Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990.
41
pv________Heimurinn og ég
Akranes Reykjavík
ReykjavíkAkranes
Akranes Reykjavík
Reykjavík fyrr og nú
DV-mynd Gunnar V. Andrésson
Sjómenn eru svo frjálsir aö þeir
eru rétt skör lægra settir en fugl-
arnir.
Ég man ekki sem stendur hvort
ég sá þessa setningu í endurminn-
ingabók Akabs skipstjóra eöa
heyröi hana í ræöu á sjómannadag-
inn.
Alltumþað, mér
kom hún i hug sem ég sá Akra-
borgina sigla inn í Reykjavíkur-
höfn og vissi sem var að hún myndi
sigla stuttu síðar og koma aftur til
baka eftir fáeina tíma og ég fór aö
hugsa um þessar áætlunarferðir,
milli lands og lands, og hvort skip-
stjóranum þætti ekki frelsi sínu
takmörk sett með svo reglubundn-
um siglingum.
„Nei, þaö er mjög gott að vera á
Akraborginni maður, mjög gott,“
svarar Þorvaldur Guðmundsson,
fimmtíu og eins árs, sjómaður og
skipstjóri á Akraborginni, allar
götur síðan nítján hundruð sjötíu
og fjögur.
„Þótthverdagur
sé öðrum líkur þá er enginn dag-
ur alveg eins og einhver annar,“
segir Þorvaldur. „Veörið sér fyrir
því að maður hafi alltaf um nóg að
hugsa. Og eftir að hafa verið öll
þessi ár á sjónum þá er alveg sama
hvar maður siglir."
Samt, ersamtekki
auðvelt að falla í freistni? hugsa
ég og hef í huga strætóbílstjórann
sem sagan segir að hafi sveigt af
áætlun ellefu og ekið alla leið vest-
ur á Ægisíðu af því hann hafði lof-
að vinkonu sinni ellefubíói og var
að verða of seinn.
Svo ég segi; hérna Þorvaldur,
langar þig aldrei að sveigja af leið
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
og sigla eins langt og augað eygir,
bara af því þér finnst þú eiga erindi
eitthvert, segjum til Arizona, í stað
þess að sigla alltaf Akranes Reykja-
vík, Reykjavík Akranes, Akranes
Reykjavík?
„Nei,
blessaóur vertu"
segir hann sem hefur silgt alla
leið til Eldlands, á suðurodda Suð-
ur-Ameríku og norður undir Sval-
baröa og líkar ekki illa að sigla eft-
ir áætlun sjóleiðina Akranes
Reykjavík og aftur til baka.
Sjómenn eru
svo frjálsir að þeir eru rétt skör
lægra settir en fuglarnir.
Svona allt að því. Svona allt að
því.
Þessar myndir eru teknar í norð-
austur rétt fyrir vestan Smiðjustíg,
milli Hverfisgötu og Laugavegar.
Eldri myndin, sem er tekin á fyrri'
helmingi sjöunda áratugarins, er
skemmtileg heimild um nokkur
timburhús sem þá voru í þann mund
að týna tölunni. Húsin voru orðin
hrörleg undir það síðasta eins og sjá
má á myndinni en þau máttu muna
sinn fífil fegri.
Ungfrú Sigríður
skriftarkennari
Húsið lengst til vinstri á gömlu
myndinni var Smiöjustígur 7 en það
stóð á horninu norðanverðu viö
Hverfisgötu og vestanverðu við
Smiðjustíg.
Á Smiðjustíg 7 bjó í áratugi Sigríð-
ur Árnadóttir skriftarkennari. Sig-
ríður var dóttir Árna Jónssonar,
læknis á Vopnafirði, en hún ólst upp
hjá afasystur sinni, Sigríði Jónsdótt-
ur, og manni hennar, Jóni Þorkels-
syni rektor.
Sigríður lærði til kennslu við Stat-
ens Lærerhöjskole í Kaupmanna-
höfn en kenndi síðan við Verslunar-
skólann og viö Kvennaskólann í
Reykjavík í rúm fjörutíu ár, auk þess
sem hún hafði smábarnakennslu
heima hjá sér fram undir 1960. Hún
bjó á neðri hæð hússins en leigði út
herbergi á efri hæðinni. Sigríður lést
á níræðisaldri árið 1965.
/
Not og ónot
af brunahönum
Á framhliö Smiðjustígs 7 var lengi
einn af brunaboðum bæjarins.
Brunaboðarnir voru hið mesta
þarfaþing ef eldsvoða bar að hönd-
um, einkum þar til símtæki urðu
fullkomin almenningseign. Bruna-
boðarnir voru rauðmálaðir, spor-
öskjulagaðir járnkassar með lítilli
glerrúðu og svörtum hnapp þar fyrir
innan.
Gallinn við brunahanana var hins
vegar sá að glerrúðan og svarti takk-
inn voru oft óyfirstíganleg freisting
fyrir forhertustu hrekkjalóma bæj-
arins sem þá sendu slökkviliðið í
erindisleysur, út og suður.
Stóra timburhúsið, vinstra megin
við miðja myndina, var Smiðjustígur
5B, reist um síðustu aldamót af Pétri
Péturssyni, lögreglumanni og bæjar-
gjaldkera. Pétur bjó í húsinu til
dauðadags árið 1909 en hafði hins
vegar skrifstofu bæjarsjóðsins í litla
gamla húsinu þar fyrir ofan. Það
hús, Smiðjustigur 5, var því nokkurs
konar vísir að ráðhúsi síns tíma.
Hætt er við að Davíð borgarstjóra
hefði ekki þótt þar hátt til lofts né
vítt til veggja.
Dr. Helgi Pjeturss
Sonur Péturs og sá er síðan réði
húsum að Smiðjustíg 5B til dauða-
dags var dr. Helgi Pjeturss jarð-
fræðingur en hann var um margt
einn merkasti maöur sinnar tíðar.
Dr. Helgi var afburða vísindamað-
ur á sínu sviði en hann lagði, öörum -
fremur, grunninn að hútíma skiln-
ingi manna á jarðsogu íslands.
Þá setti hann fram á sínum seinni
árum vægast sagt frumlegar kenn-
ingar um eðli drauma og framhalds-
líf á öðrum hnöttum. Þessar kenn-
ingar sínar kynnti dr. Helgi í Nýals-
ritum sínum en hópur áhugamanna
um kenningarnar stofnuðu síðan
Samtök nýalssinna sem starfað hafa
um árabil.
Síðast en ekki síst var dr. Helgi
mikill áhugamaður um íslenska
tungu og einhver ritfærasti maður á
móðurmálið.
Smiðjustígur 6
Dr. Helgi þótti í ýmsu æði sérkenni-
legur. Þegar Guðmunda Elíasdóttir
söngkona flutti til Reykjavíkur árið
1932 bjó hún hjá móður sinni og syst-
ur á Smiðjustíg 6, timburhúsinu sem
er lengst til hægri á gömlu mynd-
inni. Guðmunda getur þess í ævisögu
sinni, Lífsjátningu, að dr. Helgi hafi
haft þann sið að hlaupa við fót á
hverjum morgni frá Smiöjustígnum
og inn í sundlaugar og síðan aftur til
baka að sundinu loknu. Slíkt háttar-
lag hefur ekki þótt hæfa virtum vís-
indamanni árið 1932 en nú þykir
trimm af þessum toga meira en sjálf-
sagður hlutur.
Albert og Hjalti Geir
Á Smiðjustíg 6 bjó m.a. Ingibjörg
Guðmundsdóttir, ættuð af Álftanesi,
en hjá henni ólst upp að nokkru leyti
dóttursonur hennar, Albert Guð-
mundsson, sendiherra og fyrrv.
knattspyrnustórstirni, stórkaup-
maður, borgarfulltrúi, alþingismað-
ur og ráðherra svo eitthvað sé nú
nefnt af því sem gefur vísbendingar
um viðburðaríkan æviferil þessa
vinsæla stjórnmálamanns.
Aldavinur Alberts bjó hins vegar í
næsta húsi þar fyrir neðan, stein-
húsinu á horninu, sem er númer 26
Umsjón:
Kjartan Gunnar
Kjartansson
við Hverfisgötu. Sá er Hjalti Geir
Kristjánsson, forstjóri og fyrrv. for-
maður Verslunaráðs íslands.
í upphafi var KRON með vefnaðar-
vöruverslun í kjallara og á jarðhæð-
steinhússins en síðan var SPRON þar
í fjölda ára, auk þess sem Axel Cort-
es, faðir Garðars Cortes óperusöngv-
ara var þar með málverkainnrömm-
un. Loks hefur Vinnufatabúðin verið
til húsa á Hverfisgötu 26 frá því á
seinni hluta sjöunda áratugarins.
Faðir Hjalta Geirs, Kristján Sig-
geirsson kaupmaður, lét byggja
steinhúsiö árið 1939 og þar bjó hann
síðan. Það er í frásögur færandi aö
fyrstu teikningum af Hverfisgötu 26
var á sínum tíma hafnað af borgar-
yfirvöldum á þeirri forsendu aö hús-
ið þyrfti að bera nokkurt svipmót af
Þjóðleikhúsinu enda kæmi það til
með að standa við fyrirhugað torg
Þjóðleikhússins fyrir sunnan Hverf-
isgötu, Indriðatorg. Nú minnist hins
vegar enginn lengur á Indriðatorg
enda gert ráð fyrir íjögurra hæða
bílageymsluhúsi á þessum slóðum.
Þorvaldur Guðmundsson skipstjóri: „Það er sama hvar maður siglir."
Takmörk sett með svo reglubundnum siglingum.