Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Qupperneq 44
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989.
. 44
Andlát
Helga Gottskálksdóttir, Sólheimum,
Sæmundarhlíð, andaðist í Sjúkra-
húsi Skagfirðinga, Sauðárkróki,
fimmtudaginn 22. júní.
Jarðarfarir
Guðmundur Arason lést 28. maí.
Hann fæddist á Dlugastöðum í Múla-
sveit, Barðastrandarsýslu, 6. sept-
ember 1911. Foreldrar hans voru Ari
Þórðarson og Vigdís Sigurðardóttir.
Guðmundur var í sambúð með Krist-
ínu Pétursdóttur og eignuðust þau
tvö böm. Guðmundur og Kristín
slitu samvistiun. Útför Guðmundar
verður gerð frá Fossvogskapellu i
dag kl. 15.00.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Haðar-
stíg 10, verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
27. júní kl. 13.30.
Edith Kamilla Guðmundsson, fædd
Kaarbye, Ránargötu 22, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík þriðjudaginn 27. júní kl.
13.30.
Hermann Jónsson, Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja 20. júní, verður
jarðsunginn í dag, 26. júní, frá Landa-
kirkju, Vestmannaeyjum, kl. 14.
’ Svavar Halldórsson, Breiðvangi 20,
Hafnarfiröi, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
28. júní kl. 15.
Ástrún Guðmundsdóttir, Stangar-
holti 16, Reykjavik, verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
27. júní kl. 15.
Útför Dagfríðar Finnsdóttur kenn-
ara, Heimahaga 3, Selfossi, fer fram
frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28.
júní kl. 14.
Jakob Jónsson, fyrrverandi sóknar-
prestur, sem lést á Djúpavogi 17. júní,
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju í dag, 26. júní, kl. 13.30.
Harpa Rut Sonjudóttir, sem lést ai
slysförum 15. júní, verður jarðsungin
ffá Dómkirkjunni í dag, 26. júní, kl.
15.
Tilkyimingar
ÍSAL styöur
votlendisrannsóknír
Nýlega afhenti dr. Christian Roth, for-
stjóri íslenska álfélagsins hf., Lífffæði-
stofnun Háskóla íslands fjárstyrk að upp-
hæð kr. 300.000 og verður styrkurinn
notaður til rannsókna á votlendi á Suð-
urlandi. Markmið rannsóknanna er að
kortleggja og ákvarða viðáttu óraskaðs
votlendis á Suðurlandi og flokka það með
hliðsjón af vemdargildi. Prófessor Þóra
Ellen Þórhallsdóttir hefur umsjón með
rannsókninni. Gjöf þessi er liður í þeirri
stefiiu ÍSAL aö leita eför samstarfi við
Háskóla íslands og styrkja umhverfis-
rannsóknir.
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju
hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríöur
Ágústsdóttir, Austurbrún 37, s. 681742,
Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, °. 82775,
þjónustuibúðir aldraðra, Dalbraut 27,
Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1,
Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, s.
681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84,
Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstig 27,
og Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá
gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt,
kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035,
milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkju-
vörður annast sendingu minningarkorta
fyrir þá sem þess óska.
Ferðalög
Útivistarferðir
Miövikudagur 28. júní kl. 20: Viðey -
Vesturey. Hekluferð þann 1. júlí.
Sumarleyfi í Básum, Þórsmörk. Fjöldi
daga að eigin vali. Odýrt sumarleyfi í
fallegu umhverfi og við bestu aðstæður
til gistingar í óbyggðum. Dvöl miUi ferða.
Brottfór föstudagskvöld, sunnudags-
morgna og miðvikudaga frá 28. júní.
Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, sím-
ar 14606 og 23732. Sjáumst.
Ferðafélag íslands
Miövikudagur 28. júní:
Kl. 8: Þórsmörk. Afsláttur veittur af
gistigjaldi fyrir sumarleyfisgesti í Þórs-
mörk.
Kl. 20: Síðasta kvöldferöin í Heiðmörk.
Brottfór í ferðimar frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt
fyrir böm að 15 ára aldri.
Helgarferðir Ferðafélagsins:
30. júní til 2. júlí: Dalir - gengin gömul
þjóðleið. Hvammur - Fagridalur. Gist í
svefhpokaplássi á Laugum í Sælingsdal.
30. júní til 2. júlí: Öræfajökull. Gengið á
Öræfajökul (um 14 klst. ferð). Gist í tjöld-
um í Skaftafelli. Brottför kl. 8 föstudag.
30. júni til 2. júli: Ingólfshöfði. Gist í
tjöldum í Skaftafelli. Brottför kl. 8 föstu-
dag. Upplýsingar og farmiðasala á skrif-
stofu FI.
Námskeið
Jógahugleiðsla
Kynningamámskeið á aðferðum jóga og
hugleiðslu til þess að þroska likama,
huga og sál verður haldið í leikskólanum
Sælukoti, Þorragötu 1, Skeijafírði, fimm
þriðjudagskvöld. Námskeiðið, semhaldið
er á vegum Ananda Marga, byijar þriðju-
daginn 4. júlí kl. 20.30 og kostar 500 krón-
ur. Skráning og upplýsingar hjá Ásu í s.
615336 og Supriyu í s. 27050.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Sture Allén prófessor, ritari Sænsku aka-
demiunnar, flytur opinberan fyrirlestur
í boði heimspekideildar Háskóla íslands
og Norræna hússins í dag, 26. júní, kl.
20.30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn
nefhist „Svenska Akademien och dess
arbete" og fjallar um störf akademíunnar
sænsku. Hann verður fluttur á sænsku
og er öllum heimill aðgangur.
Fréttir
Gróðursett í Skálamel, fyrir neðan skógræktarreitinn. Fyrir ofan reitinn er fönnin enn.
Húsavík:
Gróðursetning í Skálamel
Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavik:
Það er orðin hefö fyrir því á vor-
dögum á Húsavík, sem reyndar voru
nokkuð seint á ferðinni að þessu
sinni, að bæjarbúar fjölmenni uppi í
Húsavíkuröall eða Skálamelinn, en
svo heitir neðsti hluti þess, og planti
þar tijám í þúsundatali. Það er For-
eldra- og kennarafélag barnaskólans
sem staðið hefur fyrir þessu átaki.
Laugardaginn 10. júní sl. þyrptust
Húsvíkingar á öllum aldri upp í
Skálamel í sumarblíðu og settu niður
um 3.000 tijáplöntur af ýmsum teg-
undum. Þó að fjöldi fólks væri heldur
minni en plantna gekk verkið fljótt
og vel fyrir sig. Mikil vakning er á
Húsavík fyrir landgræðslu og fjöldi
samtaka og hópa hefur unnið við
gróðursetningu að undanfömu.
Isafjörður:
Vatnaþotur á Pollinum
Sigurjón ]. Sigurðsson, DV, ísafiröi:
Vatnaþotur eru komnar til ísa-
fjarðar. Um er að ræða þijár þotur
sem þeir Jón Norðkvist, Magnús
Hauksson og Daði Hinriksson hafa
fest kaup á frá Bandaríkjunum. Þeir
byijuðu að nota tækin samdægurs
með sýningu á Pollinum við góðar
undirtektir áhorfenda.
Þotumar era leigðar út og kostar
hver hálftími kr. 1.200 og er þar inni-
falið bensín og afnot af þurrbúningi.
Einnig era til leigu þurrbúningar
fyrir böm. Mikil aðsókn hefur verið
í þotumar og hafa þeir varla annað
effirspum. í undirbúningi era kaup
á þeirri fjórðu. Þá hafa þremenning-
amir í hyggju að bjóða bæjarbúum
upp á sjóskíðakennslu og jafnvel era
þeir að hugsa um að leigja út árabáta
sem staðsettir verða við hótelið. Hægt er að gera ýmsar kúnstir á vatnaþotunum. DV-mynd BB
Áð í Svínahrauni
agríður Gunnarsdóttir, DV, HveragerðL'
Þaö má oft sjá fjölda hesta og hesta-
manna við Liltu kaffistofuna í Svína-
i'hrauni, einkum um helgar, og þetta
er greinilega vinsæll áningarstaður
hjá hestamönnum.
Hestar og menn við Litlu kaffistofuna einn laugardag í júní.
DV-mynd Sigriður