Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 46
58 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Jólagetraun DV Jólagetraun DV hefst á mánudag: Vinningar fyrir 270 þúsund krónur Vinningar í jólagetraun DV eru nýög veglegir í ár. Samanlagt er verömæti þeirra 270.230 krónur. Fyrsti og um leið glæsilegasti vinn- ingurinn er Macintosh Classic einka- tölva frá Apple-umboðinu, Skipholti, að verðmæti 99.980 krónur stað- greitt. Macintosh tölvumar em mjög aðgengilegar fyrir unga sem aldna. Forritin em öll byggð upp á svipaðan hátt sem gerir það að verkum að þegar menn kunna á eitt Macintosh forrit læra þeir nokkuð auðveldlega á annað. Macintosh Classic einka- tölvan, sem þátttakendur í jólaget- Sonja sýnir hér hina glæsilegu vinninga sem í boði eru fyrir þátttakendur í jólagetraun DV. Getraunin hefst á mánudaginn. Verömæti vinninga er samtals 270.230 krónu'r. DV-mynd Brynjar Gauti SÓFASETT - HÆGINDASTÓLAR - HORNSÓFAR - SÓFABORÐ - SPEGLAR - FATAHENGI OG MARGT, MARGT FLEIRA % #HUSGAGNA^HF X val SMIÐJUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 72870 raun DV kljást um, er með skjá, lyklaborði, og mús, 2 Mh vinnslu- minni, 40 Mb harðdiski, íslenskum kerfishugbúnaði (6.07) og gagna- flokkunarkerfinu HyperCard. Önnur verðlaun eru Panasonic Gl myndbandstökuvél frá Japis að verð- mæti 59.950 krónur staðgreitt. Þetta er mjög nett, létt og fullkomin vél með ýmsum helstu eiginleikum sem prýða góðar myndbandstökuvélar. Vélin er með sjálJfvirkum stafrænum fókus, 3 luxa ljósnæmi og sérstakri „power-zoom“linsu sem eykur möguleika við tökur. Þriðju verðlaun eru Sony CFD 50, sambyggt útvarps- og seglubands- tæki með geislaspilara, frá Japis aö verðmæti 23.900 krónur staðgreitt. Þetta kraftmikla tæki er með geisla- spilara sem forritanlegur er fyrir allt að 34 lög, útvarp með hraðvirkri leit- artækni og hnapp sem setur geisla- spilara og segulband samtímis í gang við upptökur. Hægt er að keyra tæk- ið með rafhlöðum. í 4.-6. verðlaun eru Nasa sjón- varpsleikjatölvur frá Radíóbúðinni að verðmæti 14.900 krónur hver, staðgreitt. Þessum vinsælu leikja- tölvum fylgja tveir turbo stýripinnar og 35 fjölbreyttir, skemmtilegir og spennandi leikir. í 7.-12. verölaun eru Sony kassettu- tæki með hljóðnema að verðmæti 6.950 krónur hvert, staðgreitt. Þessi tæki eru hönnuð út frá þörfum og getu yngstu notendanna, eru sterk- byggð með ávölum homum svo eng- inn meiði sig. Tólf heppnir þátttakendur í jólaget- raun DV munu hreppa einhvern þessara vinninga og því er um að gera að vera með í skemmtilegri jóla- getraun sem birtast mun 10 sinnum í blaðinu frá og með næsta mánudegi. Jólagetraun DV - meðal heimspólitíkusa: Hvenær komust þeir í stólinn? Jólasveinamir eru víst hrifnari af þægum og góðum bömum en óþekkt- arormunum. Það ættu flestir að vita. En blessaðir jólasveinarnir eru með stórt hjarta og því rúmast fleiri í faðmi þeirra en marga gmnar. Þess vegna er til hópur fárra útvalinna sem ekki em alltaf jafn þægir og góðir en sem jólasveinurium þykir vænt um. í þessum hópi óþekktarorma er hópm- heimspólitíkusa, karla og kvenna, sem em í erfiðum og kref]- andi störfum. Fyrir jólin fá þeir hins vegar tækifæri til að bæta ráð sitt og ætla svo sannarlega að nýta það tækifæri. Þá langar ekki sérlega að fara í jólaköttinn. Pólitíkusamir fá að vinna á verk- stæði jólasveinanna sem sérstakir heiðursjólasveinar. Þeir fá síðan gjöf að launum en gjöfin fer alveg efir því hvenær þeir komust fyrst í embættin sín, hvenær þeir komust í stólana sína. Jólasveinninn sem heldur utan um tölurnar yfir starfsaldurinn er ekki mikið inni í pólitík og hefur því ekki hugmynd um hvenær þessir pólitík- usar komust fyrst í stólana sína. Þar kemur að ykkur, lesendur góöir. Þiö eigið að hjálpa jólasveinunum að fmna út hvenær pólitíkusarnir sett- ust fyrst í stólana sína. í hvert skipti sem jólagetraunin birtist getiö þið valið miili þriggja ártala. Krossið viö það ártal sem þið teljið rétt og safnið öllum 10 jólagetraunaseðlunum sam- an í umslag. Fyrsti hluti jólagetraun- arinnar birtist mánudaginn 2. des- ember en síðasti hlutinn föstudaginn 13. desember. Skilafrestur verður til- kynntur síðar. Góða skemmtun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.