Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 31
30
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992.
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992.
43
Jóhannes Jónsson, prentari, kaupmaður og bjargvættur heimilanna:
Hamingj an ekki
fólgin í peningum
„Uppbygging verslananna hefur
kostað alveg gríðarlega vinnu. Eins
og við höfunj unnið síðastliðin þrjú
ár höfum við kastað öllum áhuga-
málum fyrir róða. Það er kannski
spuming hve lengi maður endist við
slíkar aðstæður en reyndar held ég
að heilsan vari lengur í starfi sem
maður hefur gaman af heldur en í
starfi þar sem maður bíður eftír að
tíminn líði. Þar að auki er ég í mjög
lifandi umhverfi og með mikið af
ungu fólki í kringum mig. Ég er
helmingi eldri en sá næstelstí í fyrir-
tækinu. Við þær aðstæður hef ég trú
á að maður endist lengi í Bónusi,"
segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður
af lífi og sál, betur þekktur sem Jó-
hannes í Bónusi.
Með tilkomu Bónusverslananna á
höfuðborgarsvæðinu tók smásölu-
verslun töluverðum breytíngum.
Með mun lægra vöruverði en víðast
hvar og grimmri samkeppni í kjölfar-
ið hefur Jóhannes í Bónusi gert
meira en flestír til að fólk nái endum
saman í heimilisbókhaldinu.
Á aðeins þremur árum hafa fimm
Bónusverslanir verið opnaðar auk
þess sem Jóhannes hefur unnið að
opnun tveggja 10-11 verslana. Jó-
hannes hefur verkð kallaður krafta-
verkamaður í íslenskri smásölu-
verslun, bjargvættur í lífskjarabar-
áttu almennings. Margt hefur verið
rætt og ritaö um verslunarrekstur
Jóhannesar. Færri þekkja hins vegar
manninn á bak við þetta allt saman,
Jóhannes Jónsson, sem fæddist í
Reykjavík 31. ágúst 1940. DV heim-
sótti aðálstöðvar Bónusverslananna
við Skútuvog í vikunni.
Viö verslun
frá barnsaldri
„Ég hef starfað við verslun nær
ósíitíð frá því ég man eftir mér. Ég
man til dæmis eftir mér þar sem ég
sat í sendibíl áriö 1948, þá átta ára
gamall, og hljóp inn með pakka í
Matardeildina í Hafnarstræti. Faðir
minn var þar versiunarstjóri en
hann vann við verslunarstörf hjá
Sláturfélagi Suðurlands í 55 ár. Eg
byrfaði að mjög snemma að snudda
í kringum hann og vann ahtaf í versl-
uninni með skólanum. Ég hef ein-
hvem veginn alltaf hænst að versl-
un.“
Faðir Jóhannesar, Jón Eyjólfsson,
byrjaði sinn verslunarferil sem
sendill í versluninni'í Hafnarstrætí
1930, þá 15 ára gamall. Frá fyrstu
útborgun til þeirrar síðustu voru
launaseðlar hans frá Sláturfélaginu.
Jóhannes átti síðar eftir að taka við
af honum sem verslunarstjóri í Hafn-
arstrætinu en þar starfaði liann í 13
ár, þar af 10 sem verslunarstjóri.
Jóhannes var síðan verslunarstjóri í
verslun SS í Austurveri í 10 ár og
síðan yfirmaður allra smásöluversl-
ana félagsins í þrjú ár eða þar til fyr-
ir lá að Sláturfélagið legði allan smá-
sölurekstur á hilluna. Eitt ár leið síð-
an þar til Jóhannes opnaði fyrstu
Bónusverslunina.
Sonur Jóhannesar, Jón Ásgeir,
byrjaði að sniglast í kringum Jó-
hannes þegar hann var verslunar-
stjóri hjá SS og vinnur nú við hlið
foður síns í Bónusi. Það er því óhætt
að segja að verslun sé þeim feðgum
í blóð borin, hefur erfst mann fram
af manni.
Lærði prent í Odda
En líf Jóhannesar hefur ekki alltaf
snúist um verslun. 17 ára gamall fór
hann að læra prentiðn hjá Baldri
Eyþórssyni í Odda. Hann tók þar
sveinspróf í setningu 1961. Vann Jó-
hannes síðan sem umbrotsmaður á
Morgunblaðinu í tvö ár.
- Af hverfu lærði upprennandi
verslunarmaður prent?
„Það var til þess aö læra einhverja
iðn eða fag. Maður gat ekki lært neitt
í sambandi við smásöluverslun, það
er ekki sérstakt fag, því miður. Ég
var reyndar aldrei prentari í eðli
mínu þó föðurbróðir minn, Sigurður,
væri prentari. En foreldrar mínir
lögðu hart að mér að læra eitthvað,
hafa eitthvert fag í bakhöndinni. Þau
sögðu það vera lykilinn að framtíð-
inni. Én nú hefur þróunin verið
þannig að prent úreldist. Þegar ég
starfaði sem prentari var allt unnið
með bl ýi en í dag er þetta eins konar
dúkkulísuleikur.
Ég á ágætar minningar frá Mogga-
árunum en þar kynntist ég mörgu
skemmtilegu fólki. Það er alveg ein-
stök stemning á dagblaði sem er
hvergi annars staðar. Það sem mér
er -minnisstæðast frá þessum
Moggaárum er morðið á Kennedy
forseta, það var mjög eftirminnilegt
að upplifa þann atburð á Moggan-
um.“
Jóhannes hefur ekki komið nálægt
prentiðn eftir að hann hætti á Mogg-
anum og á varla afturkvæmt.
„Það hefur orðið svo mikil bylting
í þessu fagi að maður er alveg út úr
kortinu, ég kann ekki neitt. Hins
vegar hefur maður auga fyrir prenti
og hvernig hlutírnir eru settir upp á
síðu, þvi gleymir maður aldrei."
Bruðl með plastpoka
Jóhannes segir verslunarstörfin
alltaf hafa togað í sig enda hætti hann
á Mogganum og byrjaði í búðinni hjá
föður sínum í Hafharstrætinu. Eftir
25 ár hjá Sláturfélaginu var Jóhann-
es skyndilega í þeirri aðstöðu að vera
hálfatvinnulaus. Hann vann þó um
stund fyrir Kaupmannasamtökin og
lét svo sannarlega að sér kveða.
„Ég kom meðal annars á sölu á
plastpokum í verslunum. Sala plast-
poka er þjóðþrifamál sem minnkaði
notkun þeirra um helming. Gífurlegt
bruðl og um leið kostnaöur verslun-
arinnar vegna plastpoka |'ór alltaf
mikið í taugarnar á mér. Það varð
að gera eitthvað í málinu Af hverj-
um seldum plastpoka fara nú 3 krón-
ur til Landverndar en j ir sit ég í
stjóm. Þar er útdeilt umfeo milljón-
um til landvemdarmála|i ári.“
Lifandi og
skemmtilegtstarf
Jóhannes er verslunarmaður af lífi
og sál, verslunin á hann allan. Hann
fer því fljótt á skrið þegar talið berst
aö þessu hjartans umræðuefni hans.
„Verslunin hefur alltaf átt hug
minn allan. Verslunarstarfið er svo
Jón Helgason
alþingism.
Oli Kr.
Sigurðsson
forstjóri Olís
Jóhannes Jónsson,
forstjóri í Bónusi
Hörður
Ágústsson
Gyðríður
Pálsdóttir
Seglbúðum
Ættarþættir Jóhannesar í Bónusi
Hjörleifur
Guttormsson
alþingism.
Guðrún
Pálsdóttir
Hallormsstað
Margrét Elíasdóttir Þykkvabæ Gyðríður Þórhallad. Steinsmýri -
Sigurður Sigurðsson b. í Pétursev
Þórhalli
Sigurður
Eyjólfsson
prentari
Jón Eyjólfsson
tyrrv.
yfirverslunarst.
Eyjólfur
Sigurðsson
flokksstjóri
Halldóra
Runólfsdóttir
Elín Gísladóttir
húsf. Pétursey
Gísli Gíslason
b. í Pétursey
Guðrún Gíslad
húsm. í Rvk
Gísli Sigurðss.
vinnum. á
Hafþórsstöðum
Ragnheiður
LjRögnvaldsdóttii
frá Eystrirein,
Kristín
Jóhannesdóttir
húsm. Rvk
Jóhannes Þórðarson trésm. í Rvk Þórður Magnúss - b. Egilsstöðum í Flóa
Margrét r Jónsdóttir húsf. Efra-Seli
Sigríður
húsm. Rvk
Þorsteinn
Einarsson
f. íþróttaf.
Einar Þórðarso
dyrav. Nýja bíói
n
Agúst
Markússon
Þórður Jónsson
b. Efra-Seli
Stokkseyri
1 <
Markús Örn Bertha Karl
Antonsson - Karlsdóttir - Markússon
borgarstjóri húsm. bryti Rvk
Markús
-\ Þorsteinsson
veggfóðraram.
Víglundur
Þorsteinsson
forstj. BM Vallár
Þorsteinn
Þorsteinsson
fisksali Rvk
Þorsteinn
Guðlaugsson
sjóm. Rvk
Guðlaugur
Þorsteinsson
verkam. Rvk
Þorsteinn
Jónsson
b. Gröf
Jón Jónsson
1b. Högnastöðum
Jóhannes við hina eiginlegu skrifstofu sína, sendibilinn. „Það má segja að ég setjist varla í skrifborðsstólinn á skrifstofunni nema örskotsstund. Ég er
með farsima í bilnum og get tekið allar ákvarðanir þaðan.“ DV-myndir GVA
skemmtílegt og lifandi, maður hittir
svo marga og kynnist svo mörgum.
í verslun er enginn dagur eins. Samt
horfir maður upp á hve fáir hafa
ílengst í smásöluverslun sem af-
greiðslumenn éða kaupmenn. Ég
held að það sé vegna þess að smá-
söluverslun hefur ekki verið virt sem
sérstakt fag heldur frekar sem bið-
stofa að einhverfu öðru starfi. Þess
vegna er komið fyrir smásöluversl-
unninni eins og raunin er í dag. Hún
hefur geysilegt vægi í afkomu heimil-
anna en það er enginn sem hefur
menntað sig sérstaklega til að reka
slíka verslun. Það er sérlega hættu-
legt í dag þegar verslanimar em að
tæknivæðast af fullum krafti."
Jóhannes hefur kynnt sér nýjung-
ar í smásöluverslun mestmegnis upp
á eigin spýtur. Reyndar sendi fyrr-
verandi forstjóri Sláturfélagsins Jó-
hannes oft utan til að kynna sér þessi
mál, meðal annars í Þýskalandi og
Danmörku. í þessum ferðum kynnt-
ist Jóhannes „discount" verslunum
eða lágverösverslunum. „Að þvi býr
maður náttúrlega í dag.“
Góðar minningar
úr Hlíðunum
Jóhannes er kvæntur Ásu, dóttur
Ásgeirs, blikksmiðs í Reykjavík. Hún
sér um kassauppgjörið í öllum Bón-
usverslununum. Sonur Jóhannesar,
Jón Ásgeir, 24 ára, er gjaldkeri Bón-
uss og verslunarstjóri Bónuss í Hafn-
arfirði. Jóhannes og Ása eiga einnig
dóttur, Kristínu, 29 ára lögfræðing,
sem vinnur á lögfræðistofu Tryggva
Agnarssonar.
Jóhannes er ættaður úr Reykjavík.
Fyrstu 6 æviárin bjó fjölskyldan að
Skeggjagötu 15 en flutti síðan í Hlíða-
hverfið. Þar bjuggu þau þar til Jó-
hannes varð 15 ára gamall. Þá var
flutt í Kópavoginn.
„Ég á bestu bernskuminningarnar
úr Hhðunum. Þegar maður flytur á
unghngsaldri er erfiðara að festa
rætur á sama hátt og þegar maður
flytur yngri. Þó við flyttum í Kópa-
voginn sóttí ég ailtaf skóla til Reykja-
víkur. Ég var fyrst í Bamaskóla
Austurbæjar og síðan í Gagnfræöa-
skóla Austurbæjar."
Sveitin góður
uppeldisstaður
- Maður skyldi ætla að þú værir
Valsari. Varstu ekki í íþróttum sem
strákur?
„Nei, ég var í sveit 9 sumur í röð
þegar ég var strákur, frá því ég var
sex ára og þar tíl ég varð fimmtán.
Ég var sendur í Mýrdalinn, aö Sól-
heimahjálegu, og var því aldrei bit-
inn af fótbolta eins og margir jafn-
aldrar mínir. En sveitín var mikill
og góður uppeldisstaður. Þar lærði
ég að sunnudagar og laugardagar eru
alls ekki hehagir eins og margt ungt
fólk virðist halda í dag. Það má vinna
þessa daga eins og aðra daga og það
var svo sannarlega gert í sveitinni.
Það þurfti að mjólka kýmar sama
hvaða dagur var. Agaleysi á íslandi
hefur meðal annars skapast vegna
þess að við höfum ekki haft neinn
her og höfum yfirleitt ekki haft fyrir
því að aga fólk í einu né neinu. í sveit
býr maður við ákeðinn aga. Beljurn-
ar bíða ekki, það verður að mjólka
þær kvölds og morgna alla daga.“
Alveg blönk í byrjun
Bónus fagnaði 3 ára afmæh 8. apríl.
Fyrsta Bónusverslunin var opnuð í
Skútuvogi en þremur mánuðum síð-
ar var opnuð Bónusverslun í Faxa-
feni, þá í Hafnarfirði, Kópavogi og
loks í Breiðholti. Þá tók Jóhannes
þátt í að stofna 10-11 verslun í Kópa-
vogi ásamt Eiríki Sigurðssyni. Fyrr
í þessum mánuði var síðan ný 10-11
verslun opnuð í Glæsibæ.
„10-11 verslunin er byggð á allt
annarri hugmynd en Bónus. Þar er
meiningin að veita þjónustu langt
fram á kvöld og þar er vöruverö
meira í líkingu við vöruverð hjá
Hagkaupi."
Það verður varla rætt við Jóhannes
í Bónusi öðruvísi en minnst sé á upp-
haf Bónusævintýrisins.
„Ég byrfaði með Bónus einfaldlega
tíl að afla mér lífsviðurværis. Síðan
fengum við alveg óskaplegt fylgi hjá
almenningi sem efldi mann náttúr-
lega tíl að gera betur og betur. Eins
og verslunin er í dag er þetta mjög
vel rekið fyrirtæki. Við skuldum ekki
og höfum aldrei farið í banka tíl að
taka lán. Við höfum alltaf tekið eitt
hænufet í einu og aldrei með neinum
látum. Það sem hefur verið okkur
heilladrýgst í okkar rekstri er hvað
ið vorum blönk þegar við byrjuðum.
Við áttum ekki peninga og ætluðum
okkur ekki að slá peninga. Því urðum
við að gera hlutina á svo hagkvæman
hátt sem frekast var unnt og það
varð okkur til heilla.
Eina verulega fjárfestingin sem við
höfum lagt í er vegna tölva og tölvu-
búnaðar sem tryggir tafarlaus sam-
skiptí milli búðanna. Við vorum svo
heppin að þegar við ákváðum að fara
út í rekstur Bónusverslananna var
sonur minn að útskrifast úr Versluu-
arskólanum með ágæta þekkingu á
tölvum. Hann hefur unnið gífurlega
gott starf fyrir Bónus. Að loknum
hverjum degi sjáum við strax inn-
komu úr hverri verslun og sölu ein-
stakra vörutegunda í hverri þeirra."
Notuð húsgögn
Þeir sem heimsækja höfuðstöðvar
Bónusverslananna taka fljótt eftir að
þrátt fyrir velgengni bólar ekkert á
íburði. Hvert einasta húsgagn er
keypt notað og versluninni var kom-
ið af stað fyrir lágmarkskostnað á
sínum tíma.
„Viö höfum ekki opið' nema frá
klukkan tólf á daginn og höfum ekki
fjárfest neitt í innréttingum eða tækj-
um. Hér er ekki dekrað neitt við við-
skiptavininn með innréttingum eða
slíku en hann horfir engu að síður á
sama hafraipjölspakkann hér og
annars staðar."
- Þú ert orðinn kóngur í smásölu-
verslun, með 7 verslanir í gangi.
„Við erum ekki stórir og hugsum
ekki stórt. En ég er óneitanlega mik-
ið fyrir öðrum. Við getum ímyndað
okkur hver verðlagsþróunin hefði
orðið hefði Bónus ekki komið til
skjalanna," segir Jóhannes íbygginn
á svip. „Við eigum mikið fylgi meðal
almennings og ekki síst hjá verka-
lýðshreyfmgunni. Verslun er svo
stór hlekkur í þjóðarbúskapnum að
það er undarlegt að sjá hvernig litíð
hefur verið á hana hér á landi. Ef
verslunin er ekki vel rekin flytjum
við engar vörur til útlanda. Ef heim-
ilin þurfa miklu meiri peninga á ís-
landi en í samkeppnislöndunum til
að kaupa inn þurfa útflutningsgrein-
arnar að greiða svo mikið í laun að
þær geta ekki flutt neitt út, fram-
leiðslan verður svo dýr. Vel rekin
verslun er lykillinn að því að við
getum rekið útflutningsverslun sem
aftur er lykillinn að lífinu hér á þess-
ari eyju.“
Kann ekki á kassana
Jóhannes er mikill vinnuþjarkur,
er sívakandi yfir öllúm verslununum
frá því árla morguns þangað tíl seint
á kvöldin. Hann tekur virkan þátt í
öllum rekstri verslananna, keyrir út
vörur, raðar í hillur og hvað eina sem
þarf að gera. „En ég stend ekki við
kassana. Ég kann ekkert á þá,“ segir
hann þegar sú hugmynd fæðist að
mynda hann við afgreiðslustörf. Jó-
hannes segist hafa gott fólk í vinnu.
Hann er mikið í búðunum og talar
mikið við viðskiptavinina. „Það er
nauðsynlegt að vera í sambandi við
viðskiptavinina og fylgjast með því
að þeir séu ánægðir."
- Gerirðu nokkuð annaö en að
vinna, Jóhannes?
„Varla. Við tökum daginn snemma,
förum alla jafna í sund klukkan sjö
á morgnana og erum mætt til starfa
um hálfáttaleytið. Ég kem ekki heim
fyrr en að verða níu á kvöldin og þá
er sjaldnast hátt á manni risið. Þetta
er mikil vinna en hún er rosalega
skemmtileg, ekki síst þar sem maður
nýtur hylli almennings fyrir hana.“
Skrifstofan í bílnum
Jóhannes notar Bónussendibílinn
til að fara á milli yerslana og keyrir
sjálfur út vörur. „Ég fer í allar versl-
anirnar og fylgist vel með. Bíllinn
tekur hálft annað tonn og er eigin-
lega skristofa mín. Það má segja að
ég setjist varla í skrifborðsstólinn
hér á skrifstofunni nema örskots-
stund á degi hverjum, helst þegar við
erum að gera upp eftir daginn. Ég
er með farsíma í bílnum og get tekið
allar ákvarðanir þaðan."
- Þú ekur þá ekki milli verslana á
eðalvagni?
„Nei, nei. Mér finnst fáránlegt að
vera með sérstakan mann á sendibíl
og elta hann síðan á fólksbíl, það er
engin hagkvæmni fólgin í því.“
Jóhanes segir Bónusverslanirnar
hafa verið reknar með hagnaði frá
upphafi, hagnaðurinn sé forsenda
þess að Bónus lifi. „Fyrirtækið hefur
byggst upp án skulda og fjármagns-
kostnaður er nokkuö sem við þekkj-
um ekki.“
- Nú er nánast öll fjölskyldan að
vinna hjá Bónusi, er pláss fyrir ann-
að í umræðunni á heimilinu?
„Bömin eru bæði farin að heiman
svo við erum bara tvö. En svona
vinna er alltaf í huga manns, allan
sólarhringinn. Maður vaknar til að
hugsa hvað maður getí gert betur,
eitt hænufet skilar okkur alltaf
áfram. Þetta starf er lifibrauð og það
skemmtilegt lifibrauð. Það er bæði
áhugamál og lifsviðurværi."
Enginn tími fyrir golf
- Hefur þú nokkurn tíma aflögu
fyrir áhugamál?
„Þegar maður er búinn að vera í
matvöruverslun þann tíma sem þarf
á daginn á maður ekkert frí. Það
þýðir ekkert fyrir mig aö fara í golf
klukkan fjögur. Ég kem heim milh
klukkan átta og níu, næ kannski
sjónvarpsfréttunum og lognast síðan
út af. Þetta er lífsmynstur sem ég er
vanur og mér finnst ekkert óvenju-
legt né óþægilegt við þaö. Mér finnst
menn vera að koma snúnir og skakk-
ir úr fótbolta svo það er ekki alltaf
sem maður er bættari að stunda slíkt.
En ég viðurkenni að samneyti við
fólk í frítíma er ekki mikið en á það
verður líka að líta að ég er í stöðugu
samneyti við fullt af fólki í vinnunni
alla daga.“ -
- Þú átt þá varla tíma aflögu fyrir
sumarfrí?
„Ég hef ekki tekið sumarfrí frá því
við opnuðum en það er ekkert mál
þar sem sonur minn tæki þá við
y rekstrinum. Það er bara ekki á dag-
skránni á næstunni að fara í frí.“
Moldríkur?
- Ertu ekki orðinn moldríkur af
að reka Bónus?
„Jú, blessaður vertu,“ segir hann
og hlær við en bætír svo viö í alvar-
legri tón: „Ég er ekki ríkur í hefð-
bundum skilningi. En ég er ríkur í
þeim skilningi að fyrirtækið er gott
og ég fæ lífsfylhngu út úr því að reka
það. Ég hef ekki getað séð það hér á
Islandi að hamingjan sé fólgin í ríki-
dæmi, alla vega ekki hjá því fólki sem
á að teljast rikt af peningum."
- Fólk flykkist í búðimar th þín svo
þú hlýtur að græða sæmilega?
„Nei, ekki í hefðbundnum skiln-
ingi. Við höfum haft það prinsipp að
reka Bónus með gróða en ekíti af
græðgi. Á því er reginmunur og um
það erum við feðgamir hundrað pró-
sent sammála. Við höfum vel tíl hnífs
og skeiðar og höfum skapað þau
verðmæti sem fyrirtækið er sem
shkt, en það em takmörkuð verð-
mæti ef fyrirtækið gengur ekki. Það
er engin hamingja fólgin í peningun-
um sem slíkum. Ég hef svo oft séö
hvernig peningar fara með fólk.
Þannig hefur það oftar en ekki gerst
að börnin hætta að tala saman þegar
fjölskyldufaðirinn fehur frá,“ segir
Jóhannes í Bónusi.
-hlh