Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989.
íþróttir
Milljóna samkomulag Waddle viö Tottenham Hospur:
Sá lipri verður
hjá Tottenham
- Spurs eina félagiö í landinu sem ég get hugsaö mér aö leika fyrir
Chris getur orðiö athyglisverðasti
leikmaður í landinu en á stundum
er hann þó mistækur.
Þá nær hann ekki að virkja þá
krafta sem búa innra með honum.
Þetta mun hins vegar allt lagast með
einbeitingu.
Þetta sagði einn af forverum Terry
Venables í framkvæmdastjórastóli
hjá Tottenham Hotspur.
Þessi orð fyrrum stjóra liðsins eru
á margan hátt rétt og sönn.
Chris Waddle, sem leikur við hlið
Guðna Bergssonar hjá Lundúnalið-
inu, er nú einn litríkasti knatt-
spyrnumaður í Englandi og eru
raddir háværar um að hann verði
kjörinn knattspyrnumaður ársins
þar í landi.
Það hefur tekið Waddle nokkurn
tima að aðlagast breyttu leikfyrir-
komulagi hjá Spurs en hann spilaði
upphaflega á vængnum þar sem
hraði hans og leikni nýttist gríðar-
lega vel.
Með brottfór skærustu stjörnu liðs-
ins, Glenns Hoddle, sem nú spiiar
með Monaco í Frakklandi, axlaði
hann hins vegar aukna byrði og
stjórnar nú leik liðsiris á miðjunni.
Enn stríðir Waddle við jafnvægið
en stöðugleikinn hefur ekki verið
hans hæsta tromp til þessa. Á stund-
um gengur flest miöur en á öörum
nýtir hann gríðarlega hæfileika sína
til að splundra vörn andstæðinga
sinna.
Annaðhvort þá með gegnumbrot-
um, þar sem hann lýkur sjálfur
sóknaraðgerðum, eða þá meö send-
ingum sem eiga fáar eða engar sér
líkar.
Það er nánast ljóst að Waddle leik-
ur með Spurs þar til ferill hans er úti.
Hann hefur gert samning við félag-
ið til 7 ára en samkomulagið rennur
Hér skortir ekki einbeitingu. Waddle
geysist upp kantinn
út er Waddle verður 35 ára gamall.
Samningurinn þykir marka tíma-
mót í Englandi en hann er sá alira
stærsti sem gerður hefur verið frá
upphafi vega. Hann hljóðar upp á 1,5
milljónir punda sem samsvarar um
130 milljónum íslenskra króna:
„Spurs er eina félagið í landinu sem
ég get hugsað mér að leika fyrir. Ég
hefði aldrei skrifað undir samning
við annað félag,“ segir Waddle í sam-
tah við blaðamenn.
„Þetta samkomuiag við félagið fyll-
ir mig öryggi og ég get nú hvílt hug-
ann frá áhyggjum. Nú get ég einbeitt
mér að því að hjálpa til við að skjóta
Tottenham á toppinn á nýjan leik.
Ég er þess fullviss að það takist. Von-
brigðin í upphafi tímabilsins voru
aðeins vegna tímabundinna bakfalla
og ég var þá viss um að botnsætið
væri ekki ætlað okkur til lang-
frama,“ segir Waddle.
„Framkvæmdastjórinn hefur fært
marga nýja leikmenn til félagsins og
það tekur tíma að móta heilsteypt lið
í kjölfar breytinganna. Mér líkar
mjög vel að leika undir stjórn Terry
Venables enda hefur hann kallað það
besta fram í mér,“ segir Waddle sem
hefur nú að fullu náð sér af meiðslum
þeim er hrjáðu hann á síðasta leikári.
„Meðalaldurinn í Tottenham-lið-
inu er rétt yflr tveimur tugum og ef
við höldum okkar striki verður félag-
ið stórveldi í enskri knattspymu á
10. áratugnum," segir Waddle.
JÖG
Þeir liggja margir flatir er Waddle bryddar upp á snilldarbrögðum sínum.
Hér er hann í landsliðsbúningi Englands í viðureign við Tyrki.
Waddle fagnar hér marki milljónapundamannsins Paul Gascoigne. Þeir
léku áður í KR-peysunum hjá Newcastle sem nú á erfitt í Englandi.
Monte Carlo raUiö
Sætsúr
sigur
Lancia
1 ' 4JP
þrefaldur sigur en sviplegt slys
Það voru blendnar tilfinningar i
hugum keppnisliðs Lancía-liðsins
eftir þrefaldan sigur í 57. Monte
Carlo rallinu er lauk á flmmtudag.
Heimsmeistarinn í rallakstri, ítai-
inn Massimo Biason, tók forustuna
strax í upphafi og hélt henni af
öryggi allt til loka og á hæla honum
komu tveir Frakkar, Didier Auriol
og Bruno Sabi, er einnig óku Lan-
cia Delta bifreiöum.
Ástæða blendinna tilflnninga
þeirra Lancia manna, svo og ann-
arra er þátt tóku í þessu ralli, var
slys er Lancia ökumaðurinn, ítal-
inn Alessandro Fiorio, varð valdur
að er hann ók út af á einni sérleið-
anna og varð tveimur mönnum að
bana. Staöhæft hefur verið að þrátt
fyrir aö vera á fuilri ferð á sérleið
hafl hann ekið allt of hratt miðað
við aðstæður og ekki átt möguleika
á aö hafa stjórn á bílnum við þær
erfiðu aðstæður er þama voru.
Stóðu á öruggum stað
Slysiö geröist aðeins um 1000
metrum frá ráslínu einnar sérleið-
anna og fullyrt er að áhorfendumir
hafl staðið á stað sem talinn var
mjög öruggur. Alessandro Fiorio,
sem er 23 ára og sonur keppnis-
• Sigurvegaramir í Monte Carlo rallinu, Massimo Bíasíon, Didier Auriol og Bruno Sabi, fagna hér sigri eft-
ir þrefaldan sigur Lancia bifreiða. Lancia-tiðið stefnir nú hraöbyri á heimsmeistaratitilinn þriðja árið i röð.
Símamynd/Reuter
stjóra Lancia liðsins, hefur nú orð-
iö að sæta kæm fyrir manndráp
af gáleysi.
Ellefti sigurinn
Þetta er í 11. sinn sem Lancia lið-
ið sigrar í Monte Carlo rallinu en
sigur í þessari keppni hefur verið
eitt helsta metnaöarmál ítalanna í
rallheiminum. Finnski ökugarpur-
inn Ari Vatanen átti lengst af í
harðri baráttu um þriðja sætið á
Mitsubishi Galant 4X4X4 (fjór-
hjóladrifinn ogfjórhjólastýrður) en
varð að hætta keppni eftir hressi-
legan útafakstur á síöasta leiðar-
hiuta. Það varð landa hans Hannu
Mikkola til framdráttar því hann
náði fjórða sæti á vélarvana Mazda
323 turbo. Keppnislið Mazda hafði
gert sér miklar vonir um góðan
árangur eftir frækilegan sigur í
sænska rallinu en varð að láta í
minni pokann gegn mun aflmeiri
keppnisbílum Lancia.
Vonbrígði meðToyotur
í fimmta og sjötta sæti urðu íjór-
hjóladrifnar Toyotur og olli það
nokkrum vonbrigðum því búist
hafði verið miklu af þeim í þessari
keppni eftir ágætan árangur í
R.A.C. rallinu í Bretlandi. Þaö virö-
ist því enginn ætla að ógna yfir-
burðum Lancialiðsins í heims-
meistarakeppninni á þessu ári en
það.hafði algjöra yfirburði á ný-
liðnu ári og try ggði sér heimsmeist-
aratitilinn með yfirburðum í öllum
flokkum.
-ÁS/BG