Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 17. XÓVEMBER 1990. Meiming Hversdagsleiki med algengu orðalagi Þetta er stór bók, innbundin og vönduö. Forlagið hefi ég ekki áöur séð nefnt, en þaö mun vera bandalag ljóðskálda. Þaö er gleði- leg framfór frá eigin útgáfu, sem vill oft veröa af vanefnum gjörö. Svona félagsskapur ætti aö geta komið upp verkkunnáttu og sam- böndum, kannski líka lánstrausti í bönkum. Hér eru 75 ljóö, flest stutt, því hér drottnar naumhyggjan, sem mjög tíökast nú meðal íslenskra ljóöskálda, eins og í myndlist, og svolítiö í lausamálsskáldskap (m.a. Þórarinn Eldjárn). Eins og nafnið naumhyggja bendir til, þá er reynt aö komast af með sem allra minnst. Þetta er eins og söngkeþpni sem snýst um það að syngja sem lægst. Þaö þarf aö leggja sig fram um að skynja eitthvað í slíku, og mörg skáld finns mér hverfa ger- samlega. En Baldur nær einhverjú sérkenni- legu fram í allra stystu textunum, sem eru 5-6 orö aö meðtöldum titli: Fljótamenn Heilskinnaður máninn mörvaöur næturhiminn Ekki gæti myndin einfaldari verið, máni á næturhimni. En lýsingarorðin færa þetta yflr á allt annaö sviö, sláturvöll. Máninn minnir á skepnu sem skinninu hefur enn ekki veriö sprett á, dreifö skýin minna á mör. Og allt minnir þetta á Fljótamenn, hvernig sem svo á því stendur. Þetta er nógu fjarstæðukennt og sérkennilegt til aö grípa imyndunarafl lesenda. Sama gildir um annað örstutt ljóö, þar sem tvíræö merking orös er notuð til aö líkja himninum viö sængurhimin en útlitslíking verður til þess aö herflugvél er líkt viö nál. Aivacs Sængurhimin saumpr silfurnál í djúpi En hin ljóðin eru miklu fleiri, þar sem meginstraumi naumhyggjunnar er fylgt í því að hafa textann sem hversdagslegastan, eig- inlega bara aö skrásetja einhverja megin- drætti umhverfisins. Oft viröast bernsku- minningar úr sveitinni áleitnar. Ég á fyrir mitt leyti jafnan erfitt með aö sjá einhverja list í því aö sýna bara algengustu mynd hversdagsleikans með algengasta oröalagi. Fyrri bækur Baldurs þykja mér því betri þessari. í eftirfarandi dæmi er þaö yfirlýst, að mælandinn þurrkar sig út gagnvart lands- laginu, þaö verður nánast skoplegt, aö hon- um skuli þykja taka þvi aö lýsa þessum at- höfnum sínum. Annars eru þaö litirnir einir sem greina textann frá hversdagslegustu lýs- ingu. Þeir eru aö vísu sláandi, en ekki finnst mér útkoman áhrifamikil: Grandinn Eldrauður Kyndill og svalgrænn sjór Ég er að tyggja strá y Tæma hugann Úða hrekur um loftiö þó dregur frá sóíu Meö sólgeislum slær yfir Engey regnboganslitum Bunkar á Esjunni Skarðsheiði hvít og blá Þau ljóö sem mér finnst mest spennandi í bókinni eru þau lengstu (Sigling, Gljáin) - of löng til að rúmast hér, því miður. En við getum endað þetta meö því aö líta á ljóö sem leynir á sér. Þetta er meðal þess sem mér þykir best í þessari bók, þegar hversdagsleik- inn færist til, ef svo mætti segja, eða fortjald veruleikans lyftist augnablik. Oröfæriö í eftirfarandi ljóöi er haft sem hversdagslegast, eöa í lágstíl - æjaö, mín haft í ávarpi, notað orðið leppar í staðinn Baldur Oskarsson. fyrir föt. Þetta er í skarpri andstööu við myndina sem sést, en þaö er guðleg vera, veiöigyöjan Díana, sem venjulega hefur hunda með sér, a.m.k. á víðkunnu málverki sem ég man nú ekki lengur eftir hvern er, en þar sjást einmitt föt hennar blakta í vind- inum. Tunglskin um nótt er viöeigandi sviö- Bókmenntir Örn Ólafsson setning þessari goöveru. Og upphafslínurnar sýna mörkin milli hversdagsleikans og goö- sagnanna, bak viö hann. Viö finnum fyrir þeim mörkum því þau eru í upphafi hálfgerð- ur veggur, merkt þessu ankannlega oröi, dimmudoppóttur, og þau breytast við skoöun sem leiðir mælandann til goöverunnar. Líklega þú Æ þessar gardínur dimmudoppóttar. Netofnar - ef ég gái betur. Og hver er nú þetta sem tyllir viö tunglið? Líklega þú Díana mín, sem engan hefir hundinn hundlaus meö leppana blaktandi í haustvindinum. Gljáin Ljóð eftir Baldur Óskarsson. Hringskuggar 1990, 99 bls. Beiskja og kaldhæðni í þessari 9. ljóðabók Geirlaugs eru 46 ljóö. Þau skiptast í þrjá bálka, sem hver er meö sínum hætti. Sá fyrsti, samnefndur bókinni, er lengstur, 26 ljóö, sum ansi biblíuleg, eink- um er þar visaö til fyrstu Mósebókar, hvaö eftir annaö. Ég sé þó ekki trúarlega afstööu í þeim, en raunar er ekki auðvelt aö komast til botns í ljóðunum, þau eru svo samþjöppuð og þrungin vísunum, svo sem títt er um módem ljóö. Ef finna má samnefnara, þá væri það kannski helst beiskja og kald- hæöni. Þaö skýrir kannski Biblíuvísanirnar, svartsýnin og kuldinn veröa enn tilfinnan- legri í búningi „fagnaðarerindisins". Þessi samnefnari einkennir alla bókina, meira eöa minná, en samnefnari er lágmark, sem segir því ekki mikiö um einstök ljóö. Annar bálkur bókarinnar, , jarötengsl“ er, eins og titillinn bendir til, fremur auðskilinn. Sama gildir um lokabálkinn, „Brot af samræöulist úti- legumanna". Hann er meiri heild en hinir, sex tölusett ljóö á jafnmörgum síðum. í fyrsta bálki eru titlar ljóðanna samræmd- ir, flestir með staöaratviksorðum; „utan úr geimnum", „utan af akrinum", „innst í taugaboðinu", „inni í auganu“ o.s.frv. Lítum á ljóö úr þessum bálki: inn í svartnættið lostavein graðra bifhjóla stunur fullnægöra bifreiða lemstrað tungl stjörnudreif klæða myrkriö iðandi vef uns þögnin ginnunga gleypir allt til morgunveröar Geirlaugur Magnússon. Bókmenntir Örn Ólafsson Hér eru snúnir saman ólíkir strengir, losti annarsvegar, ökutæki hinsvegar. Raunar er það alvanalegt í auglýsingum, en viröist með öllu neikvæðari blæ hér, eins og til að sýna lostann sem kaldan og vélrænan. Þaö má vera í samræmi viö þaö aö tala um tunglið sem lemstrað, eina ljósglætan í myrkrinu er því neikvæð. Gap ginnunga hét tómiö mikla fyrir sköpun heimsins, skv. Snorraeddu. Hér virðist „þögnin ginnunga" því tákna endan- lega tortímingu, og gert lítiö úr öllu því sem ljóöiö hefur lýst, vélmenningu, losta, myrkri og ljósi, meö' því aö kalla þaö bara morgun- verö. í bálkinum ,jarötengsl“ standa saman tvö ljóö sem sýna hugsjónaglóð æskumanns and- spænis reikningsskilum hins miöaldra. Lít- um á fyrra ljóöiö. Það er dæmigert fyrir sam- þjöppun Geirlaugs á sundurleitum efniviði. Úr Biblíunni kemur þaö alkunna atriöi aö veifa pálmagreinum, andstætt ööru fagnaö- armerki, aö veifa vodkaflöskum. Sýni þaö sjálfshyggju og nautnaflkn, þá sýna pálma- greinarnar tilbeiðslu. Hvorttveggja einkenn- di samsærismennina forðum, í þessum fáu oröum fáum viö því alhliöa mynd af raun- verulegu fólki, ólíkt einhliða glansmyndum. Aftur á móti verða þeir hálfbroslegir viö aö svo hversdagslegur hlutur sem símaskrá skuli geyma nöfh þeirra. Þótt brosað sé aö þessum hugsjónamönnum forðum, þá verö- ur nútíöarmyndin ömurleg í samanburöi viö þá, nú eru hugsjónamennirnir „í skápnum". Orðalagið er tekið frá hommum og lesbíum, sem kalla þaö aö koma út úr skápnum aö kannast opinberlega viö sitt rétta eðli. Hér er þaö notað víötækara, fornir félagar mæ- landans og hann sjálfur eru á allan hátt „í felum“, þora ekki aö kannast við sjálf sig. Frá þeirri tilveru er engar fréttir að færa, því það er andvana líf. Þetta er skarp dregið fram meö þriðju línu, samsærismenn þurfa aö leyna áformum sínum, en nú er engu aö leyna, af því að mælandinn hefur svo lengi leynt sjálfum sér! Ekki treysti ég mér til að skýra hvaö átt er við meö „árituðum póst- kortum". Auðvitaö má láta sér detta ýmis- legt í hug, svosem að hér sé vikið aö frægum pílagrímsferðum sumra af „68-kynslóöinni“ sem leituðu að tilgangi í lífinu á fjarlægum slóöum, Nepal, Kaliforníu og víðar. En þaö er bara engin leiö aö sýna fram á, að sú skýr- ing sé betri en önnur. Og þetta sýnist mér dæmigert fyrir ljóö Geirlaugs, í þeim er oft eitthvað myrkt og einkalegt, sem vekur les- anda grun en ekki vissu. Hér er skáldið raun- ar í góðum félagsskap margra helstu mód- ernista. í skáp hefur dvalist í skápnum því engu aö leyna en innan stundar kem fram úr skápnum veifandi pálmagreinum vodkaflöskum árituöum póstkortum og eina eintakinu af gömlu símaskránni sem geymir nöfn allra samsærismanna og eiöinn sem sórum áðren hurfum hver i sinn skáp Sannstæður Ljóð eftir Geirlaug Magnússon. Mál og menning 1990, 62 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.