Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Útlönd Missa stuðningsmann Stjómarerindrekar í Asíu sögðu í gær að með láti Panchens Lama, næstæðsta trúarleiötoga Tíbets, hefðu yfirvöld í Peking misst mikil- vægan milligöngumann. Hann naut virðingar bæði í Tíbet og Pek- ing. Panchen Lama sætti gagnrýni sumra Tíbetbúa fyrir að vera hliö- hollur yfirvöldum í Peking en að sögn stjómarerindreka var hann sagöur itafa ljáö Tibetbúum lið eftir fremsta megni. Panchen Lama var aðallega búsettur f Peking en heim- sótti Tíbet reglulega. loffa rannsókn Vestur-þýskur ráðherra lofaöi í gær að rannsaka hvort eitthvaö væri hæft í fullyrðingum bandarískra fjölmiðla um að íranar hefðu fengið efni frá sendiráði sínu í Bonn til þess að búa til eiturgas. í frétt New York Times frá því í gær segir að íranar hafi keypt efni til eiturgasframleiðslu frá fyrirtækjum í Vestur-Þýskaiandi, Grikklandi, Bandaríkjunum og Singapore. Puliyrt var að kaupin hefðu farið fram í gegnum sendiráðiö í Bonn og upp hafi komist um þau er bandarískir tollverðir rannsökuðu íranskan diplómata í Vestur-Þýskalandi. Panchen Lama, næstæðsti trúar- leiðtog! Tfbets, lést á laugardag- inn. Simamynd fleuter Mótmæli i Portúgal rmr ts' trabÁlhaddres oa -UN' JÍIEH hád ad paddte laddral ÍH A AUHEHTDS JUSTOS Þúsundir verkamanna tóku þátt í mótmætagöngu í Lissabon á laugardag- inn. Simamynd Reuter Um tíu þúsund manns gengu gegnum miðborg Lissabon í Portúgal á laugardaginn til að mótmæla lagatillögu um atvinnu. Tillagan felur í sér ákvæði sem gera auðveldara að reka starfsfólk. Það voru stærstu verka- lýðssamtök Portúgals sem efht höfðu tU mótmælagöngunnar, Yfirvöld halda því fram að með tiHögunni skapist fleiri atvinnutæki- færi og að efnahagur batni. Námunni lokað Yfirvöld í Perú hafa fyrirskipað lokun námunnar sem nær tvö hundruð guUgrafarar fórust í fyrir rúmri viku. ÚtUokað er taliö að nokkur hafi komist lifs af er sprenging varð í náraunni. Hætta er talin á þeir sem snúi aftur til námunnar geti týnt lífi vegna eiturgass og hættu á hruni. Þunr bjór slær í gegn „Þurr“ bjór, undir áhrifum frá Japan, virðist nú vera að slá i gegn í Bandaríkjunum. Bjórinn er látinn geijast lengur en gengur og gerist meö bandariskan bjór. Þannig breytist aUur sykurinn í vínanda. Arangurinn er, aö sögn bruggara, tær, ferskur bjór meö eiginlega engu eftirbragði. í sumum til- feUum kann að vera um eiUtið meira áfengismagn að ræöa í bjómum en venjulegt er. Nokkrar tegundir af þessum bjór fóru að koma í verslanir vestra seint á síðasta ári en salan á honum er enn sem komiö er aðeins dropi í bjór- hafíð sem drukkiö er í Bandaríkjunum á ári hverju. Hugmyndin að þurrum bjór er ekki ný. Hér áöur fyrr voru nokkrar bjórtegundir í Bandaríkjunum sem státað var af að væru þurrar. Það var svo árið 1987 að Japanir endurvöktu þessa gömlu hugmynd. BandaríRjamenn fylgdu í kjölfariö og Michelob dry, sem er eini banda- riski þurrbjórinn sem dreift er um allt land, er nú nær ófáanlegur vegna þess að verksmiöjumar anna ekki eftirspurn. Reuter Námumenn í Perú meó lík eins gullgrafaranna sem lokaðist inni i námu- slysi. Símamynd Reuter Setið um Kabúl Yfirvöld í Afganistan, sem nú þurfa bráðum að verja sig án aðstoðar sov- éskra hermanna, réðust í gær að Vesturlöndum. í yfirlýsingu utanrík- isráðuneytisins í Afganistan sagði aö öryggissveitir í Kabúl væru alveg færar um að verja sendiráð, stjórn- málaerindreka og alþjóðlega hjálpar- starfsmenn. Kváðu afgönsk yfirvöld lokun sendiráðanna vera áróðurs- herferð gerða til að vekja ótta. Bandaríkin, Japan, Vestur-Þýska- land, Bretland og fieiri lönd ákváðu að loka sendiráðum sínum í Kabúl af öryggisástæðum áður en síðustu sovésku hermennirnir fara frá Afg- anistan þann 15. febrúar. Skæruliðar hafa hert sókn sína að undanfórnu 'og gert eldflaugaárásir á höfuðborg- ina. Þeir umkringja nú höfuðborgina tU þess að reyna að bola stjórninni frá. Edvard Sévardnadse, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, mun heim- sækja Pakistan í næstu viku. í apríl síöastliðnum undirrituðu yfirvöld í Pakistan samkomulag við Moskvu fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna um að kalla heim hermenn sína frá Afganistan fyrir miðjan febrúar. í Pakistan hafa margir afganskir flóttamenn hafst viö eftir að þeir flúðu stríðið heima fyrir. Þar hafa einnig verið búðir afganskra skæru- liða. Reuter Afganir hlaða hveitipokum á vörubíl við borgina Peshawar í Pakistan. Hveitið á að senda til Afganistan þar sem matvælaskortur ríkir vegna harðra bardaga mjlli stjórnarhermanna og skæruliða. Símamynd Reuter Blökkumaður leið- togi demókrata? Steinurm Böðvaxsdóttir, DV, Washington: Nær öruggt er nú talið að blökku- maðurinn Ronald Brown hljóti for- mannsembætti Demókrataflokks- ins, annars stjórnmálaflokks Bandaríkjanna, þegar núverandi forraaður, Paul Kerk, lætur af emb- ætti. Vinni Brown sigur í for- mannskosningunum 10. febrúar verður það í fyrsta sinn í sögunni að blökkumaður verður í forsæti annars hvors stjórnmálaflokksins vestra. MikU ólga ríkir meðal ungra demókrata vegna framboðs Browns. Sumir óttast að sigri hann muni margir hvítir demókratar, sérstaklega íbúar suðurríkjanna, yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við repúblikana. Aðrir segjaað tími sé tilkominn aö leggja alla fordóma til hliðar og kjósa formann á grund- velli hæfileika, án tUlits tU litar- háttar. Andstæðingar Browns benda á tengsl hans við blökkumannaleið- togann Jesse Jackson en Brown starfaði um nokkurt skeið fyrir Jackson fyrir nýafstaðnar forseta- kosningar. Þeir segja að Brown sé lítið annað en talsmaður Jacksons og eins og er sé Demókrataflokkur- inn of hallur undir blökkumenn. Þeir benda einnig á að Brown starf- aði fyrir hinn fijálslynda Ted Kennedy þegar öldungadeUdar- þingmaðurinn sóttist eftir útnefn- ingu demókrata áriö 1980. Þeir ótt- ast að hijóti Brown formanns- embættið líti margir á það sem merki um að Demókrataflokkur- inn sé í raun hættulega frjálslynd- ur eins og repúbUkanar héldu svo oft fram í forsetakosningunum. Andstæðingar Browns segja að það borgi sig ekki að hvekkja hvíta demókrata vUji demókrater hafa von um að ná einhvern tíma völd- um í Hvíta húsinu. Á hinn bóginn segja stuðningsmenn hans að miðjumaðurinn Brown sé einmitt rétti maðurinn til að ná sáttura milU hvítra og svartra, frjálslyndra og íhaldsmanna. Kosning hans sýni og sanni að Demókrataflokkurinn sé flokkur allra, ekki eingöngu hvítu miðstéttarinnar. Brown nýtur stuðnings meiri- hluta rúmlega fjögur hundruð kjósenda demókrata og er talinn næsta öruggur um sigur í kosning- unum. Gera árásir á SH Lanka Vopnaður hermaður á verði í Colombo á Sri Lanka i gær. Reuter Vinstri sinnaðir skæruliðar, sem ætla sér að trufla kosningarnar í Sri Lanka í næsta mánuði, réðust í gær á lögreglustöðvar og herbíl. Drápu skæruUðar sex öryggisverði, að því er heryfirvöld greindu frá. Skæruliðar köstuðu sprengjum og skutu að tveimur lögreglustöðvum í höfuðborginni Colombo. Einnig var gerð árás í úthverfi borgarinnar á laugardagskvöld. Komust skæruhð- ar undan með fjölda vopna frá ann- arri lögreglustöðinni. MikU leit er nú gerð að skæruhðun- um og hefur lögreglan um allt land verið vöruð við frekari árásum. Níu frambjóðendur og rúmlega tvö hundruð stuðningsmenn ýmissa stjórnmálaflokka hafa verið myrtir frá því að kosningabaráttan hófst fyrir þremur vikum. Hefur lögreglan sakað skæruliöa um flestar árásim- ar en sumir eru þó þeirrar skoðunar að keppinautar eigi sök á sumum þeirra. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.