Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Side 10
10 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989, • ■ : ' ■ • , 1 ' 'i l H | ÖLVUHAR|AKSTDR BR )BX, SIO ogátta metra stangir á lager. Háestætt verð. • Úr „glass fiber". • 6,7 og 8 metra á lager. Allar festingar og fylgi- hlutir innifalið í verðinu. • Stenst ágang veðurs. • Fislétt. • Fellanleg. • Gyllt plexiglerkúla. • Snúningsfótur kemur í veg fyrir að fáninn snúist upp á stöngina. • Auðveld í uppsetningu. • Útvegum aðila til upp- setningar. Útlönd_________________________________________________________dv Samevrópskur banki: Helsta fyrirstaðan frá Thatcher Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, við komuna til Madrid ásamt öðrum fulltrúum Bretlands á EB-fundinum. Simamynd Reuter Pétur L. Pétuisson, DV, Barcelona; í dag, mánudag, hefst í Madrid leið- togafundur ríkja Evrópubandalags- ins. Markar fundurinn endalok for- ystu Spánverja í bandalaginu en við taka Frakkar. í gær komu aiiir leið- togar ríkjanna til Madrid að Mitter- rand undanskildum en hann er væntanlegur í dag. Búist er við heitum umræðum á fundinum um stofnun samevrópsks banka og sameiginlegan gjaldmiðil Evrópubandalagsins. Helsta fyrir- staðan kemur frá Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Breta, en róð- ur hennar verður þó þungur því að helftin af bresku ríkisstjórninni er samþykk áætluninni. Sem fyrr greinir markar fundurinn endalok forystutíðar Spánveria í bandalaginu en þeir tóku við stjóm- artaumunum í byrjun þessa árs. Allt frá fyrsta degi hefur forseti spænsku ríkisstjómarinnar, Felipe González, lagt ofurkapp á að áætluninni um samevrópskan gjaldmiðil verði hrundið af stokkunum. Yfir áætlun- inni hefur hins vegar grúft hættan á því aö Thatcher beiti neitunarvaldi. Allt í sölurnar Spænska stjómin hefur lagt allt í sölumar til að áætlunin nái fram að ganga. Henni hefur orðið nokkuð ágengt því nú hafa leiötogar Þýska- lands, Frakklands og ítahu lagt áætl- uninni hð og fari svo að Bretar beiti neitunarvaldi getur vel verið að áætluninni verði fram haldið en án þátttöku Breta. Áætlunin, sem er byggð á skýrslu Jacques Delors, hefur það að mark- miði að sameina efnahagslíf ríkjanna tólf í eitt og fari sameiningin fram í þremur stigum. Henni á að vera að fullu lokið fyrir júlímánuð 1990 en þá verður aflétt öhum hömlum á streymi fjármagns milh ríkja Evr- ópubandalagsins. Samkvæmt skýrslu Delors er þetta eina leiðin til að keppa við japanska yenið og Bandaríkjadollar. Sem fyrr segir er Thatcher alfarið á móti sameiningunni þótt hún geti fallist á hluta hennar. Hún getur fall- ist á fyrsta hluta áætlunarinnar sem býður upp á aukna samvinnu á sviði fjármála. Afgangurinn af áætluninni mun binda hendur stjórnvalda í við- komandi ríkjum um of og skerða efnahagslegt sjálfræði þeirra, að mati Thatcher. Þetta veldur einnig því að Grikkir, Portúgahr og Hol- lendingar hafa verið tvístígandi gagnvart áætluninni. Félagsmálapakki Hvernig sem umræöumar fara um sameiningu mynta Evrópubanda- lagsins í eina er þó ljóst að annað baráttumál spænsku stjómarinnar á ekki eftir að fara greiðlega í gegn. Um er að ræöa félagsmálapakka sem hefur vakið andstöðu úr öllum átt- um. Þannig hafa samtök iðnrekenda í bandalaginu lýst pakkanum sem íhlutunarstefnu meðan að verka- lýðsfélög hafa lýst honum sem orða- gjálfri. Talið er næsta fullvíst að pakkinn eigi eftir að falla um sjálfan sig því að þegar er ljós andstaða Frakka, Lúxemborgara, Dana, og Thatcher er að sjálfsögðu yfirlýstur andstæðingur pakkans. Þriðja mál á dagskrá fundarins er svo sameiginleg yfirlýsing ríkjanna tólf um málefni Austurlanda nær. Spænska stjórnin hefur undirbúið yfirlýsingu sem lýsir stuðningi við hina nýju hófsemisstefnu Palestínu- manna. Shamir, forsætisráðherra ísraels, er bent á útgönguleið með einhvers konar kosningafyrirkomu- lagi á hernumdu svæðunum. Ekki er tahð ólíklegt að leiðtogarnir hliðri til í stundaskránni til að gefa ein- hverja sameiginlega yfirlýsingu vegna undanfarinna atburða í Kína. Binda vonir sínar við Sovétríkin Tyrknésk yfirvöld vonast til að aríu, hafa ýraist flúiö eða veriö inn hafi veriö einkar árangursrík- við Sovétríkin,“ sagði vestrænn Miklrail Gorbatsjov Sovétforseti fluttir á brott frá landinu síðan í ur en ekki kom fram hvort málefhi sfjómarerindreki í samtah við Re- rauni beita stjómvöld í Búlgaríu maímánuði. Eru þeir að flýja und- minnihlutahópa Tyrkja í landinu uter. þrýsöngi til að hefja viðræður um an þrýstingi búlgaskra sfjómvalda hafi borið á góma. Þúsundir Tyrkja efndu til mót- örlög minnihlutahópa Tyrkja sem umaðþeir samlagisigbúlgörskum „Svo virðist sem sovésk yfirvöld mæla í Istanbúl í gær og hvöttu til flýja nú frá Búlgaríu til Tyrklands þjóðháttum. hafi hafið nokkurs konar sáttaum- styrjaldar á hendur Búlgörum. í þúsundatali. Todor Zhivkov, leiðtogi Búlgaríu, leitanir en erfitt er að segja til um Ólíklegt er þó tahð að til átaka Rúmlega 63 þúsund Tyrkir, flest- ræddi við Gorbatsjov á föstudag. í hversu langt þær munu ganga. komi. ir múhameðstrúar, búsettir í Búlg- fréttum í Búlgaríu segir að fundur- Tyrkir virðast binda vonir sínar Rcuter 6 metra stöng kr. 22.600,- 7 metra stöng kr. 24.300,- 8 metra stöng kr. 26.400,- Allir fylgihlutir eru fáan- legir stakir. Hin nýja bráðabirgðastjórn í Ungverjalandi. Talið frá vinstri: forsætisráðherrann Nemeth, þá Imre Pozsgay, Rezso Nyers og Karoly Grozs. Simamynd Reuter Uppstokkun í Ungverjalandi ÍSLENSKl FÁNINN í ÖLLUM STÆRÐUM ÁLAGER Grandagarði 2, 101 Rvík. sími 28855. Ráðamenn ungverska kommún- istaflokksins hafa sett á laggirnar nýja fjögurra manna bráðbirgða- stjóm undir forsæti Reszo Nyers. Segja fréttaskýrendur þessa ákvörð- un bæði sigur fyrir umbótasinna í Ungverjalandi sem og tilraun til aö koma í veg fyrir klofning innan flokksins áður en sérstakt þing kem- ur saman í október. Þar með hafa ráðamenn í Ungveijalandi vikið Ka- roly Grosz, formanni kommúnista- flokksins, til hhðar. Grosz heldur enn tith sínum en völdin hafa færst til innan flokksins. Auk Nyers eiga Grosz, Imre Pozs- gay og Miklos Nemeth forsætisráð- herra sæti í stjóminni. Ákvarðanir um stjórnina var tekin á tveggja daga stormasömum fundi miðstjómar flokksins um helgina. Miðstjómar- meðlimir útnefndu Imre Pozsgay, hinn vinsæla, róttæka umbótasinna, til nýs embættis forseta landsins. Ekki er ljóst hvert valdsvið hins nýja forseta verður en líklegt er að það verði kynnt snemma á næsta ári. Um mitt næsta ár fara fram fjölflokka- kosningar í Ungverjalandi, hinar fyrstu síðan árið 1947. Nyers mun vera í forsæti fyrir miö- stjórnarfundum flokksins og nýrri 21 manns stjómarnefnd sem kemur í stað framkvæmdanefndarinnar. Þá mun hann verða í forsvari viðræðu- nefndar stjómvalda sem ræðir við stjómarandstæðinga áður en kosn- ingarnar á næsta ári fara fram. Grosz varð fómarlamb þeirrar umbótastefnu sem hann setti á lagg- imar þegar hann tók við af Janos Kadar fyrir þrettán mánuðum, segja fréttaskýrendur. Róttækir umbóta- sinnar hafa gagnrýnt Grosz mjög fyr- ir stefnu hans í efnahagsmálum. Þessi gagnrýni hefur orsakað miklar deilur innan flokksins og óttuðust margir að hann myndi klofna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.