Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 48
F R ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritsfjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989.
Skánar færð í dag?
Spá asahláku
-á Suður- og
Austurlandi
Asahláka með töluverðri rigningu.
Þannig hljómar spá veðurfræðinga
fyrir daginn á Suður- og Austurlandi
í dag. Mun rigna í öllum landshlutum
nema á Vestfjörðum þar sem verður
kaldara og einhver snjókoma. Er
þannig útlit fyrir að færðin sem
spillst hefur í umhleypingum síðustu
daga skáni eitthvað.
Hjá vegaeftirhtinu var DV tjáð að
leiðin frá Reykjavík í Borgarfjörð og
austur fyrir Hvolsvöll yrði hreinsuð
og vegirnir út frá helstu þéttbýlis-
kjörnum umhverfis landið. Vegir á
^■Vestfjörðum verða hreinsaðir en þar
er spáð meiri snjókomu í dag og óvíst
hve lengi færðin varir. Holtavörðu-
heiði fylgir gjaman Vestfjörðunum
veöurfarslega og ekki útlit fyrir
ruðning þar í dag nema hláni veru-
lega. Á Norðausturlandi er snjólétt-
ara en marga undanfarna vetur og
var ekki teljandi ófærð þar.
Fjöldi flugfarþega komst ekki frá
Reykjavík á laugardag en í samtali
við DV í morgun sagði talsmaður
Flugleiða að einungis farþegar til
Færeyja, Vestmannaeyja og ísafjarö-
biðu eftir flugi. Yrðu aukaferðir á
ísafjörð og Færeyjar. Innanlandsflug
Amarflugs gekk eðlilega fyrir sig í
gær nema að ekki var flogiö á Snæ-
fellsnes vegna veðurs þar. Ræður
veðrið flugi dagsins í dag.
-hlh
Raungengi
lækkar
Samkvæmt nýjum útreikningum
hagdeildar Seðlabankans hefur
raungengi íslensku krónunnar nú
-lækkað um 8 prósent frá meðaltali
síðasta árs sé miðað við launakostn-
að. Sé hins vegar miðað við þróun
verðlags hér innanlands og erlendis
hefur raungengið lækkað um 5 pró-
sent.
Samkeppnisstaða sjávarútvegs
hefur líka batnað. Hún er nú 102
miðað við 100 árið 1979. -gse
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
LOKI
Máttarvöldin gripu í
taumana um helgina og
slökktu á rauða Ijósinu!
Voru 15 klukkustundir 1 rútu frá Reykhólum:
Handmokuðu
á undan rútunni
í blindbyl
„Við vorum 3 klukkustundir að
fara fyrir Gilsfjörð sem er aðeins
25 kílómetra leið. Fannfergið var
svo mikiö aö þaö þurfti aö hand-
moka á undan rútunni um 200
metra leiö. Viö fómm tvö fet áfram
og eitt fet aftur á bak. Bílstjórinn
var alveg ótrúlega þolinmóöur þar
sem hann skar sig áfram 1 gegn um
snjóinn. Útiitið var oft á tíðum
svart þegar ekki sást út úr augum
fyrir skafrenningi og byl,“ sagði
Reynir Bergsveinsson í samtali við
DV í morgun.
Reynir lagði af stað frá Reyk-
hólum með Vestfjaröaleið áleiðis
til Reykjavíkur klukkan 15.30 í
gærdag. Rútan var 15 klukku-
stundir á leiöinni þannig að Reynir
og samferðafólk hans var ekki i
Reykjavík fyrr en um hálfsjöleytiö
í morgun. Undir veujulegura kring-
umstæðum tekur fimra klukku-
stundir að fara þessa leið.
„Þaö var skafrenningur þegar
þurfti aö handmoka þannig að ein-
ungis þeir höröustu stóöu í því. Þaö
voru um 20 manns sem lögðu af
stað ffá Reykhólum en þar var
þorrablót um helgina. Vegna hand-
leggsbrots og jarðarfarar hafði ver-
ið skafln braut þama í sveitinni á
Iaugardag en strax skóf í hana. Viö
náðum í Búöardal klukkan hálfeitt
í nótt og var sjoppan þá opnuð fyr-
ir mannskapinn. Um 10 manns
bættust í hópinn þannig að í allt
fóru 30 manns suður. Þar sem bíl-
stjórinn ákvað að gefast ekki upp
og sýndi fádæma þolinmæði við
aksturinn var eins og farþegarnir
þjöppuöu sér saman. Þó gisting
byðist í Búðardal og ferð næsta
morgun vildi enginn þiggja það.
Það ætluðu sér allir að þrauka
þetta.“
Reynir segir aö mestmegnis fúll-
orðið fólk og eitthvað af skólafólki
Þau biðu eftir áætiunarbilum á
Umferöarmiðstöðinni i Reykjavík i
morgun. Ófærðin hefur tafið mjög
ferðir á landi og í iofti síðustu
daga. DV-mynd BG
hafi verið í rútunni en engin börn.
-hlh
; '
. • • • • - •.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tekur á móti fulitrúum Borgaraflokksins um helgina en þeir eru, f.v.:
Ingi Björn Albertsson, Benedikt Bogason og Július Sólnes, formaður flokksins - sjá frétt á bls. 2. DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Rigning
víða
Á morgun verður norðaustan-
átt og snjókoma á Vestfjörðum.
Þar verður hitinn nálægt frost-
marki. Suðlæg átt og rigning
verður í öðrum landshlutum,
einkum sunnanlands. Hitinn
verður 2-5 stig.
Giftu sig úti
í snjókomu
■ ■»■ ■■ ■
við Tjornma
Hjördís Hákonardóttir borgardóm-
ari gifti brúðhjónin Kolbrúnu Þóru
Oddsdóttur landslagsarkitekt og
Kristján Ara Arason, sálfræðing og
blaðamann á tímaritinu Þjóðlífi, úti
í snjókomu í Tjarnarskógi við Bjark-
argötu klukkan sex síðdegis á laug-
ardag - vægast sagt óvenjulegar að-
stæður.
„Þetta gekk allt eins og í sögu þrátt
fyrir snjókomu. Það var logn og eng-
an bilbug á fólki að finna,“ segir
Hjördís um þessa sérstöku giftingu.
Athöfnin í Tjarnarskógi tók um
tuttugu mínútur. Fólk var að sjálf-
sögðu kappklætt. Síöan fóru við-
staddir, um 20 til 30 manns, í blysfór
að heimili brúðhjónanna við
Ásvallagötu.
Giftingar utanhúss eru mjög fátíð-
ar. Hjördís segist aðeins vita um eina
aðra, þaö var þegar móðir brúðar-
innar gifti sig í Heiömörk fyrir
nokkrum árum. Steingrímur Gautur
Kristjánsson borgardómari sá um þá
giftingu. -JGH
Amarflöröur:
„Flóðið fimm
metrar á hæð“
„Það er ómögulegt að spá um hvort
annað snjóflóð fellur. Það eru víða
miklar hengjur í fjöllum, bæði þar
sem flóðið féll og eins víðar. Það er
ekki hægt að sjá neinar hengjur hér
ofan við þorpið. Flóðið sem féll var
fjórir til fimm metrar á hæð og um
þrjátíu metra breitt," sagði Sigurður
Guðmundsson í Votradal og stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Bíldudal.
í gærdag féll snjóflóð á þjóðveg í
Arnarfirði - um einn kílómetra inn-
an við Votradal. Flóðið lökaöi vegin-
um en Vegagerðin hefur opnað hann
á ný. Skömmu eftir aö flóðið féll lenti
flugvél frá Arnarflugi en flugvöllur-
inn í Arnarflrði er skammt innan viö
þann stað þar sem snjóflóðið féll.
„Það var engin slysahætta vegna
snjóflóðsins. Eins féll það ekki nærri
neinum mannvirkjum. Farþegarnir
sem komu með flugvélinni voru
keyrðir að flóðinu. Þeir gengu síðan
yfir flóðið og bílar biðu þeirra hinum
megin,“ sagði Siguröur Guðmunds-
son. -sme
Amarflug:
Bjartsýni
á lausn
- segir Hörður Einarsson
Að sögn Harðar Einarssonar,
stjórnarformanns Arnarflugs, er
unnið að því af fullum krafti að
styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins.
Hörður sagði að bjartsýni ríkti um
að hægt yrði að fmna lausn á máhnu
en niðurstöðu um framtíð Arnar-
flugs er að vænta í byrjun febrúar.
Rætt er um að það þurfi að styrkja
eiginfjárstöðu fyrirtækisins um allt
að 500 milljónir króna. Flugvél fyrir-
tækisins er metin á 150 milljónir en
á móti þyrfti að afla fjár upp á 350
milljónir. Þá hefur verið rætt um að
ríkisvaldið leggi sitt af mörkum og
hafa ráðherrar lýst því yfir að það
gæti orðið upphæð sem svarar þeirri
fjárhæð sem myndi tapast ef fyrir-
tækið yrði gjaldþrota. Sú tala mun
þó vera afgangsstærð en gæti veriö
nálægt 150 mihjónum. -SMJ