Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Page 4
Fréttir íslenskur landeigandi á Austurlandi: IAUGARDAGUR J7. NÖVEMBER 1990. Býður útlendingum land til urðunar eituref na Maöur, sem er meöeigandi í stóru landsvæði á Austurlandi, hefur ritaö hollenska endurvinnslufyrirtækinu The Dutch Recyling Federation bréf þar sem hann býöur fram stórt land- svæði til urðunar á „hverskonar kemísum efnum“, eins og stendur í bréfinu. Bréfið, sem hann sendi, hljóðar á þessa leið: „Ég vísa til símtals sem ég átti við fyrirtæki yðar í dag. Ég býð ykkur stórt og afskekkt landsvæði í einka- eign á austurhluta íslands til urðun- ar. Við erum reiðubúnir til þess að urða mikið magn (tugi milljóna tonna) af hverskonar kemískum efn- um á landareign okkar. Við vildum gjarnan fá álit ykkar á samvinnu milli hollenskra og íslenskra fyrir- tækja varöandi þetta mál. Vonast til - bara til aö kanna viðbrögðin, segir bréfritari að heyra frá ykkur bráðlega. Virð- ingarfyllst.. Forsvarsmaöur The Dutch Recyl- ing Federation sendi bréf til íslands þar sem hann lýsir undrun sinni á bréfinu. Síðan segir hann: „Hollendingar myndu aldrei leyfa útflutning sem þennan. Ég get ekki ímyndað mér að íslendingar muni .leyfa slíka urðun. Það er hvergi leyft í Evrópu. Jafnvel A-Þjóðverjar hefðu ekki leyft urðun á þúsundum tonna af kemískum efnum frá öðrum lönd- um Evrópu...“ íslenski bréfritarinn þrætti fyrst fyrir að hafa skrifað þetta bréf. Eftir smáumhugsun viðurkenndi hann til- vist bréfsins og að hafa skrifað það. Hann gefur þá skýringu á þessu ein- stæða bréfi að hann hafi með því vilj- The Dutch Recycllng Federotlon. T»l. (90) 31 70 360 3837, Fnx. (90) 31 70 363 6348. Att: Or. Voskamp. connaentioai -pnviiegea communication. Reykjavlk, icelana, latnoctooer 1990. Referring to a telephone conversatton wtth your company toOay. I am offerlng large and remote prlvately owned areas In Eastern lceland for waste dlsposal practlces ana landfllls. We are ready to bury practlcly alt kinds of cnemicai wastes in large quantitles (tens or miillons of tons) on our sttes We would be pleased lu liave yuur upinlun abuut uuupei'atlun belween Dutuli and lcelandlc companles regardlng such an enterprlse. I am looking fcrward tp hearlng from you soon. ________Yours slncerelv__________ Þetta er bréfið sem hollenska fyrirtækinu var sent. að kanna viðbrögð erlendra aðila við því hvort þeir gætu sýnt af sér það ábyrgöarleysi og þá háskalegu fram- komu að þiggja boð sem þetta. Hann segist einnig hafa verið að kanna sið- ferði hjá fyrirtækjum í útflutningi á úrgangi. Hann segir að enda þótt hann hafi sent bréfið sem trúnaöar- mál hafi hann ekki átt von á að hol- lenska fyrirtækið virti þann trúnað. Þá er þess aö geta að maðurinn sendi bréfið á faxi frá Kaupmannahöfn. Meðeigendur mannsins á land- svæði því á Austurlandi, sem hann er að falbjóða til urðunar, staðfesta í bréfi til DV að maðurinn hafi ritað bréfið án þeirra vitundar og í óþökk þeirra allra. Engar hugmyndir hafl verið uppi um það sem fram kemur í bréfmu. -S.dór Davíð Oddsson borgarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að umönnun- ar- og hjúkrunarheimilinu Eir. Heimilið mun rísa við Hlíðarhús og Gagnveg í hinu nýja Húsahverfi i Reykjavík. DV-mynd Brynjar Gauti „Geggjað“ ástand á húsbréfamörkuðunum Þátttakendur sögðu í gær að ástandið á verðbréfamörkuðunum í viðskiptum með húsbréf, hefði verið „geggjað", sumir sögðu „fjörugt". Ávöxtunarkrafa á húsbréfum brpytt- ist stöðugt og tugir þúsunda króna til eða frá voru undir hjá viðskipta- mönnum. Ávöxtunarkrafan byrjaði hjá Landsbréfum með 7,45 prósent- um en var sums staðar annars staðar 7,3 og lægst hjá Kaupþingi. Ávöxtun- arkrafan nálgaðist síðan 7,35 prósent á markaðinum í heild og jafnaðist milli verðbréfamarkaðanna um það bil. Þaö hefði í gærmorgun getað munað tíu þúsund krónum hjá manni með húsbréf fyrir eina millj- ón, hvort hann skipti til dæmis við Kaupþing eða Landsbréf. Þetta íjör heldur áfram eftir helg- ina, þegar opnað verður. En starfs- menn markaðanna telja að draga muni úr óvissuástandinu. Markað- urinn muni leita jafnvægis í næstu viku og koma sér niður á einhverja tölu, líklega eitthvað lægri en nú. „Þetta er allt í lagi. Fjármagns- markaðurinn er bara svona eins og hann gengur fyrir sig. Þegar lífeyris- sjóðirnir fara að sanka að sér hús- bréfum, lagast þetta. Lífeyrissjóðirn- ir fá nú ekkert betra eftir hækkun ávöxtunarkröfunnar. Með meiri eft- irspurn fer ávöxtunarkrafan niður. Lífeyrissjóðimir hafa verið að bíða og sjá, hvað geröist," sagði Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, sem fylgdist með markaðinum í gær. Þá er spurningin hvort dæmið hafi ekki snúist við og ríkissjóður geti ekki selt sín spariskírteini þegar ávöxtun húsbréfa er nú komin upp fyrir ávöxtun spariskírteina. Áður hafði þetta verið svo að ríkið greiddi svo háa vexti af spariskírteinum að húsbréfasalan datt niður. Grétar sagöi í gær að ríkið hlyti að geta stað- ist samkeppnina, eftir að ávöxtunar- krafa húsbréfa lækkaöi á næstunni. HH Tékkareikningur fyrir Alan Pope Stofnaður hefur veriö tékkareikn- ingur fyrir Bretann Alan Pope sem plataöur var til íslands á fólskum forsendum. Hann hitti íslending í Torquai í Englandi sem sagðist ætla að bjóða honum vinnu. Launin yrðu 500 þúsund krónur á mánuði. Bret- inn var atvinnulaus. Hann keypti sér flugmiða og stóð skömmu síðar alls- laus í Reykjavík. Hann hafði verið svikinn. Bretinn kemst ekki heim til sín fyrr en 30. nóvember vegna far- miöa síns. Rannsóknarlögregla ríkis- ins hefur mál þetta til skoðunar. Kristján Matthíasson og Jóna Pét- ursdóttir frá Siglufirði höfðu sam- band viö DV í gær en þau hafa sent Alan 5 þúsund krónur. Tékkareikn- ingurinn er í íslandsbanka í Austur- stræti. Númerið er 5657. Steingrímur Hermannsson: Oskaplegur misskilningur að tala um óheftan innflutning - vill afnema útflutningsbætur sem fyrst og taka upp aðrar stuðningsaðgerðir „Eg er mjög ánægður með þaö til- boð sem ríkisstjórnin náði sam- komulagi um að senda í GATT-við- ræðurnar sem okkar innlegg," segir Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Steingrímur segir að í tilboöinu sé tekið á bæði styrkja- og niður- greiðslukerfinu með svipuöum hætti og landbúnaðarráðherra hafi gert til- lögur um í ríkisstjórninni varöandi nýjan búvörusamning. Hann segist því ekki sjá fyrir sér ágreining hvað þau mál varðar við gerð nýs samn- ings viö bændur. Hins vegar kunni að vera einhver ágreiningur um aðra þætti en um það sé honum þó ekki kunnugt. „Við gerö tilboðsins kom fram mik- ill vilji innan ríkisstjórnarinnar um að draga úr útflutningsbótum. Ég hef sjálfur verið þeirrar skoðunar lengi að þaö beri að fella þær alfarið niöur á næstu árum. Reyndar er það nán- ast gefið mál að þær hverfi ef sam- komulag næst í GATT-viðræðunum. Þá mun ekkert land hleypa inn land- búnaðarvörum með útflutningsbót- um frá öðru landi án þess aö mis- munurinn verði tollaður." Steingrímur segir að önnur lönd sem horflð hafi frá kerfi útflutnings- bóta hafi leitað nýrra og betri leiða til að styðja við landbúnaðinn. Sem dæmi um annars konar stuðning nefnir hann byggðarstyrki, tekju- tryggingar og framfærsluaðstoð. Hann segir að stuöningsaðgerðir af þessu tagi hafi ekki áhrif á viðskipti með landbúnaðarvörur og verði því heimilaðar samkvæmt samningum GATT. Að sögn Steimgríms er það mikili misskilningur sem fram hafi komið hjá sumum aö tilboð íslendinga tii GATT-viðræðnanna feli í sér aö það eigi aö opna algjörlega fyrir innfiutn- ing á unnum landbúnaöarvörum. Slíkt sé óskaplega mikfll misskiln- ingur. „í tilboöinu er einungis yfirlýsing um að íslendingar séu tilbúnir að ræða hugsanlegann innflutning ná- ist samkomulag um annað. Siíkur innflutningur yrði hins vegar háður magntakmörkunum og ströngum heilbrigðiskröfum. Og sá innflutn- ingur, sem yröi leyfður, myndi bera jöfnunartolla þannig aö vörur kepptu á grundvelli gæða en ekki verös. Ætli við séum ekki að tala um svipað magn og Svisslendingar en þeir eru að tala um leyfilegan inn- flutning upp á 1 tfl 3% af innanlands- Þörf.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.