Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 36
48 LAUGARDAGUR 30. NÖVEMBER 1991. Menning Ný saga og gömul Jólabókaflóðið er að breytast í jólabóka- fossinn. Fjögur hundruð titlar steypast yfir okkur á liðlega fjórum vikum og er illskiljan- leg hremming. Einu virðist gilda þótt hand- ritum hafi verið skilað á miðju sumri. Það bólar ekki á þeim fyrr en allar flóðgáttir prentsmiðjanna opnast seint í nóvember. Lítið ársrit eins og Ný saga kom í fyrra seint í ágúst, á þessu ári ekki fyrr en núna, en það er líflegt að vanda og hæfir vel í jóla- pakka með þjóðlegri afurð eins og lopatrefli eða háleistum. Það er myndskreytt og alþýö- legt sem fyrr. Ein greinin heitir enda Alþýðu- kona og listin, að nokkru byggð á bréfum til Elku Bjömsdóttur, verkakonu í Reykjavík um 1920. Hún lagði til „dálítið band“ í ævi- vef myndlistarmanna sem þá voru að feta sín fyrstu spor um hálar götur Kaupmanna- hafnar, meðan hún skúraði gólfin á skrif- stofu borgarstjórans í Reykjavík. Margrét Guömundsdóttir sagnfræöingur vinnur að því að búa dagbækur Elku til prentunar og verður mikið gaman að lesa þær. Önnur kona sem stígur fram úr rökkri fort- íðar á blöðum Nýrrar sögu er Ingibjörg Jóns- dóttir á Bessastöðum, fædd 1784. Eins og Kristín Ástgeirsdóttir bendir réttilega á hafa bréf hennar hingað til verið lesin til að fræð- ast um son hennar, skáldið Grím Thomsen, ekki til aö skyggnast inn í hugarheim bónda- konu á 19. öld. Jón Thor Haraldsson skýrir Alþingisrímur frá aldamótum með gömlum kjaftasögum, á fræðimáli: arfsögnum úr munnlegri geymd, og leitar að höfundi þeirra. Már Jónsson hristir höfuðið yfir öllum þeim grúa af nauðgunarsögum sem rekið hefur á fjörur hans í víðtækum rannsóknum á ást og of- beldi og vill hvíla huga sinn við skopkvæði eins og Grettisfærslu sem lúterstrúarmönn- um þótti svo ósiðlegt að þeir skófu það af skinni, en vöruðust ekki tækni útfjólublárra geisla sem gerðu handritafræðingnum Ólafi Halldórssyni kleift að vekja kvæðið til lífs að nýju ekki alls fyrir löngu. Hjalti Hugason og Agnes Arnórsdóttir fjalla um viðhorf í sagnfræði, hann út frá kristnisögu sem hann mun ritstýra og verður stórvirki, hún kvennasögu. Þá vekur Helgi Skúli Kjartansson áthygli á „hvílík aflstöð" sænskir háskólar hafa orðið íslenskri sagn- fræði á seinni árum með tíu eða fLeirl merk- um doktorsritgerðum og skoðar siðan þann hlutann sem snýr að íslenskri verkalýðs- sögu. Laukrétt hjá Helga eins og annað en er ekki skýringin einfaldlega rausn Svía sem oft hafa veitt doktorsefnum starfslaun jafn- vel árum saman? Annars á einn sænski doktorinn, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, að minum dómi best skrifuðu greinina í Nýrri sögu í þetta skipti. Á tæplega fimm blaðsíðum lýsir hann bylt- ingunni sem varð á andlegu lífi þegar olíu- lampinn tók við af grútartýrunni upp úr 1870. Það varð ljós í bókstaflegum skilningi þegar húsbændur misstu alræðisvald sitt yfir því hvað lesið var upphátt í hálfmyrkum baðstof- unum og vinnuhjú og unghngar gátu valið sér lesefni eftir eigin höfði. Sagan býr víðar en í gömlum textum. Hún býr líka í gömlum húsum eins og ljóst verður af viðtah við Margréti Hallgrímsdóttur borg- arminjavörð. Skoðanir hennar um verndun Bókmeimtir Inga Huld Hákonardóttir miöbæjarins í Reykjavík hljóma mjög skyn- samlega, sem og vangaveltur um klaustur í Viðey, reist úr fornum rústum. Sá galli er þó á ritsmíðinni að viðmælandi virðist hafa lagt meiri rækt við eigin spurningar - þær eru nákvæmar, feitletraðar og yfir fjörutíu talsins - en svör Margrétar sem hefðu, inni- haldsins vegna, átt skihð meiri alúð í vinnslu því talmál er aldrei hægt að setja beint á blað, svo vel fari. Sagan flöktir einnig á sjónvarpsskjánum og um það er rætt í hringborðsspjalh þar sem einn þátttakenda kahar söguskoðun Hrafns Gunnlaugssonar „ofboðslegt rugl“. Gæti af því sprottið hin skemmthegasta deha. Mig langar að setja fram eina tihögu. Ætti ekki svona rit að flytja stuttan pisth um at- burði ársins á sviði sagnfræöi? Nefna helstu ný ritverk, segja frá fróðlegum ráðstefnum, góðum sýningum, húsum sem bjargað hefur verið, fornleifagreftri, kvikmyndum og jafn- vel dehum sem blossað hafa upp. Þótt slíkur annáll væri ekki tæmandi mundi hann gefa nokkra hugmynd um gróskuna sem Ný saga er sprottin af. Ný saga. Tímarit Sögufélags 5. árg. 1991. 92 bls. Líf og fjör í hjólastól Það er hroðalegt að lamast og setjast í hjóla- stól. Okkur setur hljóð svohtla stund þegar við heyrum af fólki sem líður vel, eftir atvik- um, í kjölfar slysa eða hryðjuverka, og hugs- um hvort fætur eða hendur séu ennþá á sín- um stað. Við teygjum okkur ögn og finnum að vöðvar og ahur hreyfibúnaður er í lagi. Og við hugsum að kannski gætum við not- fært okkur það betur, staðið upp og farið í göngu, eða bara gert eitthvað af öhu því sem okkur stendur th boða. Af því að við höfum aht sem th þarf með því einu að vera ekki lömuð. En syo nennum við ekki að hanga lengur yflr svona hugsunum um sjálfsagða hluti og sitjum bara áfram á okkar stól, horf- um á sjónvarpið og spilum í lottóinu. Þangað th við lesum Á hjólum eftir Pál Pálsson og neyðumst til að hugsa þá hugsun til enda hvemig það raunverulega er að lamast og setjast í hjólastól. Ungur gítarleikari, einkasonur vellauö- ugra foreldra, fer á bhndafylhrí skömmu fyrir gítarpróf og steypist niður í kjahar- atröppur með þeim afleiðingum að mænan skaddast og hann lamast fyrir neðan mitti. Sagan lýsir síðan óráði hans á eftir og legu á sjúkrahúsi, endurhæfingu, heimkomu, til- raunum th að hefja nýtt líf og leita sér lækn- inga, aha leiö til töframanna á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. Öhu þessu eru gerð rækheg skh, með ljóðrænum innskotsköflum um drauma og angist sögumanns og um leið kynnumst við í svip fjölda persóna: þjáning- arbræðrum á mismunandi stiginn lömunar, fjölskyldumeðhmum, vinum og nýjum og/eða gömlum kærustiun sem fléttast sam- an við áhyggjuhtla skólafortíð hins lamaða sögmnanns. Páll Pálsson, höfundur Á hjólum. Nógir andskotans peningar Til að draga fram hvað thveran breytist viö setu í hjólastól eru ytri aðstæður sögu- manns með besta móti. Faðir hans á ítök í ættaróðahnu sem búið er að breyta í laxveiði- jörð og það er skítnóg af peningum th ahra hluta sem peningar duga th. Einbýhshúsinu er snarlega breytt með þarfir hjólastóls í huga, fjarstýring keypt á aht og nýr bhl fyr- ir lamaða soninn þegar hann útskrifast af spítalanum. Það er keypt ferö th Ameríku, nýr bhl þar og uppihald á sérhönnuðu hóteh fyrir fatíaða í nágrenni við hálfsystur sögu- manns, sem er þar í námi en býr í flnu villu- hverfi með tvo bha. Það er m.ö.o. hægt að gera allt sem myndi kosta okkur hin marg- falda aleiguna nokkrum sinnum. Og þessi auður er svo sjálfsagður að það hggur við að maður segi: „Ja, sá þarf nú aldeihs ekki að kvarta!" En um leið og við segjum það finnum við tæmar hreyfast og skömmumst okkar fyrir að öfunda lamaðan mann af fá- Bókmenntir Gísli Sigurðsson fengilegum veraldlegum auði. Og sögumaður reynir að yfirvinna fótlun sína með því að snúa sér aö því sem hann getur gert án þess að fótlunin komi að sök: fara í endalausa bhtúra og skrifa pennavinkonum í fjarlæg- um heimshomum. Þessi viðbrögð hans eru þó fremur flótti en ghma við raunveruleika á hjólum. Hin eiginlega andlega endurhæfmg getur ekki hafist fyrr en sá fatlaði hættir að hugsa um sérstöðu sína og fer að gera þaö sem venjulegt fólk er ahtaf að gera: drekka vín og fara út að skemmta sér, vera með vin- um sínum, mæta í vinnuna og verða skotinn í stelpmn. Veður í stelpum Kvenhylh sögumanns hefur verið töluverð fyrir slysið og htið virðist hafa dregið úr henni þegar hann fer að láta th sín taka í hjólastólnum á dansgólfum borgarinnar. Lengi vel eftir slysið veltir hann því fyrir sér hvernig og hvort kynlíf geti gengið hjá löm- uðum og fötluðum fyrir neðan mitti. Þegar á hólminn kemur er eins og þar sé engin fyrirstaða og htið mál að dansa við dömurn- ar í hjólastólnum og kippa þeim með heim th pabba og mömmu að loknum dansleik. Að vísu er ekki gerð nákvæm grein fyrir því hvemig þetta gengur th og lesandanum er ætlað að gleypa í framhjáhlaupi að það hafi verið htið mál að ná í píur þó að árangurinn í rúminu yrði kannski ekki sem skyldi. Þeim upplýsingum er skotiö inn eftir á þegar það rennur upp fyrir sögumanni að það hefur gleymst að segja frá kvennafarinu! Því miður ber svohtið á svona gleymsku. Atburðir eru ekki undirbyggðir fyrr en of seint þegar uppgötvast að þörf er á einhveij- um aðdraganda. Og úrvinnslu annarra þátta vantar eins og t.d. á gítamámi sögumanns. Það er erfitt að botna í því af hverju verið er að gera hann að gítarnemanda nema th þess eins að segja að hann vilji ekki halda því námi áfram af ótta við of auðfenginn frama út á fótlun sína. Þannig er kannski heldur margt sett inn í söguna án þess að eiga þangað brýnt erindi enda felst styrkur hennar fyrst og fremst í nákvæmri greinar- gerð um það ferh sem hinn slasaði gengur í gegnum á leiö til bata fremur en markvissri hstrænni byggingu. Eins er með sthinn sem heldur lesandanum við jörðina, nema í ljóð- rænu innskotsköflunum, og nær að setja hann í snertingu við hina raunverulegu at- burði fremur en að uppheíja þá í skáldskap. Páll Pálsson Á hjólum (skáldsaga, 194 bls.) Forlagið 1991

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.