Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989.
39
Fréttir
Djúpivogur:
Veruleg
fólks-
fjölgun
- sú mesta 1 S-Múlasýslu
Siguröur Ægisson, DV, Djúpavogi:
Samband sveitarfélaga í Austur-
landsKjördæmi hefur látið vinna töíl-
ur um mannfjöldaþróun á síðast-
liðnu ári hér eystra með stuðningi
af skýrslu Hagstofu íslands frá 1.
desember 1988 um mannfjölda á
landinu. Kemur þá í ljós að aukning
á Djúpavogi (Búlandshreppi) er hlut-
fallslega mest í Suður-Múlasýslu, eða
15 manns, sem er 3,6% aukning frá
1987. Tölulega séð er Höfn í Homa-
firði þó með vinninginn en þar bætt-
ust 83 við íbúafjöldann eða sem nem-
ur 5,5 af hundraði.
í nágrannahreppum Búlands-
hrepps, þ.e. Beruneshreppi og
Geithellnahreppi, er hins vegar um
fækkun að ræða. í hinum fyrrnefnda
um 7 manns, sem er 8,1% fækkun,
en í hinum síðarnefnda hefur fækkað
um 2 einstaklinga, éða 2,4%. íbúa-
fjöldi í Beruneshreppi er nú 79, í
Geithellnahreppi 81 en í Búlands-
hreppi 431. Saman mynda þessir þrír
hreppar Djúpavogsprestakall.
Seyðisfjörður:
Mikill afli á
síðasta ári
- 8,5% af afla landsmanna
Joharm Jónsson, DV, Seyðisfiröi:
Heildarafli, sem landað var á Seyð-
isíirði, var u.þ.b. 138.500.000 kg árið
1988. Skiptingin var í grófum drátt-
um eftirfarandi: Hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins 85.770.000 kg, þar
af um 530.000 kg af síld. Hjá Hafsíld
hf. 40.887.000 kg, þar af um 1.070.000
kg síld, þannig að hjá báðum verk-
smiðjunum var hlutfall síldar í
bræðslu lágt. Hjá Fiskvinnslunni var
landað 4.511.000 kg af botnfiski og um
1.417.000 kg af síld. Norðursíld tók á
móti 716.000 kg af botnflski og
2.482.000 kg af síld. Hjá Strandarsíld
var landað um 48.000 kg af botnflski
og um 2.650.000 kg af síld. Sem fyrr
er sagt var heildarafli á land hér
nálega 138.500.000 kg. Á árinu 1988
var því u.þ.b. 8,5% af heildarafla
landsmanna landað á Seyðisflrði.
Þess má geta að Seyðfirðingar eru
um 0,4% af þjóðinni. Tölur um út-
flutningsverðmæti þessa afla Uggja
ekki fyrir.
Frá áramótum núna hefur verið
landað hjá Síldarverksmiðjum ríkis-
ins u.þ.b. 6.425.000 kg af loðnu og hjá
Hafsíld hf. 2.250.000 kg.
Selfoss:
Snjóbirta eða
aulaháttur?
Regina Thorarensen, DV, Selfossi:
Rosknum rafvirkjameistara hér á
Selfossi, Jóakim Elíassyni, ofbauð
vitleysisleg vinnubrögö hjá ungum
manni sem fyrr í vikunni var að ýta
snjó af gangstéttum hér í bæ og hafði
orð á því. Sá snjór, sem hér hefur
fallið í litlum mæli síðustu þrjá daga,
safnast aðallega fyrir á gangstéttum.
Þegar maðurinn kom með ýtuna til
baka til að fjarlægja snjóhrygginn
afgötunni fór nær allur snjórinn upp
á gangstéttina aftur. Gamla meistar-
anum fannst skrýtið hve ýtumaður-
inn fór skakkt að en þess má geta
aö það var mikii snjóbirta þennan
dag og getur þaö hafa blindað bless-
aðan ýtumanninn. Hún getur vissu-
lega \dllt fólki sýn.
íbúar Djúpavogs voru 431 þann 1. desember 1988 en voru 416 á sama tima 1987. Er þetta aukning um 15 manns og munarum minna.
SKATTHLUTFALL OG
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ÁRÐ1989
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ER 17.842KR. Á MÁNUÐI
SJÓMANNAAFSLÁTTUR
ER 492KR.ÁDAG
LAUNAGREÐANDA ER ÓHEIMILT
AÐ EÆRA ÓNÝTTAN
PERSÓNUAFSLÁTT MILLIÁRA
(P.EFRÁ 1988 TIL 1989)
Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný
skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber
hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar ?
við útreikning staðgreiðslu.
Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem
fram kemur á skattkorti hans. 1
I
RSK
rIkisskattstjóri