Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 29 Iþróttir fí'í-fV-'s ^ i „ .. Er góður félagi - segir Öskar Armannsson í FH „Ég hef spilaö með Guöjóni frá því ég hóf að leika handbolta og þekki hann því mjög vel sem leikmann. Þetta er fyrsta tíma- bilið sem hann spilar heill og hann hefur æft vel enda stendur árangurinn ekki á sér. - Guðjón er hreinlega búinn að eiga þetta inni,“ sagði Óskar Ármannsson, leikmaður FH, í samtali við DV. Var hann spurður um hæflleika Guðjóns frænda síns sem leikmanns en þeir eru systkinabörn. „Guðjón getur leikið allar stöður á vellinum sem skytta og er það kostur. Ég veit ekki hvað skal segja um framtíðina. Ég tel þó að Guðjón eigi góða möguleika á að verða fastur maður í íslenska landsliðinu sem leikstjórnandi ef hann heldur sínu striki. Við Guðjón höfum þekkst frá barnæsku og höfum verið sem bræður í gegnum tíðina. Guðjón er mjög góður félagi,“ sagðiÓskaríspjalhnuviðDV. -JÖG . Guðjón Árnason, leikstjórnandi FH-inga, hefur staðið sig mjög vel á þessu timabili og spilaði á þvi sína fyrstu landsleiki. A myndinni að ofan fá Stjörnumenn að kenna á hæfileikum hans. DV-mynd Brynjar Gauti Guðjón er hugsandi og yfirvegaður leikmaður - segir Guðmundur Hrafhkelsson um leikstjómandann efnilega, Guðjón Ámason Guðjón Arnason, leikstjórnandi FH úr Hafnarflrði, er einn þeirra leik- manna sem berja nú hvað hvatlegast á dyrnar hjá íslenska landshðinu. Hvort kalh hans og annarra efni- legra verður svarað vegna B-keppn- innar í Frakklandi er ekki víst en líklegt verður að teljast að Guðjón skipi fast sæti í landsliði íslands er fram hða stundir. Guðjón hefur spilað mjög vel í vet- ur með FH-ingum og má segja að hann hafi sprungið út í kjölfar þess að hann tók við leikstjórninni hjá liðinu. Hann sló eftirminnilega í gegn með landsliði íslands er honum var fyrst teflt fram en hann mátti sitja á bekknum allan tímann í sínum fyrsta landsleik. Viðureignin, sem hann spilaði með svo eftirminnileg- um hætti, var við Svía mihi jóla og nýárs. Er ekki ofsagt að framganga hans þar hafi ráðið miklu um úrsht- in. Sú var í öllu fahi skoðun Stefáns Kristjánssonar, blaðamanns hjá DV, sem sagði að Hafnfirðingurinn hefði skapað sigurinn ásamt Hrafni Mar- geirssyni, markverðinum unga úr Breiðholtinu. „Guðjón Árnason getur verið mjög erfiður þegar sá gálhnn er á honum. Hann er mjög lúmskur og skot hans eru oft erfið viðureignar," sagði landsliðsmarkvörðurinn Guðmund- ur Hrafnkelsson- í samtali við DV. Var hann spurður um hæfileika Guðjóns sem leikmanns. „Hann sphar gjarnan vel og er akk- úrat til þess fallinn að leika á miðj- unni. Guðjón er hugsandi og yfirveg- aður leikmaður þó finnst mér að hann megi bæta við snerpu. Sterk- ustu hliðar Guðjóns eru gegnumbrot og glufuskot og í því fyrrtalda getur hann bætt sig verulega með aukinni snerpu. Glufuskotin eru eitt það erf- iðasta sem markverðir eiga við en samt er ekki mikið um þau i boltan- um héma heima. Guðjón ætti því að geta þróað áfram þennan hæfileika sinn sem gefur vel af sér. Það má Nafn: Guöjón Árnason Fæddur: 5. febrúar 1963 Starf: Starfsmaður ísal Landsleikir: 4 Þyngd: 90 kg Hæð: 1,90 m Félag: FH kannski benda á þann þátt varðandi veiku hliöarnar," sagði Guðmundur ennfremur, „að Guðjón sendir ekki alltaf mikið inn á línuna. Þar getur hann líka bætt sig talsvert. En Guð- jón skorar jafnan mikið og bætir þannig upp þessa veiku þætti. Að mínum dómi getur Guðjón orð- ið framtíðarmaður í stöðu leikstjórn- anda í landshðinu," hélt Guðmundur áfram, „ég tala nú ekki um ef hann bætir sig í því sem á vantar og það ætti að koma með aukinni leik- reynslu. Guðjón keppir við marga frambærilega leikmenn um stöðu leikstjórnandans og ég held að sú staða verði ekki það vandamál í framtíðinrti sem hún hefur verið upp á síðkastiö," sagði landsliðsmark- vörðurinn við DV. Sigurður Gunnarsson „Guðjón Árnason er mjög alhliða leikmaður. Hann er yfirleitt ákaflega yfirvegaður en þetta tvennt eru helstu kostir hans sem leikmanns. Þá stjórnar Guðjón mjög vel sphinu þannig að ég held að hann sé framtíð- arleikmaður í íslenska landsliðinu." Þetta sagði landsliðsmaðurinn Sig- urður Gunnarsson en hann hefur um árabh stjórnað leik íslenska liðsins ásamt Páli Ólafssyni. „Það tekur tíma að komast inn í landsliðið og það tekur einnig tíma að aðlagast nýjum leikmönnum," sagði Sigurður ennfremur í spjalhnu við blaðið. „Mér finnst Guðjón engu að síður hafa staðið sig vel með íslenska hð- inu þegar hann hefur fengið að reyna sig. Hann hefur einnig sphað mjög vel með félagshði sínu. Það koma þó vitanlega hæðir og lægðir í þetta hjá öllum leikmönnum. Þeir geta gert vel og dottið síðan nið- ur þess á mihi. Það sem ég hef séð th Guðjóns er að hann hefur miklu íleiri kosti th að bera en gaha. Ef hann heldur áfram á svipuðum nót- um á hann án efa eftir að ná frama með landshðinu,“ sagði Sigurður. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.