Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 10
10 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Myndbönd Bamsrán BUMP IN THE NIGHT Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjóri: Karen Arthur. Aöalhlutverk: Meredith Baxter-Birney, Christopher Reeve og Wings Hauser. Bandarísk, 1991 -sýningartímilOOmin. Bönnuð börnum innan 16 ára. Christopher Reeve er þekkta'stur fyrir aö leika Superman. í Bump in the Night er hann óravegu frá því hetjuhlutverki. Hér leikur hann öfugugga sen rænir bami svo aö hann geti gamnað sér viö þaö og er leikur hans mjög góður þótt hann leiki gegn þeirri ímynd sem hann hefur. Móðir drengsins, sem hann ræn- ir, er þekkt blaðakona sem ér á niðurleið. Hún er áfengissjúkling- ur og getur ómögulega munað hve- nær sonur hennar fór einn að heiman í skólann. þetta hlutverk leikur Meredith Baxter-Bimey ágætlega en hún leikur einnig gegn ímynd sinni. Er hún er þekktust fyrir að leika móður Michaels J. Fox í sjónvarpsseríunni Pjöl- skyldubönd. Bump in the Night er góð hroll- vekja, dramatísk frásögn sem öðl- ast líf og er myndin furðanlega góð þegar haft er í huga að um banda- ríska sjónvarpsmynd er aö ræða. Júlía <ig dskhngar liennar Símaást JULIA HAS TWO LOVERS Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjórl: Bashar Shbib. Aðalhlutverk: Daphna Kastner, David Duchovny og David Charles. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 98 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Juha er einmana kona sem stend- ur í ástlausu sambandi. Dag einn hringir síminn. Virðist sem um vit- laust númer sé aö ræða en karl- maður, sem er í símanum, vill samt ekki sleppa henni og án þess að Julia veit af er hún farin að segja honum leyndustu óskir sínar og samræðumar snúast upp í erótísk- ar hugleiöingar beggja... Julia Has Two Lovers er að mörgu leyti athyglisverð kvik- mynd með frumlegan söguþráð og er ágætlega leikin en hún ber þaö einnig með sér að hafa veriö gerð fyrir lítinn pening. Hljóð er oft í ólagi og annað sem viðkemur tæknihhðinni heföi mátt vera betra en það má leiða þessa hluti hjá sér og hafa mjög gaman af. Ekki bara vandraeðabam... PROBLEM CHILD Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Dennis Dugan. Aðalhlutverk: John Ritter, Michael Ric- hards og Jack Warden. Bandarisk, 1990-sýningartími 81 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Aðalpersónan í Problem Child er Junior sem er ekki aðeins vand- ræðabam, hann er eldfim spreng- ing hvar sem hann kemur og skilur eftir sig rústir einar. Þegar við höf- um fylgst með honum í nokkrar mínútur er skiljanlegt að þrjátíu fósturforeldrar hafa skilað honum. í byijun myndarinnar er Junior litli í vörslu nunna i klausturskóla. Junior kann ágætlega við sig hjá nunnunum enda eru þær svifasein- ar og finnst honum sérstaklega gaman að stríða þeim og sú stríðni er langt frá því að vera meinlaus. Ben Haley, önnur aðalpersóna myndarinnar, er hið mesta gæða- blóð og hefur mistekist margt í líf- inu, meðal annars það að eignast barn með snobbaðri konu sinni. Neyðarúrræðið er að taka að sér barn og eru þau svo óheppin að eina bamið sem þeim stendur til boða er Junior sem er ekki lengi að leggja heimilið í rúst með uppá- tækjumsínum. Problem Child er að sumu leyti vél lieppnuð kvikmynd. Húmorinn er mjög kvikindislegur og væri Hér kveður Junior nunnurnar sem sjá ails ekki eftir honum. ekki gott í efni ef hressir strákar tækju Junior til fyrirmyndar. Hjá honum er ekkert til sem heitir sak- laus stríðni heldur er lífiö til þess eingöngu að gera sem mest af strákapörum. Junior er ávallt með slaufu um hálsinn og er það til þess votta margfóldum morðingja, sem hann kallar slaufumorðingjann, virðingu sína. Michael Oliver heitir drengurinn sem leikur Junior og gerir hann það ágætlega en er samt aldrei mjög sannfærandi í kvikindisskap sínum. John Ritter og Amy Yasbeck eru aftur á móti ágæt í hlutverkum „foreldra" hans. í heild er Problem Child ekki ýkja sterk en einstök atriði heppnast vel. -HK DV-myndbandalistinn 1(1) 2(3) 3(2) 4 (-) 5(3) 6(6) 7(5) 8(7) 9(9) Dansar við úlfa Christmas Vacation Kindergarten Cop Problem Child Highlander II True Colors Boyfriend from Hell King of New York Ekki eru miklar breytingar á listanum þessa vikuna en nú fara jóla- myndirnar að koma á markaðinn og þá ætti iistinn að breytast mik- íð. Eiri þeirra mynda sem þaulsetin hefur verið á listanum er De- sperate Hours með úrvalsteikurunum Míckey Rourke og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum og sjást þeir hér á myndinni. 10 (13) Biue Steel 11 (15) King Ralph 12 (11) 13 (■) 14 (-) 15 (7) Dream Machine Deadly Intention again The Doors ick'A Lífseigur tíðarandi LÖGIN HANS BUDDY Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Claude Whatham. Aöalhlutverk: Roger Daltrey, Chesney Hawkes og Michael Elphick. Bresk, 1991 - sýningartími 110 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Buddy Holly er goðsögn sem aldrei mun gleymast. Hann var rétt tví- tugur þegar hann lést á sjötta ára- tugnum en var á leið til heims- frægðar. Var hann þegar búinn að semja nokkur lög sem teljast veröa til klassískra laga í dag. Aðalper- sónan í Lögunum hans Buddy er enskur tukthúshmur sem Roger Daltrey leikur. Hann hefur ákveðið að ganga hinn breiða veg ef það er ekki orðið of seint. Aðeins eitt áhugamál hefur hann, rokkið eins og það var leikið á sjötta áratugn- um og þá sérstaklega lög Buddy Holly. Þegar við komum til sögu hefur eiginkonan yfirgefið hann en sonur hans kemur þeim saman aftur en aöeins tímabundið. Sonurinn hefur tónistarhæfileika og gerir föður sínum það til geðs að ganga til hðs viö gamla rokkara sem lifa í endur- minningum. Hann hefur þó sjálf- stæðan tónhstarsmekk sem beinist í aðrar áttir og gengur því í aðra hljómsveit án þess að faðir hans viti af því. Auk þess sem myndin fjahar um tónlist og tónlistarmenn er myndin einnig fiölskyldudrama. Sonurinn þráir það eitt að foreldrar hans búi saman en það virðist ekki ganga upp þótt ekki vanti ástina. Það er því syninum mikh raun að sjá for- eldra sína með öðrum og sættir hann sig ekki við það. Lögin hans Buddy er vel gerð kvikmynd, að vísu nokkuð misjöfn en góð skemmtun. Roger Daltrey, söngvari Who, leikur fóðurinn og gerir það vel, hefur sjálfsagt aldrei verið betri, ef undan er skihnn leik- ur hans í thtilhlutverki poppóper- unnar Tommy. Hann er mikhl per- sónuleiki og skyggir algjörlega á Chesney Hawkes sem leikur son hans en hann mun vera nýstimi í poppheiminum. -HK Mýs og iricnn GRAVEYARD SHIFT Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Ralph S. Singieton. Aóalhlutverk: David Andrews, Brad Douriff, Kelly Wolf og Stephen Macht. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 88 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Kvikmyndir eftir skáldsögum Stephens King eru jafnmisjafnar og sögur hans. Skemmst er að minnast Misery sem var góð kvik- mynd og gerð eftir einni af betri sögum Kings. Graveyard Shift er aftur á móti ahs ekki góð kvik- mynd, kannski fyrst og fremst vegna þess hve söguþráöurinn er flatur og fátt sem kemur á óvart. Fjallar myndin um ungan kenn- ara sem kemur th smábæjar og fær vinnu í vefnaðarverksmiðju einni sem er í gömlu húsnæði við hhð kirkjugarðs. Þarna fær ungi mað- urinn starf á næturvakt og dundar sér á vaktinni við að drepa rottur og mýs sem nóg er af. Lítið gerist í myndinni fyrr en hópvinna hefst viö aö hreinsa út kjaharanum og í ljós kemur neðanjarðarhýsi sem liggur út í kirkjugarð. Það er nokkur spenna í Grave- yard Shift þótt gallarnir séu marg- ir. Persónurnar eru aftur á móti allar frekar leiðinlegar og bjóða upp á fá tilsvör af viti. Þá á myndin það sammerkt með álíka myndum, sem byggja hrylhngin á torkenni- legu skrímsh, sem aldrei sést al- mennilega, að furðu- og hræðslu- svipur á leikurum verður leiðinleg- ur þegar um ofnotkun er að ræða. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.