Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Síða 7
7 FAMILY FRESH MÁNUDAGUR 26. JÚNl 1989. Fréttir VARAÁ GÓDU VERÐI Heildsala: Kaupsel Laugavegi 25 S: 2 77 70 og 27740 Sex efstu hrepparnir á Héraði í nyljaskógrækt FJÖLSKYLDU- LÍNAN SHAMPOO • HÁRNÆRING • FREYÐIBAÐ • STURTUSÁPA • ROLL ON • SVITASPRAY • GEL- SPRAY • HÁRGEL • HÁRFROÐA • - MikiU áhugi tilvonandi skógarbænda Sigrún Björgvinsdótlir, DV, Egilsstöðum; Mikill áhugi er hér eystra á fyrir- huguöum stórframkvæmdum í nytjaskógrækt og af því tilefni boðaði Félag skógarbænda á Fljótsdals- héraði til fundar í Valaskjálf 13.júní til að skýra stöðu mála og væntan- lega samninga við ríkið. Nú er vitað að sex efstu hreppar á Héraði munu fara út í þessa nýju búgrein og er vonast til að einhver vinna hefjist þegar í haust við grisjun eldri skóga. í þessum hreppum eru- um 120 byggð ból og allmargar eyðijaröir. Kortagerð, sem er undirstaða þess- ara framkvæmda, er nú langt komin. Fundurinn var fjölsóttur og kom fram mikill áhugi á að hraða sem mest samningum við ríkið svo hefj- ast mætti handa af fullum krafti þeg- ar að vori. Skógræktarstjóri, Sigurð- ur Blöndal, sat fundinn. Plöntuuppeldisstöð Fram kom á fundinum bæði hjá skógræktarstjóra og öðrum að ný og afkastamikil plöntuuppeldisstöð væri forsenda þess að þessi umfangs- mikla skógrækt yrði að veruleika. Rætt var um stöð sem framleiddi 2,5 til 3 milljónir plantna. Aðaltrjáteg- und yrði lerki enda vöxtur þess með ágætum á Upp-Héraði. En einnig kæmu til greina ösp og víðitegundir, m.a. til skjólbeltagerðar. Sú hug- mynd kom fram að bændur í útsveit- um, sem áhugasamir væru um skóg- rækt, gætu tekið að sér framleiðslu plantna af þeim tegundum. Til lerkis er hins vegar sáð og sú framleiðsla verður að vera undir stjórn sérfræð- inga. Skógræktarstjóri upplýsti að hann væri á forum til Arkangelsk og mundi þá nota tækifærið til að afla lerkifræs en frá þeim slóðum er kom- ið það lerki sem tahð er heppilegast að rækta hér en það hefur ekki feng- ist í tuttugu ár. Þess má geta að Gutt- ormslundur í Hallormsstaðarskógi er vaxinn upp af fræi frá þessum slóðum en í Guttormslundi eru nú tré vel hæf til borðviðarframleiðslu. Fyrir nokkrum árum voru smiðuð skrifstofuhúsgögn fyrir KHB úr víði vöxnum í Guttormslundi. Tillögur Braga á Setbergi Bragi Gunnlaugsson, bóndi á Set- bergi í Fellum, er mikill áhugamaður um nyljaskógræktina og hann setti fram hugmyndir á fundinum þar að lútandi. Fréttamaður spurði Braga um efni þessara hugmynda hans. „Ég legg til,“ sagði Bragi „að bænd- ur skipti á sauðfé og skógrækt. Nú kostar um 7000 krónur ,að flytja út afurð af hveiju ærgildi. Ég vil að þetta fjármagn verði notað í skóg- ræktina þannig að fyrir hver 100 ærgildi, sem bóndi afsalar sér, komi 700.000 til skógræktar og leggi þá til einn hektara lands fyrir hvert ær- gildi. Bændur eigi síðan forgang að vinnu í hlutfalli viö þau ærgildi sem þeir láta af hendi. Eyðijarðir fái rétt til skógræktar ef eigendur óska. Þannig myndu margar jarðir byggj- ast að nýju, a.m.k. þar sem húsakost- ur er einn fyrir hendi.“ Er ákveðið hvenær samningar við ríkið heíjast? „Nei, þar er rétt verið að viðra hugmyndir um samningsgnmdvöll milli ríkisins og jarðeigenda. Það er vonast til að vinna geti hafist í haust við grisjun gömlu birkiskóganna og ef til vill byggingu gróðurhúss fyrir plöntuuppeldi. Flutningur höfuð- stöðva Skógræktar ríkisins hingað austur mun hefjast á þessu ári.“ Getur bóndi lifað af skógrækt frá byijun? „Hann getur eins lifað af þeim launum sem hann fær greidd af sam- eiginlegu fjármagni fyrir unninn tíma við skógræktina. Það verður að tryggja ákveðinn ársverksrétt. Það er talið að 225 ærgildi gefi eitt árs- verk í sauðfjárrækt og í skógi tahð ætti það að vera svipað. Og það ætti að verða nóg að gera við girðingar, grisjun og útplöntun." Frekar fólkið út en kjötið inn Hvað finnst þér um þær hugmynd- ir sem fram hafa komið, einkum í DV, að flytja inn allar landbúnaðar- vörur til að spara fyrir þjóðina? Húsavík: Uppsagnir og lokun deilda Jóhaimes Siguijónssan, DV, Húsavik; Framhaldsaðalfundur Kaupfélags Þingeyinga var haldinn fyrir skömmu, en þetta er í fyrsta sinn frá því KÞ var stofnað árið 1882 sem boðað er til framhaldsaðalfundar og segir það sennilega meira um ástand- ið en margt annað. Þrátt fyrir umtalsverðar aðhalds- aðgerðir á síðasta ári, þar sem eignir voru m.a. seldar og starfsfólki fækk- að, er hagur félagsins mjög bágbor- inn. Á aðalfundinum var kynnt áfangaskýrsla um hagræðingu í rekstri sem m.a. hefur leitt til þess að 50 starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum. Vonir standa þó til að hægt verði aö endurráða meirihluta þeirra. Ljóst er að verslunardeildum verð- ur fækkað og dregið úr breidd í vöru- framboði og höfuðáhersla lögð á grunnvörur. Þá hefur einnig komið til tals að leigja eða selja útíbú KÞ sem rekin eru í nágrannasveitum Húsavíkur. Mikill einhugur ríkti á fundinum um þær aögerðir sem þegar hafa verið gerðar og þær framhaldsað- gerðir sem stjórnin hefur boðað. Veiddist upp í samninga Regína Thoiarensen, DV, Gjögii; Ég átti nýlega tal við Gunnstein Gíslason, kaupfélagsstjóra hjá Kaup- félagi Strandamanna á Norðurfirði. Var létt yfir honum, veðrátta verið góð síðan um miðjan maí og þá fóru bændur og búahð að geta veitt grá- sleppu. Kaupfélagið var búið að taka á móti um 100 tunnum á Norðurfirði og Gjögri af fuhverkuðum hrognum og er það talsverð búbót og óvænt eins og á horfðist um tíma. Ekkert búið að veiða í byrjun maí. Auk þess eru þeir frændurnir Óh og Adolf á Gjögri búnir að fá 35 tunn- ur sem þeir verka sjálfir og selja beint. Nú er hætt að taka á móti því að búið er að veiða hrogn upp í gerða samninga og vonandi verður fiskirhð gott í sumar. Stjórn félagsins. Frá vinstri Bragi Gunnlaugsson, Víkingur Gislason, Edda Björnsdóttir formaður, Guttormur Þormar og Magnús Sigurðsson. „Innflutningur á vörum, sem við getum framleitt í landinu, er inn- flutningur á atvinnuleysi. Þetta dæmi er aldrei reiknað nema að hluta. Það er ekki minnst á hvar taka á gjaldeyri fyrir þeim vörum og það er ekki talað um hvaö eigi að gera við það fólk sem nú hefur fræmfæri sitt af að framleiða og fuhvinna land- búnaðarvörur. Nema það eigi að skerast niöur við trog með rohunum. Ég myndi leggja til að í staðinn fyr- ir að flytja allar þessar vörur tíl landsins yrðu nýju flugvélarnar, þessar ágætu dísir, og öh okkar skip notuð tíl að flytja þessar 250.000 sáhr th útlanda og þar gætum við öh sest að hormóna- og rotvarnarefnakræs- ingunum. Þá gæti hafist hér nýtt landnám fólks frá mihjónaþjóðum, þar sem fólksfjöldinn er aðalvanda- máhð. Ég efast ekki um að það þætt- ist hér á íslandi hafa fundið paradís á jörð.“ Punktarnir á íslandskortinu merkja Edduhótelin sextán. Viljir þú þægilega gistingu velur þú Edduhótel. Verdlag er þar sanngjarnt og andrúmsloftið notalegt. Það er ef til vill besti punkturinn. Edduhótelin eru á þessum stöðum: 1 Laugarvatni ML s: 98-61118 2 Laugarvatni HSL s: 98-61154 3 Reykholti s: 93-51260 4 Laugum Dalasýslu s: 93-41265 5 Reykjum Hrútafirði s: 95-10004 6 Laugarbakka V-Hún s: 95-12904 7 Húnavöllum A-Hún s: 95-24370 8 Akureyri s: 96-24055 9 Hrafnagili s: 96-31136 10 Stórutjörnum s: 96-43221 11 Eidum s: 97-13803 12 Hallormsstað s: 97-11705 . 13 Nesjaskóla s: 97-81470 14 Kirkjubæjarklaustri s: 98-74799 15 Skógum s: 98-78870 16 Hvolsvelli s: 98-78187 FERÐASKRIFSTOFA ISLANDS 1 Skógarhlið 18 101 Rtykjavík Ictland Td; 554<9H-25855 Tcicx - 2049 Tclefax: 354 (9>ló25895

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.