Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 43 DV Ragnar Tómasson Ragnar Tómasson lögfræðingur, Dofra viö Vesturlandsbraut, er fimmtugur í dag. Ragnar er fæddur í Rvík og lauk lögfræðiprófi í HÍ 1965. Hann var í námi í Business School í Kaliforníuháskóla 1966 og hefur rekið málflutningsskrifstofu í Rvík frá 1966 og rekur fasteigna- og fyrirtækjasöluna Húsakaup, auk þess sem hann vinnur við samn- inga- ogfyrirtækjaráögjöf. Frí- 'stundum sínum ver Ragnar í hesta- mennsku og leitina að hinum full- komna gæðingi. Ragnar og fjöl- skylda hans stofnuðu veitingahúsið Jarlinn í Kringlunni 1987 og á síð- asta ári tók hún við veitingasölu á Sprengisandi en báðir þessir staöir eru sælkerum að góðu kunnir. Ragnar kvæntist 31. ágúst 1963 Dagnýju Ólafíu Gísladóttur, f. 31. ágúst 1943. Foreldrar Dagnýjar eru Gísli Benjamínsson, múrari í Rvík, og kona hans, Guðlaug Ólafsdóttir. Börn Ragnars og Dagnýjar eru: Ragna Þóra, f. 9. apríl 1964, skrif- stofustúlka í Reykjavík, gift Gunn- ari Þór Jóhannessyni sölustjóra, eiga þau eina dóttur, Dagnýju Ósk; Tómas, f. 6. september 1965, bók- bandsnemi og yngsti Evrópumeist- ari í hestaíþróttum, kvæntur Þóru Þrastardóttur, ungfrú Reykjavík 1986, og reka þau veitingastað í Kringlunni; Dagný Ólafía, f. 4. mars 1968, bankastarfsmaður í Rvík, gift Guðna Jónssyni, húsasmið og tækniskólanema, og Arnar Þór, f. 23. apríl 1972, verslunarskólanemi. Systkini Ragnars eru Gunnar, f. 30. júní 1940, hagfræðingur hjá AI- þjóðagjaldeyrissjóðnum, kvæntur Guðrúnu Ólafíu Jónsdóttur; Ragn- heiður, f. 13. ágúst 1944, gift Jóni Péturssyni, formanni Lögreglufé- lags Reykjavíkur, og Guðríður, f. 8. júlí 1950, starfsmaður hjá SAS í Reykjavík, gift Guðna Pálssyni arki- tekt. Uppeldisbróðir Ragnars er Ein- ar Sverrisson, f. 13. september 1937, heildsali, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur hjúkrunarkonu. Foreldrar Ragnars: Tómas Péturs- son, f. 19. september 1910, d. 16. ágúst 1969, stórkaupmaður í Rvík, og kona hans, Ragnheiður Einarsdóttir, f. 11. febrúar 1917, fyrrv. formaður Hringsins. Tómas var sonur.Péturs, slökkviliðsstjóra í Rvík, Ingimund- arsonar, verslunarmanns á Borð- eyri, bróður, samfeöra, Þorvaldar, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Ingi- mundur var sonur Jakobs, prests í Steinnesi, Finnbogasonar. Móðir Jakobs var Arndís Teitsdóttir, vef- ara í Rvík, Sveinssonar. Móðir Tóm- asar var Guðrún Benediktsdóttir, verslunarmanns í Rvík, Samsonar- sonar. Móðir Margrét Gunnlaugs- dóttir. Móðir Margrétar var Oddný Ólafsdóttir. Móðir Oddnýjar var Margrét, systir Bjöms Ólsens, afa Björns Ólsens rektors. Móöir Péturs var Sigríður, systir Guðrúnar, móður Sigfúsar Blöndal orðabókahöfundar. Önnur systir Sigríðar var Ásgerður, langamma Péturs Hafsteins Lárussonar skálds, Guðmundar Péturssonar, forstöðu- manns á Keldum, og Boga Ágústs- sonar fréttastjóra. Sigríður var dótt- ir Sigfúsar, prests á Undirfelli, Jóns- sonar, prests í Reykjahlíð, Þor- steinssonar, ættfoður Reykjahlíðar- ættarinnar. Móðir Sigríðar var Sig- ríður, systir Lárasar, langafa Matt- híasar Johannessen ritstjóra. Lárus var langafi Haraldar, Halldórs og Benedikts Blöndals. Sigríður var dóttir Björns Blöndals, sýslumanns í Hvammi, ættföður Blöndalsættar- innar. Ragnheiður var dóttir Einars, sýslumanns á Patreksfirði, bróður Ingibjargar, móður læknanna Jón- asar og Kristjáns Sveinssona og amma Sveins Jónssonar, formanns KR, og Höskuldar Ólafssonar bankastjóra. Önnur systir Einars var Margrét, móðir Jónasar skálds og Kristjáns, ritstjóra Vísis, Guð- laugssona. Einar var sonur Jónasar, prests í Hítardal, Guðmundssonar, b. í Þverárdal, Einarssonar, b. í Þverárdal, Jónssonar, b. á Skeggs- stöðum, Jónssonar, ættföður Skeggsstaðaættarinnar. Móðir Jón- asar var Margrét Jónasdóttir, b. á Gili í Svartárdal, Jónssonar. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jónsdóttir harðabónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ættföður Harðabónda- ættarinnar. Móðir Margrétar var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Einars í Þverárdal. Móðir Einars var Elín- borg Kristjánsdóttur, sýslumanns á Skarði á Skarösströnd, Skúlasonar, sýslumanns á Skarði, Magnússon- ar, sýslumanns á Skarði, Ketilsson- ar. Móöir Magnúsar var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla fógeta. Móðir Ragnheiðar var Ragnheiður Kristjánsdóttir Halls, verslunar- stjóra á Borðeyri, og konu hans, Afmæli Ragnar Tómasson. Elínborgar, systur Sigurðar Eggerz ráöherra, föður Péturs sendiherra. Systur Elínborgar, samfeðra, voru Sólveig, amma Þorsteins Sæmunds- sonar stjörnufræðings, og Ragn- hildur, móðir Birgis og Kristjáns Thorlacius. Elínborg var dóttir Pét- urs Eggerz, kaupstjóra á Borðeyri, og konu hans, Jakobínu Pálsdóttur Melsteð, amtmanns í Stykkishólmi. Móðir Jakobínu var Anna Stefáns- dóttir, amtmanns á Mööruvöllum, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund, Jónssonar, ættföður Thor- arensenættarinnar. Ragnar væntir þess að vinir og kunningjar líti inn hjá honum á Sprengisandi klukkan '! 19.00 í kvöld. Méð matnum verður gott úrval gosdrykkja. Helgi Indriðason Helgi Indriðason, fyrrv. bóndi i Laugarási í Biskupstungum, Háa- leitisbraut 111, Reykjavík, ersjötíu og fimm ára í dag. Helgi fæddist í Ásatúni í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Eftir fermingu átti Helgi við vanheilsu að stríða um árabil en tvítugur að aldri fór hann til náms aö Bændaskólanum á Hól- um og lauk þaðan búfræðingsprófi 1936. Að námi loknu starfaði hann tvö ár að Hólum sem fiósamaöur og síðan ráðsmaður. Sumarið 1938 var hann viö fiárgæslu á Tungna- mannaafrétti vegna mæðiveikis- faraldurs og vann síðan við bústörf á nokkrum bæjum á Suður- og Vest- urlandi næstu tíu árin, að undan- skildu einu ári i Bretavinnunni í Reykjavík. Síðustu fiögur þessara ára var hann ráðsmaður hjá Bjarna Bjarnasyni, skólameistara á Laug- arvatni. Helgi kvæntist 1947 og hóf eigin búskap á jörð læknishéraðsins í Laugarási í Biskupstungum. Þar bjó hann í tuttugu og þrjú ár. 1970 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Helgi vann við ýmis verslunar- og þjón- ustustörf, lengst þó sem afgreiðslu- maður í Málaranum. Hann hætti störfum 1987. Helgi hefur alltaf veriö mikill unnandi hestamennsku. Á yngri árum ferðaðist hann ríðandi víða um land og hann var meðal stofnenda hestamannafélaganna Loga í Biskupstungum og Smára í Hrunamannahreppi. Helgi kvæntist 1947 Guðnýju Aðalbjörgu Guð- mundsdóttur, f. 2. apríl 1913, For- eldrar Guðnýjar. voru Guðmundur Bjarnason, f. 1870, d. 1924, b. í Ön- undarfirði, og kona hans, Guðný Arngrímsdóttir, f. 1871, d. 1920. Fóst- ursonur Helga og Guðnýjar er Birg- ir Stefánsson, f. 11. júlí 1948, stýri- maður í Reykjavík. Kjördóttir þeirra er Gróa Kristín Helgadóttir, f. 2. janúar 1951, en sambýlismaður hennar er Guðmundur Haraldsson, f. 26. desember 1952. Tvíburadætur Gróu era Guðný Birgitta og Helga Sigríður Harðardætur, f. 26. mars 1972, þau eru búsett á Flateyri. Helgi átti tíu alsystkini en þar af eru sex álífi. Foreldrar Helga voru Indriði Grímsson, f. 27. júlí 1873, d. 10. nóv- ember 1921, b. í Ásatúni í Hruna- mannahreppi, og kona hans, Gróa Magnúsdóttir, f. 20. ágúst 1877. Ind- riði var sonur Gríms, b. í Ásakoti, Guömundssonar, b. á Kjaransstöð- um, Þorsteinssonar, b. í Miðdals- koti, Vigfússonar, b. á Kiðabergi í Grímsnesi, Sigurðssonar, b. í Ás- garði, Ásmundssonar, föður Jóns, afa Jóns forseta. Dóttir Sigurðar var Salvör, amma Tómasar Sæmunds- sonar „Fjölnismanns". Móðir Indriða var Helga Guð- mundsdóttir, b. á Brekku í Bisk- upstungum, Guðmundssonar, í Austurhlíö, Eyjólfssonar. Móöir Guðmundar á Brekku var Guðrún Magnúsdóttir, alþingismanns í Bráðræði í Rvík, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, systur Jóns Hjaltalín landlæknis. Móðir Helgu var Helga, dóttir Jóns Bachmann, prests í Klausturhólum, Hallgrímssonar Bachmann, læknis í Bjarnarhöfn. Móðir Jóns var Hall- dóra Skúladóttir, landfógeta Magn- ússonar. Móðir Helgu Jónsdóttur var Ragnhildur Björnsdóttur, próf- asts á Setbergi, Þorgrímssonar, sýslumanns í Hjarðarholti, Sigurðs- sonar, bróður Ragnhildar, móður Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Helgi Indriðason. Ragnhildar var Helga Brynjólfs- dóttir, sýslumanns í Hjálmholti, Sig urðssonar, sýslumanns í Saurbæ á Kjalarnesi, Sigurðssonar, lögmanns í Saurbæ, Björnssonar. Gróa var dóttir Magnúsar, b. í Bryðjuholti, Jónssonar, b. í Efra- Langholti, Magnússonar, b, í Efra- Langholti, Eiríkssonar, í Bolholti, Jónssonar, ættfóður Bolholtsættar- innar. Móðir Gróu var Guðný Ein- arsdóttir, b. í Bryðjuholti, Einars- sonar, b. í Bryðjuholti, Bjarnasonar, b. á Sóleyjarbakka, Jónssonar rauðs, b. á Fjalh, Jónssonar. Helgi verður heima við á afmælisdaginn. SMÁAUGLÝSINGAR 85 ára Elín Margrét Jósefsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 75 ára * i Magnea P. Guðmundsdóttir, Langholti 16, Akureyri. 70 ára Jón Kristjánsson, Fjarðarbraut 9, Stöðvarhreppi, Suður-Múlasýslu. 60 ára Tómas Helgason, Hofsstöðum, Stafholtstungum Mýrasýslu. Guðmundur Ámi Markússon, Skriðustekk 21, Reykjavík. Theódór Magnússon, Holtagötu 5, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Jón Ólafsson, Hjallaseli 3, Reykjavik. Guðlaug Sveinsdóttir, Vallholti 9, Ólafsvik. Jón Óskarsson, Miöbraut 6, Seltjamarnesi. Sigtryggur Þorsteinsson, Birkiteig 9, Keilavík. 50 ára Guðlaug Kristrún Einarsdóttir, Efstahjalla 25, KópavogL Guörún Bjarnadóttir, Guörúnarstöðum, Áshreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hilmar M. Ólafsson, Langagerði 78, Reykjavík. Sveinn Tryggvason, Laugabóli 1, Reykdælahreppi, Suöur-Þingeyjarsýslu. Númi Jóhannsson, Túngötu 15, Ólafsfirði. 40 ára Jónas Sigurðsson, Amartanga 57, Mosfellsbæ. Dieter Pollitz, Háfshjáleigu, Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Helgi Sveinbjörnsson, Iðu 2, Biskupstungnahreppi, Ámessýslu. Kristján Haraldsson, Sævangi 34, Hafnarfirði. Tómas G. lngólfsson, Breiðufit, Mosfellsbæ.. Magnhildur Baldursdóttir, Háaleitisbraut 119, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.