Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 11 Jane Fonda og Ted Tumer gift -brúðguminn kjörinn maður ársins af Time Ted Tumer, stofnandi og aðaleig- andi CNN-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, og kvikmyndaleikkon- an Jane Fonda eru nú loks gengin í hjónaband. Mánuðum saman vildu þau ekkert gefa upp um hve- nær brúðkaupið yrði haldið og sá orðrómur var ekki lengi að komast á kreik að þau ættu í deilum um samningu hjónabandssáttmála og hvemig skipta ætti öllum milljón- unum ef svo færi að þau skildu. En það var svo 21. desember síð- astliðinn, sama dag og Jane Fonda varð 54 ára, sem stóra stundin rann upp. Athöfhin fór fram á búgarði hins 53 ára Tumers í Flórída og voru um þrjátíu vinir og ættingjar brúðhjónanna viðstaddir. Þetta er þriðja hjónaband beggja. Jane Fonda var áður gift Roger Vadim og síðan Tom Hayden. Fonda og ekki lengur greinarmun á skemmt- un og raunveruleika. En það er að minnsta kosti ekki lengur hlegið að Ted Turner eins og gert var þegar hann setti CNN- stööina á laggimar 1980. CNN- nafnið er skammstöfun á Cable News Network sem þýðir kapal- fréttasjónvarpsstöð. Þeir sem hlógu að Turner uppnefndu stöð- ina Chicken Noodle Network eða kjúkhngastöðina. Árangrinum fylgteftir Stöðin er nú orðin risi í fjölmiðla- heiminum og vakti fréttaflutningur hennar frá fyrsta degi árásar bandamanna á írak gífurlega at- hygli um allan heim. Vestanhafs Jane Fonda og Ted Turner létu pússa sig saman þann 21. desember siðastliðinn eða sama dag og Jane varð 54 ára. Viku seinna var Ted kjörinn maður ársins af tímaritinu Time. Turner trúlofuðu sig 7. desember 1990. Maður ársins Nákvæmlega viku eftir brúð- kaupið, eða 28. desember, var Ted Tumer kjörinn maöur ársins 1991 af tímaritinu Time. í tímaritinu sagði að sjónvarpsstöðin CNN hefði með fréttaflutningi sínum breytt skilgreiningimni á frétt „úr ein- hveiju sem hefði gerst í eitthvað sem væri að gerast um leið og menn sæju það og heyrðu“. Menn ársins hjá Time undanfar- in ár hafa meðal annarra verið Mikhail Gorbatsjov, Corazon Aqu- ino og George Bush. Margir höfðu gert ráð fyrir að Boris Jeltsín eða Norman Schwarzkopf hershöfðingi yrðu fyrir vahnu nú og ýmsir hafa jafnvel haft á orði að Time geri þótti CNN hafa staðið sig best allra sjónvarpsstöðva í stríðinu. Árangr- inum frá Persaflóastríðinu var fylgt eftir. Starfsmenn stöðvarinn- ar vora við hhö Jeltsíns þegar skriðdrekarnir óku að þinghúsinu í Moskvu. CNN sendi frá yfir- heyrslunum yfir Clarence Thomas dómara sem kærður hafði verið fyrir kynferðislega áreitni. Það var einnig CNN sem sýndi myndbands- upptöku leikmanns af ofbeldisað- gerðum lögreglunnar í Los Angeles og það var í útsendingu CNN sem Magic Johnson greindi frá því að hann væri með eyðni. CNN var einnig viðstatt þegar Gorbatsjov Sovétforseti sagði af sér. Áhorfendum stöðvarinnar fjölg- aði stööugt síðasthðið ár og þakka menn það fréttaflutningnum. Utan Bandaríkjanna hefur CNN notið virðingar um árabil og stöðugt sótt í sig veðrið. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa haft á orði að þeir telji fréttir stöðvarinnar ómissandi. Ted Tumer er ekki eini eigandi CNN heldur er stöðin í eigu fyrir- tækisins Turner Broadcasting. Auk Tumers er einn helsti hluthaf- inn í því fyrirtæki eignarhaldsfé- lagið Moran Asset Management. Keypti kvik- myndafyrirtæki Áður en Ted Turner setti CNN á laggirnar 1980 var hann löngu þekktur fyrir veldi sitt í Bandaríkj- unum. Ferilinn hóf hann 1970 með því að kaupa htla sjónvarpsstöð. Sex árum síðar setti hann á lag- gimar kapalstöðina TBS, Turner Broadcasting Services. Sama ár keypti hann körfuboltafélagið Atl- anta Braves og ári síðar Atlanta Hawks. Tveimur ámm eftir að Turner stofnaði CNN lét hann sjón- varpa fréttayfirhti allan sólar- hringinn og sama ár stofnaði hann CNN-útvarpið. Arið 1986 keypti Turner MGM/UA kvikmyndafyrirtækiö. Með í kaupunum fylgdi geysistórt kvikmyndasafn fyrirtækisins og hefur það margfaldast í verði vegna eftirspumar frá sjónvarpsstöðvum víða um heim. Tumer hefur nú selt hluta MGM-fyrirtækisins. Turner þykir gífurlegur keppnis- maður og kemur mönnum það því ekki á óvart hversu langt hann hefur komist. 44 „HEYRÐU Kennsla hefst mánudagínn 6. janúar Afhending skírteina fyrir alla kennslustaði er sunnudag 5. janúar kl. 13-17 að Smiðjuvegi 1, Kópavogi Nemendur á haustönn, hafíð meðferðis skírteini Janúar- tilboð 2 mán. leikfimi/erobikk 10 tímar í ljós kr. 5.500,- Fjölskyldu- afsláttur Gestakennari skólans er Vernon Kemp. Dansandi kveðja Dagný Björk danskennari DSÍ-DÍ-ICBD Kennslustaðir: • Kópavogur: Smiðjuvegur 1, 2 salir • Álftanes: íþróttahús • Seltjarnarnes: Austurströnd 6 • Reykjavík: Tónabær v/Skaftahlíð s. 642535 - 641333 VISA SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 oia ^muIn isea -talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.