Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Qupperneq 62
74
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Afmæli______________________
Sigurður Freysteinsson
Siguröur Freysteinsson, Þórunn-
arstræti 121, Akureyri, er sjötugur
ídag.
Starfsferill
Sigurður fæddist á Glerárbakka í
Glæsibæjarhreppi, nú Akureyri, og
ólst upp í Baldursheimi í Glerár-
þorpi. Hann lauk gagnfræöaprófi
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar
1941. Sigurður stundaði sjómennsku
á skólaárunum og eftir að þeim
lauk. Hann tók meirapróf bifreiða-
stjóra 1946 og ók á Bifreiðastöð Odd-
eyrar og Bifreiðastöö Akureyrar
1955-91 er hann hætti störfum. Auk
þess vann hann í tólf ár þessa tíma-
bils við verslunarstörf hjá véladeild
KEA.
Fjölskylda
Sigurðurkvæntist 30.11.1949 Sig-
rúnu Lovísu Grímsdóttur frá Flat-
eyjardal, f. 18.2.1927, húsmóður.
Hún er dóttir Gríms S. Sigurðssonar
og Huldu Tryggvadóttur er bjuggu
að Jökulá á Flateyjardal en þau eru
bæöilátin.
Börn Sigurðar og Sigrúnar Lovísu
eru Grímur, f. 18.7.1949, véltækni-
fræðingur á Akureyri, kvæntur Sig-
ríði Finnsdóttur og eru dætur þeirra
Hulda Björk og Ragnheiður Sara;
Freysteinn, f. 12.12.1950, skrifstofu-
maður, kvæntur Kolbrúnu Sigur-
pálsdóttur og eru synir þeirra Sig-
urður Rúnar og Baldvin; Hulda
Guölaug, f. 22.10.1952, hjúkrunar-
fræðingur, gift Brynjari Þórarins-
syni og eru börn þeirra Þórður
Freyr og Sigrún Lovísa; Guðbjörg,
f. 29.4.1956, tölvufræðingur, gift
Skúla Kristjánssyni og eru synir
þeirra Andri ogTeitur; Sigurður, f.
25.5.1958, framkvæmdastjóri í Dan-
mörku, kvæntur Liv Marit; Sigrún
Lovísa, f. 23.7.1968, hjúkrunarnemi,
í sambúð með Siguröi Jóhannes-
syni.
Systkini Sigurðar: Sigríður, f. 18.8.
1818, d. 21.10.1991, var gift Bjarna
Jóhannessyni skipstjóra og eignuð-
ust þau sjö börn; Hallfríður, f. 27.2.
1928, aðalfulltrúi í Garðabæ, gift
Erni Eiðssyni og eiga þau tvö börn;
Pétur F. Breiðfjörð, f. 16.9.1930,
kvæntur Ragnheiði Ámadóttur og á
hann eina dóttur.
Foreldrar Sigurðar: Freysteinn
Sigurðsson, f. 16.8.1886, d. 13.2.1967,
iðnverkamaður í Baldursheimi í
Glerárþorpi, og kona hans, Guðlaug
D. Pétursdóttir, f. 5.5.1893, d. 13.3.
Sigurður Freysteinsson.
1964, húsmóðir.
Sigurður verður erlendis á afmæl-
isdaginn.
Merming
Einu sinni var
„Einu sinni var maður sem kallaði út í nóttina. -
Þú ert svo kolgeggjuð að ég get ómögulega gifst þér
sama hvað ég reyni. Og morguninn eftir fannst hann
látinn." (bls. 65).
Þannig hljómar upphafiö á einni af smásögum Krist-
ínar Ómarsdóttur í nýútkomnu smásagnasafni hennar
sem ber heitið „Einu sinni sögur". Örlög kolgeggjuöu
konunnar verða ekki rakin hér en eflaust dettur mög-
um í hug að hún hafi hlotið makleg málagjöld. Það era
jú örlög fiestra morðingja»og annarra illmenna í venju-
legum ævintýrum sem eins og flestir vita hefjast á
þessum fleygu orðum: „Einu sinni var...“
í safni Kristínar er að finna 68 smásögur eða örsög-
ur, allt frá þremur línum upp í 5 blaðsíöur, en sögurn-
ar eiga það flestar sameiginlegt að byrja einmitt á orð-
unum einu sinni var. Venjulega fela þessi orð í sér
loforð um eitthvaö spennandi, dularfullt, ógnandi en
umfram allt skemmtilegt framhald. Lesandinn er
leiddur inn í kynjaveröld, fulla af kóngum og drottn-
ingum, fólki og forynjum þar sem aðalsöguhetjan
kemst yfirleitt í hann krappan en bjargast að lokum.
í sögum Kristínar eru engir kóngar og ekki drottning-
ar heldur, en þrátt fyrir það er þar ýmislegt skemmti-
legt á seyði eins og í öllum almennilegum einu sinni
sögum. Þar ræður einfaldieikinn ríkjum, fólki og um-
hverfi er lýst í sem fæstum orðum og í lok hverrar
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
sögu situr lesandinn venjulega uppi meö einhvern
boöskap eða ráð eins og vera ber. Ekki endilega sama
boðskap og menn eiga að venjast úr hefðbundnum
ævintýrum þar sem heiminum er skipt upp í svarthvít-
ar andstæður og aldrei ríkir neinn vafi á því hver sigr-
ar í lokin né hvers vegna. Þótt sögurnar í „Einu sinni
sögum" séu einfaldar að gerð og uppbyggingu getur
hugmyndin að baki þeim verið vandfundin. Stundum
situr lesandinn uppi með dálítið ruglingslegan boðskap
því hann fær ekki einn lykil upp í hendurnar heldur
marga og það er undir honum sjálfum komið hvaða
dyrum hann kýs að ljúka upp og það gerir sögurnar
yndislega tviræðar. Lesandinn getur t.a.m. velkst hefl-
lengi í vafa um hvort þaö borgi sig að gera góðverk
eða ekki eða hvort það sé hættulegra að aka um í Jagú-
ar en öðrum bílum. En í öðrum sögum fer ekki á milli
mála á hvaða mið er róið: „Einu sinni var maður sem
elskaði sápur. Þaö er gott aö elska sápur því þær gera
mann hreinan. Reyndar vissi ég um konu sem líka
elskaði sápur svo það virðist ekki óalgengt elskuefni.
Þessi maður hafði stóra þörf fyrir að finna að hann
væri á lífi. Og þegar hann handlék sápumar í pökkun-
um og raðaði þeim upp í skáp fann hann að hann var
maður sem þurfti á einhveiju að halda. Maður sem
óhreinkaðist. Maður sem þurfti eitthvað til aö halda
sér hreinum. Maður sem gat ekki verið einn. Og hann
var þakklátur sápunum sínum fyrir að veita sér þetta.“
(„Ástarþörf ‘ bls. 10).
Mestmegnis
glaðar sögur
Ástin spilar stórt hlutverk í mörgum sagnanna, þörf-
in fyrir að elska og vera elskaður og eins og við er að
búast fara mennirnir margar og misjafnar leiðir í leit
sinni að ást og hamingju. Stundum gægist firringin í
gegn eins og í tilfelli sápumannsins og á sama tíma
er einsemdin afhjúpuð á kaldhæðnislegan en um leið
dálitið kæruleysislegan hátt. Stíllinn getur verið hlut-
laus og fjarlægur en samt er aiveg greinilegt að sögu-
manni stendur síður en svo á sama eins og berlega
má sjá í „Barn fæddist":
„Einu sinni fæddist barn sem átti ekki að fæðast en
fæddist samt. Mamma þess gat ekki annað en fætt það
og læknarnir og hjúkrunarfólkið gátu ekki annað en
tekið á móti því. Og það var heldur ekki hægt annað
en lána því rúm og setja það í fot og láta það vera til.
Og það fæddist einsog margir aörir hafa fæðst. Og
það öskraði álíka og hefur verið. Og það var með pínu-
lítið hár og enn minni augu og hendur sem gerðu strik
útí loftiö. Og mjúka stillta fætur með litlum ávölum
tám sem voru einsog punktar oná tíu ium.
En það sem geröist var að það var aldrei neinn sem
horfði á það.'Og það var sárt.“ (bls. 13).
En þrátt fyrir þennan sára undirtón eru sögurnar
mestmegnis glaðar. Lífið er sárt, en það er líka ljúft
og endar meira að segja oft vel rétt eins og í gömlu,
Kristin Ómarsdóttir, skemmtilegar sögur.
góðu ævintýrunum. Oftar en ekki er slegið á létta
strengi mitt í alvörunni t.a.m. í „sögum“ þar sem le-
sanda eru gefin ýmis ráð sem grípa má til á erfiðum
stundum. Hvað ráðlegt sé að gera ef ást gleymist, til
hvaða bragðs skuli taka „ef til dæmis kona ætlar ein-
hvern tíma að brenna þig, til dæmis meö olíu eða kerti
eða eitri“ (bls. 74) og hvert eigi að leita ef einhver deyr:
„Þegar einhver deyr skaltu hringja í mömmu þína.
Og biddu hana um að koma. En mömmur kunna á
dánardægur. Þær tala viö presta og prestum þykir
gott að tala við þær.“ („Húsráð“ bls. 44).
Þessi makalausu ráð fela í sér heilmikil sannindi
eins og svo margt annað í þessari skemmtilegu og
frumlegu bók Kristínar Ómarsdóttur og aö lestri lokn-
um langar lesendur örugglega ekki að fara að sofa
„heldur út að labba og hoppa með hundrað skrefa
millibili uppí loft" af tómri kæti.
Kristin Ómarsdóttir
Einu sinni sögur
Mál og menning 1991
Magnús Óskarsson, kímni að sið breskra.
Græskulaust
gaman
Magnús Óskarsson borgarlögmaður er löngu landskunnur fyrir næmt
skopskyn og mikla frásagnarlist. Kímnigáfa hans er breskrar tegundar
fremur en bandarískrar: Hún felst í orðaleikjum og græskulausu gamni,
ekki hlátrasköllum og hávaða. Magnús er fyndinn án þess að vera bjána-
lega hress. Hann gaf út fyrir nokkrum árum bókina Alíslenska fyndni,
sem seldist strax upp og hefur síðan verið ófáanleg. Sérstaklega þótti
úrklippusafn Magnúsar fyndið, en þar birti hann ýmsar fyrirsagnir og
setningar úr íslenskum blöðum, og var flest óviljaverk. Nú hefur Magnús
gefiö út aðra bók, sem ekki er síður skemmtileg.
Kennarar í rökfræði geta fundið þar ágæt dæmi, þar sem hugsunin
hefur af einhverjum ástæöum orðiö viðskila við málið. Maðurinn, sem
sagði, að nú væri 1. maí um land allt, kunni ekki að nota tímahugtakiö.
Kona ein, sem fylgst hafði af aðdáun með tilþrifum Friðriks Ólafssonar
skákmeistara við skákborðið, þar sem hann lenti stundum í tímahraki
undir skeiðklukkunni, sagði í sakleysi sínu: „Ég vildi, að hann færi nú
að sjá að sér og byrja svolítið fyrr.“ Konan skildi greinilega ekki, hvað
fælist í venjulegri skákkeppni.
Þá birtir Magnús eftirfarandi rökleiðslu, sem til varð í tímum hjá pró-
Bókmemitir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
fessor Símoni Jóh. Ágústssyni: Allir fuglar hafa vængi. Prófessor Símon
hefur ekki vængi. Allir fiskar hafa sporð. Prófessor Símon hefur ekki
sporð. Niðurstaða: Prófessor Símon er hvorki fugl né fiskur!
Áhugamenn um íslenskt mál geta líka fundið margt við sitt hæfi í bók
Magnúsar. Sigurjón Bláfeld er loðdýraræktarráðunautur, Dagbjartur
nokkur er umsjónarmaður götuljósa í Reykjavík, og Logi Eldon er arin-
hleðslumaður. Er þetta einleikið?
Skemmtilegastur er Magnús þó, þegar hann bendir á tvíræðni málsins,
en það hefur orðið mörgum að fótakefli, sérstaklega blaðamönnum. Hér
eru nokkrar raunverulegar fyrirsagnir úr íslenskum blöðum: „Fjórir látn-
ir lausir að lokinni krufningu.“ - „Gamli maðurinn endurskoðaður." -
„Konur virðast seljast betur“ (um sölu jólabóka). - „Ókunn lög Sigurðar
leikin.“ - „Búnaðarbankinn má ekki veikjast.“ Og svo framvegis.
í miðju krepputalinu þurfa íslendingar á græskulausu gamni að halda.
Ég mæh bess vegna sterklega með þessari bók: Eina hættan er sú, held
ég, að hún seljist upp, áður en menn hafa útvegað sér eintak!
Magnús Óskarsson:
Ný alíslensk fyndni
Örn og Örlygur, Reykjavík 1991.