Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Síða 17
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990.
17
Bridge
AGGVA
Bridgeheilræði BOLS:
Gabriel Chagas gefur gott ráð
Einn þekktasti og sigursælasti
bridgemeistari heimsins er án efa
Gabriel Chagas frá Brasilíu. Fyrir
stuttu vann hann heimsmeistaratitil-
inn í sveitakeppni meö félögum sín-
um og er því einn af handhöfum
Bermudaskálarinnar. Og siðasta af-
rekiö var á heimsmeistaramótinu í
Genf á dögunum þegar hann vann
tvímenningskeppnina ásamt félaga
sínum, Branco.
Það kemur því engum á óvart þótt
hollenska stórfyrirtækiö Bols hafi
boðið honum þátttöku í keppni sinni
um besta bridgeheilræðið.
Chagas kallar grein sína „Klúðr-
aðu ekki hugmyndaríkri spila-
mennsku félaga þíns“
„Af og til þegar þú situr við spila-
borðið gefst þér tækifæri til að skara
fram úr. Það heppnast hins vegar
ekki alltaf því að félagi þinn þarf oft-
ast að vita hvað er um að vera. Allir
þekkja stöðuna: Þú spilar undan ás
gegn litarsamningi og félagi þinn
virðist hissa þegar hann fær slaginn
á kónginn. Þetta er vandræöaleg
staða fyrir félaga þinn sem nú verður
að finna út hvers vegna þú spilaðir
undan ásnum. Hann veit að þú hefur
leikið snjallan leik og hann má ekki
bregðast traustinu með því að eyði-
leggja snilldina.
S/O
♦ 82
¥ G1043
♦ ÁK109876
+ -
♦
¥
♦
+
N
V A
S
♦ D6
¥ 987
♦ G
+ K1097652
tíglar eru krafa. Félagi spilar út
laufaþristi, blindur lætur lítið hjarta,
þú lætur kónginn og sagnhafi drepur
á ásinn. Framtíðin virðist heldur
dökkleit. Eigi sagnhafi tvo tígla þá
eru sjö slagir komnir í körfuna strax.
Sagnhafi spilar nú tígulþristi, félagi
þinn kemur með drottninguna og þú
verður steinhissa þegar sagnhafi læt-
ur lítið úr blindum. Hvaða snillingar
eru hér á ferð? Það er útilokað að
félagi hafi átt drottninguna einspil
því þá hefði sagnhafi drepið á kóng-
inn. Hins vegar gefst ekki mikill tími
til umhugsunar því á næstu sekúndu
hefir félagi spilað út spaðaijarka.
Hvað er á seyði? Af hverju spilaði
hann ekki laufi? Málið verður dular-
fyllra þegar þú lætur drottninguna
og hún á slaginn! (Sagnhafi lætur
þristinn.) Þú ert með laufatíuna í
hendinni þegar ..., bíðum við, hvað
hefði gerst ef vestur hefði látið lítinn
tígul í stað drottningarinnar?
Þú hefðir fengið slaginn á gosann,
því sagnhafi verður að gefa slaginn.
Og hverju hefði þú spilað til baka?
Auðvitað .laufatiu. Auðvitað! Félagi
þinn lét tíguldrottninguna til þess aö
spila spaða, ekki laufi. Hann vildi
ekki lauf til baka. Hann hiýtur að
eiga góðan spaðalit og hann veit að
það er engin framtíð í lauflitnum.
Um leið og ljósiö rennur upp fyrir
þér þá spilarðu spaða til baka. Og
allt spilið var þannig:
♦ 82
¥ G1043
♦ ÁK109876
+ -
Bridge
♦ ÁK104
¥ D65
♦ D42
+ G83
N
V A
S
♦ D6
¥ 987
♦ G
+ K1097652
* G9753
¥ ÁK2
♦ 53
+ ÁD4
Stefán Guöjohnsen
Hrópum húrra fyrir vestri að setja
tíguldrottninguna! Hann vissi að
sagnhafi átti laufadrottningu og
hjartaás og þar með níu slagi ef þú
spilaðir laufi til baka. Og hann fann
leið til að eiga slaginn sjálfur til þess
að spila hinu banvæna spaðaútspili.
En hvað hefði gerst ef þú hefðir hugs-
unarlaust spilað laufi, þegar þú
fékkst slaginn á spaðadrottningu?
Vestur heföi dottið niður af stólnum,
tilbúin í spennitreyjuna, til þess að
minnast misheppnaðar snilldar
sinnar.
Bridgeheilræði mitt er því: „Klúðr-
aðu ekki hugmyndaríkri spila-
mennsku félaga þíns!“
Stefán Guðjohnsen
I ENWOOD
♦
¥
♦
+
Sagnirnar:
Suöur Vestur Noröur Austur
1 spaði pass 2 tíglar pass
2 grönd pass 3 tíglar pass
3 grönd pass pass pass
N-s spila fimmlita opnanir í háhtum,
tvö grönd eru minna en 15 HP og 3
Frá Bridgefélagi Vest-
ur-Húnvetninga
Hvammstanga
5 kvölda aðaltvímenningi bridgefé-
lagsins er lokið og urðu Unnar Atli
Guðmundsson og Erlingur Sverris-
son tvímenningsmeistarar ársins
1990, hlutu 632 stig en Bragi Arason
á þátt í tithnum því að hann spilaði
í fprföllum Erlings fyrsta kvöldið.
Úrsht einstakra kvölda
29.10.
1. Unnar Atli Guðmundsson/
Bragi Arason..............137 stig
2. Karl Sigurðsson/
Kristján Björnsson.............134 stig
meðalskor 109, 10 pör spiluðu.
6.11.
1. Unnar Atli Guðmundsson/
ErlingurSverrisson.............124 stig
2. Einar Jónsson/
Örn Guðjónsson.................123 stig
Meðalskor 108, 9 pör spiluðu.
13.11.
1. Karl Sigurðsson/
Kristján Bjömsson...............97 stig
2. Unnar Atli Guðmundsson/
Erlingur Sverrisson.............95 stig
Meðalskor 81, 8 pör spiluöu.
20.11.
1. Karl Sigurðsson/
Kristján Björnsson........115 stig
2. Unnar Atli Guðmundsson/
Erlingur Sverrisson.......llOstig
Meðalskor 81, 8 pör spiluðu.
27.11.
1. Unnar Atli Guðmundsson/
Erlingur Sverrisson.......102 stig
2. Bjarrú Ragnar Brynjólfsson/
Eggert Ó. Levy..................97 stig
Meðalskor 81. 8 pör spiluðu.
Lokastaðan
1. Unnar - Erlingur.......632 stig
2. Karl - Kristján........592stig
3. Bjarni-Eggert.............554 stig.
Ný og endurbætt
KENWOOD
CHEF U.
Aukabúnaður m.a.:
Grænmetiskvörn — Hakkavél
Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa
[hIheklahf
Laugavegi 170-172 Simi 695500
silkiblómum til jóla
Handmálað postulín, ker,
vasar, plattar o.fl.
«< § *
é i i É
"i C (
«. 4 t*>'
' *- í* t
Veggskápar fyrir smáhluti.
Mikið úrval smávöru.
Klassísk rósaviðarhúsgögn
Myndskreytt skilrúm, gólf-
standar o.fl.
Teppamottur í ýmsum
litum
Kínverskir silkisloppar
kr. 3.880,-
Kínverskar heilsukúlur
kr. 1.490,-
Heilsuvörur, sápur, smyrsl
o.fl.
Verslunin
AGGVA
Hverfisgötu 37 - s. 12050
niwliiÉiÉiWÍIillii , I