Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. / krafti valdsins Óhætt er aö segja að með nýjum herrum koma nýir siðir. Ólafur Ragnar Qármálaráðherra hefur svo sannar- lega tamið sér nýstárleg vinnubrögð í embætti sínu. Sumir Qármálaráðherrar hafa htið á sig sem þjóna fólks- ins og nýtt sér vald sitt til að veita almenningi og fyrir- tækjum undanþágur gagnvart valdboði og einstrenging- islegum reglugerðum. Aðrir hafa deilt og drottnað. Ólaf- ur Ragnar hefur drottnað en ekki deilt. Hann hefur far- ið eins og logi um akur og virðist hta á ríkissjóð sem stökkpah th árása á fólkið í landinu. Sumt í þessu áhlaupi ráðherrans mæhst vel fyrir. Hann sker upp herör gegn óráðsíu í opinberum rekstri og hann hefur lagt til atlögu gegn undanskotum og van- skhum. Hann hefur uppi yfirlýsingar um að ríkissjóður verði hahalaus. Aht er þetta góðra gjalda vert svo langt sem það nær. En thgangurinn helgar ekki alltaf meðahð og því miður verður að segja að aðferðirnar eru hvorki geðsleg- ar né manneskjulegar. Og ráðherrann er ekki ahtaf sjálf- um sér samkvæmur. Hann hækkar skatta á sama tíma og kaupmáttur rýrnar. Hann skrökvar th um skatt- heimtu th að fegra málstað sinn. Hann beitir ofríki th að hafa sitt fram. Ósamkvæmnin er meðal annars fólg- in í því að hann fehst á kjarasamninga gagnvart opin- berum starfsmönnum en stendur síðan að gengisfelhng- um, verðhækkunum og leggur th nýja skatta th að bæta upp tapið á ríkissjóði sem hlýst af hans eigin samn- ingum. Nýjasta afrek ráðherrans er að siga lögreglu og toha- yfirvöldum á öh þau fyrirtæki í landinu sem skulda söluskatt samkvæmt ríkisbókhaldinu. Samtals voru nær tvö hundruð og fimmtíu fyrirtæki á þessari saka- skrá ráðherrans. Yfir hundrað fyrirtæki fundust ekki þegar th átti að taka, sennhega vegna þess að þau hafa aldrei verið th nema í áætlunum ríkisbókhaldsins. Átta- tíu hafa þegar greitt upp skuld sína en eftir standa fhnm- tíu fyrirtæki sem nú hafa verið innsigluð með lögreglu- valdi. í ljósi þeirra yfirlýsinga, sem gefnar hafa verið um söluskattssvik, er þetta ótrúlega lítill fjöldi. Miðað við umfang og fyrirferð þessara lögregluaðgerða og hneykslunartón ú ármálaráðherrans hefði mátt ætla að vanskh væru mun útbreiddari. Fjahið tók jóðsótt og fæddist hth mús. í hópi þeirra fyrirtækja, sem herför ráðherrans bein- ist að, eru allmörg fyrirtæki sem telja sig ekki skulda söluskatt. Mál þeirra eru flest hver th meðferðar hjá ríkisskattanefnd og dómstólum en óútkljáð. Fjármála- ráðherra hefur neitað að taka tihit th þeirra aðstæðna og veifar bæði reglugerðum og dómsúrskurðum sem heimha honum að beita valdi sínu án þess að þurfa að bíða dóms og laga. Hér eru engin tök á því að kveða upp dóm um rétt- mæti söluskattsálagningar eða skuldastöðu einstakra fyrirtækja. En kjarai málsins ér þó sá að fjármálaráð- herra beitir hótunum, þvingunum og lögreglu th að koma umfangsmikhl starfsemi á kné í krafti valds og ofríkis. Hann tekur lögin í sínar hendur. Hann snýr þeirri grundvaharréttareglu við að hver maður skuh saklaus þar th hann er dæmdur sekur. Nú þurfa þegn- amir að sanna sakleysi sitt! Vald er nauðsynlegt en vald á ekki að misnota. Lögin eru th vemdar gegn ofríkinu en ekki vopn í þágu þess. Það er íslendingum framandi að eignast ráðherra sem fer offari í ofríki. Ehert B. Schram Kaup aldarinnar Eftir meira en 20 ára umræðu um nauðsyn þess að sameina banka og fá þannig fram stærri stofnanir, sem betur væru í stakk búnar til að sinna því hiutverki sem þeim er ætlað, hillir nú loks undir að slíkt sé að gerast. Óhætt er að taka undir með blaðamanni Morgun- blaðsins þegar hann segir 11. júní sl. að sögulegt samkomulag hafi verið gert þegar viðskiptaráðherra undirritaði kaupsamning f.h. ríkis- sjóðs við fulltrúa Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunarbanka um sölu á 76,8% hlutabréfa í Útvegsbankan- um. Allt frá því að ég kom nálægt starfi bankamálanefndar, sem fjall- aði um þessi mál 1972-1973, hef ég veriö eindreginn talsmaður þess aö sameining banka væri nauðsynleg af ýmsum ástæðum. Fjöldi innláns- stofnana hér er allt of mikill. Sá fjöldi hefur ekkert með frjálsa sam- keppni að gera, eins og sumir halda fram, og kemur það best fram þeg- ar vextir þeirra eru skoðaðir. Stærsti bankinn býður ekkert betri kjör en minnstu sparisjóðimir og því er ekki nema von að menn spyrji hvar hagræðingin komi fram. Það er hins vegar flóknara mál og lengra en unnt er að ræða í þessari grein. Við skoðun á kaupsamningnum og eftir að hafa heyrt og séð ýmis ummæli viðskiptaráðherra við- vikjandi þessari sölu finnst mér fleira orðið sögulegt en væntanleg sameining. Óhætt er að fullyröa að innihald samningsins sé ekki síður • sögulegt, reyndar með eindæmum, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Eixm bankaráðsmanna Útvegs- bankans sagði í sjónvarpsfréttum að forráðamenn ofangreindra kaupenda væru snjallir verslunar- menn. Með þessum kaupum hefðu þeir gert kaup aldarinnar. Hér er ekki ofmælt. Eg vil taka undir þessi orð bankaráðsmannsins og óska kaupendum til hamingju með þessi frábæru kaup. En samtímis hlýt ég að spyrja sjálfan mig hvemig það geti gerst átölulaust að ráðherra fari svona með almannafé. Söluverðið 767 millj. en ekki 1450millj. Bæði í blöðum og sjónvarpsvið- tali talar viðskiptaráðherra um 1450 millj. kr. sem söluverð eignar- hlutans. Þó tekur hann fram í Morgunblaðinu að ýmsir „leiðrétt- ingarliðir" munir lækka kaup- verðið. Lítum aðeins nánar á hvað hann kallar „leiðréttingarliði". Kaupverðið, 1450 millj. kr., skoð- ast sem grunnverð sem byggist á ársreikningi bankans 31/12 sl. Frá þessu verði á síðán aö draga: 1. Það tap sem kann að verða á rekstri bankans frá 1. janúar sl. til 31. júlí nk. Ekki er fráleitt að ímynda sér að tapið kunni að verða 50-60 millj. kr. og því drægjust hér frá 39-46 millj. kr. (76,8%). 2. 1% aukaafskrift af útlánum bankans og ábyrgðum utan efnahags eins og þær tölur verða 31. júlí nk. Með útiánum hér telst ekki svonefndur biðreikningur útiána. Ekki er fjarri lagi aö meta þennan lið á 100-110 millj. kr. (76,8%). 3. Fara skal rækilega yfir stöðu 50 stærstu skuldara bankans og öll vanskilalán þann 31. júlí nk. og ef talin er ástæða til sérstakra afskrifta hér umfram það sem þegar hefur verið fært í af- skriftareikning útlána í bókum bankans (31/12 sl. kr. 292 millj.) skal lækka verð bréfanna um 76,8% af þeirri tölu. Þessum lið hlýtur að vera óhætt að sleppa. 4. Þaö sem bókfært verö bygginga og lóða bankans er rnnfram fast- eignamat þann 31. júlí nk. Ekki er fjarri lagi að meta þennan lið á 170-190 millj. kr. (76,8%). 5. 50% af öðrum varanlegum rekstraríjármunum sem bank- inn hefur fjárfest í frá 1. janúar 1988 til 31. júlí 1989. Hugsanleg fjárhæð hér gæti verið 70-90 millj. kr. (76,8%). Fyni grein - Kjallarinn Halldór Guðbjarnason viðskiptafræðingur og fyrrv. bankastjóri Útvegsbankans En hér er ekki allt upptalið. Þegar Útvegsbankanum var breytt úr ríkisbanka í hlutafélag var það sett í lög að hlutafélags- bankinn skyldi taka við lífeyris- skuldbindingum ríkisbankans vegna bankastjóra, aðstoðarbanka- stjóra svo og nokkurra annarra. Tryggingafræðingur reiknaði út hver þessi upphæð væri þar til all- ir viðkomandi, svo og ekkjur þeirra, yrðu komnir undir græna torfu. Staðgreiðsluverð þeirrar fjárhæðar var fundið og var notast við mjög lága vexti til afvöxtimar fjárhaeðinni (3%) sem var bankan- um mjög hagstætt. Bankanum var síðan greidd þessi fjárhæð og var hún því innifalin í efhahag bank- ans þegar hlutaféð var lagt fram (1.000 millj. kr.). Skv. samningnum ætiar ríkis- sjóður nú að taka þessar skuld- bindingar til sín. Þær voru um sl. áramót um 255 millj. kr. en hafa síðan hækkað af ýmsum ástæðum og er ekki fjarri lagi að ætia þær um 275 milfj. kr. þann 31. júlí nk. Um þessar skuldbindingar segir í samningnum: „Tekið hefur verið tillit til þeirra í kaupverði." Þetta þýðir einfaldlega að söluverðið lækkar um þessa fjárhæð. Verðið er þvi skv. framangreindu komið úr 1.042 millj. kr. niður í 767 millj. í sjónvarpsviðtali segir svo við- skiptaráðherra að hann telji að með því að fá 1.450 millj. kr. verð fyrir hlutabréfin sé hann að ná umtalsverðu fé aftur til ríkissjóðs. Það sé því fjarstæöukennt að halda þvi fram að þetta sé einhvers konar undirverð. Dæmi hver fyrir sig. Einkennilegt mat á bankanum í viðræðum mínum undanfama daga við ýmsa menn sem kunnugir eru þessu máli hefur hjá öllum komið fram sú skoðun að þeir skilji alls ekki það verðmat sem lagt er á þessa eign ríkisins og skyldi eng- an furða. Ef farið er yfir helstu liði, sem ákvarða slíkt mat, ættu flestir að skilja hvað hér er átt við. í fyrmefndu sjónvarpsviðtali seg- ir viðskiptaráðherra: „Ég tel eðli- legt, að þegar þarna er um að ræða að ná svona mikilli sameiningu, að þá sé fyrst og fremst bara miðað við verð sem um semst þannig að hagsmunir ríkisins, að endur- heimta fé sem þar er bundið, séu örugglega tryggðir.“ - Fyrr má nú rota en dauðrota. Á sama tíma og skattmeistari ríkisins liggur sveitt- ur undir feldi til að finna ný ráð til frekari skattpíningar þjóðarinnar munar viðskiptaráðherra ekkert um að gefa þremur hlutafélögum nokkur hundmð milljónir hverju. Er það furða þótt bankaráðsmað- urinn hafi kallað þetta kaup aldar- innar? í Dagblaðinu sl. þriðjudag gerir Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður þessi kaup aö umfjöll- unarefni. Vert er að taka hér upp ýmislegt sem þar kemur fram. Hann segir m.a.: „Viðskiptaráð- herra gengur frá sölu Útvegsbank- ans með litiu samráði við ríkis- stjóm og engu við Alþingi. Margir telja að til þess hafi hann vald. Al- mennt gildir að ráðherrar geta ekki selt eignir ríkisins án heimildar Alþingis. Öðm máli gegnir um hlutabréf. Það er einkennilega upp- byggt stjómkerfi þegar ráðherra þarf leyfi Alþingis til að selja eyði- jörð á Vestfjörðum eða heyköggla- verksmiðju á Höfn í Homafiröi en getur einn, án samþykkis ríkis- stjómar eða Alþingis, selt heilan banka, jámblendiverksmiðju eða flugfélag, eignir upp á milljarða, ef um er að ræða hlutafélag. Ándi lag- anna er að mínu viti sá að eignir ríkisins á ekki að selja nema með samþykki Alþingis. Þar er um að ræða varúðarráðstöfun gegn geð- þóttaákvörðunum ráðherra sem getur snert almenningsheill og al- mannaeign. í rauninni tel ég því mjög orka tvímælis að ráðherra geti gert svona hlut. Ósamræmið í lögunum er æpandi. Þessu verður aö breyta og samræma." Halldór Guðbjarnason Þann 31.12. sl. var eigið fé bankans...................1.396 millj. kr. Áætlaö tap til 31. júlí nk. lækkar þennan lið.......... 55millj.kr. Skattalegívilnun áætiuð 31.júlí nk. (50%).............. 393 millj. kr. Viðskiptavildáætiuö......./............................ 600millj.kr. 2334 millj. kr. Afþessu er eignarhlutur ríkissjóðs 76,8% eða..............1.793 millj. kr. Til viðbótar tekur ríkissjóður á sig lífeyrisskuldbindingar bankastjóra......................... 275 míiij. kr. Samtals væri þá verðmæti hlutabréfa ríkissjóös............2.068 millj. kr. Þessi verðmæti á svo að selja á 767 millj. kr. A sama tíma og skattmeistari ríkisins liggur sveittur undir feldi til að finna ný ráð til frekari skattpíningar þjóðar- innar munar viðskiptaráðherra ekkert um að gefa þremur hlutafélögum nokk- ur hundruð milljónir hverju.“ Skv. framangreindu yrði þá söluverðið......1.450 millj. kr. að frádregnu: Liður 1. (meðaltal)........................................43millj.kr. Liður 2. (meðaltal).......................................105 millj. kr. Liður3.(meðaltal)......................................... Omillj.kr. Liður 4. (meðaltal).......................................180 millj. kr. Liður5.(meðaltal)..........................................80millj.kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.