Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 29
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. 29 DV T Timman kom öll - um á óvart í París Skák Vonlegt er að skákunnendur velti því fyrir sér hvort tími skák- listarinnar í sinni hefðbundnu mynd sé að líða undir lok er spurn ir berast af viðburðum eins og Immopar-bikamum í París á dög- unum. Keppnin, sem fram fór í Champs-Elysée leikhúsinu við samnefnda breiðgötu, vakti feikna- lega athygli, bauð upp á mikla spennu og verðlaun voru mun hærri en þekkjast á hefðbundnum skákmótum. Umhugsunartími var aðeins 25 mínútur á keppanda og mótið, sem var útsláttarkeppni, tók einungis fjóra daga. Á heimsbikarmóti Flugleiða á Hótel Loftleiðum voru fyrstu verð- laun 1,5 millj. íslenskra króna sem er langtum hærra en gengur og gerist á alþjóðlegum skákmótum. Stórmeistararnir þurftu svo sem að hafa fyrir hlutunum - keppnin sjálf tók þrjár vikur, burtséð frá mislöngum undirbúningstíma. í París voru fyrstu verðlaun hins vegar 4,2 millj. íslenskra króna fyr- ir fjögurra daga at! Svo virðist sem skákir með styttri umhugsunartíma, sem byggja fremur á snerpu og taugaspennu en langri yfirlegu, nái fremur at- hygh áhorfenda og fjölmiðla. Þar spilar sjónvarpið vitaskuld stóra rullu - skákin í þessari mynd er frábært sjónvarpsefni. Leit skák- meistarans að sannleikanum hefur færst frá hugmyndum í hita leiks- ins að taflborðinu á rannsóknar- stofunni en snerpa og athyglisgáfa augnabliksins er látin ráða úrsht- um. Sextán stórmeistarar tóku þátt í skáksýningunni í París og tefldu þar th einn stóð uppi. Það kom verulega á óvart að hollenski stór- meistarinn Jan Timman skyldi fara með sigur af hólmi. Timman var langt frá sínu besta á heimsbik- armóti Flugleiða og í Thburg skömmu síöar var hann heldur ekki með í baráttunni um efstu sætin. í atskákmótinu í París gerði hann sér hins vegar htið fyrir og vann Kamsky, Karpov, Anand og loks heimsmeistarann Kasparov í úrshtaglímunni. Tefldar voru tvær skákir í hveiju einvígi með 25 mínútna umhugsun- artíma á mann. Ef úrslit fengust ekki var tefld hraðskák þar sem hvítur varð að vinna th þess að komast áfram. Th þess fékk hann 6 mínútur en svartur 5 mínútur en ekki veit ég hvaða útreikningar hggja að baki því fyrirkomulagi. Dregið var um liti og mátti „sigur- vegarinn" ráða hvort hann hefði hvítt eða svart. Lítum á hehdarúrsht mótsins: Anand - Kortsnoj 2-0 Salov - Júsupov 1,5-0,5 Kamsky - Timman 0-2 Karpov-Speelman 1,5-0,5 Gurevits - Short 0,5-1,5 Bareev - Lautier 2-1 Beljavsky - Gelfand 1,5-1,5 (Gelf-. and komst áfram á jöfnu) Kasparov - Khalifman 1,5-0,5 Fjórðungsúrsht Ánand - Salov 2-0 Karpov - Timman 0-2 Bareev - Short 1,5-0,5 Gelfand - Kasparov 0-2 Undanúrslit Anand - Timman 0,5-1,5 Bareev - Kasparov 2-0 Úrsht Kasparov-Timman 0,5-1,5 Skoðum tvær skákir sigurveg- arans frá keppninni þar sem Karpov og Kasparov eru teknir í karphúsið: Hollenski stórmeistarinn Jan Timman fékk „stóra lottóvinninginn" á atskákmótinu í Paris en Karpov og Kasparov sátu eftir með sárt ennið. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Jan Timman Drottningarindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rfi b6 4. g3 Ba6 5. Da4 Bb7 6. Bg2 c5 7. dxc5 bxc5 8. 0-0 Be7 9. Rc3 0-0 10. Hdl Db611. Dc2 Rc612. Bf4 Hac813. Ra4 Karpov hefur fengið litlu áorkað eftir hægfara byrjun sína og nú nær svartur smám saman yfir- höndinni. Hér er 13. Hadl ásamt 14. Hd2 betri kostur. 13. - Da5 14. b3 Hfd8 15. a3 d6 16. Bd2 Dc7 17. Bc3 Hd7 18. Hacl Rd8 19. Rg5 Bxg2 20. Kxg2 Hvítur hagnast ekkert á 20. Bxf6 Bxf6 21. Dxh7+ KfB, heldur tapar einungis manni. 20. - Dc6+ 21. Kgl e5 22. Bal h6 23. Skák Jón L. Árnason Rf3 Re6 24. b4 Rd4 25. Bxd4 cxd4 26. Db3 Hdc7 27. Rb2 Re4 28. Ra4 Timman hefur náð afar sterkum tökum á miðborðinu og ljóst er að Karpov er í nauðvörn. Síðasti leik- ur hans er nauðsynlegur til að hindra 28. - Rc3 o.s.frv. 28. - Db7 29. Hc2 Bf6 30. Hdcl Rc5 31. Rxc5 dxc5 32. Hbl e4 33. Rel cxb4 34. axb4 Dc6 35. c5 Db5 36. Dd5 He8 37. Ha2?! Hd7 38. Db3 d3 39. exd3 exd3 40. Hd2 Bg5! 41. f4 Bf6 42. Rxd3 He3 43. Hdbl Bd4+ 44. Kfl? 8 7 k I r# á k 6 im ■ A 5 4 A & A 3 # Ö'l A 2 A B C H ííSwWíí S D E i \ F G H 44. - Bxc5! Biskupinn má ekki drepa því að riddarinn og b-peðið mega sig hvergi hræra. Nú er jafnt á hði en menn hvíts eru bundnir í báða skó. 45. Kg2 Bb6 46. h4 Dc6+ 47. Kh2 Df3 48. Hg2 Hexd3 Og Karpov gafst upp. Hvítt: Jan Timman Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 c6 7. Bd3 e5 8. d5 cxd5 Á heimsbikarmóti Stöðvar 2 í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum valdi Kasparov 8. - b5!? í stöð- unni gegn Timman. 9. cxd5 Rh5 10. Rge2 f5 11. exf5 gxf5 12. 0-0 Rd7 13. Hcl Rc5 14. Bc4 a6 15. b4 Rd7 16. a4 De8 17. Khl Rdf6 18. b5 Dg6 19. Bd3 e4!? Timman hótaði 20. g4 og Ka- sparov er samur við sig og grípur til aðgerða. 20. Bc2 Bd7 21. bxa6 bxa6 22. Hbl Hae8 23. Dd2 Kh8 24. Hb6 Hg8 25. Hgl Df7! 26. Hxa6 f4! 27. Bd4? Betra er 27. Bxf4 sem leiðir th mikilla sviptinga. 27.-Rg3+!28. Rxg3 Ekki 28. hxg3?? Dh5 mát! fxg3 29. Df4 8 X XV 7 II £ Wík 6 S 5 1111 ff.fff A 4 A 3 Af A k 2 JLffl: f A A 1 ABCDEFGH 29. - gxh2? Nú missir sókn svarts loks slag- kraftinn. Eins og stórmeistarinn Gavrikov bendir á í skákritinu Die Schachwoche er 29. - Dh5 mun betra því að eftir 30. Dxg3 Rxd5 verður ekki annað séð en að hvítur tapi hði. Einnig er 29. h3 svarað með 29. - Bxh3 og 29. h4 Hef8! (29. - Rg4 30. Bxg7+ Hxg7 31. Dxg3 Re3 32. Df2 Rxc2 33. g4 og næst 34. Dxc2 er lakara) er bersýnilega ekki hættulaust. 30. Hfl! exf3 31. Dxf3 Hef8 32. Hxd6 Bg4 33. Hxf6! Bxf3 34. Hxf7 Bxg2+? Tapar strax en 34. - Hxf7 35. Hxf3 Hxf3 36. Bxg7 + Hxg7 37. gxf3 rekur Gavrikov einnig th vinnings: 37. - Hgl+ 38. Kxh2 Hcl 39. Bf5! Hxc3 40. d6 Hb3 41. d7 Hb8 42. a5 Kg7 43. a6 Kf6 44. a7 Hd8 45. Be4 og vinnur. 35. Kxh2! Og Kasparov gafst upp. Heimsbikar- keppnin sprungin Heimsbikarmót Flugleiða á Hótel Loftleiðum í síðasta mánuði átti að vera fyrsta mótið í flmm móta hrinu. Karpov og Ivantsjúk börðust um sigurinn, skildu jafnir en Ivant- sjúk hafði betur á heimsbikarstig- um. Nú er hins vegar hætt við að hann hagnist lítið á forskoti sínu því að mótin veröa ekki fleiri. SWIFT fyrirtækið í Belgíu greiddi verðlaun á mótinu á Loftleiðahótel- inu og hugðist einnig standa að tveimur mótanna í Brussel. Nú hefur fyrrum forstjóri fyrirtækis- ins, Bessel Kok, tekið við forstjóra- stöðu hjá Belgacom - Pósti og síma í Belgíu. Bessel hefur jafnframt sagt sig úr stjórn GMÁ - stór- meistarasamtakanna - vegna ágreinings við heimsmeistarann Kasparov. Því verður ekki af frek- ari stuðningi SWIFT við heimsbik- arkeppnina. Sömuleiðis hafa að- standendur mótsins,'sem fram átti að fara í Wehington á Nýja-Sjá- landi, misst kjarkinn. Þetta er reiðarslag fyrir stór- meistarana sem áttu sæti í keppn- inni en GMA hyggst reyna að bæta þeim tjónið með stóru hálfopnu móti í Brussel á næsta ári með ríf- legum verðlaunum. Jafnframt er þetta áfall fyrir þá sem að mótinu á Hótel Loftleiðum stóðu því að þetta fyrsta heimsbik- armót veröur hálfgerð markleysa. Skáksamband íslands greiddi GMA t.a.m. 28 þúsund dali vegna keppn- innar sem nú mætti ætla að væri betur komið til annarra verkefna. Skáksambandsmenn velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi endur- kröfurétt á hendur samtökunum. Sigursæl systkini Svo fór að ekki var tefld nema ein skák í einvígi Helga Áss Grétars- sonar og Héðins Steingrímssonar sem skildu jafnir á haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur og hugðust skera úr um það hvor hreppti meistaratitil félagsins. Héðinn tap- aði fyrstu skákinni og gaf þá ein- vígið. Helgi Áss er því skákmeistari TR 1991. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, systir Helga Áss, bætti enn öðrum meistaratitli í flölskylduna um síð- ustu helgi er hún varð íslands- meistari kvenna í 6. sinn. Guðfríð- ur Lilja vann allar skákir sínar í keppninni, hlaut 6 vinninga; ína Björg Ámadóttir fékk 4 v., Helga Guðrún Eiríksdóttir 2 v. og Anna BjörgÞorgrímsdóttirOv. -JLÁ JÓLAKERAMIK - KERAMIKJÓLATRÉ OPIÐ ALLAR HELGAR TIL JÓLA FRÁ KL. 1 til 5 STÓR LAGER OG GÓÐ FAGLEG ÞJÓNUSTA ER OKKAR STOLT MORÐURBRAUT 41, HAFWARFIREM, S. 652105 Er ekki tiivalinn heigarbíitúr að koma og kynna sér ísienskan tistiðnað sem sameinað getur alla fjöiskylduna í jólaföndrinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.