Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Fréttír____________________________ DV kannar verð páskaeggja og bragð: Verðið hækkar um rúm 20%fráífyrra - páskaeggin frá Nóa fá bestu umsögnina , Hún Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir vill helst af öllu fá páskaegg númer fjög- ur á páskadagsmorgun því hún er sjálf fjögurra ára. Eggið, sem hún er að skoða á þessari mynd, er hins vegar eitt það stærsta sem fæst í búö- inni og myndi eflaust duga henni og Karíusi og Baktusi i súkkulaðimáltíðir í marga daga. DV-mynd GVA DV gerði verð- og bragðkönnun á páskaeggjum í ár eins og undanfarin ár. Á markaðnum eru páskaegg frá tveimur innlendum framleiðendum, Nóa-Síríusi og Mónu. Að auki flytur fyrirtækið íslensk dreifmg inn sviss- nesk páskaegg sem er pakkað inn í íslenskar umbúðir. Könnunin fór þannig fram að keypt voru nokkur egg frá fyrmefndum aðilum í Hagkaupi Kringlunni. Stærðirnar á páskaeggjunum og verð þeirra sést á töflunni hér á síð- unni. Kílóverðið hagstæðast á svissnesku eggjunum Öll voru eggin vigtuð og þyngdin borin saman við uppgefna þyngd. í öllum tilfellum náðu páskaeggin uppgefmni þyngd og í fimm tilfellum af sjö vógu þau meira en gefið var upp. Mónu páskaeggin voru nokkurn vegin á þeirri þyngd sem gefm var upp, Nóa páskaeggin vógu í öllum tilfellum meira, 5-20 grömmum, og páskaeggiö frá Islenskri dreifingu vó 45 grömmum meira. Þegar kílóverðiö er reiknaö út kemur í ljós að litlu skiptir hve stór páskaeggin eru, kílóverðið er svipað í öllum tilfellum. Það var hagstæðast á svissneska egginu en óhagstæöast á Mónuegginu eins og glögglega sést á súluritinu en þar er miðað við stærstu eggin (Móna nr. 8, Nói nr. 5 og Prinsessá nr. 11). Svo undarlega bregður við að kílóveröið virðist vera lægra eftir því sem einingin er minni. Neytandinn er því vanari að fá meira magn ef keyptar eru stærri einingar. í verðkönnun DV í fyrra á páska- eggjum var útreiknað meðalverð á kíló 2.349 krónur. Ef reiknað er út meðalverð á sama hátt nú er það 2.836 krónur. Þaö er verðhækkun Verð á kílói af páskaeggjum Kr. 0 :EEÉ=! upp á 21% sem er töluvert meira en verðbólga á sama tímabili. Skelin frá Nóa best á bragðið Bragðgæði eggjana hljóta að skipta hvað mestu máli og menn leggja ekki síður upp úr þeim heldur en verði. Fjögurra manna nefnd súkkulaðisér- fræðinga á DV tók að sér að gefa eggjunum einkunn eftir bragöi. Ann- ars vegar var gerð bragðkönnun á skelinni og hins vegar bragð- og út- litseinkunn á innihaldinu. Þess var gætt aö súkkulaðið í skel- inni væri mulið í smáa bita til þess að þátttakendurnir vissu ekki af hvað tegund eggin væru þegar þeir smökkuöu á þeim. Skelin á Nóa páskaeggjunum fékk áberandi bestu einkunnina. Hún fékk umsögnina „gott og milt á bragðið - langbesta súkkulaðið, eins og páskaegg eiga að vera - bragðlítið en hentar vel fyrir börn - bragðgott en fullsætt". Dökk súkkulaðiskel frá Nóa fékk umsögn- ina „gott fyrir fullorðna en ekki fyrir börn - gott en ekki fyrir börn - best á bragðið - eins og suðusúkkulaði og á ekki heima í páskaeggi". Skelin frá Mónu fékk umsögnina „alltof sætt - ágætt bragð en sykur- inn og fitan festist í gómnum - of feitt en ekki bragðvont - eitthvað við feitina sem loðir við góminn". Skelin frá íslenskri dreifmgu „vont, olíubragð og feitt súkkulaði - feitt og afltof sætt á bragðið - eins og smjör með grófmöluðu kakó- bragði og allt of sætt - óekta súkkul- aði með kakóbragði og of feitt“. Innihald Nóa- og Prinsessueggjanna best Innihald Nóa- og Prinsessueggj- anna frá íslenskri dreifmgu fékk ágætiseinkunn, Nóa einkum fyrir bragð en Prinsessa aðallega fyrir út- lit. Innihald páskaeggjanna frá Mónu fékk lakari einkunn. Lýsing á innihaldinu frá Nóa var á þennan veg: „Spennandi, fjölbreytt og gott á bragðið fyrir krakkana - fjölbreytilegt og börnin örugglega spennt fyrir þessu - girnilegt fyrir bömin - innihaldið er eins og að líta inn í gamla fombókaverslun, allt hefur sést áður.“ Innihaldið frá Mónu fékk umsögn- ina „Ógeðfellt og ólystugt, ekki sæl- gæti fyrir börn - hallærislegt nammi, fátækleg samsetning og vont á bragð- ið - ágætt á bragðið - vont, lítið úr- val og ekki spennandi fyrir börnin". Innihald Prinsessueggsins fékk umsögnina „góð samsetning fyrir eldri kynslóðina - góð blanda fyrir mig, smekklegt og girnilegt en bragð- ið olli vonbrigðum - fallegt útlit en bragðið ekki nægjanlega gott - pass- ar vel fyrir smekk fullorðinna" Páskaegg Þyngd g Uppgefin þyngd g Verð kr. Verð á kg Mónanr.2 100 100 289 2.890 Móna nr. 4 205 200 589 2.873 Móna nr. 8 330 330 979 2.967 Nóinr. 2 95 90 259 2.726 Nói nr. 4 290 270 799 2.755 Nói nr. 5 400 385 1.169 2.922 Prinsessa nr. 11 515 470 1.399 2.716 Snæfellsnes: Starfsfólki á Vegamótum sagtupp Símon agurmonss., Gorðam, Staðaœv: Kaupfélag Borgfirðinga hefur rekið veitingasölu, verslun og bensínafgreiðslu á Vegamótum í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi um langt árabil. Á deildafundum kaupfélagsins í vor hefur komið fram að félagið hyggst hætta þessum rekstri og hefur starfs- fólki veriö sent uppsagnarbréf. Taprekstur og lítil velta yfir vetrarmánuðina hafa veriö þung í skauti fyrir þetta útibú kaupfé- lagsins. Til stendur að bjóöa rekstraraðstööuna til leigu eða jaínvel aö selja hana. Þetta er eina bensínafgreiðslan á vegi nr. 54 þótt ótrúlegt sé. Sl. sumar var bensínsölunni lokað kl. 21 í sparnaðarskyni tfl nflkils ama fyrir síöbúna ferðamenn. Aöeins einn annar bensínaf- greiöslustaður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og óvíst hvort þar verður opið i sumar. Hjónin Helena og Viktor Þor- kelsson hafa staðið fyrir rekstrin- um á Vegamótum undanfarin ár af miklum dugnaði og margoft greitt götu fólks eftir lokun og í erfiðri vetrarfærð. Neytendasamtökin: Tolli mótmælt Stjóm Neytendasamtakanna samþykkti á fundi sínum í vik- unni harðorö mótmæli gegn jöfn- unartolli á innflutt súkkulaði, brauð, kex og kökur. Tollurinn þýöir allt að 15 prósentum hærra verð á þessum vörum til neyt- enda. Með honura reyna stjórn- völd aö styrkja samkeppnisstöðu innlendra nflólkurframleiöenda en um síðustu áramót voru nið- urgreiðslur á mjólkurdufti lækk- aðar vemlega. Á sama fundi samþykkti stjórn- in ályktun þar sem bent er á að GATT-samningur geti skflað ís- lenskum neytendum miklum ávinningi. í kjölfar samnings megi vænta allt að 25 prósenta lækkunar á verði búvara, sam- fara auknu frelsi í innflutningi og afnámi úrelts einkasölukerfis. -kaa Borgarstjórn: Aukaf undur í Ráðhúsinu Borgarstjórn Reykjavíkur held- ur aukafund á þriðjudaginn kem- ur. Til fundarins er boðað í tilefni þess að Ráðhús Reykjavíkur verður tekið í notkun þann sama dag. Eins og við aðra fundi borg- arstjómar gefst almenningi kost- ur á að fylgjast meö fundinum af sérstölum áhorfendasvölum. Fundurinn hefst klukkan 16. -kaa Ungur skíðamaður í Bláfjöllum: Slasaðist alvarlega Unglingur slasaðist illa á höfði þeg- ar hann var að renna sér niður brekku í Bláfjöllum síðdegis í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða og flutti á Borgarspítal- ann. Samkvæmt upplýsingum lögreglu fór pilturinn upp með stólalyftumfl í Kóngsgili. Þegar upp var komiö fór hann til vinstri og renndi sér niður aflíðandi brekku. Þegar hann kom að gilinu fyrir neðan, sem er austast í brekkunni, rann hann harkalega á stólpa. Pilturinn slasaðist flla á höföi ogmisstimeövitund. -ÓTT Þyrlan komin með hinn slasaða úr Bláfjöllum síðdegis i gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.