Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 23 Iþróttir • Guömundur Guðmundsson gerir hér tilraun til þess að brjótast fram hjá tékkneskum varnarmanni í leik islands og Tékkóslóvakíu i Hafnartirði á föstudagskvöld. Guðmundur stóð sig vel í leiknum og raunar í þeim báðum. DV-mynd GS Fyrri landsleikur íslendinga og Tékka í íþróttahúsinu í Hafnarfirði: Markvarslan réð úrslitum er Tékkar unnu nauman sigur - æsispennandi lokamínútur er Tékkar sigruðu íslendinga, 22-23 tt~i íslendingar biðu lægri hlut í fyrri viðureign sinni gegn Tékkum er landslið þjóðanna léku ----- í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á föstudags- kvöld. Tékkar sigruðu með eins marks mim, 22-23, eftir aðislenska hðið hafði haft yfir í leikhléi, 12-10. Tékkar höfnuöu sem kunnugt er í sjötta sæti á síð- ustu ólympíuleikum og eru því a-þjóð í handknattleik. Eftir góðan fyrri hálfleik og sérlega góðar upphafsmínútur í þeim síðari fór að halla undan fæti hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik og Tékkarnir gengu á lagið. Þeir léku vörnina mjög framarlega og við það riðlaðist sókn- arleikur íslenska liðsins. Fjögur tékknesk mörk voru vendipunkturinn í byrjun síðari hálfleiks komst ísland í 13-11 en þá skoruðu Tékkar fjögur mörk í röð. Þeir breyttu stöðunni í 13-14 og 13-15 og var það í fyrsta skipti sem þeir komust yfir í leikn- um. Má segja að hér hafi verið vendi- punkturinn í þessum leik. Tékkar höfðu síðan yfirleitt þrjú mörk yfir þar til í lokin að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum. Æsispennandi lokamínútur Þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Alfreð Gíslason 20. mark íslands og staðan þá 20-22. Þegar ein mínúta var til leiksloka voru Tékkar einum leikmanni færri og Þorgils Óttar Mathiesen fiskaði vítakast. Úr því skoraði Siguröur Gunnarsson og staðan var þá orðin 21- 22 og 52 sekúndur eftir. Þrátt fyr- ir að Tékkarnir væru einum leik- manni færri tókst þeim að skora 23. markið þegar um 10 sekúndur voru til leiksloka. Guðmundur Guðmundsson minnkaði svo muninn í eitt mark, 22- 23, á síðustu sekúndunni og loka- tölurnar urðu því 22-23 Tékkum í hag. Markvarslan réð miklu um úrslitin Eins og áður segir léku Tékkar vöm- ina mjög framarlega og af mikilli grimmd. Leikmenn íslenska liðsins áttu ekki nægilega gott svar við þess- um varnarleik Tékkanna og það gerði útslagið ásamt einstakri óheppni í sóknarleiknum en á loka- kaflanum átti íslenska liðið tvívegis skot í stöng tékkneska marksins. Þá þeir Einar Þorvarðarson og Guö- mundur Hrafnkelsson sem stóðu í markinu í þessum leik. Hafa þeir báðir leikið betur. Siggi Gunn að braggast Ef taka á.einstaka leikmenn íslenska liðsins út úr þá er vert að geta frammistöðu þeirra Alfreðs Gísla- sonar og Sigurðar Gunnarssonar. Alfreð var sérlega sprækur í sókn- skoraði ekkert mark úr hægra horn- inu. Þorgils Óttar var frískur á lín- unni og brá oft fyrir skemmtilegri samvinnu þeirra Kristjáns Arasonar í leiknum. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 4, Sigurður Gunnarsson 3/2, Guðmundur Guðmundsson 2 og Héð- inn Gilsson 2. Þennan 32. landsleik þjóðanna varði markvörður tékkneska liðsins, Svajlen, af stakri snilld eða samtals um 20 skot. Samtals vörðu íslensku markverðirnir átta skot en það voru inni og Siguröur virðist kominn í hörkuform á nýjan leik. Þá átti Guð- mundur Guðmundsson góða spretti í vinstra horninu en íslenska liðið dæmdu vestur-þýskir dómarar, Hans og Júrgen Thomas. Voru þeir nokk- uð góðir en gerðu slatta af mistökum. -SK Siggi og Palli að braggast - geta líklega hafið æfingar á ný 1 dag Landsliðsmennirnir Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson léku ekki með gegn Tékkum um helg- ina og var ástæðan sú að þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða. Sigurður hefúr verið meiddur á öxl en er óðum að ná sér eftir sprautumeðferö. Er reiknað meö að hann geti hafiö æfingar á ný raeð landsliðinu í dag. Páll Ólafsson er brákaöur á hendi og hefúr ekkert getað æft með landsliðinu síðustu tíu dag- ana. Einnig er reiknað með því aö Páll geti hafið æfingar á ný í dag. Páll hefur ekki fengiö aö leika mikiö hjá Bogdan í undanfómum landsleikjum og spurning hvort hann er hreinlega inni f myndinni hjá landsliðsþjálfaranum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.