Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 15 Lesendur „Þar er festa í efnahagsmálum og á bak við dollarann eru mikil auðæfi," segir Hjörtur m.a. - Frá verðbréfamarkaði i Chicago. t Bandarísk efnahagsmál á vettvangi RÚV: Einkunnir og steigurlæti Hjörtur Hjartarson hringdi: í útvarpsþættinum „Á vettvangi", sem útvarpaö var hinn 24. jan. sl„ einhvern tímann á bilinu kl. 18-18.30, hlýddi ég á svo mikla „speki“ um efnahagsmál Bandaríkjanna að mér féll allur ketill í eld. Þarna voru spyrjendur sem lögðu spurningar fyrir viðmælendur sína um þessi mál og vildu að þeir gæfu. t.d. Reagan, fyrrv. forseta, „einkunn“ fyrir stjórn hans á þessum málum! Viðmælendur virtust vera tregir til einkunnagjafanna en þá bara end- urtók einn umsjónarmanna þáttar- ins „en einkunn, en einkunn". Eða, „fær hann ekki bara falleinkunn?" Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem íslenskir viömælendur í útvarpi og sjónvarpi eru beðnir um að lýsa og fara í gegnum efnahagsmál þarna vestra og lýsa skoðun sinni á því hvort Bandaríkin séu nú ekki að fara á hausinn vegna t.d. of mikils við- skiptahalla eöa vegna þess að nú séu þau orðin svo skuldug þjóö að þar hljóti eitthvað að bresta bráðlega. Það er hins vegar algjör óþarfi fyr- ir okkur að hafa áhyggjur af efna- hagsástandi þeirra í Bandaríkjunum, þar ganga málin allt öðruvísi fyrir sig en hér. Þar er mikil festa í efna- hagsmálum og dollarinn er sá gjald- miðill sem getur varla haggast neitt að ráði vegna þess á bak við hann eru þvílík auðæfi, bæði í og á jörðu, efnisleg og eins tæknileg, að þar kemst engin önnur þjóð til jafns við. - Ekki einu sinni Japanir sem einn þátttakenda í áðurnefndum útvarps- þætti taldi að stjórnuðu nú efnahags- lífi Bandaríkjanna að meira og minna leyti! Öll var umfjöllun þeirra vettvangs- manna mjög ófagmannleg og full af Laugardagur til lukku - eða vonbrigða? Bjarni Ásgeirsson skrifar: Þátturinn Laugardagur til lukku,. sem tekinn var upp föstudrginn 6. janúar sl„ var sýndur daginn eftir, laugardag. Gestir þáttarins voru frá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni. Vinninga á lukkuhjóh þetta kvöld hlutu tveir starfsmenn Mjólkusam- sölunnar. Annar hlaut video upp- tökuvél og hinn örbylgjuofn. Var þeim sagt, eftir upptöku þáttarins, aö eftir helgina yrði þeim sent heim bréf sem heimilaði þeim að sækja vinningana í viðkomandi fyrirtæki. En það hefur ekkert bréf borist og enginn veit neitt um vinningana!! Vinningshafar hafa hringt bæði á Stöð 2 og einnig í Lukkutríó hvað eftir annað og enginn hefur getað gefið skýringu á þessari töf. Þegar hringt hefur verið er bent á að tala við þennan eða hinn, eða þá að sagt er að „þeir“ séu ekki við eða að þeir séu á fundi o.s.frv. Vinningshöfum finnst nú furðu- lega að þessu staðið og vilja gjarnan fá skýringar á máhnu. Kannski væri líka rétt að breyta nafninu á þættin- um og láta hann heita Laugardagur til vonbrigða? leiðandi spurningum og steigurlæti, eins og títt gerist hjá mönnum sem fjalla um málefni sem þeir hafa ekki þekkingu eða tök á að fara með, jafn- vel ekki einu sinni til að spyrja ein- faldra spurninga. - Á vettvangi eru þónokkuð reyndir útvarpsmenn eða ættu að vera, svo lengi sem a.m.k. tveir þeirra hafa haft á hendi þátta- gerð fyrir Ríkisútvarpið, og annar þeirra meira að segja fyrrv. upplýs- ingafulltrúi hjá fjármálaráðherra. ■CENWOOD ÞAÐ VEROUR ENQINN FYRIR VONBRIGOUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN Rafmagns- og steikarpannan frá KENWOOD er nauðsynleg í hverju eldhúsi Verð kr. 7.220,- Fullkomin viðgerða og varahlutaþjónusta Heimilis- og raftækjadeild Gefðu mér eina góða ástæðu til að fljúga með Arnarflugi til Schiphol í Amsterdam" _ Leyfðu mér að gefa þér þrjár“ í fyrsta lagi lendir Arnarflugs- vélin á hádegi þannig að þú átt kost á fjölmörgum tengiflugum með KLM. í öðru lagi er allt undir einu þaki á Schiphol og því mjög auðvelt og fljótlegt að fara á milli véla. Síðast en ekki síst, meðan þú bíður :) t í u.u.,:. j3 Il ji:i* 1 eftir tengifluginu getur þú gert góð kaup í stærstu og ódýr- ustu fríhöfn Evrópu. Við köllum það 100.001 tollfrjálst tilboð. - -+- Traust flugfélag nií\ Royal Dutch Airlines t < t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.