Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Page 34
34
LAUGARDAGUR 30, NÓVEMBER 1991.
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
47
Pólitíkin sameinaði þau:
Féllu hvort fyrir
öðru í vinnunni
- sambýlisfólkið Guðrún Ágústsdóttir og Svavar Gestsson í hreinskilnu viðtali
„Ég dáöist mjög að vinnubrögðum Svavars, hversu öflugur hann var í þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur.
Og ekki síst hvað hann tók hlutverk sitt alvarlega. Þessi hrifning þróaðist í persónulega aðdáun," segir Guðrún
Ásgústsdóttir en hún var á þeim tíma aðstoðarmaður Svavars Gestssonar, þáverandi menntamálaráðherra.
DV-myndir Gunnar V. Andrésson
„Stundum óskaði ég þess að Sva-
var væri bensínsölumaður og ég í
afgreiðslunni. Þá hefði þetta kannski
allt verið miklu auðveldara," segir
Guðrún Ágústsdóttir, sambýliskona
Svavars Gestssonar alþingismanns.
Samband þeirra hófst þegar hann
var menntamálaráðherra og hún
aðstoðarmaður hans. Það eitt nægði
til að fullnægja öllum gróum lands-
ins enda varð raunin sú. Og ekki var
laust við að samstarfsfólk og flokks-
systkini yrðu steinhissa.
Ást á vinnustað er alþekkt fyrir-
bæri og gerist jafnt hjá venjulegu
fólki sem frægum stjómmálamönn-
um. Sennilega verða mun fleiri
hjónabönd til á vinnustöðunum en á
veitingastöðum. Nýleg grein í þýska
blaðinu Spiegel sannar að svo sé og
Svavar hefur lesið hana: „Ég las ein-
mitt í Spiegel að það væri besta
starfsliðið sem væri ástfangið. Þar
segir að það sé líklegasta fólkið til
að skila árangri,“ segir hann og bros-
ir.
Þau Guðrún og Svavar hafa nú
búið saman í rúmt eitt og hálft ár.
Erfiðleikar, sem óhjákvæmilega
fylgdu skilnaði þeirrá við maka sína
með tilheyrandi slúðursögum, em
nú að mestu yfirstignir. Núna eiga
þau auðveldara með að sjá þennan
tíma á hlutlausan hátt og geta talað
um hann. Tvær þekktar manneskjur
í æðstu embættum þjóðarinnar eiga
ekki jafnauðvelt með að para sig og
Jón og Gunna úti í bæ. En Svavar
og Guðrún féllust á að ræða þessa
upplifun á persónulegum nótum við
helgarblaðið. Þó ekki væri nema til
annars en að slá á slúðursögur og
fordóma. „Það er samt ekki eftirlæt-
isefni okkar í blöðum,“ segja þau.
Ást í ráðuneyti
„Við erum búin að þekkjast í mörg
ár og höfum unnið saman í Alþýðu-
bandalaginu. Ég gekk í flokkinn árið
1974. Hins vegar hafa atvikin aldrei
hagað því þannig að við höfum unniö
náið saman, ég var aðallega í borgar-
málefnum. Þess vegna þekktumst við
ekki mjög vel,“ segir Guðrún. „Við
kynntumst því ekki almennilega fyrr
en ég fór að vinna í menntamála-
ráðuneytinu, sem aðstoðarmaður
ráðherra. Ég dáðist mjög að vinnu-
brögðum Svavars, hversu öflugur
hann var í þeim verkum sem hann
tók sér fyrir hendur. Og ekki síst
hvað hann tók hlutverk sitt alvar-
lega. Þessi hrifning þróaðist í per-
sónulega aðdáun," viðurkennir hún
hreinskilnislega. Svavar bætir við að
ekki sé loku fyrir það skotið, vegna
þess hversu mikið og náið þau unnu
saman á þessu tímabili að það hafi
haft áhrif á samband þeirra. „Við
höfðum gaman af að vinna saman
og erum á margan hátt mjög lík. Við
höfum mjög svipaða galla, t.d. hversu
fljótvirk við erum eða kannski óþol-
inmóð. Starf okkar Guðrúnar, meö
samstarfsmönnum okkar, skilaði
miklum árangri eins og allir sjá sem
vilja. Þess vegna má segja að vinnan,
pólitíkin, viðhorfið og manngerðin
hafi hrærst saman á þennan afdrifa-
ríka hátt,“ segir hann.
Sameiginleg
áhugamál
„Við höfum auövitaö bæði mikinn
áhuga á pólitík og þeim málaflokkum
sem við vorum að vinna við í ráðu-
neytinu," skýtur Guðrún inn í. „Að
öðru leyti voru áhugamál okkar
kannski ekki þau sömu.“ Svavar tel-
ur áhugamál þeirra Guðrúnar óhjá-
kvæmilega tengjast pólitíkinni. „Alla
mína ráðherratíð hef ég verið í svo-
kölluðum mjúkum málum með heil-
brigðismál, félagsmál, húsnæðismál,
málefni fatlaðra og mennta- og
menningarmál. Ég hef lítið unnið í
öðrum málaflokkum eins og efna-
hags- eða sjávarútvegs'málum, land-
búnaði og iðnaði. Þess vegna má
segja aö áhugamál okkar innan
stjómmálanna Uggi mjög vel saman.
StjómmáUn eru einmitt stór partur
af okkur sjálfum. Önnur áhugamál
voru kannski ekki alveg samhUða.“
Svo vUl tíl að Guðrún hefur fengist
við sömu málaflokkasem borgarfull-
trúi í Reykjavík. „ Jafnréttismál í víð-
um skUningi hafa verið mín aðalá-
hugamál. Það tengist ýmsu sem
Svavar hefur verið að vinna eins og
jafnréttislöggjöfinni. EinjUg fæðing-
arorlofið sem konur hafa verið að
beijast fyrir sem var komið á fyrir
aUar konur í tíð Svavars í ráðuneyt-
inu. Maður átti hauk í horni þar sem
hann var,“ segir hún.
Ástfangnir þingmenn
Lífið snýst þó ekki bara um póUtík.
Svavar hefur verið í hestamennsku
en þar hefur Gúðrún ekki komið
nálægt. „Hún hefur hins vegar verið
mikið í garðrækt sem ég hafði aldrei
komið nærri. Það kom mér í raun á
óvart hvað hún er mikið náttúrubam
þó hún sé alin upp á malbiki. Fyrir
utan að skapgerð hennar er miklu
ákveönari en hún ber utan á sér.
Garðrækt áttum við ekki sem sam-
eiginleg áhugamál en eigum nú svo
það hefur breyst. Ég fer út í garð og
hef meira að segja tekið upp hamar
og neglt nagla sem ég gerði sjaldan
áður,“ segir Svavar.
í tíð síðustu ríkisstjórnar var eins
og ástin blómstraði í öllum stjórn-
málaflokkum. Sigrún Magnúsdóttir
óg PáU Pétursson skutu sér saman í
Framsóknarflokknum, Margrét Frí-
mannsdóttir og Jón Gunnar Ottós-
son í Alþýðubandalaginu, Friðrik
Sophusson og Sigriður Dúna í Sjálf-
stæðisflokki og KvennaUsta og Guð-
rún og Svavar svo einhverjir séu
nefndir. Þetta er vissulega skemmti-
leg tílvUjun. „Það er í sjálfu sér ekk-
ert óvenjulegt við að fólk kynnist í
gegnum störf sín. PóUtíkin er ekkert
venjuleg vinna frá níu tU fimm. Þetta
er sólarhringa vinna mánuðum og
misserum saman," segja þau.
Böminvoru spurð
Meðal fólks þótti þessi síendur-
tekna ástarsaga í þinginu vitanlega
tíðindum sæta og margt var rætt í
hinum margvíslegustu kjaftaklúbb-
um landsins. Þau Svavar og Guðrún
segjast vel hafa gert sér grein fyrir
því. „Ég á þrjú böm og Svavar á þijú
og það kom fyrir að þau vom spurð
beint um þetta samband. Það var
helst þess vegna sem ég óskaði að
við værum óþekkt fólk,“ segir Guð-
rún. „Þetta var vissulega ekki einfold
staða sem við komum okkur í,“ segir
Svavar. „Við vorum bæði í hjóna-
bandi og erfiöast var að taka ákvörð-
un. Auðvitað er skilnaður alltaf cifar
erfiður. Enginn er einn í heiminum,
síst fólk með maka, börn, foreldra
og heilan flokk að auki. Þetta var því
flókið svo ekki sé meira sagt. Guðrún
bætir við: „Aðstæður eru kannski
þannig að manni finnst aðeins ein
leið fær og þá fer maður hana. Allir
sem þurfa að ganga í gegnum skilnað
vita að það er erfitt. Það versta er
sektarkenndin."
Gifting framundan
Yngsta bam Guðrúnar var tólf ára
þegar samband þeirra Svavars hófst
og hans sextán. Bömin ein geta lýst
því hvemig þeim leið en okkur
fannst þau sýna mikið umburðar-
lyndi. „Það verða auðvitað allir að
skilja að við erum venjulegt fólk.
Mál af þessu tagi eru ekki einfold og
skilja eftir sig mörg vandamál. Það
er staðreynd að skilnaður kemur oft-
ast niöur á þeim sem síst skyldi," ítr-
eka þau. „Þar sem við erum venju-
legt fólk með öllum þeim mannlegu
tilfinningum sem því fylgir, finnst
mér það heyra til mannréttinda að
við getum gert það sem hugur okkar
stefnir til, þrátt fyrir aö maður sé
tímabundið í verkefnum sem vekja
athygli á manni,“ segir Guðrún.
Þegar þau eru spurð um giftingu
líta þau hvort á annað. Svavar segir
það spumingu hvort lesendur DV fái
fyrst að vita væntanlegan brúð-
kaupsdag. „Við getum sagt að þetta
sé öruggara en álmállð. Þetta er ekki
spurning um hvort heldur hvenær
en þó miklu öruggara en álið,“ svarar
hann kíminn.
Féll fyrir Svavari
Svavar er 47 ára gamall og Guðrún
44ra ára. Þau hafa komið sér fyrir í
húsi sem afi hennar átti inni við Ell-
iðaár þar sem Guðrún bjó áður. Þar
er óhemju stór gróinn garður sem
þau unnu mikið við í sumar. Það er
kannski heimskulegt að spyrja hvort
líf þeirra hafi breyst mikið og ,þá
hvernig, en þau taka ekki illa í spurn-
inguna. „Ég get svarað fyrir mig og
það er já,“ segir Svavar. „Að mörgu
leyti eins og liggur í augum uppi.
Samband tveggja einstaklinga hlýtur
að hafa þannig áhrif. Það er ekki
bara að annar einstaklingurinn lagi
sig að hinum, þá væri sambandið
ekki ájafnréttisgrundvelli. Það gerist
auðvitað ýmislegt sem maður hefur
ekki upplifað áður, að minnsta kosti
gerðist það með mig,“ segir hann
ennfremur. Guðrún tekur undir orð
hans. „Við erum vitaskuld engir
unglingar heldur mótað fullorðið
fólk. Við hrifumst hvort af öðru eins
og við erum. Ekki langar mig hið
minnsta aö breyta Svavari. Ég féll
fyrir honum eins og hann er,“ segir
hún og hlær.
Samstarfsfólk í vanda
„Okkur dettur margt skemmtilegt
i hug. Við erum uppfinningasöm. Eg
hafði t.d. ekki farið í útilegur í mörg
ár en við höfum sofið í tjaldi nokkr-
um sinnum. Reyndar höfum við ferð-
ast meira um landið á þessum tíma
en mörg ár á undan. Við höfðum
þörf fyrir að vera ein saman, sérstak-
lega meðan við vorum að læra hvort
á annað. Á meðan er maður auðvitað
að vanrækja nánustu vini sína. Ég
vona að þeir skilji þörfina á því að
fólk sem er að byija sambúð þarf
vissan aðlögunartíma. Við vorum
áður með þrjú böm en nú eru þau
sex og fjögur þeirra eiga maka. Auk
þess á Svavar tvö barnaböm og ég
eitt. Það eru að vísu bara tvö börn
heima. Fjölskyldumynstrið breyttist
því mjög mikið. Allt í einu er ég kom-
in í stórfjölskyldu sem ég hef ekki
verið í áður,“ segir Guðrún. Svavar
segir það gríðarlega breytingu. „Fjöl-
skyldan hefur öll tekið þessari breyt-
ingu með þroskuðum og myndarleg-
um hætti," segir hann. „Þetta gekk
miklu betur en maður þorði að vona
og við erum mjög þakklát fyrir það.
Raunar er það úrslitaatriði í svona
málum,“ bætir hann við.
Guðrún segir það vera fyrst núna
sem hún átti sig á að hversu mikinn
vanda þau settu samstarfsfólk og
flokksfélaga í á sínum tíma. „Maður
hugsaði auðvitaö aðallega um maka
og böm á þeim tíma auk foreldra
sinna.“
Málefni aldraðra
rædd í bílnum
Fyrrverandi makar þeirra höfðu
báðir áhuga á pólitísku starfi. Þeir
vora þó ekki í fullri pólitískri vinnu
eins og Guðrún og Svavar. Þau segja
að það þurfi ekki endilega að vera
þannig að hjónin séu bæöi á kafi í
pólitík til að hjónaband gangi. „Mak-
ar okkar vom báðir mjög pólitískt
sinnaðir og eiginmaður minn starf-
aði t.d. í stúdentapólitík í Háskólan-
um. Mér fannst aldrei skorta skiln-
ing hjá honum varðandi það pólitíska
starf sem ég var að sinna,“ segir
Guðrún og Svavar tekur undir hvað
varðar fyrrverandi eiginkonu hans.
„Hún var mjög áhugasöm um póli-
tík.“
Guðrún segir að þau Svavar ræði
talsvert um stjórnmál. „Við ræðum
oft það sem er að gerast frá degi til
dags í pólitíkinni og erum sammála
varðandi gmndvallaratriði. Ég ber
undir Svavar þau verk sem ég er að
vinna og hann ber sín verk undir
mig,“ segir hún. Svavar segir að þau
taki nokkurs konar lotur í þessum
samræðum. „Stundum tölum við, í
bflnum á leiðinni niður í bæ, um
málefni aldraðra sem enginn annar
myndi gera. En stundum um hvað
Esjan er falleg. Mest tölum við samt
um bömin okkar." Hann segist hafa
fengið meiri áhuga á framtíðarsýn í
pólitík með aldrinum og oft sé gott
að ræða þær hugmyndir við Guð-
rúnu. „í vor sátum við svo yfir bók-
um um garðrækt og spáðum í alls
kyns tijátegundir og matjurtir," seg-
ir hún. „Oft er sagt að þegar par hefji
sambúð komi í ijós leyndir gallar.
Hjá Svavari hafa hins vegar komið í
ljós duldir hæfileikar. Ég vissi ekki
að hann gæti smíðaðen í sumar var
innréttað herbergi í kjallaranum. Ég
vissi ekki heldur að hann gæti eitt-
hvað í garðyrkju. Hins vegar er hann
þannig, ef hann fær áhuga á ein-
hverju, þá sekkur hann sér á kaf í
málið," segir hún. „Æth það sé ekki
frékar galli minn að hafa áhuga á
öllum mögulegum hlutum," bætir
hann við.
Kvonfang með jörð
Svavar minnist þess að þegar hann
var unglingur í sveit hafi hann sagt:
„Það mætti vera slæmt kvonfang
sem ég ekki vildi ef því fylgdi jörð.
Guðrún bjó á einni bestu jörð í
Reykjavík og það var auðvitað alveg
sérstakur bónus að komast þangað.
í raun er það ótrúlega merkfleg lífs-
reynsla að komast í snertingu við
moldina á ný.“
Svavar og Guðrún kynntust í
menntamálaráðuneytinu og unnu
mikið saman þar. Síðstliðið vor, eftir
stjómarskipti, misstu þau bæði at-
vinnu sínu í ráðuneytinu. Þau segja
að það hafi óneitanlega margt breyst
síðan. „Það breytti heilmiklu," segir
Svavar. „Ríkisstjóm Davíðs Odds-
sonar hafði þann einan kost fyrir
mig að ég gat farið að sinna mínu
lífi betur. Fyrir utan það hefur ríkis-
stjómin haft þann kost að einstaka
maður sér eftir mér úr menntamála-
ráðuneytinu. Líklegast eru þetta að-
alkostir þessarar ríkisstjómar,“
heldur hann áfram. Guðrún segir
þetta líka hafa breytt miklu fyrir sig.
„Það var eins og við værum á sfldar-
vertíð þar sem stöðugt þurfti að salta.
Við unnum bæði hratt og mikið.“
Ekki kvenremba
Guðrún þurfti að leita sér að ann-
arri vinnu og starfar núna hálfan
daginn hjá Jafnréttisráði viö að und-
irbúa vestnorrænt kvennaþing á Eg-
ilsstöðum á næsta ári. Auk þess er
hún í hálfu starfi sem fræðslu- og
kynningarfulltrúi Kvennaathvarfs-
ins. Hún hefur alla tíð verið mikil
jafnréttiskona og tók m.a. þátt í
stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar.
Svavar vill ekki viðurkenna að
Guðrún sé kvenremba. Hann segir
þau oft ræða kvenfrelsis- og jafnrétt-
ismál. Þegar hann er spurður hvort
Guðrún og Svavar hafa búið saman í rúmt eitt og hálft ár. Erfiðleikar, sem óhjákvæmilega fylgdu skilnaði þeirra við maka sína með tilheyrandi slúður-
sögum, eru nú að mestu yfirstignir. „Líf okkar hefur óhjákvæmilega breyst mjög mikið," segja þau.
hann sé mjúkur maður hefur hann
ekki svar við því. Hins vegar segir
hann mýkri mái liggja nær hjartanu
en umraeða um efnahagsmál. Svavar
er ekki hrifinn af arftaka sínum í
menntamálaráðuneytinu. „Hann
skipaði að vísu góðan útvarpsstjóra.
En ég var að vona að hann myndi
ekki gera mikið. Vonaðist til að hann
yrði skaðlítfll. Vitaskuld er ég leiður
yfir að öll mín stóru mál, t.d. skóla-
og menningarmál, skemmist með
þessum hætti. Þjóð sem ekki leggur
metnað í að mennta bömin sín er
dæmd til lélegra lífskjara," segir
hann.
„Mér þykir núverandi mennta-
málaráðherra ganga fulllangt í því
að eyðileggja mál sem við unnum að,
jafnvel tiltölulega lítfl mál. Mér er
tjáð að bæklingar um íslenska menn-
ingu á erlendum tungum, fáist ekki
endurútgefnir vegna þess að við Guð-
rún unnum að þeim. Einnig að bækl-
ingur, sem átti að fara til allra for-
eldra í landinu sem eiga börn í skóla,
hafi verið saltaður. Hann var unninn
af foreldrasamtökunum Samfoki og
samtökum foreldra leikskólabama
og var tilbúinn þegar nýr ráðherra
kom í ráðuneýtið. Eg get nefnt ýmis
önnur dæmi um ótrúlegan smásálar-
hátt gagnvart málum sem hafa ekk-
ert með pólitík að gera. Þetta er
flokkspólitísk lágkúra manna sem
sjá pólitík með allt öðrum hætti en
ég geri. Sá maður sem sest í stól ráð-
herra er ekki starfandi einungis fyrir
eigin flokk heldur allt fólk í landinu.
Þjóðin þarf á alvöru menntamálaráð-
herra að halda en ekki aðstoðar-
manni fjármálaráðherra.“
Sannirjafnaðarmenn
Fyrrverandi menntamálaráðherra
fer í ham þegar umræðan er farin
að snúast um pólitíkina. Það er því
ekki fjarri lagi að spyija hvort þau
séu ánægð með landsfund Alþýðu-
bandalagsins um síöustu helgi. „Ég
er ánægður með flokkinn og lands-
fundinn að mörgu leyti," segir Svav-
ar. „Ég er feginn að búið er að af-
greiða nýja stefnuskrá en ég gerði
tillögu um endurskoðun hennar 1983.
Flokkurinn er að styrkjast. Deilur
milli manna í fortíðinni eru þó oft
hatrammar og sárar og skflja eftir
sár sem enn eimir eftir af.“
- Teljið þið ykkur jafnaðarmenn?
„Ég hef alltaf talið mig vera það.
Alþýðflokkurinn er ekki jafnaðar-
mannaflokkur eins og hann er,“ seg-
ir Svavar og Guðrún er sammála.
„Ég man ekki eftir jafnátakalausum
fundi þar sem mikflvæg mál em af-
greidd," svarar hún.
Þau em bæði sammála um að Al-
þýðubandalagið sé aö eflast og hafa
trú á aö flokkurinn komist fyrr en
síðar aftur í ríkisstjóm. Guðrún er
varaborgarfulltrúi. Hún hefur ekki
hugleitt að færa sig í landsmálapóli-
tíkina. „Sá maður sem á hugsjón
hættir aidrei í pólitík," segir Svavar.
„Á meðan ég get gert gagn held ég
áfram,“ segir hún.
-ELA