Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 45
45 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Skák Jón L. Árnason Hér er lagleg flétta frá skákmóti í Sovét- ríkjunum 1987. Vladimirov hafði hvitt og átti leik gegn Epishin: 1. Hdgl Hvítur ætlar aö svara 1. - Rh5 með 2. Dc3! BiB 3. Bc5+ meö skjótum sigri. Þess vegna ákveður svartur að fara fyrst í drottningakaup en óvæntur glaðn- ingur bíður hans ...1. - Dxb3 2. Bh6!! Hótar 3. Hh7 mát og svarið við 2. - Hxh6 yrði 3. Hg8+ Kxf7 4. Hlg7 mát. 2. - Rg4 3. Hh7+ Rxh6 4. Hxh8+ Kxf7 5. Hh7 + og svartur gafst upp. Ef 5. - Kf8 6. axb3 Rg8 7. Be6 og vinnur. Bridge ísak Sigurösson Svíningar eru oft á tíðum klippt og skorið 50% en sérfræðingurinn í bridge reynir oft að komast hjá svíningum eða auka likurnar. Skoðaðu fyrst aðeins hendur noröurs og suðurs og settu þig í spor suðurs í þessu spfli. Suður gefur, aflir á hættu: ♦ K2 V ÁG10832 ♦ 105 4» G64 * G V 965 ♦ G874 + D10982 ♦ D1098763 V K4 ♦ D6 + K5 Suður Vestur Noröur Austur 34 Dobl p/h Suður er ekki beint með venjulega hendi fyrir hindrunarsögn á 3 spöðum, en stóðst samt ekki mátiö. Fram kemur viö borðið að dobl vesturs er til refsingar. Vestur byijar á því að taka tvo slagi á tigulás og kóng, tekur síðan á laufás og spilar meira laufi. Hvemig er best fyrir suður að haga spilamennskunni? Margur myndi telja að vestur væri með ás og gosa í trompi og svína því í gegnum hendi vesturs. En sérfræðingurinn myndi reyna að auka líkurnar. Vestur á alveg fyrir dobh þó spaöagosann vanti á hendi hans. Best er því að setja laufagos- ann upp, taka á hjartakóng og spila síðan spaðasexu. Frá sjónarhóU vesturs virðist svo sem sagnhafi ætU að henda laufi í hjartaás og því getur vel verið að hann rjúki upp með ásinn og spili meira trompi. Ef hann gerir það ekki er best að svína spaða því hann fer örugglega ekki upp með ás ef hann á gosann. * At>4 ¥ D7 ♦ ÁK932 Krossgáta Lárétt: 1 mætur, 5 garnir, 8 tryUa, 9 grandi, 10 viljugir, 12 ónefndur, 13 nag- dýr, 16 mana, 17 vitskerta, 18 sæði, 20 afturendi, 22 pukur, 23 bók. Lóðrétt: 1 hamingja, 2 þegar, 3 lofttég- und, 4 hafnar, 5 metin, 6 atvinnugrein, 7 mjúk, 11 blaut, 14 heiðursmerki, 15 hviða, 16 tré, 17 óttast, 19 forfeður, 21 umdæmis- stafir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 happ, 5 kám, 8 æla, 9 urta, 10 Unna, 11 ts., 12 dróg, 14 sal, 16 unnusta, 19 há, 20 árar, 22 arður, 23 út. Lóðrétt: 1 hældu, 2 alir, 3 Pan, 4 pungur, 5 krass, 6 átta, 7 mas, 13 ónáð, 15 last, 17 nár, 18 trú, 19 ha, 21 ar. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnaríjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkviUð 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvflið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 27. jan.-2. febr. 1989 er í Ingólfsapóteki Og Laugarnesapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjáþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í simsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öörum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11166, Hafnar- flörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á vegum Krabbameinsfélagsins virka daga kl. 9-11 í síma 91-21122. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heflsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimflislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Kefla vík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. Heimsóknartírm Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Mánudagur 30. janúar. Bretar fara fram úr Þjóðverjum í flugvélaframleiðslu í tvö til þrjú þúsund verksmiðjum er unnið dag og nótt að smíði hergagnaflugvéla. Spákmæli Þú getur aldrei ráðið yfir minna eða stærra ríki en sjálfum þér. Leonardo da Vinci Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Lokað um óákveðinn tíma. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Allar deildir eru Iokaðar á laugard. frá 1.5.-31.8. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn 'er opinn alla daga kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánu- daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu- daga 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið laugar- daga og sunnudaga 14-18. Tímapantanir fyrir skólafólk í síma 52502. Þjóðminjasafn íslands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga, frá kl. 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureýri, sími 22445. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjarnarnes, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sðlarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öörum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tjjkymiingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Sljömuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 31. janúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú gætir komist að því að þú hafir í ákveðnu máli verið' of fljótur að draga ályktanir. Samvinna er besta lausnin. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú þarft að hafa skörp skfl á milli aöstoðar þinnar við fólk og að fólk sé að sóa tima þínum til einskis. Hraðaðu því sem þú getur. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Reyndu að varast að fara yfir mörkin þar sem þau eru skýr, annars lendir þú bara í vandræöum. Þú mátt reikna með einhverjum erfiðleikum í dag. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú ættir að geta verið í góðu skapi í allan dag. Þú ert vin- sæll og þér gengur vel. Happatölur eru 11, 13 og 26. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Þú gætir náð frábærum árangri með hugmyndum þínum eða annarra. Geföu þér tíma til þess aö hjálpa öðrum. Krabbinn (22. júní-22. júli): Forðastu að vera of nákvæmur í skipulagningu. Þetta á sér- staklega við um félagslífið, þar sem sveigjanleiki ætti betur við. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Hattu augum og e>Tum opnum því eitthvað sem þú heyrir eða sérð kemur þér sérlega vel. Notaðu daginn til aö ræða mál sem'upp hafa komið, sérstaklega í fjölskyldunni. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ættir að geyma metnað þinn þar tfl seinna og taka þér smáhvíld frá raunveruleikanum ef þú hefur tök á. Það er mikil ábyrgð á þínum herðum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þetta verður hljóður og frekar leiðinlegur dagur. Þú ættir að gæta þín á að skapið fari ekki niður úr öllu og þú farir að sóa peningum í leiðindunum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Sporðdrekar eru dáhtiö fyrir að vera sjálfstæðir og þiggja ekkert af öörum. Hugsaðu þig um. Happatölur eru 5,16 og 29. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Það verður dálítið erfitt að koma öllu heim og saman í dag. Þú ættir að eiga eitthvað í handraðanum fyrir framtíðina. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Njóttu þeirra stunda sem upp koma á milli stríða. Þú ættir að vinda ofan af þér þreytandi ábyrgðartilfinningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.