Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Qupperneq 48
60 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Helgarpopp Guðmundur Jónsson, lagahöfundur Sálarinnar hans Jóns míns: Lagakrókur „Það gefur mér miklu meira að semja lög en að spila. Ég hef mjög gaman af að semja lag, fylgja því eftir á öllum vinnslustigum og sjá svo viðbrögðin þegar það er flutt.“ Þetta segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari og aðallagahöfundur hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns. Hann og félagar hans voru nú í vikunni að senda frá sér nýja plötu sem ber nafn hljómsveitar- innar. „Þetta er tólf laga plata," segir hann. „Tíu þeirra eru eftir mig og tvö eftir Jens Hansson. Friðrik Sturluson á þrjá texta og hina samdi Stefán Hilmarsson. Eg kom með tuttugu lög í upphafi þegar við byrjuðum að undirbúa plötuna. Helminginn samdi ég síðasta vetur þegar við vorum í fríi. Hin voru bæði eldri og yngri. Það er gott að hafa úr nógu að velja. Þá er hægt að móta heildarmyndina strax.“ Guðmundur átti talsvert af lög- um þegar Sálin hans Jóns míns var stofnuð. Flest voru þau þó í þyngri kantinum og samin undir áhrifum nýbylgjurokks. Nú er talsvert farið að ganga á innstæðuna enda hefur Sálin verið dugleg að senda frá sér lög, ýmist á eigin plötum eöa safn- plötum. ■ „Stíllinn hefur breyst með árun- um,“ segir Guðmundur. „Lögin eru orðin léttari en fyrr. Þá lá við að maður væri rekinn úr hljómsveit- um fyrir að koma með létt og auð- grípanlegt lag. Ég skammast mín ekkert fyrir að semja létta tónlist. Það er hreint ekkert leiðinlegra heldur en hitt.“ Smellirnir Guðmundur hefur sýnt það og sannað á liðnum árum að hann á auðvelt með að semja lög sem slá Umsjón Ásgeir Tómasson í gegn. Nægir þar að nefna Neist- ann, Hvar er draumurinn?, Eltu mig uppi, Ábyggilega og Brostið hjarta. Og nú er að minnsta kosti enn einn smellurinn að bætast í safnið: Láttu mig vera af nýju plöt- unni. „Ég sest aldrei niður til að semja „hit“ lag,“ segir Guðmundur. „Stundum liggur ekki fyrir hvaða lag er líklegt til vinsælda fyrr en búið er að útsetja, semja texta og jafnvel taka upp. Láttu mig vera var hins vegar valið snemma á nýju plötuna og þar með töldum við þvi máli bjargað og þurftum ekki að hafa frekari áhyggjur. Ég heyri til dæmis ekki nærri því allt- af hvaða lag er líklegt til vinsælda Sálin hans Jóns míns: Melódían er í öndvegi. og hvað ekki. Stefán er hins vegar naskur á að finna smellina. Ég átti til dæmis aldrei von á aö Eltu mig uppi af plötunni Hvar er draumur- inn? yrði vinsælt. Þar var annað sem ég var til í að veðja á, lagiö Gefðu mér. Það vakti hins vegar enga athygli og við spilum það ekki lengur. Ég get nefnt fleiri lög,“ heldur Guðmundur áfram. „Ég var til dæmis aldrei ánægður með Neist- ann og varð mjög hissa á að það lag skyldi slá í gegn. Ég man þegar ég heyrði það á leikið á plötukynn- ingu. Mér leiö einfaldlega Ola. Lag- ið var afleitt. En við spilum það mun betur nú en áður. Sum lög ná fluginu í hljóðversvinnslunni, önn- ur missa flugið. Maður getur aldrei sagt neitt fyrirfram um endanlegu útkomuna. En ég verð að játa að við vorum vissir um Láttu mig vera strax frá upphafl." Guðmundur færist undan því að spá um gengi annarra laga á nýju EINN BILL A MANUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN SVARSEÐILL ö Já takk. Ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis og það verður annar áskriftar- mánuðurinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. □ Já takk. Ég vil greiða með: Athugið! Núverandi áskrifendur þurfa ekki að senda inn seðil. Þeir eru sjálf- krafa með í áskriftargetrauninni. Starfsfólki FRJAL3RAR FJOLMIÐLUNAR og mökum þeirra er ekki heimil þátttaka í áskriftargetraun blaðsins. Vinsamlegast notið prentstafi: NAFN_________________________ HEIMILISFANG/HÆÐ_ PÓSTSTÖÐ. . SÍML KENNITALA L J I I I I □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF BLAÐBERA KORTNÚMER J J I L GILDISTÍMI KORTS. UNDIRSKRIFT KORTHAFA SENDIST TIL: DV, PÓSTHÖLF 5380, 125 REYKJAVÍK, EÐA HRINGIÐ í SÍMA 27022 - GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 626684. 1 I 1 I 1 I I I I i I I I i ;l 11 I 1 «1 plötunni. Segir þó að eftir að text- inn við Færðu mér frið var kominn hafi lagið færst mjög í aukana. Einnig líst honum vel á Gagntekinn eftir Jens. Að kunna að hætta En af hverju geta sumir samið lög sem hitta í mark og aðrir ekki? Hvað gerir lagahöfund góðan? Guö- mundur Jónsson brosir að spurn- ingunum og hugsar sig um. „Málið er kannski það að vita hvenær maður á að hætta, átta sig á því hvenær nóg hefur verið verið gert við lagið,“ segir hann loks. „Sumum finnst einfaldlega ómerkilegt að semja einfóld og grípandi lög. Það er fyrir neðan þeirra virðingu. Ég er ósammála þessu. Hjá okkur í Sálinni hans Jóns míns er melódían í öndvegi. Núna erum við líka komnir í þá aðstöðu að geta leyft okkur ýmis- legt. Við sömdum til dæmis Brosið blíða á nýju plötunni staðnum og létum allt vaða. Við erum meira að segja djassaðir í einum kafla lagsins! Á endanum varö það uppá- haldslag hljómsveitarinnar. Við reyndum að hafa nýju plötuna sem fjölbreyttasta. Blönduðum saman poppi, soul/fónki og rokki.“ Guðmundur semur á kassagítar, prófar sig áfram með hljóma og syngur með. Síðan getur nýtt lag sprottið út frá einum gítarfrasa. „Annars er allur gangur á þessu,“ segir hann. „Ég get nefnt sem dæmi að lagið Ábyggiiega varð til út frá löngu forspili lags með Bruce Springsteen. Ég fór að raula laglínu með og þegar forspilinu lauk og kom að söngnum var byrjunin að nýju lagi komin hjá mér. Þegar ég samdi Láttu mig vera var ég að spila upphafstóna Doobie Brothers lagsins Long Train Running og fékk þá allt í einu hugmyndina að nýju lagi.“ Gott frí Sálin hans Jóns míns tók ekki þátt í plötuslagnum fyrir síðustu jól. Liðsmenn hljómsveitarinnar ákváðu að hvíla sig yfir eina jóla- vertíð. „Við vorum ekkert síður að hvíla hlustendur," segir Guðmundur Jónsson. „Þegar við erum að spil- um við mikið, átta til tíu sinnum í mánuði. Síðastliðið sumar spiluð- um viö um allar helgar og vorum svo virka daga í hljóðveri við að vinna að nýju plötunni. Viö erum einfaldlega svo mikið saman að það þarf ekki mikið að ganga á svo að allt sjóði upp úr. Einnig verðum við að gæta þess að ofgera ekki hlustendum. Markaðurinn er svo lítill og við erum ákveðnir í að lifa af þvi að gera út á hann. Það þarf ekki að koma nema ein plata sem ekki verður vinsæl. Hún getur riðið okkur að fullu. Því er vissara að fara varlega.“ Aö sögn Guðmundar gerði síö- asta vetur það að verkum að allir voru orðnir til í slaginn þegar hljómsveitin tók til starfa að nýju. Allir voru búnir að hlaða batteríin, ný lög urðu til í fríinu og þar af leiöandi kom Sálin frísk á dans- leikjamarkaðinn. Nú er keyrt á fullu og verður svo út árið. Jafnvel talsvert lengur. „Við verðum að setjast niður fljótlega eftir áramótin og skipu- leggja það sem við gerum á nýja árinu. Við verðum fyrst og fremst á Reykjavíkursvæðinu fram eftir vetri en skreppum að sjálfsögðu út á land ef tækifæri býðst og veður leyfir. Ég sé ekki fram á annað en að það verði nóg að gera.“ L.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.