Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 26
26 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Heiðar Jónsson snyrtir í nýútkominni bók: Áhrifagj amir og klisjukenndir Heiðar Jónsson snyrtir hefur orðið landsfrægur fyrir að vera hreinskil- inn og tala tæpitungulaust um tísk- una og það sem henni fylgir. í nýrri bók, Heiðar eins og hann er, lýsir hann lifi sínu og skoðunum á hinum ýmsu hlutum. Nanna Rögnvaldar- dóttir skrifar bókina en víða er kom- ið við í henni. Helgarblaðið hefur fengið leyfi til að birta útdrátt úr þessari bók og fer hann hér eftir. „Ég held að aUt sem heitir tíska í klæðnaði hafi orðið til fyrir íslensk- an almenning um og upp úr seinni heimsstyijöld. Þar áður voru nokkr- ar aristókratafjölskyldur sem fylgd- ust með tískunni, bjuggu í tvílyftum timburhúsum í Reykjavík og nokkr- um kaupstöðum úti á landi, ferðuð- ust til útlanda, lásu erlend móðins- blöð og reyndu að fylgjast með því sem var að gerast. Úr því kom raun- ar viss mergur, en allur almenningur vissi lítið um tískusveiflur úti í heimi. Á íslandi voru til' tískuhúsakjólar um 1930, en þeir voru ekki margir og ekki á ailra færi að eignast slíkan klæðnað. í síðar heimsstyijöldinni færðist ísland nær umheiminum og þá breyttist öll vitund fólk gagnvart tísku og mörgu öðru. Til dæmis vafð gjörbreyting á viðhorfi fólks til hreinlætis og umhirðu líkamans. í bemsku sótti ég tískuhugmyndir mínar fyrst og fremst til Reykjavík- ur, því að Snæfellsnesið var ekki beint aöalstællinn, og svo í útlend tískublöð. Ranka systir var mjög dugleg að útvega mér blöð, keypti þau sérstaklega fyrir mig frá því að ég var smápolli. Eg stúderaði blöðin og gat alltaf sagt nokkuð fyrir um hvemig tískan yrði næsta vetur, því að ég var fljótur að sjá hvemig straumamir vom. Annars var eigin- lega nóg að sjá Rönku til að vita hvað var í tísku, því að hún fylgdist af- skaplega vel með. Soffía og Ásdís vora einnig glæsilegar, en þær vora frekar klassískar í klæðaburði og fylgdust ekki eins með tískunni. Bæjarfrúr og þær sveitó Eftir að ég kom frá Ameríku var ég hjá Stefaníu ömmu minni og Helgu fóðursystur. Helga keypti sniðblöð og var alltaf vel til fara þó hún hefði lítið á milli handanna, því að hún saumaði sína kjóla sjálf. Ég held að þaö hafi íslenskar almúga- konur farið að gera fljótlega upp úr 1950. Þá keyptu þær sníðablöö og reyndu að klæða sig samkvæmt því sem var í tísku erlendis, eftir því sem tök vora á. Þá var enn munur á þéttbýli og stijálbýli, því að fólk var oft svolítiö sveitó úti á landi og fylgdist ekki eins vel með. Þegar fór að tíðkast að Uta grá hár í burtu urðu margar sveita- konur aUt í einu svarthærðar með permanent og ógurlega gribbulegar, en það sá maður síður á Reykjavík- urkonum. En svo lagaðist þetta. Þegar ég byijaði í Herrabúðinni var karlmannatískan enn mjög hefð- bundin. Kamabær var þó að byija og London var að verða mikU tísku- borg. Sérstök ungUngatíska var að koma fram í fyrsta sinn, og þar var borgin í fararbroddi. Bítlamir breyttu miklu. En ég var aldrei sér- lega hrifínn af Camaby Street-tísk- - útdráttur úr bókinni þar sem tísku íslendinga er lýst Brúðarmynd af Heiðari og Bjarkeyju. unni og ánetjaðist henni aldrei. Eg var eiginlega kominn lengra, var að spekúlera í þessu franska og klass- íska. Ég þótti þá klæða mig alveg stór- furðulega, og vissulega skar ég mig úr. Karlmenn vora yfirleitt ekki djarfir í klæðaburði og UtavaUð var mjög fábreytilegt og dauft. Þó fóra ýmsir karlmenn fljótlega að nota Uti og seUast lengra. Og flestar konur vora þá famar að fylgjast vel með tískusveiflum. x Allir eins klæddir Þó var mjög áberandi hvað við vor- um áhrifagjöm. Þegar stretsbuxur urðu móðins gengu aUar konur í stretsbuxum um tíma. Þegar nælon- skyrtur og lakkrisbindi úr leðri kom- ust i tisku voru afíir karlmenn í nælonskyrtum með leðurbindi. Þjóð- in var eiginlega öU eins, og þessar einkenningsbúningavenjur réðu rikjum í allmörg ár. Það var ekki fyrr en upp úr 1970 sem maður fór að sjá fólk bijótast út úr þeim og byggja dáUtið upp sinn persónulega stíl. Þegar ég fór að ferðast um erlendis og kynna snyrtívörur snemma á átt- unda áratugnum sá ég fljótt að sem heild vorum við íslendingar þá þegar orðnir mjög vel klædd þjóð. Áuðvitað sá maður fullt af gífurlega smart klæddu fólki í mörgum löndum, en það var ekki nema kannski eitt eða tvö prósent af hverri þjóð, fyrst og fremst fólk sem vann við tískutengd störf. Öðra máU gegndi á íslandi. Þær íslensku fallegri en útlendu Ég hef heldur aldrei, öU þessi ár, lent í því að fá til mín íslenska mann- eskju sem ekki er hægt að gera fal- lega. Erlendis kemur stundum fyrir að maður fær konur í stólinn sem eru þannig að í rauninni er lítíö hægt að gera fyrir þær. Þær eru kannski með augun í mismunandi hæð, poka undir öðra auganu en ekki hinu, skakkt nef, stóra skegg- bletti á hökunni og fleira í þeim dúr, og vaxtarlag sem er þannig að það er bókstaflega ekki nokkur leið að klæða það af sér. Og maður sér Utínn mun eftir að vera búinn að mála þessar konur. Ég hef víða komið, en hvergi nokk- urs staðar séð eins stóra hópa af vel klæddu fólki, vel útiítandi og glæsi- legu fólki eins og hér. Við geram af- skaplega miklar kröfur tU fata, en eram 'þó enn svoUtíð áhrifagjöm og khsjukennd. Maður sér stundum karlmann á götu og dáist að því hvað hann er vel klæddur, en áttar sig aUt í einu á því aö hann er nákvæmlega eins og útstílUngin sem var fyrir þrem mánuðum í glugganum hjá Sævari KarU. íslendingar láta enn mata sig. Þeir kunna aftur á mótí að hegða sér. íslendingar eru kannski ekki frægir fyrir kurteisi, en þó geta þeir setíð hvaða konungsveislu sem er án þess að þurfa aö ganga í gegnum prótókollskóla. Siðmenning okkar er á svo háu stígi. Samt eru einkemúlegar brotalamir á því. Þegar haldin eru síðkjólaböll þar sem karlmenn era skyldaðir til að mæta í kjólfótum, þá eiga konurn- ar auðvitað að vera í dragsíðum kjól- um. En stundum sér maður konur koma í slík samkvæmi í hálfgerðum jogginggöllum eða velúrdressum. Þessir uppstríluðu Aðrir eru alltaf fínir og uppstrílað- ir og slaka aldrei á. Það er ekki rétt heldur. Auðvitað verða allir að eiga daga þar sem þeir skella sér bara í gamla bolinn og snjáðu gallabuxurn- ar. Við verðum að kunna að vera hversdagsfólk, líka gæsilegu vetrar- konurnar sem annars ganga ævin- lega á háum pinnahælum. Islendingar era dálítið sér á parti hvað varðar tísku og klæðnað. Þeir hugsa mjög mikið um sjálfa sig og útlit sitt. Sala á snyrtivörum, tísku- fatnaði og öðru slíku er hlutfallslega margfalt meiri hér en annars staðar. Ég er þeirrar skoðunar að þetta lífsgæðakapphlaup sem við tökum flest þátt í hafi farið algjörlega úr öllum böndum. Það setur gífurlega pressu á fólk, gerir því erfitt fyrir og eyðileggur lif þess. Hér þurfa allir aö eiga allt til alls, annars era þeir ekki gjaldgengir. Lífsgæðin framan öðru Kunningjakona mín, Jóhanna Do- uchet, er þekktur og eftirsóttur make-up-artisti. Hún var gift lög- fræðingi og þau þóttu vel sett. En þau bjuggu í lítilli, snoturri þakíbúð í miðri París. Hún þurfti engan ísskáp, enda var grænmetismarkaður beint fyrir utan húsið. Úti á næsta götu- homi var þvottahús og hún þurftí enga þvottavél. Hversdags notaði hún pappadiska, en annars var bara þvegið upp með bursta. En þegar hún koin heim til íslands og heimsóttí vinkonur sínar þar bjuggu þær í einbýlishúsum og stór- um íbúðum. Þær áttu frystikistur og uppþvottavélar og öll hugsanleg heimilistæki. Og hún sagði: „Engin íslensk vinkona min gæti hugsað sér að búa við mínar aðstæð- ur.“ Ég vorkenni að mörgu leyti ungu nútímafólki. Það gerir of miklar kröf- ur. Það giftir sig og flytur beint inn í eigin íbúð. Þar er allt til staðar, uppþvottavél og hvaðeina, annars vill fólk ekki byija búskap. Allt á að vera fullkomið. Þetta unga fólk sér aldrei neitt vaxa hjá sér. Þaö upplifir aldrei gleðina yfir hveijum einasta hlut sem bætist í búið. Sama er að segja um krakka sem fá allt upp í hendumar. Þeir þurfa aldrei að láta sig langa í neitt, þeir fá aldrei að njóta þess að hlakka tíl. Þeir eignast hlutina næstum um leið og þeir nefna þá. Ég skal játa að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.