Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 16
16 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Eftir Selmu Lagerlöf Teikning eftir Susönnu Hartman Jólahald Önnu einkennist af skemmtilegum heföum og eink- um er það ein sem vekur til- hlökkun hennar. Á aðfanga- dagskvöld má hún taka með sér kerti þegar hún fer að hátta og hefur þá leyfi til að liggja í rúm- inu og lesa eins lengi og hana langar til! En það krefst þess að meðal jólagjafanna sé bók... Á aðfangadagskvöld sitjum við við langa, útdregna borðið á Marbakka. Pabbi er viö annan borðsendann en mamma við hinn. Wachenfeldt föðurbróðir minn er hjá okkur - hann situr í heiðurssætinu hægra megin við pabba - og Lovísa föðursyst- ir, Daníel, Anna, Gerða ogeg erum þarna líka. Við Gerða sitj- um, eins og alltaf, sín hvorum megin við mömmu því við erum yngstar. Ég get séð þetta allt fyrir mér. Við erum þegar búin að borða lútfisk, hrísgrjónagraut og smjördeigskökur. Diskar, skeiðar, hnífar og gafflar hafa verið teknir fram í eldhús en dúkurinn er ennþá á borðinu. Það logar á heimagerðu kertun- um tveiniur í stjökunum og umhverfis þá standa enn salt- baukamir, sykurskálin, krydd- glasagrindin og stór silfurbikar, barmafullur af jólaöli. Þar eð máltíðinni er lokið ættum við að standa á fætur en við gerum það ekki. Við sitjum kyrr og bíðum eftir að jólagjaf- irnar veröi aíhentar. Það er enginn annar staður í sveitinni þar sem jólagjafirnar eru afhentar við matarborðið eftir að jólagrauturinn hefur verið snæddur. En þetta er gamall siður á Marbakka og okkur fellur vel að honum skuli vera haldið við. Það er ekkert á við að bíða klukkustundum saman á löngu aðfangadags- kvöldi og vita að það besta er eftir. Timinn líður hægt, mjög hægt, en við erum sannfærð um að önnur böm sem fengu jóla- gjaíirnar sínar klukkan sjö eða átta hafa alls ekki notið þeirra til jafns við okkur, nú þegar stundin sem beðið var eftir er loks runnin upp. Augun blika, það kemur roði fram í kinnarnar og hendurnar titra þegar dyrnar epu opnaðar fyrir vinnukonunum tveimur sem eru klæddar eins og jóla- hafrar og draga á eftir sér tvær stórar körfur fullar af jólapökk- um og koma þeim á sinn stað. Svo tekur mamma pakka eftir pakka úr þeim án þess að flýta sér of mikið. Hún les nafn við- takandans, les úr því sem skrif- aö er illlæsilega á merkimiðann og réttir síðan fram jólagjöfina. Við erum nær þögul fyrstu augnablikin meðan við rífum bandið og pappírinn utan af þeim. En svo fara að heyrast gleðióp, hvert á fætur öðru, og smám saman förum við að tala og hlæja, skoða rithendur og bera saman gjafirnar okkar. Gleðin fær fulla útrás. Þetta aðfangadagskvöld sem ég er nú að hugsa um var ég einmitt tíu ára og ég sit við jóla- borðiö, full eftirvæntingar. Ég veit svo vel hvað það er sem ég óska mér. Það eru hvorki falleg Jólasaga nr. 1 föt né knipplingar og heldur ekki brjóstnælur, skáutar eða konfektpokar - það er allt ann- að. Bara að einhverjum hafi dottið i hug að gefa mér það. Fyrsta jólagjöfin sem ég tek úr umbúðunum er saumaskrín og mér er strax ljóst að það er frá mömmu. í því eru mörg hólf og í þau hefur hún lagt nálabréf og stoppgarn, vöndul úr svörtum silkiþræði, sauma- vax og tvinna. Mamma ætlar að minna mig á að ég eigi að vera dálítið duglegri að sauma og hugsa ekki bara um að lesa. Frá Önnu fæ ég nokkru seinna mjög fallegan, lítinn út- saumaðan nálapúða sem rúm- ast vel í einu hólfinu í saumas- kríninu. Lovísa föðursystir gef- ur mér silfufingurbjörg og Gerða gefur mér merkidúk svo ég geti framvégis sjálf merkt sokkana mína og vasaklútana. Aline og Emma Laurell fóru heim til Karlstad en þær mundu eftir mér og okkur öll- um og gáfu okkur jólagjafir. Frá Aline fæ í lítil saumaskæri sem eru í hylki sem Aline hefur sjálf gert úr humarkló og dálítilli silkipjötlu. Emma gefur mér dálítinn broddgölt úr rauðri ull, út úr honum standa heklunálar enekkibroddar. Vissulega eru þetta góðar gjafir sem ég hef fengið en ég fer að verða óróleg. Þetta eru svo hræðilega margir hlutir sem tengjast saumaskap. Skyldi ég nú ekki fá það sem ég óska mér? En ég ætlaði að lýsa því hvernig við höfum það á Mar- bakka. Þegar við förum að hátta á aðfangadagskvöld megum við setja borð með kerti við hliðina á rúminu og svo megum við liggja og lesa svo lengi sem okk- ur langar til. Og það er besta jólagjöfin af þeim öllum. Það er ekkert sem stenst samanburð við að liggja í rúminu með nýja, skemmtilega jólagjöf, bók sem maður hefur aldrei séð fyrr og enginn í húsinu hefur lesið, og vita að maður má lesa síðu eftir síðu svo lengi sem maöur getur haldið sér vakandi. En hvað á maður að gera á jólanótt fái maður ekki neina bók í jólagjöí? Það er þetta sem ég sit og hugsa um meðan ég opna pakka eftir pakka með einhverju sem nota á við sauma. Mér hitnar stöðugt meira á eyrunum og mig fer að gruna stórt samsæri. Skyldi ég ekki fá neina bók í jólagjöf? Daníel gefur mér fallegt bein- skaft fyrir heklunál og frá Jó- hanni fæ ég lítið, fallegt tvinna- spjald og síðast kemur pabbi með stóra gjöf, ísaumsramma, sem hann pantaði hjá trésmiðn- um góða í Áskersby. Hann er alveg eins og sá sem systur hans notuðu þegar þær voru börn, segir hann. - Þú getur víst orðið sérfræð- ingur í að sauma því þú hefur fengið svo margt fallegt sauma- dót, segirmamma. Hin hlæja og hlæja. Þau sjá greinilega aö ég er ekki sérstak- lega ánægð með jólagjafirnar mínar og fmnst ábyggilega að þau hafi gert mér grikk sem ég eigi skilið. Við erum að nálgast afhend- ingu síöustu gjafanna og ég er búin að fá allar þær gjafir sem ég get búist við. Ég vænti því ekki fleiri. Lovísa föðursystir hefur feng- ið skáldsögu og tvö dagatöl og þetta fæ ég að lesa seinna en fyrst les fóðursystir það. Já, það er alls ekki auðvelt að þykjast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.