Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Skák Taflfélag Garðabæjar sigraði í deildakeppni SÍ Einokun Taflfélags Reykjavíkur á deildakeppni Skáksambands íslands var brotin á bak aftur um síðustu helgi. Sveitir félagsins, sem skipt er eftir búsetu manna á höfuðborgar- svæðinu - annars vegar í suðaustur- sveit, hins vegar norðvestursveit - urðu að gera sér þriðja og fjórða sætið að góðu. Sigurvegari varð Tafl- félag Garðabæjar og Skákfélag Akur- eyrar hreppti 2. sætið. Garðbæingar hafa komið sér upp þéttum kjarna öflugra skákmanna og sigur þeirra hefði ekki þurft að koma á óvart miðað viö liðsskipan þeirra um helgina: Björgvin Jónsson tefldi á fyrsta borði, þá Sævar Bjarnason, Elvar Guðmundsson, Ró- bert Harðarson, dr. Kristján Guð- mundsson, Magnús Sólmundarson, Jónas P. Erlingsson og kjölfestan var Leifur Jósteinsson. Þeir eru vel að sigrinum komnir en vissulega var mjótt á munum! Líklegast gerði góð- ur keppnisandi gæfumuninn. Sveit- armenn hittust vikuna fyrir keppni og lögðu á ráðin yfir kvöldverði. Þeir sem best standa sig við taflborðið fá síðan einhveija umbun erfiðisins. Sá sem öðrum fremur skóp liðsheildina var liðsstjórinn, Jóhann Ragnarsson. Norðanmenn höfðu ekki eins breiðum hópi á að skipa en þeim bættist óvæntur liðsstyrkur á síðasta ári er Margeir Pétursson fór aö dæmi Kortsnojs og gerðist „flóttamaður". Margeir tefldi allar skákirnar í keppninni með Akureyringum og munar um minna. Lítum á lokastöðuna í 1. deild: Björgvin Jónsson, Sa^var Bjarnason og Elvar Guðmundsson leiddu sveit Taflfélags Garðabæjar sem sigraði í deildakeppni Skáksambands íslands sem lauk um síðustu helgi. 1. Taflfélag Garðabæjar 36,5 v. 2. Skákfélag Akureyrar 34,5 v. 3. TR, norðvestur, 33 v. 4. TR, suðaustur, 32,5 v. 5. Skáksamband Vestfiarða 23,5 v. 6. Skákfélag Hafnarfiarðar 23,5 v. 7. Ungmennasamband A-Húnvetn- inga 22,5 v. 8. Skákfélag Akureyrar, B-sveit, 18 v. í 2. deild sigraði sveit Taflfélags Kópavogs af öryggi og komst þar með upp í 1. deild að ári - í stað B-sveitar Skákfélags Akureyrar. Kópavogsbú- ar fengu 30,5 v. af 42 mögulegum en C- og D-sveitir Tatlfélags Reykjavík- ur, sem að mestu voru skipaðar ung- um og efnilegum skákmönnum, fengu 24 og 23 vinninga. Taflfélagið Hellir sigraði auðveld- lega í þriðju deild og teflir í 2. deild Umsjón Jón L. Arnason að ári, í stað liðs Skáksambands Austurlands. Félagið stofnuðu nokkrir „harðlinumenn" úr TR sem voru óánægðir með framgang mála þar. NU HEFTAST J VORVERKIN! STÆRRI OG BJARTARI VERSLUN OI’IO ALLA LAUGARDAGA FRÁKLUKKAN 10:00- 16:00. Gímrrw jVt-A geS2í2- NUNA ER RETTI TIMINN TIL VETRARÚÐUNAR! VERSLUN SÖLUFELAGS GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5 • KÓPAVOGI • SÍMI: 4 32 11 Úrslit deildakeppninnar hljóta að vekja forystumenn TR til umhugsun- ar og er ekki seinna vænna. Síðastlið- in ár hefur verið stöðugur Elo-stiga- flótti úr félaginu sem lítið hefur gert eldri skákmönnum til hæfis. Raunar er þetta hægfara endurtekning á því sem gerðist á áttunda áratugnum er flestir sterkustu skákmenn þjóðar- innar gengu úr félaginu og stofnuðu Skákfélagið Mjölni. Þrátt fyrir þetta hefur ekki orðið vart stefnubreyting- ar hjá forystu TR, þótt nú séu loks teikn á lofti, eftir að borgarsjóður hljóp undir bagga og létti skulda- stöðu félagsins. Vafalaust verður þetta í síðasta sinn sem sveitum TR verður skipt eftir búsetu manna en á sínum tíma var gripið'til þessa ráðs svo að úrslit keppninnar væru ekki alveg ráðin fyrirfram. Nú hafa önnur félög kom- iö sér upp það sterkum kjarna aö keppnin yrði hörð og jöfn þótt TR stillti upp sínu sterkasta liði. Sannast sagna hefur ekki vottað fyrir keppn- isanda af neinu tagi í „klofningssveit- um“ TR og varla að menn viti hverj- ir félagsmanna eru samheijar og hverjir andstæðingar. Því yrði lítil eftirsjá í þvi þótt núverandi skipting yrði aílögð. Ég lét tilleiðast að tefla eina skák í keppninni, við Björgvin Jónsson, er TR suðaustur mætti Garðbæing- um. Þrátt fyrir tilraunastarfsemi af minni hálfu í byrjun tafls heföi ég - eftir á að hyggja - getað náð mjög frambærilegri stöðu meö einfaldri riddaratilfærslu. I þeirri stöðu tók ég hins vegar þann kostinn aö tvö- falda hrókana í h-línunni en þar áttu þeir ekkert erindi! Eftir þaö varð skákinni ekki bjargað og ég tapaði þriðju skákinni í röð í deildakeppn- inni (á þremur árum). Er ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna mér hugkvæmdist að gera hrókana óvirka á h-línunni fannst mér líklegasta skýringin sú að ég hefði haft hugann um of við spennandi skák á næsta borði - hin- um megin við’ h-línuna. Þar sátu Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason. Karl gerði harða hríð að kóngi Sæv- ars og splundraði stöðunni með mannsfórn. Sævar fann ekki bestu vömina og sókn Karls gekk upp. Til- þrifamikil skák - a.m.k. þótti mér hún meira spennandi en það sem var að gerast mín megin við h-línuna! Brot úr skákinni hefur áöur birst í DV en hér kemur hún í heild sinni. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Sævar Bjarnason Drottningarindversk vörn. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 Þetta hægláta afbrigði er ekki eins saklaust og það sýnist vera. 4. - Bb7 5. Bd3 Be7 6. Rc3 c5 7.0-0 0-0?! Viðurkennda aðferðin er 7. - cxd4 8. exd4 d5 þótt reynslan hafi sýnt að eftir 9. cxd5 Rxd510. Re5 megi svart- ur vissulega gæta að sér. Mér sýnd- ist Sævar heldur kærulaus er hann lék þennan leik; eins og hann kærði sig kollóttan þótt Karl næði nú að þrengja að stöðunni. 8. d5! exd5 9. cxd5 d6 Ef 9. - Rxd5? 10. Rxd5 Bxd5 11. Bxh7+ Kxh7 12. Dxd5 með yfirburð- um á hvítt. 10. e4 Rbd7 11. Rd2 a6 12. a4 Re8 Svartur á þrönga stöðu en hyggst nú koma riddaranum til c7 í þeirri von að geta stutt við bakið á peðun- um drottningarmegin. En hvítur hef- ur þegar náð sterkri stöðu á miðborð- inu og svo fer að Sævar kemur þess- ari áætlun aldrei í framkvæmd. 13. f4 Bf6 14. Khl Bd4 15. Rf3 Ref6 16. Bc2 Bxc3 Þessi uppskipti lina tök hvíts á d5- reitnum og gera honum því örðugra að leika e4-e5. En svartur missir um leið mikilvægan biskup. 17. bxc3 He8 18. Hel c4 Annars léki hvitur sjálfur c-peði sínu fram. 19. Ba3 Dc7 20. Dd4 Hac8 I 1 # AAA ií A m 111 1 A A Af É. A A A GM Jt A A s S <é> ABCDEFGH 21. e5! Rífur upp stöðuna - eftir að riddar- arinn á f6 víkur verður svarta kóngs- staðan varhugaverð. Þá skiptir eitt peð htlu máli. 21. - dxe5 22. fxe5 Rxd5 23. Rg5? I fyrstu taldi ég 23. Be4 vinna en svo sá ég að með 23. - Rc5! 24. Bxd5 Hcd8 sleppur svartur vegna leppun- arinnar. Þá leit ég á 23. Bd6! sem virð- ist besti leikur hvíts. Eftir 23. - Dd8 (23. - Dc6? 24. Dh4 h6 25. Rd4 vinnur drottninguna) 24. Be4 R7f6 25. exfB Dxd6 26. Hadl, eða 26. fxg7, er svarta staðan varhugaverð. 23. - h6 24. Bh7+!? Kh8 25. Rxf7 + Þessi möguleiki freistaði Karls en óvíst er hvort fórnin stenst. 25. - Kxh7 26. De4+ g6? Nú tapar svartur í fáum leikjum en eftir 26. - Kg8 hefðu úrslitin ekki verið ljós. Vitaskuld heldur hvítur fórnunum áfram með 27. Rxh6+ og ef svartur þiggur riddarann gæti teflst: 27. - gxh6 28. Dg6+ Kh8 29. Dxh6+ Kg8 30. Dg6+ Kh8 31. He4 (31. Bd6 er einnig mögulegt) og nú 31. - RÍ8? 32. BxfB Dh7 33. Hh4! Dxh4 34. Dg7 mát; eða 31. - R7f6 '32. exíB Rxf6 (ef 32. - Hxe4 er 33. f7! sterkt) 33. Dxf6+ og hvítur ætti að vinna. En rétt er 26. - Kg8 27. Rxh6+ Kh8! og í þessari stöðu er óvíst hvort hvítur eigi eitthvað meira en þrá- 27. Dh4 Rf8(?) Eftir 27. - h5 28. Dg5 verður heldur ekki komið auga á haldbæra vörn. Efþá 28. - RfB 29. Dh6 + Kg8 30. Dh8+ Kxf7 31. Hfl + Ke6 32. Hf6 +! og vinn- ur. 28. Dxh6 + Kg8 29. Dh8 + Kf7 30. Hfl + Ke6 31. Dh3+! Nú er þetta enn sterkara en 31. HÍ6+. Svartur gafst upp því að eftir 31. - Kxe5 32. Hael + mátar hvítur í 2. leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.