Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990.
- kafli úr nýrri bók, lífssögu Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi
Þaö hálfa væri nóg, heitir ný bók
sem væntanleg er á markaö innan
skamms. Hún segir frá lífssögu Þór-
arins Tyríingssonar, yfirlæknis á
Vogi. Þaö var Guðrún Guðlaugsdótt-
ir blaðamaöur sem skráöi.
Þórarinn Tyrfingsson var um ára-
bil einn af fremstu handknattleiks-
mönnum íslendinga. Hann lék með
iandsliöinu á miklum uppgangstím-
um í handknattleik. Samfara þessu
stundaði Þórarinn nám í læknis-
fræöi, var kvæntur og átti börn.
Brennivínið nagaði hins vegar
þessa tilveru hans smám saman í
sundur þar til hún var að mestu í
rúst. Sem læknir á Hvammstanga
játaði Þórarinn um síðir fyrir sjálf-
um sér að hann væri alkóhólisti og
ákvaö að fara í meðferð. Það var þá
sem hann kynntist starfsemi SÁÁ og
hefur verið viðloðandi hana síðan.
í bókinni segir Þórarinn frá því
hvernig misnotkun áfengis eyðilagði
tilveru hans og þeirra sem í kring
um hann voru. Hann náði hins vegar
að sriúa vörn í sókn og starfar nú sem
yfirlæknir á Vogi og er formaöur
SÁÁ.
Þórarinn lýsir baráttunni við
áfengisbölið, vexti SÁÁ og hatrömm-
um deilum í kring um starfsemina.
Helgarblaðið hefur fengið leyfi til
að birta útdrætti úr tveimur köflum
bókarinnar. í fyrri kaílanum segir
Þórarinn frá sumrinu eftir að hann
tók stúdentspróf. Það var unnið og
drukkið en Þórarinn segir að líf hans
hafi verið einn leikaraskapur í þá
daga...
Reyndum við kon-
urnar á Akureyri
„Við strákárnir drukkum allar
heigar. og svo fórum viö Jón Steinar
(Gunnlaugsson) og Ólafur Tómasson
noröur í land í vikuferð um mitt sum-
arið, gagngert til þess að drekka. Viö
fórum af staö með rútunni á mið-
vikudegi og hófum þá skriftir í dag-
bók sem til stóð að halda í þessari
ferð. Ólafur Tómasson hélt dagbók-
ina. Þaö var ekki allt gáfulegt sem í
þá bók fór. Við tjölduðum á tjald-
stæðinu á Akureyri snemma kvölds
og fórum svo að drekka. Við vorum
svo í Sjallanum á kvöldin og drukk-
um og fífluðumst þess á milli. Undir-
tónar sumarsins voru ýmis lög Bítl-
anna, helst þó Hey Jude sem sló í
gegn þetta sumar. Við þessi lög,
sömdum viö klúra texta og reyndum
svo við konurnar á Akureyri og varð
bara allvel ágengt. Þó var Jón með
forkunnarljót gieraugu í John Lenn-
ons stíl ailt ferðalagið, nema rétt á
meðan hann svaf.
Við káluðum tóif séniverflöskum i
þessari ferð fyrir utan það sem við
drukkum á böllunum. Þegar við
komum í bæinn var Jón Steinar bú-
inn að fá nóg en ég hélt áfram og fór
í Þórsmörk. Þar drakk ég allan tím-
ann og svaf lítiö, lagði mig þó um
klukkan níu á kvöldin og svaf fram
yfir miðnætti, þá hófst drykkjan og
skemmtunin á ný. Eftir tæplega
hálfsmánaðar útivist fór ég í bæinn
og byrjaði aö vinna aftur. Maður var
ungur og hraustur og fljótur að jafna
sig. Með okkur Jóni hafði unniö i
járnavinnunni maður sem Magnús
hét Jónsson og hafði verið mjög
drykkfelldur. Við vorum alltaf sóttir
á morgnana í vinnu. Svo var það
morgun nokkurn, fljótlega eftir að
við Jón komum úr norðurferðinni,
aö Magnús kom kófdrukkinn til dyra
þegar veriö var aö sækja hann í vinn-
una. Hann var ófær til vinnu þann
dag og kom ekki til vinnu meira það
sem eftir var sumars, þannig voru
hans drykkjusiöir. Við strákarnir
söknuöum Magga svolítið, höfðum
haft gaman af að spjalla viö hann.
Þórarinn Tyrfingsson ásamt Hildi, yngstu dóttur sinni.
Ungúr læknir á Hvammstanga. Jón Steinar Gunnlaugsson meö John Lennon gleraugun.
Við fengum engar fréttir af Magga
fyrr en morgun einn þegar liöin voru
nær tvö ár. Þá fór ég síðari hluta
þess dags til Jóns áteinars og sagði
við hann: „Ég hitti Magga í dag.“
Jóni fannst þetta merkilegar fréttir
og spurði hvað Maggi heföi sagt.
„Ekki neitt,“ svaraði ég. „Hann var
keyrður á vagni inn í krufningarsal
þar sem ég var í rnorgun." Jón setti
hljóðan. Seinna hefur hann stundum
sagt að það, hvernig ég sagði honum
fréttirnar frá afdrifum Magga, lýsi
vel ákveðinni hlið á mér.
Borguðum bílinn
með jólaköku
Allt mitt líf á þessum tíma var einn
leikaraskapur og drykkja. Við félag-
arnir tókum upp á alls konar hlutum
í hita leiksins. Reyndum meira að
segja að borga leigubíi með jólaköku
hvað þá annað. Við áttum ekki fyrir
leigubíl svo viö tókum jólaköku
heima hjá einum okkar og reyndum
að semja viö bílstjórann. Þeir samn-
ingar gengu illa. Viö hlógum mikið
að þessu. Allt mótaðist og blandaðist
því sem maður lærði í handbolta-
heiminum. Þar þótti mikið sport að
skrökva að mönnum ef þaö var gert -
á réttan hátt. Það þótti t.d. sniðugt
að segja einum félaga sinna, sem var
grannur og vel vaxinn maður, að
hann væri að fitna alltof mikið. Við
lögðumst margir á eitt með að telja
honum trú um þetta og hættum ekki
fyrr en hann var orðinn mjög ugg-
andi um vaxtarlag sitt. Einu sinni
sagði Villi vinur minn Sigurgeirs viö
einn vinnufélaga sinn: „Þá verð ég
alveg ær ef páskarnir lenda enn einu
sinni á sunnudegi. Þetta er búið að
vera svona undanfarin ár og þetta
er alveg ómögulegt, maður fær ekk-
ert frí út á páskana." Vinnufélaginn
þaut í almanakið og fann út að pásk-
ana bar upp á sunnudag. Kom svo
aftur og sagði: „Aha, páskarnir lenda
aftur á sunnudegi.“ Við hlógum mik-
ið að þessu, þetta þótti gott grín. Líf-
ið gekk út á slíkt grín. Einu sinni
sögðum við einum félaganum í hand-
boltanum að hann heíði ekki nógu
fallega fætur. Við klifuðum á þessu
hvenær sem tækifæri gafst. Við sögð-
um honum að hann þyrfti endiiega
að fara að spila í síðum. Það endaði
með því að félaginn kom til min,
áhyggjufullur, og spurði mig einslega
hvort mér fyndist hann virkilega
hafa svona ljóta fætur.
Lífið endalaust grín
Það þótti líka sniðugt að hnupla
úr búðum. Villi Sigurgeirs var snill-
ingur í því. Einu sinni voru þeir í
Hólsbúð, hann og Geiri. Þeir stálu
gosflöskum og hlupu burtu. Svo þeg-
ar þeir fóru að taka upp ílöskurnar
var Geiri með tóma flösku. Þetta var
vinsæl saga hjá Villa.
Formaður ÍR var þá Hákon Bjarna-
son loftskeytamaður. Hann var alltaf
að segja okkur brandara sem voru
ekki allir skemmtilegir. Þá fórum viö
að tala um Konnabrandara. Það voru
brandarar sem ekki var hægt að
hlægja að. Þá snerist leikur okkar í
að búa til Konnabrandara. Svo hlóg-
um við að því hvað þetta voru asna-
legir brandarar. Lífið gekk út á enda-
laust grín en maður hugsaði ekki
neitt. Mér virðist' núna þegar ég lít
til baka að ég hafi hreinlega ekki
hugsað neitt sem veigur var í árum
saman. Hvorki um það sem ég var
að gera í náminu né heldur að ég
væri giftur maður og orðinn faðir,
eftir að það kom til. Sumarið 1967 var
upphaf þessa gegndariausa skemmt-
anatíma. En eftir því sem frá leið var
erfiðara að ná upp stemmningu þess
sumars og menn fóru að sýna ýmis
einkenni um að þeir væru talsvert
háðir áfengi."
Læknir á
Hvammstanga
- í þessum kafla lýsir Þórarinn líf-
inu á Hvammsíanga. Hann gerðist
læknir þar árið 1976 og hætti í hand-
boltanum. Þórarinn sagði þó ekki
skilið við Bakkus strax.
„Á Hvammstanga sá ég stundum
fólk sem var mun drukknara en ég
varö venjulega sjálfur. Stundum
kom fyrir að ég var kallaður í hús
til þess aö sprauta niður menn sem
voru orðnir ærir af drykkju. Framan
af sótti ég skemmtanir þarna og það
voru oft skrautlegar samkomur. Ég
kynntist mörgu ágætu fólki þarna
fyrir norðan en smám saman fannst
mér ég einangrast. Eftir því sem
óregla mín varö meiri því meira reis
veröld mín upp á rönd. Mér fannst
ég vera samtíða vondu fólki sem
væri að tala illa um mig. Auðvitað
var talað um mig á bak. Þegar ég kom
út á land átti ég mun erfiðara með
að útvega mér áfengi. í bænum gat
maður farið á barina og í ríkið en á
Hvammstanga var ekkert ríki og erf-
itt að ná í brennivín. Maður pantaöi
á pósthúsinu en það mátti ekki ganga
of langt. Það var slæmt afspurnar