Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 31 Fréttir lill Rauöinúpur viö bryggju á Raufarhöfn Útgerö Rauðanúps gekk vel sl. ár: Vinna á Rauf arhöf n féll aldrei niður vegna hráefnisskorts Hólmfriður Priðjánsdóttir, DV, Eauíarhöfn: Útgerö togarans Rauðanúps gekk ágætlega á síðasta ári, að sögn Hólm- steins Björnssonar, framkvæmda- stjóra Fiskiðju Raufarhafnar og Jök- uls hf., og féll aldrei niður vinna hjá starfsfólki fyrirtækisins vegna hrá- efnisskorts. Aflaverðmæti Rauðanúps var 101 milljón króna og skipið aflaði 3.067 tonna í 31. veiðiferð. Togarinn fór eina söluferð til Englands. Öllum öðrum afla hans var landað hér á Raufarhöfn fyrir utan 40 tonn, sem landað var í Hnífsdal þegar skipið var leigt til hafrannsókna. í Ámi á Bakka á Raufarhöfn. DV-mynd Hólmfríöur. Raufarhöfti: Jökull leigir skip og rækjuvinnslu Kópaskers - og afla skipsins ekið til Kópaskers. Hólmtriöur Priðjónsdóttir, ÐV, Raufarhöfh: Nýlega tók Jökull hf. á leigu skip- ið Áma á Bakka en það var áður gert út frá Kópaskeri og er 230 tonn. Þá tók Jökull einnig á leigu rækju- vinnslu Sæbliks á Kópaskeri. Árni á Bakka landar aflanum hér á Raufarhöfn og er honum síðan ekið tii Kópaskers til vinnslu hjá Sæ- bliki. Leigusamningurinn vegna skipsins og rækjuvinnslunnar gild- ir til loka febrúar á þessu ári Djúpavogshöfn. Ekki var talið í sjálfri höfninni að þessu sinni en hún verð- ur hluti af nýju talningarsvæði sem taka á í notkun um næstu áramót. Djupivogur: Árleg fuglatalning Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Frá 1952 hefur það verið föst regla hjá Náttúrufræðistofnun íslands að gangast fyrir og skipuleggja fugla- talningu um hver áramót. Er þá leit- að til fuglaáhugamanna um landið allt og þeir beðnir um að telja á fyrir- fram ákveðnum stöðum. Þessa árvissu talningu bar upp á 26. desember síöastliðinn. Fóru menn þá af Djúpavogi inn í Hamars- fjörð og töldu á svæðinu Hamarsbrú- Búlandshöfn. Aðrir héldu inn í Beru- fjörð og könnuðu ákveöin svæði þar. Loks var svo litið inn í skógræktina fyrir innan þorpið. Þessi svæði hafa númerin 310,311,312 og 313 í gögnum Nattúrufræðistofnunar. Er skemmst frá því að segja að 22 tegundir greindust þarna fyrir víst: Himbrimi, stokkönd, æðarfugl, há- vella, dílaskarfur, toppönd, teista, snjótittlingur, sendlingur, svart- bakur, hvímáfur, silfurmáfur, fýll, gulönd, tjaldur, stelkur, hrafn, straumönd, haftyröill, langvía, stutt- nefja og músarrindill. Þá leikur á því grunur að í hópi dílaskarfanna hafi leynst toppskarfar, og innan um hvítmáfana einhverjir bjartmáfar. Alls voru þessir fuglar um 4500 tals- ins. Mest bar á æðarfugli (um 1500), hávellu (um 900), svartbak (um 500) og snjótittlingi (um 300). Egilsstaðir: Fjörkippur í íbúð- arhúsabyggingum Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum: Allmörg íbúðarhús eru nú í smíð- um á Egilsstööum. Fyrir utan fjölbýl- ishús, með 18 íbúðum fyrir aldraða, eru 7 einbýlishús í smíðum og sótt hefur verið um 10 lóðir til viðbótar. Nokkur lægð hefur verið í byggingu íbúðarhúsa á Egilsstöðum a.m.k. síð- ustu tvö ár. Fréttamaður haföi samband við Guðmund Pálsson, tæknifræðing hjá Egilsstaðabæ, og spurði hver myndi vera orsök þessarar aukningar í byggingu íbúðarhúsa í bænum. Hann sagðist helst geta giskað á að ungt fólk, sem búið hefði í foreldra- húsum og lengi hefur beðið eftir lánafyrirgreiðslu, hefði nú loks feng- ið lánsloforð en eftir lánaaustur til íbúðabygginga árið 1986 hefði komið löng bið eftir lánum. Einnig væri eitt- hvað um að fólk, sem búið hefur í bænum tvö til þrjú ár, væri nú ákveðið að setjast hér að og færi þá að hyggja að húsbyggingu. Húsin munu ýmist verða steypt á staðnum, byggð úr steyptum einingum frá Brúnási hf. á Egilsstööum eða timb- urhús frá Trésmiðju Fljótsdalshér- aðs í Fellabæ, eins og húsið hér á myndinni sem reist var nú í janúar. Hús frá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fellabæ, sem reist var nú í janúar. DV-mynd Sigrún Vonarland á Egilsstöðum fékk stórgjafir: Hálf milljón safnað- ist í dægurlagakeppni Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Það var mikið um dýrðir á Von- arlandi, dvalarheimili þroska- heftra á Egilsstöðum, sunnudaginr. 11. desember. Þar var haldin jóla- trésskemmtun fyrir vistfólk með fagurlega skreyttu jólatré og jóla- sveinar komu í heimsókn. Þegar nóg hafði verið dansað var haldið út í sundlaugarbygginguna. Þar var fjölmenni og heimilinu færðar gjafir sem áhugafólk og fé- lög hafa safnað til styrktar bygg- ingu sundlaugar. Þorvarður Bessi Einarsson af- henti 500 þúsund krónur sem voru ágóði af dægurlagakeppni sem nokkrir áhugamenn héldu i haust. Allir sem unnu að framkvæmd keppninnar gáfu vinnu sína. Hug- mynd að þessari fláröflunarleið kviknaði þegar barnaútvarpið var með söfnun á Egilsstööum sl. sum- ar. Dægurlagakeppnin var tekin upp á myndband og Stefán Braga- son afhenti Vonarlandi eintak. Ágóði af happdrætti Asgeir Már Valdimarsson færði Vonarlandi 310 þúsund krónur, ágóða af happdrætti sem Kiwanis- klúbburinn Snæfell á Héraði stóð fyrir. Ari Guðmundsson frá Lions- klúbbnum Svani í Breiðdalshreppi aíhenti 100 þúsund krónur, afrakst- ur ruslahreinsunar á Breiðdalsvík. Lionsklúbburinn Múli á Héráði, sem löngum hefur stutt byggingu sundlaugarinnar bæði með fjár- framlögum og vinnuframlagi, gaf 100 þúsund krónur, sem formaður- inn, Astráður Magnússon, afhenti. Sigurður Magnússon, formaður Styrktarfélags vangefma á Austur- landi, þakkaði þessar höfðinglegu gjafir. Vinna viö sundlaugina hófst 1982 og með hvíldum var hún fok- held 1986. Vinna er nú hafm við lokaátakið. Um 2,2 milljónir króna hafa fengist úr framkvæmdasjóði fatlaðra og með því sem heima- menn hafa lagt til mun verkið kom- ast langleiðina. Margir aðrir hafa lagt málinu lið, svo sem barnaút- varpið, Sjálfsbjörg í Neskaupstað, sem gaf 55 þúsund, og einstakling- ur á Egilsstöðum gaf 60 þúsund. Forstöðukona Vonarlands, Elfa Gylfadóttir, þakkaði einnig gjafir og hlýhug. Þorvarður Bessi afhenti 500 þús- und krónur - afrakstur dægurlaga- keppninnar. Ásgeir M. Valdimarsson afhendir Sigurði Magnússyni formanni framlag Kiwanismanna. DV-myndir Sigrún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.