Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. 21 DV Sviðsljós Elísabet gaf Larry andlitslyftingu í brúðargjöf Brúðkaup ársins þegar Larry Fortensky gekk að eiga Elísa- betu Taylor kostaði litlar hundrað og tuttugu milljónir króna. Þetta dýra brúðkaup fór fram í einkatrjágarði Michaels Jackson sem er umhverfis bú- garð hans en staðurinn er met- inn á einn milljarð og fjögur hundruð milljónir króna. Það var á þessum verðmæta stað sem Elísabet Taylor varð frú í áttunda skipti. Þó brúðkaup stjörnunnar hafi kostað skildinginn er ekki inn- ifalið í þeim kostnaði lýta- læknaaðgerðir brúðgumans sem brúðurin greiddi. í brúð- argjöf frá hinni nýju eiginkonu fékk brúðguminn meðal annars nýjar tennur, andlitslyftingu sem var víst talin nauðsynleg, nýja hárgreiðslu og fullan skáp af glæsilegum fatnaði sem kost- aði víst tíu milljónir. Hin heimsfræga brúður þótti afar glæsileg þennan dag og þykir bera aldur sinn einstak- lega vel. Elísabet verður sextug í febrúar á næsta ári. Menn höfðu hins vegar tekið eftir að frúin þótti ekki líta vel út aðeins viku fyrir hinn stóra dag. En stjarnan virðist geta breytt út- liti sínu eftir eigin geðþótta. Brúðarkjólhnn var úr rjóma- litu satíni, hannaður og saum- aður af tískuhönnuðinum Va- lentino. Alls var hundrað og sextíu manns boðið í hið stórkostlega brúðkaup. Þar á meðal voru fyrrverandi forsetahjón, Gerald og Betty Ford, kyntröllið Ge- orge Hamilton, leikkonan Shir- ley MacLaine, söngvarinn Frank Sinatra og eiginkonan Barbara og leikarinn Dudley Moore. Nokkrir ættingjar fyrr- verandi eiginmanns, Richards Burton, fengu einnig boðskort. Betty Ford var sannkallaður heiðursgestur, enda kynntust hin nýgiftu á meðferðarstofnun þeirri sem kennd er við hana. Blaðamenn og ljósmyndarar fengu ekki aðgang að brúð- kaupinu og voru víst ekki glað- ir með það. Michael Jackson var með öflugan vörð við bú- garðinn og til að koma í veg fyrir að brúðkaupið væri mynd- að úr lofti var útbúið þak yfir brúðkaupið með risablöðrum þannig að ljósmyndarar, sem sveimuðu um í fimmtán þyrlum fyrir ofan staðinn, sáu ekkert og því náðist engin mynd. Hvort hjónabandið eigi síðan eftir að endast verður að koma í ljós. Hjá veðbönkum í London hafa menn veðjað um lengd hjónabandsins og einhverjir eiga eftir að verða ríkir ef það endist í 25 ár. Látum bíla ekki vera í gangi aö óþörfu! Utblástur bitnar verst á börnunum Hin hamingjusömu brúðhjón. Brúðkaup Eiísabetar Taylor og Larry Fortensky kostaði hundrað og tutt- ugu milljónir. yUMFERÐAR RÁÐ A CAT 438 Sería n — Ný og betri traktorsgrafa Nú þegar CATERPILLAR hefur framleitt yfir 25.000 traktorsgröfur kynna þeir nýja og enn betri traktorsgröfu undir heitinu Seríall Reynslan af fyrri vélunum hefur veriö sérstaklega góö en lengi má gott bæta og Sería II uppfyllir enn frekar þær kröfur sem gerðar eru til allra CAT véla. Á þeim árum sem'CAT traktorsgröfur hafa verið fáanlegar hafa þær sýnt og sannað að fáar vélar státa af meira rekstraröryggi. Helstu breytingar: li9ura 'yrirli"iandi íélar ,H a,9rei4slu s,rax 27% stærri eldsneytistankur, 106 I. Stærri rafgeymakassi, sem jafnframt er geymsluhólf fyrir verkfæri. Minni snúningsradíus, framhjól hafa 25% meiri snúningsgetu. Auðveldari aðgangur að smurkoppum, allir slitfletir smurðir. Aukinn lokunarhraði á afturskóflu. Aukin hljóðeinangrun, hávaðamörk aðeins 83 dBA. Nákvæmari stjórnstangir. Aukið vélarafl. HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.