá Pósti og síma. Þjónustan var tekin upp að ósk Félags íslenskra stórkaupmanna og Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á flutningaleiöum. Þessi nýja þjón- usta er viðhótarþjónusta og alls ekki ætlaö að koma í stað gildandi póstkröfuþjónustu þar sem unnt er aö senda hvort heldur er bréf eða böggla með áhvilandi póstkröfu. Munu forráðamenn Landvara hafa lýst því yfir á blaðamanna- fúndi miðvikudaginn 18. þessa mánaðar aö þeir heföu orðið varir viö mikla óánægju landsbyggöar- fólks með verðlagningu Pósts og síma á faxkröfúsendingum. A fúndum með Pósti og sima var Landvaramönnum gert ljóst hver álit Pósts og síma vörusendingum að þyngd allt að 20 kg til flutnings hvert á land sem er. Séu slíkar sendingar með áhvíl- andi póstkröfu er sendingin ekki afhent fyrr en greiðsla hefur verið innt af hendi. Þetta er því einfaldur og þægilegur flutnings- og greiðslu- máti. Burðargjald bögguls allt að 5 kostnaður við faxkröfur yrði og var kg er 175 krónur, 10 kg 230 krónur, fallistá þá verðlagningu. Jafnframt 15 kg 345 krónur og 20 kg 460 krón- var tekiö fram að gjald þetta væri ur. Fyrir brothætta böggla er við- meöaltalsgjaldmiðaöviðgjaldfyrir bótargjaid 50%. Sé böggullinn póstfaxþjónustu og það yrði endur- sendur í póstkröfu bætast við 60 skoðað þegar reynsla væri komin krónur eigi upphæöin aö leggjast á á þjónustuna ef ástæða þætti til. póstgíróreikning sendanda en 80 Aö þeirri endurskoðun er nú unn- krónur ef upphæðin á aö sendast í ið. póstávísun. Hvað vörusendingar varðar al- Jóhann Hjálmarsson mennt sakar ekki aö geta þess aö blaöafulltrúi Pósts og síma öll pósthús taka viö hvers konar Neytendur Tippex eyðir ósonlaginu - hættulaus útgáfa ekki á markaði hér Eitt þeirra efna sem stuðlar að eyði- leggingu ósonlagsins í gufuhvolfinu heitir tríklóretylin. Það er vitað að það hefur krabbameinsvaldandi áhrif og er á margan hátt mjög skað- legt umhverfinu og öllum þeim sem komast í nána snertingu við það. Flest skrifstofufólk og mjög margir námsmenn eru engu að síður í dag- Hættulaus útgáfa af leiðréttingar- lakki eða „tippexi", sem er með vatnsbindiefni, virðist ekki fást hér á landi. legri náinni snertingu við þetta hættulega efni án þess kannski að vita það. Efnið, sem notað er til að leiðrétta vélritaðan texta og fleira, og er í daglegu tali kallað „tippex“ eftir algengu vörumerki, inniheldur mjög mikið af tríklóretylin. í nýútkomnu hefti af Forbruker rapporten, norska neytendablaðinu, er fjallað um þetta og bent á að nú fáist mjög víða leiðréttingarlakk sem er vatnsleyst og því hættulaust með öllu. í grein blaðsins er sagt frá dauðs- falh er varð af völdum þessa efnis þegar unglingur, sem var sniffa af leiðréttingarlakki, lést úr hjartaslagi. Aðaláherslan er þó lögð á að fólk geri sér grein fyrir þvi hver hætta getur stafað af þessu sakleysislega efni sem finna má á flestum skrifstof- um. í ritfangadeild Pennans fengust þær upplýsingar að leiðréttingarlakk með vatni heföi verið til en væri það ekki lengur og ekki væru uppi nein áform um að bjóða upp á það að nýju. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.