Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 30
30
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Tilviljun réð
ævistarfinu
- útdráttur úr bókinni Staðið í ströngu - æviminningar Erlends Einarssonar
Hann haföi í hyggju að stofna trygg-
ingadeild og vantaði mann til þess
að veita henni forstöðu. Ef ég tæki
því boði þyrfti ég fyrst að fara til
Bretlands og kynna mér vátrygg-
ingastarfsemi í nokkra mánuöi.
Eg varð að sjálfsögðu himinlifandi
yfir því að fá þetta tækifæri. Mér
varð þó hugsað til Margrétar þvi ég
gat ekki skilið hana eina eftir aftur
þar sem ég var nýkominn úr langri
ferð. Ég tók því í fyrstu frekar dræmt
undir boð Vilhjálms Þór og sagði
honum eins og var að ég ætti ekki
hægt um vik með að fara til útlanda
og skilja kærustuna eftir hér heima.
Vilhjálmur lét þessar mótbárur
ekki á sig fá. Hann sagði aðeins:
„Þig giftið ykkur strax og Margrét
fer með þér. Ég útvega henni skóla-
vist í Bretlandi." *
Hann stóð við það og ég tók boði
hans um starf hjá Sambandinu. Við
Margrét giftum okkur 13. apríl 1946.
í stað þess að pakka niður í töskur
fyrir Ítalíuferö, þar sem sólbjartar
baðstrendur biðu okkar, var nú för-
inni heitið til Manchester, einnar af
hinum mörgu gráu iðnaðarborgum
Bretlands, en þar var miðstöð sam-
vinnutrygginga í Bretlandi.
Eiginkonan
komst hvergi
Reyndar fór það nú svo að Margrét
komst aldrei með mér í þessa ferð.
Þegar til átti að taka var henni neitað
um vegabréfsáritun í breska sendi-
ráðinu í Reykjavík og þeirri ákvörð-
un varð ekki hnikað. Bretar tak-
mörkuðu mjög ferðir útlendinga til
landsins fyrst eftir stríðið. Margrét
sat því heima og vann áfram á skrif-
stofunni á daginn og saumaði glugga-
tjöld og bróderaði í rúmföt á kvöldin.
Rétt er að taka þaö fram að á þess-
um tíma þekkti ég Vilhjálm Þór ekki
neitt. Ég hafði aðeins skipst á nokkr-
um orðum við hann í Landsbankan-
um. Þegar ég mætti á fund banka-
stjóranna eftir Bandaríkjaferðina
mun þaö vist hafa verið ákveðið að
Vilhjálmur Þór yrði forstjóri Sam-
bandsins þótt ekki væri búið að til-
kynna það opinberlega. Á þeirri
stundu hefur hann því verið með
hugann fullan af framtíðarverkefn-
um fyrir Sambandið og liklega haft
augun opin fyrir mönnum til þess
að hrinda þessum verkum í fram-
kvæmd.
Meðmælabréfið
réð úrslitum
Þótt undarlegt megi virðast ræddi
ég aldrei síðar við Viihjálm Þór hvers
vegna hann hefði valið mig til þess
að undirbúa stofnun Samvinnu-
trygginga og veita þeim forstöðu. Ég
tel þó allar líkur á því að meðmæla-
bréfíð frá Citibank hafi ráðið úrslit-
um. Þetta bréf lagði ég fram fyrst og
fremst til staðfestingar á því að ég
hefði tekiö nám mitt í Citibank alvar-
lega og sjálfsagt hef ég ekki haft á
móti því að það gæti greitt götu mína
í Landsbankanum.
Eftir á að hyggja hefur þetta bréf
verið upphafið að löngum og við-
burðaríkum starfsferli mínum innan
Erlendur Einarsson var forstjóri
Sambands íslenskra samvinnufélaga
frá árinu 1955 til 1986. Hann á litríkan
æviferil sem hann lýsir í nýrri bók,
Staðið í ströngu, eftir Kjartan Stef-
ánsson. Helgarblaöið fékk leyfi höf-
undar til að birta kafla úr bókinni
en þar segir Erlendur frá þegar hann
kom heim úr námi og hafði hugsaö
sér aö gera bankastarf aö sínu fram-
tíðarstarfi. En fljótt skipast veður í
lofti og ævistarfið varð annað en
hann hugði á þeim tíma.
Straumhvörf
Ég hlakkaði til þess að koma aftur
í Landsbankann eftir ferð mína til
Bandaríkjanna. Ég hafði lært margt
nýtt og var spenntur að sjá hvaða
tækifæri ég fengi til þess að nýta
þessa nýju þekkingu hér heima.
Ég held að það sé ekki ofmælt að
segja að á þessum tíma hafi vinnu-
brögð í Landsbankanum verið mjög
gamaldags og alls ekki i takt við þá
þróun sem orðið. hafði erlendis. Ég
hafði hugboð um þetta þegar ég hóf
þar störf en mér varð það enn ljósara
eftir dvölina í Citibank.
Bankastjórar Landsbankans þá
voru þeir Vilhjálmur Þór, Jón Mar-
íusson og Pétur Magnússon. Ég ósk-
aði eftir fundi með þeim til þess að
skýra þeim frá því, sem ég hafði lært
í Bandaríkjaferðinni, og gera grein
fyrir hugmyndum mínum um ýmsar
úrbætur innan bankans. Á þessum
fundi lagði ég einnig fram meðmæla-
bréfið sem ég hafði fengið í Citibank.
Ég sagði þeim að ég hefði áhuga á
því aö endurskipuleggja eyðublöö
bankans og færa þau í liýtískulegra
horf.
Sannast sagna fannst mér ég tala
fyrir daufum eyrum. Bankastjóram-
ir hlustuðu á mig fyrir kurteisissakir
en ég gat ekki merkt að þeir sýndu
því, sem ég hafði fram að færa, nokk-
um áhuga. Á þessu var þó ein undan-
tekning. Ég sá að Vilhjálmur Þór las
meðmælabréfið með athygli.
Áhugaleysi
í Landsbankanum
Eg varð fyrir miklum vonbrigðum
með þetta áhugaleysi. Var þá ferð
mín tU Bandaríkjanna farin til einsk-
is? Við þetta bættist svo að ég hafði
uppgötvað, mér til mikiUar undmn-
ar, að Margrét, unnusta mín, var
komin með hærri laun sem almenn
skrifstofustúlka hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur heldur en ég hafði sem
fuUtrúi í endurskoöunardeUd Lands-
bankans.
Þetta fannst mér vera fráleitt og
því fór ég aftur á fund yfirboðara
minna hjá Landsbankanum. Að
þessu sinni hitti ég Jón Árnason,
formann bankaráðsins, að máli þar
sem endurskoðunardeildin heyrði
undir hann. Jón hafði skrifstofu í
bankanum og kom þar daglega en
hans aðalstarf var framkvæmda-
stjóm útflutningsdeUdar Sambands-
ins.
Ég lagði mig allan fram við að
sannfæra Jón. Ég benti honum á að
ég væri í ábyrgöarstarfi innan bank-
ans auk þess sem ég væri nýkominn
úr framhaldsnámi. Mér fyndist kom-
mn tími til að ég fengi einhveija leið-
réttingu á launum mínum. Einnig
nefndi ég það að viö Margrét hygð-
umst gifta okkur og stofna heimili
og þá þyrfti ég að bera meira úr být-
um í bankanum.
Ég hefði betur látið þetta síðasta
ósagt því ég fékk yfir mig langa ræðu
inn það hvaö ungir menn nú tíl dags
væm kröfuharðir og ábyrgöarlausir.
Jón upplýsti mig um það að í hans
ungdæmi norður í Skagafirði hefðu
menn ekki leyft sér aö tala um hjóna;
band fyrr en þeir væra búnir að eign-
ast einhvem bústofn.
Áleiðtil Ítalíu
Ég held að þessi ræða Jóns Áma-
sonar um þankagang fólks norður í
Skagafirði á fyrsta áratug aldarinnar
hafi gert útslagiö. Það varð til þess
að ég fór að líta í kringum mig eftir
öðra framtíðarstarfi. Auövitaö end-
urspeglaði hann ekki viðhorf allra
stjómenda bankans. Þar var margt
ágætra starfsmanna og vinnuandinn
var góður. En mér fannst að stjóm-
endur Landsbankans hefðu mátt
gera meira af því að hvetja unga og
áhugasama starfsmenn.
Reyndar hafði ég annað starf í bak-
höndinni meðan ég var að kljást við
stjómendur Landsbankans. Þegar ég
var í New York hafði Bjami Guðjóns-
son boðist tíl að athuga fyrir mig um
vinnu hjá frænda sínum, Hálfdáni
Bjamasyni sem var umboðsmaður
fyrir Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda í Genúa á Ítalíu. Málið
var komið svo langt aö Hálfdán var
tUbúinn til að taka við mér ef ég
kærði mig um.
Þetta var spennandi tUboð en ég
var þá ekki farinn að hugsa mér tU
hreyfings enda fullur áhuga að
kynna mér nýjungar í bankavið-
skiptum. Starf þetta stóð mér ennþá
tU boða þegar ég var kominn heim
tíl íslands og eftir samtaUð við Jón
Ámason ákvað ég að taka þvi. Mér
þótti fiUlreynt að ég fengi hvorki
tækifæri né laun við hæfi í Lands-
bankanum.
Sögulegtsímtal
Það var viss léttír að taka þessa
ákvörðun. Við Margrét hlökkuðum
mikið tíl að komast á suðrænar slóð-
ir og við hófum þegar að laera ítölsku
hjá ÞórhalU ÞorgUssyni. Ég vissi þó
ekki nákvæmlega hvenær ég gæti
farið til Genúa. Friðarsamningar við
ítaU höfðu dregist á langinn og eðU-
leg viðskipti mUli ítaUu og annarra
landa gátu ekki hafist fyrr en þeim
væri lokið.
En margt fer öðravísi en ætlað er.
í febrúar 1946, mitt í öllum undirbún-
ingnum fyrir ítaUuförina, hringdi
Vilhjálmur Þór allt í einu í mig. Hann
var þá hættur sem bankastjóri
Landsbankans og nýtekinn við sem
forstjóri Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Þetta símtal olU
straumhvörfum í Ufi mínu.
Vilhjálmur Þór bað mig að finna
sig á skrifstofu sinni í Sambandinu
og þegar ég mætti þar næsta dag
spurði hann mig hvort ég vUdi ekki
koma og starfa fyrir Sambandið.
Erlendur Einarsson i skrifstofu sinni í Samvinnutryggingum árið 1953.
Framkvæmdastjórn Sambandsins árið 1968. Helgi
Bergs, Hjalti Pálsson, Hjörtur Hjartar, Erlendur Einars-
son, Harry Frederiksen, Agnar Tryggvason, Sigurður
Markússon og Guðjón B. Ólafsson.
Erlendur tók upp þann sið er hann varð forstjóri Sam-
bandsins að halda jólaandakt starfsmanna á aðfanga-
dag. Þessi mynd var tekin árið 1956. Þeir sem syngja
jólasálminn eru Benedikt Gröndal, Erlendur Einarsson,
Hjörtur Hjartar, Hjalti Pálsson, Jón Ólafsson, Helgi
Pétursson og Bjarni Jónasson.