Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Kvikmyndir
Leikarinn og leik-
stjórinn Sean Penn
Hann hefur verið álitinn ailt frá því
að vera besti leikari af yngri kyn-
slóðinni í Hollywood yfir í að að
vera sá hneykslanlegasti og ofbeld-
iskenndasti leikari sem sögur fara
af þar vestra. En hver er maður-
inn? Það er enginn annar en hinn
umdeildi leikari og nú verðandi
leikstjóri, Sean Penn.
Það hefur mikið driflð á daga
Sean Penn þótt aðeins sé um einn
áratugur síðan hann hóf kvik-
myndaleik. Það er óumdeilanlegt
að hann er frábær leikari þegar
honum tekst vel upp en hins vegar
læðist oft að manni sá grunur að
hann hafi ekki alltaf vahð vel þau
hlutverk sem hann hefur tekið að
sér. Gott dæmi um þetta er myndin
Shanghai Surprise (1987) þar sem
hann lék á móti þáverandi eigin-
konu sinni, ofurstirninu Madonnu.
Myndin var í alla staði mislukkuð
og náði sér ekki einu sinni á strik
á myndbandi.
Misjafnar myndir
Af öðrum myndum í sama dúr
má nefna We’re No Angels (1989)
þar sem hann lék fanga á flótta
með Robert De Niro. Þeir lenda í
ýmsum ævintýrum, dulklæddir
sem munkar, sem dugði þó ekki til
að lyfta þessari mynd upp úr með-
almennskunni. Þó má segja að það
hafi verið ákveðin sárabót fyrir
Penn að hann er talinn hafa stolið
senunni frá Robert De Niro í mynd-
inni. Casualties of War (1989) olli
einnig vonbrigðum því margir
bjuggust við miklu frá Penn. Ekki
síst vegna þess að Brian De Palma
var leikstjórinn. Penn lék í mynd-
inni harðnaðan liðþjálfa í Vietnam
sem lét sér ekki allt fyrir brjósti
brenna.
En lítum síðan á þær myndir þar
sem Sean Penn fór á kostum. Hann
hafði lítið hlutverk í sinni fyrstu
mynd, Tap, sem gerðist á herskóla.
Hlutverkið passaði honum hins
vegar mjög vel, enda var það í sömu
línu og önnur hlutverk sem fylgdu
í kjölfarið eða túlkun á grófgeröum
harðjaxh sem gefst ekki upp fyrr
en í fulla hnefana og er thbúinn að
berjast fyrir rétti sínum. Þarna
lagði hann homsteininn aö ferli
sínum.
Ofstopamaður
í unglingamýndinni Fast Times
at Ridgemont High lék hann ruglu-
kohinn Jeff Spicoli. Það’er sagt að
hann hafi tekið hlutverkið svo al-
varlega að hann hafi beitt sömu
töktum í raunveruleikanum og
hann gerði í myndinni, m.a. að
slökkva í sígarettu á handarbakinu
á sér. Næstu myndir urðu ekki
mjög vinsælar eins og Bad Boys
(1983), Crackers (1983) og Racing
With Moon (1984). Þaö var því ekki
fyrr en meö mynd John Schlesin-
gers, The Falcon and The Snow-
man (1985), að Penn fékk uppskorið
eins og hann sáði. Eins og áður lék
hann hálfgerðan utangarðsmann í
þjóðfélaginu, Rubert Pupkin, sem
var eiturlyfjasali. Efnið átti ekki
beint upp á pallborðið hjá banda-
rísku þjóðinni sem oft veigrar sér
við að taka á málum eins og eitur-
lyfjum af alvöru. En stórgóður leik-
ur Sean Penn tryggði myndinni
ekki bara góða dóma heldur einnig
góða aðsókn. Hann sló svo aftur í
gegn í At Close Range (1986) sem
fjallar um blóðuga sögu tveggja
Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn.
Dennis Hopper fer með smáhlutverk í myndinni.
feðga. Faðirinn, sem var leikinn af
Christopher Walken, var forfallinn
glæpamaður sem leiddi son sinn
einnig út á braut glæpamennsk-
unnar.
Ofbeldi
Því næst komu myndirnar Jud-
gement in Berlin (1988) og svo Col-
ors (1988) sem fjahaði um unglinga-
gengi í Los Angeles. Eins og vana-
lega fór Penn á kostum í hlutverki
lögreglumanns og að þessu sinni
með Robert Duvah. En eins og svo
oft áður byggðist myndin mikið á
ofbeldi. Nýjasta mynd Sean Penn,
sem leikstýrt er af Phil Joanous,
fjallar um undirheima New York
borgar og ber heitið State of Grace.
Þar fékk Penn tækifæri til að leika
á hvíta tjaldinu allt það sem hann
hefur verið ásakaður um að gera
utan hvíta tjaldsins, svo sem að
detta í það í tíma og ótíma, slást
og eltast við kvenfólk. Þar leikur
hann á móti Robin Wright sem ein-
mitt er eiginkona hans í dag.
Það hefur alltaf fylgt Sean Penn
ofbeldi, jafnt á hvíta tjaldinu sem í
hans daglega lífi. Hann hefur átt
einstaklega erfitt með að hafa
stjórn á skapsmunum sínum og því
gengið undir gælunöfnum eins og
„villtasti maðurinn í Hollywood".
Slagsmálahundur
Þau þrjú ár sem hann var giftur
Madonnu var draumatími fyrir
fjölmiöla sem eltu þau skötuhjú um
allt og tókst við og við að egna Penn
svo að hann varð sjálfum sér til
skammar. Hann reyndi m.a. að
ráðast á ljósmyndara sem var við-
staddur brúðkaup þeirra Ma-
donnu. Auk þess sló hann einu
sinni með steini th ljósmyndara
sem umsvifalaust kærði kauða.
Hann varð síðan að borga einar 25
mihjónir í skaðabætur. Hann gekk
hka eitt sinn í skrokk á einhverjum
sakleysingja í næturklúbbi í New
York sem honum fannst horfa of
Dennis Hopper, hlaut hann 2 mán-
aða dóm.
Nýr maður
En nú segist Sean Penn vera bú-
inn að snúa bakinu við hinu villta
lífemi, hann sé orðinn ráðsettur
fjölskyldufaðir og nú vilji hann láta
reyna á aðrar hhöar á listamanns-
gáfu sinni og leikstýra kvikmynd.
Honum hefur orðið að ósk sinni og
á næstunni fáum við að sjá mynd-
ina The Indian Runner.
The Indian Runner fjallar um Joe
Roberts (David Morse) sem neyðist
til að hætta búskap þegar hann
getur ekki lengur greitt reikning-
ana sína. Hann fær sér því vinnu
sem lögregluþjónn til að geta fætt
fjölskylduna. Skömmu síðar kem-
ur bróðir hans, Frank (Viggo Mort-
ense), frá Vietnam. Hann á við sál-
ræn vandamál að stríða og setur
allt flölskyldulífið á annan endann.
Það er því mikið um sálræn átök í
myndinni.
Það eru þau Valeria Gohno og
Patricia Aequette sem leika eigin-
konur bræðranna en þau Sandy
Dennis og sjálf gamla kempan,
Charies Bronson, sem leika for-
eldra þeirra. Einnig hefur Dennis
Hopper smáhlutverk í myndinni.
Hann kemur bara fram í einu atr-
iði en hefur samt mikla trú á Penn
sem leikstjóra eins og kom fram í
nýlegu blaðaviðtali við hann. „The
Indian Runner er einhver besta
kvikmynd sem ég hef séð. Þetta er
góð bandarísk mynd. Það er mikið
um ofbeldi í henni en samt sem
áður er hún góð.
Á kvikmyndahátíðinni í Cannes
var Sean spurður hvort honum
fyndist myndin ekki of ofbeldis-
kennd. Hann svaraði: „Sjáðu til,
þessi mynd er um Bandaríkin.
Þetta er land þar sem við drápum
innfædda og nauðguðum konunum
þeirra og tókum síðan landið. Svo
að ef th vhl er ekki nægilega mikiö
af ofbeldi í myndinni“.“
Góður
samstarfsmaður
Penn hefur fengið góðan kvik-
myndatökumann í lið með sér,
Umsjón
Baldur Hjaltason
Tony Richmond. Hann hefur starf-
aö mikið með Nicolas Roeg í mynd-
um eins og Don’t Look Now og The
Man Who Fell To Earth. Tony
flnnst Penn minna sig nokkuð á
Roeg sem leikstjóra. „Hann er vel
gefmn og áhugasamur ungur mað-
ur. Það sem hann kunni ekki var
hann mjög fljótur að læra, ekki
lengur en tiu daga. Hann var ekki
hræddur við að taka áhættu og
ekki heldur að sýna okkur að hann
kunni ekki allt. Við fengum mikið
frelsi við gerð myndarinnar, ekki
vegna þess að hann vissi ekki sjálf-
ur hvernig hann vildi að hlutimir
gerðust heldur vegna þess að hann
treysti fólki.“
Það verður gaman að sjá hveriar
verða viðtökur almennings á þess-
ari mynd Sean Penn. Hann er þegar
farinn að skrifa handritið að næstu
mynd og svo eigum við einnig eftir
að sjá hvort hann getur staðið við
gefin loforð og farið að hegða sér
eins og fullorðinn ábyrgur aðili.
B.H.
Hér á Penn í útistöðum við ein-
hvern á sinum yngri árum.
mikið á Madonnu. Hann fékk skil-
orðsbundinn dóm fyrir og auðvitað
blésu allir fjölmiðlar þetta upp og
Sean Penn varð enn frægari. Raun-
ar voru menn ekki mjög trúaðir á
fullyrðingar Penns um að hann
vildi frið fyrir fjölmiðlum meðan
hann vandi komur sínar á vinsæla
staði eins og Spago á Sunset Strip
þar sem allt fræga fólkið hittist. Það
má segja að Sean Penn hafi verið
að reyna að endurvekja hina gömlu
góðu daga Marlon Brandos og
Jimmy Dean. En hann vissi auð-
sýnilega ekki alltaf hvenær hann
átti að stoppa og eftir að hafa barið
starfsmann sem vann við gerð
myndarinnar Colors, undir stjórn