Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Side 6
6
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
Utlönd
Ótrúlegur heiðarieiki
Norsk kona, sem hafði keypt
sér lottómlöa í bankanum sínum,
skildi hann eftlr á afgreiðsluboröi
þar þegar hún taldi að hún heíði
ekki hlotið vinning á hann, er
tveiraur milijónum íslenskra
króna ríkari vegna heiðarleika
annars viöskiptavinar bankans.
Dagblaðið Verdens Gang skýröi
frá þvi í gær aö heiöarlegi við-
skiptavinurinn helöi skilaö mið-
anum og bankinn gat fundiö kon-
una út frá myndbandi sem falin
myndavél í bankanum tók. Nafn-
iö á konunni var ekki gefið upp.
Ráðamaður
segir af sér
Fyrrum innanríkisráðherra
Austurríkis, sem sagði þvi emb-
ætti af sér í janúar vegna ásakana
um aðild að tryggingasvindli,
sagöi af sér þingmennsku í gær.
Karl Blecha sagðist hafa sagt
af sér þingmennsku til aö geta
varið sig gegn ásökunum um aö
hann væri viðriötnn hneyksli
sem varö vegna skips sem sökk á
Indlandshafi fyrir tólf árum.
Umhverfisvemdarmenn á þingi
hafa sakaö Blecha um aö hafa
hindrað lögreglurannsókn á
„Lucona hneykslinu", sem kennt
er við flutningaskip sem sprakk
í loft upp árið 1977 með þeim af-
leiöingum að sex sjómenn biðu
bana.
Biecha, sem var innanríkisráö-
herra í sex ár, lét hætta rannsókn
málsins. Eigandi skipsins var
vinur hans, sem nú er ákæröur
fyrir að hafa reynt aö svlkja
stórfé út úr tryggingum með því
að segja aö um borö hafi verið
úraníum verksmiöja, þegar eini
farmurinn var brotajám.
HoHendingar nelta
smjörsvindií
Hollenska ríkisstjómin hefur
neitað ásökunum þingmanns á
Evrópuþinginu um að hún hafi
gert samsæri með mjólkurfram-
leiöendum um aö ná sjötíu mill-
jöröum íslenskra króna út úr
Evrópubandalaginu (EB) með
smjörsvindli.
HoUenskur þingmaöur á Evr-
ópuþinginu í Strassborg sakaöi á
fímmtudag hollenska mjólkur-
framieiðendur um aö hafa reynt
aö svindla á EB um ofengreinda
upphæð með því að fara fram á
niðurgreiöslur á smjöri, sem þeir
áttu ekki rétt á á árunum 1982-87.
Hann sagði aö hollenska land-
búnaðarráðuneytið heföi vitaö af
þessu lögbroti, sem framleiðend-
ur í Vestur-Þýskalandi, Frakk-
landi og Beigíu heföu síðan tekið
upp.
Talsmaður landbúnaöarráöu-
neytislns sagöi að stjóravöld
hefðu ekkert vitað af svhodli sem
þessu.
Khomeiní fer í
mefoyroamai
Khomeini erkikierkur hefur
höföaö mál á hendur júgóslavn-
esku dagblaöi vegna gagnrýni
blaðsins á morðhótun hans gegn
Salman Rushdie, höfundi Söngva
Satans, að því er ritstjóri blaösins
skýrði frá í gær.
Blaðið var eina blaöiö í Júgó-
slavíu sem birti kafla úr bókinni.
Fyrstu kaflamir birtust þegar Ali
Khamenei, forseti írans, var í
heimsókn í landinu.
Pravda viduricennir
styik andstædinga
Pravda, málgagn sovéska
Kommúnistaflokksins, viður-
kenndi í gær aö stjóraarand-
stöðuhópur, sem nefnist Lýðræö-
isbandalagið, hefði náð töiuverðu
fylgi í Leningrad, annarri stærstu
borg Sovétríkjanna. Pravda réðst
harkalega á forystumenn hópsins
og kallaöi þá valdasjúka öfga-
menn og fyrrum glæpamenn sem
vildu koma Kommúnistaflokkn-
Umfrá. Reutor
Samkomulag um bandarísku flárlögln:
Engir nýir skatt-
ar á næsta ári
- fjárlagahalli stórminnkar
George Bush Bandaríkjaforseti til-
kynnti í gær aö hann hefði náð sam-
komuiagi við þingið um að ná fjár-
lagahalla á næsta ári niður fyrir 100
milljarða dollara markið.
„Við höfum náð samkomulagi um
fjárlagafrumvarp. stutt af báðum
flokkum, fyrir árið 1990,“ sagði Bush,
þegar hann tilkynnti um samkomu-
lagið sem lækkar fjárlagahallann
niður í 99,4 milljarða dollara.
Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar
búast við að hallinn aukist á þessu
ári upp í 163,3 milljarða dollara úr
155,1 milijarði á síðasta ári. Sam-
kvæmt lögum má hallinn á næsta ári
ekki verða meiri en 100 milljarðar
dollara.
Bush og Jim Wright, forseti full-
trúadeildar Bandaríkjaþings, uröu
sammála um að samningurinn, sem
tilkynnt var um í gær, væri ekki
endanleg lausn til minnkunar á fjár-
lagahallanum á næsta ári.
Bush kallaði samninginn, sem náö-
ist eftir tveggja mánaða samningaþóf
milli stjórnarinnar og þingsins, sem
demókratar stjórna, „fyrsta raun-
hæfa skrefið" sem sýndi samvinnu
flokkanna.
Wright sagði að fjárlagafrumvarp-
ið sæi ekki fyrir nægum peningum
til að mæta öllum félagslegum út-
gjöldum sem nauðsynleg væru, svo
sem í húsnæðismál.
„Þetta er ekki stórfenglegt sam-
komulag ... þetta er sennilega eins
gott samkomulag og hægt er að ná,“
sagði Wright.
Leiðtogi demókrata í öldungadeild-
inni, George Mitcheil frá Maine, var
ekki eins vinalegur í máh sínu. Hann
sagöi að það eina sem væri merkilegt
við þetta samkomulag væri tilvera
þess, en bætti við að það væri enginn
smáárangur.
Með þessu samkomulagi tekst
Bush að standa við kosningaloforð
sitt um að setja enga nýja skatta á,
en framlög til vamarmála minnka
um 1,4 milljarða frá því sem hann
hafði óskað efdr.
Reuter
Með samkomulagi sinu viö þingið um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár tókst Bush að standa við kosningaloforö sitt
um að setja ekki á nýja skatta. Flestir höfðu talið aö þaö yrði eitt fyrsta kosningaloforðiö sem hann sviki.
Mynd Lurie
Pamella ætlar
Pamella Bordes, fyrrum fegurðar-
drottning Indlands, sem er sögð aðal-
drifíjöðrin í kynlífshneyksli í breska
þinginu, hefur snúið aftur til Bret-
lands, tilbúin að segja sögu sína.
Ætlar hún að leysa frá skjóðunni við
yfirvöld og einnig segja lesendum
slúðurblaðs frá lifsreynslu sinni.
„Núna er ég tilbúin að segja frá því
sem ég veit. Ég veit aö ég hef verið
þögul of lengi,“ sagöi Bordes, sem er
Pamella Bordes er hrffandi stúika
sem háttsettir menn i breska stjórn-
kerfinu og fölmiölaheiminum féllu
fyrir. Hún er jafnvel talin hafa átt
vingott viö ráðherra f bresku stjórn-
inni.
að segja allt
tuttugu og sjö ára, í samtali við dag-
blaðið Evening Standard. Hún er í
felum einhvers staðar í suðurhluta
Englands.
„Eftir mikla sjálfsskoðun er ég til-
búin að gefa yfirvöldum allar upplýs-
ingar sem ég hef um öryggismál
Bretlands og alþjóðaöryggismál"
sagöi hún.
Frá því að hún komst fyrst á forsíð-
ur dagblaöa í Bretlandi fyrir mánuði
hefur komist upp um sambönd henn-
ar við tvo breska ritstjóra, þingmenn
og háttsetta menn í líbýsku leyni-
þjónustunni. Talin hefur verið full
ástæða til að rannsaka hugsanlegan
brest í öryggismálum landsins vegna
þessara sambanda hennar.
Talsmenn konungsfjölskyldunnar
sáu meira aö segja ástæðu til gefa
út yfirlýsingu þar sem skýrt var frá
því að Mark Phillips, eiginmaður
Ónnu prinsessu, hefði hitt Pamellu
en undir fuilkomlega eðlilegum
kringumstæðum.
Síðast hafði frést af Pamellu á
sjúkrahúsi í Hong Kong þar sem hún
var undir læknishendi vegna mótor-
hjólaslyss sem hún lenti í á Bali.
Pamella hefur verið sökuð um þaö
í breskum fjölmiðlum að vera „fín“
vændiskona sem tekur flmmtíu til
eitt hundraö þúsund krónur fyrir
kvöldið. Reuter
Vorið komið í austri
Það er komlð vor i sovéskum
stjómmálum. Eltt nýlegasta
dæmið um það er að stjómvöld
þar hafa leyft NaUyu Negodu,
rússneskri ynglsmær, að sitja
fyrir á myndum hjá hinu vlrta og
viðfræga tímariti Playboy. i nýj-
asta hefti timarHslns eru tiu blað-
siður helgaðar „Glasnost stúlk-
unni“. Simamynd Router
Charlie Chapiin, sem lést árið
1977, hefði orðið eitt hundraö ára
gamall á morgun. Hans verður
minnst um allan heim á morgun
sem mannsins sem glæddi lif svo
margra gleði og ánægju.
I Hollywood verður galadans-
leikur. í Japan veröur hans
minnst með tónlistardagskrá og
í Sviss verður heilt torg tileinkað
honum.
Ferill Chaplins í kvikmyndum
hófet árið 1914 er hann lék í þöglu
myndinni Making a Living þar
sem hann lék svikara sem þóttist
vera hefðarmaður. Honum leið
illa í hlutverkinu svo að hann
leitaöi í búningasafhi kvik-
myndaversins þar til hann kom
út fullskapaður sem flækingur-
inn sem átti eftir aö vera einkenn-
ismerki hans um ókomin ár.
Ein eftirminnilegasta mynd
Chaplins var Einræðisherrann
þar sem hann gerði stólpagrín aö
aumkunarverðum einræðisherra
sem augljóslega var enginn annar
en jafnaldri leikarans að nafiú
Adolf Hitler. Hitler hefði haidið
upp á aldarafinæli sitt næstkom-
andi fimmtudag, sumardaginn
fyrsta.
R«uter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 13-15 Vb.Ab,- Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-17 Vb
6mán. uppsögn 11-19 V b
12 mán. uppsögn 11-14,5 Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb
Sértékkareikningar 3-17 Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
innlán meðsérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab
Innlán gengistryggö
Bandaríkjadal ir 8,5-9 Ib.Vb
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4,75-5,5 Sb.Ab
Danskar krónur 6.75-7.25 Bb.Sp,- Ib lægst
ÚTLÁNSVEXTIR (%)
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 24.5-27 Úb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgongi
Almennskuldabréf 24-29,5 Lb
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7.25-8.5
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 20-29.5 Úb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11,75 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 33,6
MEÐALVEXTIR
Óverötr. apríl 89 20,9
Verðtr. apríl 89 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala april 2394 stig
Byggingavisitala mars 435stig
Byggingavisitala mars 136,1 stig
Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Einingabréf 1 3,656
Einingabréf 2 2,046
Einingabréf 3 2,389
Skammtímabréf 1,264
Lífeyrisbréf 1,838
Gengisbréf 1.667
Kjarabréf 3.684
Markbréf 1,955
Tekjubréf 1.627
Skyndibréf 1.123
Fjölþjóöabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,779
Sjóösbréf 2 1.458
Sjóðsbréf 3 1,259
Sjóösbréf 4 1,044
Vaxtasjóösbréf 1,2484
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 138 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiöir 292 kr.
Hampiöjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 153 kr.
lönaöarbankinn 179 kr.
Skagstrendingur hf. 226 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 152 kr.
Tollvörugeymslan hf. 132 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriöja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nónari upplýsingar um penlngamarkaö-
inn blrtast i DV á flmmtudögum.