Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989.. Fréttir_______________________________________ Uppselt á fyrstu skákina í einvigi Jóhanns og Karpovs: „Það varð aldrei nein skák úr þessu“ - sagði Jóhann Hjartarson eftir fhnmtán leikja jafnteflið Anatoly Karpov er hér óhress á svip eftir að Jóhann Hjartarson hefur unn- ið hlutkestið um hvor þeirra ætti að hafa hvítt í fyrstu skákinni. Á mynd- inni með Jóhanni og Karpov er aðaldómarinn, Caroi Jarecki. Símamynd Reuter Eftir aðeins fimmtán leiki í fyrstu einvígisskákinni í Seattle á laugar- dag slíðruðu Jóhann Hjartarson og Anatoly Karpov sverðin. Jóhann, sem hafði hvítt, bauð jafntefli og Karpov þáði það eftir skamma um- hugsun. Karpov náði auðveldlega að jafna taflið eftir byijunarleikina og í lokastöðunni var eftir htlu að slægj- ast. „Þetta koðnaði einhvern veginn niður og það varð aldrei nein skák úr þessu,“ sagði Jóhann eftir að meistararnir höfðu samið um jafn- tefli. Þeir tefldu spænskan leik og beitti Jóhann „frestuðu uppskiptaaf- brigði,“ líkt og heimsmeistarinn Ka- sparov gerði t.a.m. gegn Beljavsky á heimsbikarmóti Stöðvar 2 sl. haust. í fyrstu virtist fát koma á Karpov, eins og hann óttaðist að Kasparov Skák Jón L. Árnason hefði verið með í ráðum. En hann var fljótur aö breyta út af alfaraleiö- um og koma Jóhanni á óvart. Einvígið vekur mikla eftirtekt hér í Seattle en Bandaríkjamenn eru annars kunnir að flestu öðru en óbil- andi skákáhuga. Uppselt var inn í skáksalinn sem tekur um 400 manns. í annarri byggingu þar hjá sá sovéski stórmeistarinn Edvard Gufeld um skákskýringar og hlýddi margt manna á tal hans. Áhorfendur virt- ust ánægðir þrátt fyrir að skákin fengi svo snubbóttan endi. „Ykkur íslendingum finnst þetta kannski ekki merkilegt, sem eruð vanir svona skákviðburðum, en fyrir okkur er þetta nýtt. Mér fannst frábært hve mikil spenna var í lofti í skáksalnum og magnað aö sjá skákina tekna svona alvarlega,“ sagði Bandarikja- ■maöur nokkur í óspurðum fréttum. Aðstæður á skákstað eru í góðu lagi eftir lagfæringar sem gerðar voru um morguninn. Skákkapparnir fengu nýja stóla, lýsing var bætt og að ósk Margeirs, aðalaðstoðarmanns Jóhanns, var hellt upp á sérstaklega sterkt kaffi fyrir hann til að ylja sér á yfir skákinni. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Bxc6 Fyrstu leikirnir voru leiknir með eldingarhraða á báða bóga en hér tók Jóhann sér nokkurra mínútna um- hugsunarfrest. Þetta „frestaða upp- skiptaafbrigði", sem hann beitir, hef- ur átt vinsældum að fagna undanfar- ið. Heimsmeistarinn Garrí Kasparov beitti því meö góðum árangri gegn Beljavsky í Borgarleikhúsinu í okt- óber og það hefur einnig reynst beitt vopn í höndum aðstoðarmanna hans, Dorfmans og Dolmatovs. 6. - dxc6 7. d3 Dd6!? I k. # 1 Á Á iiii i 1W Á A A & A A AAA fi jIl fi<&> ABCDEFGH Karpov lék þennan leik eftir ræsku eftir 7. - Rd7 sem er langalgengasti leikurinn og Beljavsky lék einmitt gegn Kasparov. Leikur Karpovs er rökréttur og Jóhanni tekst ekki að sýna fram á vankanta hans. 8. Rbd2 Be6 9. b3 Rd7 10. Bb2 c5! Treystir miðborðsstöðuna áður en Jóhann nær að leika drottningarpeð- inu fram. Eftir aðeins tíu leiki hefur Karpov náð að draga vígtennurnar úr mótherjanum. Nú er hugsanlegt að leika 11. De2 og síðan c2-c3 en hæpið er að þessi leið færi hvítum yfirburði. Jóhann hugsaði lengi og ákvað síðan að einfalda taflið. 11. Rc4 Bxc4 12. dxc4 Dxdl 13. Hfxdl f6 14. Rd2 Hd8! 15. Rfl Eftir 15. - RfB 16. Hxd8+ Bxd8 17. Re3 c6 og síðan 18. - Re6, þvingar svartur fram 19. c3 og hefur þá leyst öll sín vandamál. Þetta var bragðlaus skák sem ein- kenndist af varfærnislegri tafl- mennsku á báða bóga. Hvorugur hefur viljað taka áhættu svona í upp- hafi einvígisins. í nótt kl. 1 að ís- lenskum tíma verður 2. einvígisskák- in tefld og þá hefur Karpov hvítt. Islenska þjóðsöngnum misþyrmt við setningarathöfnina í Seattle: Vond lýsing og stólar og riddarar eins og kanínur „Ef fram heldur sem horfir ætti Jóhann ekki að þurfa að kvíða ein- víginu,“ sagði einn áhorfenda við setningarathöfnina eftir að Jóhann haföi unnið Karpov fimmfalt er dreg- ið var um hti og varpað hlutkesti til að skera úr um ágreiningsefni. Reynt var að gæta fyllsta réttlætis með því að fyrst var valið um þaö hvor ætti að fá að draga um liti. Karpov átti að byrja þar eð hann er hærri að stigum. Hann fékk Campo- manes, forseta FIDE, til að draga fyr- ir sig og Jóhann vann. Síðan dró Jóhann hvítu mennina í fyrstu skák- inni. Þá kom betri hreinlætisaðstaða í hlut Jóhanns, hann fékk stærra hvíldarherbergi og ágreiningur um tegund skákklukku leystist honum í vil. Hann vildi Jaeger skákklukku, vestur-þýska, en Karpov austur- þýska Garde klukku. Nokkur mannsöfnuður var við setningarathöfnina í Lakeside skól- anum, þar á meðal íslenskir náms- menn í Seattle. Bob Walsh, fram- kvæmdastjóri friðarleikanna 1990, sem haldnir verða í Seattle og standa að einvíginu, hélt stutta tölu, einnig Campomanes, bandarískir frammá- menn í skákhreyfmgunni og frú Skák Jón L. Árnason Jarecki, aðaldómari. Þá lék skóla- hljómsveitin þjóðsöngva Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna og íslands og FIDE-sönginn. Hljómsveitarstjórinn stóð í þeirri meiningu að íslenski þjóðsöngurinn væri hergöngulag og lét ekki segjast þrátt fyrir tilmæli ræðismannsfrúarinnar. íslendingarnir voru óánægðir með aðstæður. Margeir sagði að lýsing væri vond, stólar allt of lágir og ridd- ararnir litu út eins og kanínur. Ein- hver bætti við að peðin væru eins og gulrætur. Þessu var kippti í liðinn og er meistararnir settust að tafli á laugardag höfðu þeir ekki yfir neinu aökvarta. -JLÁ Sandkom dv „Feðga- miðstöðin" Ferðaskrif- niofan Fi-rða- miðstciðin lu'>- urfengiönýtt nafnhjámörg- ;; umoggengur uii'lir nafninu „Feðgamið- stöðin" þessa dagana. Er þetta að sjálfsögðu tilkomið vegna þess að Andri Már Ingólfsson, sonur Ingólfs Guðbrandssonar, hefur tekið þar viö stj óm og Ingólfur mun sj álfur hafa sést talsvert „á vappi" nærri fyrirtaikmu aðundanfömu. Eitthvað af starfsfólki frá Ótsýn hefur þegar gengiö til liðs við „Feðgamiðstöð- ina“. Þá hefúr fyrirtækið tekið á leigu húsnæöi viö Austurstræti þar sem Útsýn var áður til húsa. Menn skyldu því ekki afskrifa „Ingólf í Ótsýn“ eða „Ingólf í Feðgamiðstööinni“ að svo stöddu. Skothríð hjá „Nonna og Manna" Þeirfélagar ,ión Baidvm Hannibalsson ogOlafur RagnarGríms- ; son éöá Nonhi ogManni.eins ogsumirkalla þá norðan heiða, mættu með litlu, sætu ræðupúltin sín á Ak- ureyri á dögunum og „skutu í allar áttir“ á fundi þar. Jón Baldvin sagði t.d. að í Seðlabankanum störfuðu um 160 manns og þar af a.m.k. 150 við að naga blýanta. Þá sagði hann að Sveriir Ögurvíkingur, bankastj óri LandsbankansAhefði gleymt að selja hlutabréf sín í Ógurvík og stýrði stjómarandstöðunni úr bankanum með gaspri sinu og væri enn að vinna fyrir biðlaununum. Ólafur Ragnar iét einnig ýmislegt flakka og sagði m.a. að margt gott mætti segja um Jóhann- es Nordal seðiabankastjóra, m.a. væri hann vel að sér í bókmenntum! Vill vinna með konunum HalldórBlön- dai alþingis- 1 maöursegirað ' sjáifsiæðis-. mennmyndu leita fyrst til Kvennahstans efsustaða kæmiuppað mynduðyrði ný idkisstjórn í landinu. Það sem mælir með þessu, að mati Halldórs, er m.a. að Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir hætta senni- lega þingmennsku eftir þingiö sem nú stendur yfir og Haildór telur að þær konur, sem taki við af þeim, verðihægrisinnaðri.Ogvæntanlega ' telur Halldór aðþær verði þess vegna „auðveldari bráð“. Þegar Guðrún Agnarsdóttir var innt álits á ummæl- um HaDdórs svaraði hún einungis: „Sínum augum lítur hver á silfrið." Hvað erhann Áméðanþeir ..Nonniog Manni" þeyíast umlandiðund- irstjóm ; Ámundaráð- herrarótará h sitiaaðrir forsprakkar stjórnmála- flokka í skugganum. Þó hefur Stein- grímur reynt að kióra í bakkann og halda fundi víöa um land en minna hefur orðið úr en til stóð. En þetta brölt formannanna hefur vakið upp þá spurningu hvað Þorsteinn Pálsson séaðgeraþessadagana. Þaðheyrist lítiö frá honum og hann hefur ekki verið með nein fundahöld. Mörgum sjálfstæðismanninum þykir sem Þor- steinn sitji eftir í startholunum ef það er rétt, sem sumir halda fram, að þetta fundabrölt hinna formannanna sé upphafið að kosningabaráttu og gengiðverðiaðkjörborðinuívor. Því spyija þeir: Hvað er Þorsteinn að geraþessadagana? Umsjón: Gylfi Kristjénsson að gera?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.