Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989.
Viðskipti
Hækkanir slysatrygginga
eru langt umfram verðbólgu
- Verðlagsstofnun hefur ekki með tryggingaiðgjöld að gera 1 verðstöðvun
var ekki áður. Þá gilti verðtryggingin borgunardegi eins og núna. núna, að sögn tryggingafélaganna,
aðeins að slysadegi en ekki að út- Önnur ástæða fyrir hækkunum er endurskoðuö gjaldskrá. Gjaldskrá
Iðgjöld slysatrygginga hækkuðu hressilega um áramótin. I sumum tilvikum hækkuðu þau um allt að 50 prósent.
Raunar lækka einstakir flokkar slysatrygginga líka. Þannig eru dæmi um að iðgjöld dánarslysabóta hafi lækkað
um 60 prósent.
Húsnæði Ingvars Helgasonar í
Rauðgerði selt tónlistarmönnum
Ingvar Helgason er með umboð fyrir Trabant-bila. Nú hverfur trabb-trabb-
hljóðið ur Rauðagerðinu og við tekur hljóðfæraleikur.
Iðgjöld slysatrygginga tryggingafé-
laganna hækkuðu verulega um ára-
mótin og í sumum tilvikum um allt
að 50 prósent. Það er hressilega yfir
verðbólgu síðasta árs sem var um 20
prósent. Raunar lækka einstakir
flokkar slysatrygginga líka og það
um tugi prósenta. Ástæðan fyrir
hækkunum iðgjalda slysatrygginga
er að sögn tryggingafélaganna leið-
rétting á margra ára gamalli gjald-
skrá. Aðalástæðan er þó sögð sú að
um endurbættaf tryggingar sé að
ræða, slysabæturnar séu nú að fullu
verðtryggðar en voru það ekki áöur.
Margir hafa spurt sig að því hvern-
ig það fari heim og saman við verð-
stöðvun í landinu að hægt sé hækka
iögjöld tryggingafélaganna.
„Verðlagsstofnun hefur ekki með
iðgjaldshækkanir tryggingafélaga að
gera heldur Tryggingaeftirlit ríkis-
ins. Þetta mál hefur verið skoðað
mjög vandlega af lögfræðingum og
þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu
að þetta mál falli ekki undir Verð-
lagsstofnun," segir Guðmundur Sig-
urðsson, yfirviðskiptafræðingur hjá
Verðlagsstofnun.
í slysatryggingum er um þrjá meg-
inflokka bóta að ræða. Þeir eru dán-
arslysabætur, örorkubætur og dag-
peningar allt upp í þrjú ár vegna
slysa.
Allar bótagreiðslur urðu um ára-
mótin að fullu verðtryggðar en svo
Pétur Björnsson. „Bókhaldiö er til
rannsóknar og sannleikurinn mun
koma i ljós.“
Pétur Bjömsson:
Aðdróttanir
um undanskot
eru ekki á rök-
um reistar
Pétur Bjömsson, fyrrum eigandi
Ávöxtunar sf„ segir að aðdróttanir
um að skotið hafi verið undan pen-
ingum eða öðrum fjármunum vegna
gjaldþrots þeirra Ármanns Reynis-
sonar og fyrirtækja þeirra, Ávöxtun-
ar sf. og Hjartar Nielsen hf„ séu ekki
á rökum reistar.
„Það er lítið spennandi ofan á allt
sem á undan er gengið að vera vænd-
ur um að hafa skotiö undan eignum.
Allt bókhald var strax afhent rann-
sóknarlögreglunni og þar hefur það
verið skoðað. Málið er þess eðlis að
það er hægt aö skoða það og sann-
leikurinn kemur í ljós,“ segir Pétur.
Að sögn Péturs missir hann allar
sínar eigur, eins og hús, innbú og
bíla, við gjaldþrotið.
Félag íslenskra hljómhstarmanna,
FÍH, hefur keypt allt húsnæði fyrir-
tækisins Ingvar Helgason hf. viö
Rauðageröi 27 í Reykjavík en fyrir-
tækið er að flytjast í stórt og mikið
hús við Sæhöfðann.
„Við munum taka við nýja hús-
næðinu um mánaðamótin mars-
apríl,“ segir Björn Árnason, formað-
ur Félags íslenskra hljómhstar-
manna, um kaupin. Kaupverð hús-
eignanna í Rauðagerði er ekki gefið
upp.
Björn segir að nokkrar breytingar
séu fyrirhugaðar á húsnæðinu. Á
áætlun er að byggja tengibyggingu á
milli gamla húss Ingvars Helgasonar
við Rauðagerðið og þess nýja þar sem
sýningarsalurinn er.
„Þetta er framtíöarhúsnæði okkar.
Þarna ætlum viö að reka tónhstar-
skóla. Þar verða skrifstofur og salinn
ætlum við að nýta sem kennslusal,
auk þess sem möguleiki veröur fyrir
félagsmenn aö spila og kynna plötur
sínar í honum.“
Húsnæðið i Rauðagerði er um þús-
und fermetrar aö stærð. Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna á hús við
Laufásveg 40 og tvær hæðir í Braut-
arholti. Ætlunin er að selja þetta
húsnæði til að greiða það nýja í
Rauðagerðinu.
-JGH
iðgjalda haföi htið breyst frá árinu
1972.
Ennfremur eru þau rök færð fyrir
hækkununum að vægi áhættuflokka
hafi breyst. Nú mun orðið hlutfalls-
lega dýrara að tryggja sig þannig að
enginn biðtími sé eftir dagpeningum.
Afkoman í þessum flokki er sögð
hafa verið mjög slæm undanfarin ár.
Þá eru dæmi um að slysatryggingar
hafi lækkað. Þannig eru dæmi um
að iðgjöld dánarslysabóta hafi lækk-
að um næstum 60 prósent.
Loks má geta þess að til er samband
tryggingafélaganna sem heitir Sam-
band slysatryggjenda. Öll trygginga-
félögin innan sambandsins eru með
sömu gjaldskrá.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 5,5-9 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 5,5-10 Vb.Sp
6mán. uppsogn 5,5-11 Vb.Sp
12mán.uppsögn 5,5-9,5 Ab
18mán. uppsogn 13 Ib
Tékkareikningar, alm. 1-4 Ib.Sp
Sértékkareikningar 3-9 Ib.Ab,-
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán meö sérkjörum 3,5-16 Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 8-8,5 Ab.Sb
Sterlingspund 11,75- Ab
12,25
Vestur-þýskmork 4,25-5 Ab
Danskar krónur 6,75-8 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 12-18 Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 12-18 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-21 Lb
Utlán verötryggö
Skuldabréf 7,75-8,75 Lb
Útlán til framleiöslu
Isl. krónur 13-18 Lb
SDR 9,5 Allir
Bandarikjadalir 11 Allir
Sterlingspund 14,75 Allir
Vestur-þýsk mörk 7-7.25 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,6
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. jan. 89 12,2
Verðtr.jan.89 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala jan. 2279 stig
Byggingavisitalajan 399,5 stig
Byggingavisitalajan 125,4 stig
Húsaleiguvisitala Engin hækkun Verð-
stoðvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,484
Einingabréf 2 1,959
Einingabréf 3 2,271
Fjölþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1,586
Kjarabréf 3,472
Lifeyrisbréf 1.752
Skammtimabréf 1.213
Markbréf 1.843
Skyndibréf 1,064
Sjóðsbréf 1 1,644
Sjóðsbréf 2 1,381
Sjóðsbréf 3 1,168
Tekjubréf 1.573
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 130 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiöir 288 kr.
Hampiðjan 155 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
Iðnaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 134 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 126 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: . Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Kúfiskvlnnsla Bylgjunnar á Suðureyri:
Höldum áfram að leita markaða
- fi*amleiðslan nú fer nær öll í beitu
Kúfiskur sá er Bylgjan á Suður-
eyri vinnur um þessar mundir fer
nær ahur í beitu. Rafn Sigurösson,
stjómarformaður fyrirtækisins,
sagði í samtali við DV að í byrjun
hefði kúfiskurinn veriö hakkaður
og seldur í Bandaríkjunum.
Skömmu síöar varð mikið veröfall
á kúfiski vestra, auk þess sem doll-
arinn lækkaði stöðugt. Þvf var
þessari vinnslu hætt.
„Þaö er búið aö segja mikið um
þessa framleiðslu og því best aö
draga þar úr. En ég get þó staöfest
að við erum enn að leita markaöa
fyrir kúfisk til manneldis erlendis
og höfum alls ekki gefist upp,“
sagði Rafn.
Hann sagði að salan á kúfiski til
beitu hefði gengið vel í byrjun og
beitan hkaö mjög vel. En þá hefðu
innflytjendur smokkfisks til beitu
aht í einu snarlækkað verðið á
smokkfisknum og náö þannig aftur
markaði.
„Ég er í raun hvorki bjartsýnn
né svartsýnn á rekstur þessarar
verksmiöju. Viö vitum aö það er
markaður fyrir kúfisk erlendis og
ætlum að gera þaö sem viö getum
til að komast inn á þá. Meira er
eiginlega ekki hægt að segja á þessu
stigi málsins," sagði Rafn Sigurðs-
son.
-S.dór
-JGH
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.