Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Page 55
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992.
67
Afmæli
Bjöm Steffensen
Björn Steffensen, löggiltur endur-
skoðandi, Álfheimum 27, Reykjavík,
verður níræður á morgun.
Starfsferill
Bjöm fæddist í Kaupmannahöfn
en ólst upp í Hafnarfirði og Reykja-
vík. Hann brautskráðist frá VI1919
og var við nám í Pitmans School og
Polytechnic School í London
1924-27.
Með náminu í London starfaði
Bjöm við endurskoðunarskrifstofu
Davies Dunn og Co í London. Hann
er löggiltur endurskoðandi frá 1934.
Bjöm hefur rekið endurskoðunar-
skrifstofu í Reykjavík frá 1927.
Bjöm var formaður Félags endur-
skoðenda 1941^14 og 1949-55 og er
nú heiðursfélagi þar. Hann er
áhugamaður um skógrækt og land-
vernd eins og sjá má á reitum hans
við Elhðavatn. Björn hefur skrifað
greinar um hin ýmsu málefni í Les-
bók Morgunblaðsins.
Fjölskylda
Bjöm kvæntist 28.6.1928 Sigríði
Árnadóttur Steffensen, f. 13.1.1896,
d. 26.3.1985, húsmóður. Hún var
dóttir Árna Zakaríassonar, vega-
verkstjóra og brúarsmiðs, og Helgu
Ófeigsdóttur frá Fj alli á Skeiðum,
húsmóður.
Böm Björns og Sigríðar eru Theó-
dóra kaupkona, gift Finnbirni Þor-
valdssyni, fyrrv. skrifstofustjóra á
Hótel Esju, og eiga þau sjö börn;
Sigþrúður bankaritari, gift Inga R.
Jóhannssyni, löggiltum endurskoð-
anda og skákmeistara, og eiga þau
tvö börn; Helga, brúðuleikari og
stjórnandi Stundarinnar okkar í
ríkissjónvarpinu, gift Herði Eiríks-
syni flugvélstjóra og eiga þau þrjú
böm; Björn, rekur bílastilhngarfyr-
irtæki, kvæntur Agnesi Olsen full-
trúa og eiga þau þrjú böm. Langafa-
börn Björns eru nú tuttugu og þrjú
talsins.
Albróðir Björns var Valdimar, f.
1904, d. 1916.
Hálfsystkini Bjöms, sammæðra:
Sveinn Ólafsson, f. 18.1.1909, fyrrv.
brunavörður, kvæntur Ástu Jenny
Sigurðardóttur, f. 14.10.1914, d. 22.5.
1990, og eiga þau eina dóttur; Sól-
veig Árnadóttir, f. 20.12.1916, gift
Þórði Eggertssyni frá Dal í Borgar-
nesi, f. 12.8.1915, bifreiöarstjóra og
eiga þau þrjú börn; Áslaug Áma-
dóttir, f. 7.1.1918, gift Óskari Sig-
urðssyni, f. 21.7.1914, fyrrv. aðal-
gjaldkera Loftleiða, og eiga þau tvö
börn.
Hálfbróðir Björns, samfeðra, var
Jón Steffensen, f. 1905, d. 1991,
læknaprófessor.
Foreldrar Björns voru Valdimar
Steffensen, f. 25.6. lí 78, d. 1945,
læknir á Akureyri, ( g Theódóra
Sveinsdóttir, f. 2.7.1878, d. 1949, er
rak veitingasölu ví ða um land.
Ættir
Valdimar var sonur Jóns Steff-
ensen Stefánssonar, kaupmanns í
Reykjavík, og konu hans, Sigþrúðar,
systur Helga Guðmundssonar,
læknis á Sigluflrði. Sigþrúður var
dóttir Guðmundar, bæjarfulltrúa og
útvegsb. á Hólnum í Reykjavík,
Alda Vilhjálmsdóttir, forstöðu-
maður Dvalarheimihsins Jaðars í
Ólafsvík, Brúarholti 8, Ólafsvík,
verður fimmtug á morgun.
Fjölskylda
Alda er fædd að Stóra-Heiði í
Mýrdal og ólst þar upp. Hún flutti
síðar th Reykjavíkur og bjó í höfuð-
borginni th 1973 en flutti þá til Kópa-
skers þar sem hún starfaði á Heilsu-
gæslustöðinni th 1985. Alda hefur
verið búsett í Ólafsvík undanfarin
ár.
Alda giftist 12.6.1960 Baldri Guð-
mundssyni, f. 29.1.1938, húsasmiði.
Foreldrar hans: Séra Guðmundur
Helgason og Þorvalda Hulda Sveins-
dóttir.
Böm Öldu og Baldurs: Guðmund-
ur, f. 22.2.1960, sjómaður, maki
Kristín Friðriksdóttir, þau eru bú-
sett í Ólafsvík og eiga þrjú börn;
Arndís, f. 21.2.1965, nemi, búsett í
Reykjavík; Vhhjálmur, f. 28.1.1971,
verkamaður, búsettur í Reykjavík;
Þórhaha, f. 28.9.1974, nemi, búsett
í foreldrahúsum; Grétar, f. 15.1.1977,
nemi, búsettur í foreldrahúsum.
Systkini Öldu: Magnús, f. 9.12.
1927, d. 27.9.1987, hans kona var
Kristín Hólmgrímsdóttir, þau eign-
uðust þrjú börn, Magnús eignaðist
son fyrir hjónaband, Kristín er bú-
sett á Akureyri; Jónína, f. 29.3.1929,
maki Sveinn Þorsteinsson, þau eru
búsett í Reykjavík og eigafjögur
börn, Jónína átti son fyrir hjóna-
band; Kristján, f. 14.7.1930, búsettur
að Skorrastað í Norðfirði; Guðlaug,
f. 22.9.1932, maki Halldór Jóhannes-
son, þau era búsett að Brekkum III
í Mýrdal og eiga sex börn; Bára, f.
31.8.1935, maki Gústav Gústavsson,
þau era búsett í Reykjavík og eiga
fjögur börn; Hjördís, f. 9.6.1938,
maki Hálfdán Þorgrímsson, þau eru
búsett í Keflavík og eiga fimm börn;
Áslaug, f. 3.5.1940, maki Þórður
Sveinsson, þau eru búsett í Vík í
Sigríður Sigurðardóttir, bóndi og
húsfreyja, Sviðugöröum, Gaulverja-
bæjarhreppi í Ámessýslu, er áttræð
ídag.
Starfsferill
Sigriður er fædd að Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd en ólst upp að
Víðinesi á Kjalarnesi og í Seljatungu
í Gaulverjabæjarhreppi.
Hún gekk í barnaskóla sem þá var
og sótti ennfremur stutt námskeið í
saumavinnu á unghngsaldri. Sigríð-
ur vann bæði heima og heiman við
matreiðslu og önnur heimhisstörf.
Hún var ennfremur við störf á ver-
tíð í Vestmannaeyjum í sex vetur.
Sigríður stundaði búskap á Sviðu-
görðum eftir giftingu.
Fjölskylda
Sigríður giftist 8.6.1940 Guðmundi
Sigurðssyni, f. 4.12.1908, d. 1987,
bónda. Foreldrar hans voru Sigurð-
ur Sigurðsson, bóndi, og Anna Ein-
arsdóttir, húsfreyja, en þaú bjuggu
í Sölvholti í Hraungeröishreppi og
síðar á Sviðugörðum.
Sonur Sigríðar og Guðmundar er
Sigurður, f. 29.5.1942, starfsmaður
Ræktunarsambands Flóa og Skeiða,
Sigurður er búsettur á Sviðugörð-
um. Uppeldisdóttir Sigríðar og Guð-
mundar er Selma Albertsdóttir, f.
20.8.1943, starfsmaður Sjúkrahúss
Suðurlands, maki Davíð Axelsson,
trésmiður, þau era búsett á Sel-
fossi, og eiga þrjú börn, Svövu, Axel
og Guðmundu Sigríði. Selma eign-
aðist dóttur fyrir hjónaband, Bryn-
dísi Björgvinsdóttur, f. 12.12.1963,
d. 1981, Bryndís ólst upp hjá Sigríði
og Guðmundi.
Systkini Sigríðar: Þorsteinn, tré-
smiður; Sesselja, húsfreyja; Jón, bif-
reiðaeftirlitsmaður; Laufey, látin;
Magnea Kristín, húsfreyja; Guðjón
Helgi, bankamaður; Einar Gunnar,
skrifstofumaöur. Systkinin Sigríðar
era öh búsett á Selfossi. Laufey var
búsett í Bandaríkjunum.
Foreldrar Sigríðar vora Sigurður
Sigríður Sigurðardóttir.
Einarsson, f. 1884, d. 1951, bóndi, og
Sigríður Jónsdóttir, f. 1883, d. 1972,
húsfreyja, en þau bjuggu lengst af í
Seljatungu.
Sigríður er að heiman á afmælis-
daginn.
BUND
HÆflA
bróður Jóns í Jónsbæ í Hlíðarhús-
um, Þórðar, hafnsögumanns í Ráða-
gerði, og Péturs, fóður Þórðar í Odd-
geirsbæ. Guðmundur var sonur
Þórðar, lóðs í Borgarabæ í Reykja-
vík, Guðmundssonar, útgerðar-
manns og verslunarmanns í Mar-
teinsbæ, Bjarnasonar. Móðir Guð-
mundar á Hólnum var Vilborg Jóns-
dóttir frá Arnarholtskoti.
Móðir Sigþrúðar var Valgerður,
hálfsystir Jóhannesar Lárusar
Lynge, prests á Kvennabrekku. Val-
gerður var dóttir Jóhanns, prests
og skálds í Hestaþingum, Tómas-
sonar.
Foreldrar Theódóra voru Sveinn
Magnússon, bátasmiður í Hafnar-
firði, og kona hans, Eyvör Snorra-
dóttir.
Bróðir Eyvarar var Lárus, faðir
Inga T. tónskálds. Systir Eyvarar
var Ágústa, móðir Lovísu, móður
Arndísar Björnsdóttur leikkonu,
Ágústu, konu Kjartans Thors, Ólaf-
ar, er átti Pétur Halldórsson borgar-
stjóra, og Þórdísar, konu Gunnlaugs
Björn Steffensen.
Claessen yfirlæknis. Önnur systir
Eyvarar var Guörún, langamma
Kristins Hallssonar og Ágústs, föður
Guðrúnar borgarfulltrúa.
Eyvör var dóttir Snorra, prests að
Desjarmýri, Sæmundssonar, prests
að Utskálum, Einarssonar. Móðir
Eyvarar var Kristín Gunnarsdóttir
frá Bjarnastöðum í Selvogi. Bróðir
Snorra var Einar, langafi Arnþórs,
föður Vals bankastjóra. Annar bróð-
ir Snorra hét einnig Einar, afi Berg-
ljótar, ömmu Haralds Sveinssonar,
framkvæmdastjóra Morgunblaðs-
ins.
AldaVilhjálmsdóttir
Alda Vilhjálmsdóttir.
Mýrdal og eignuðust fimm börn en
eitterlátið.
Foreldrar Öldu vora Vilhjálmur
Magnússon, f. 11.5.1889, f. 7.11.1970,
bóndi, og Amdís Kristjánsdóttir, f.
25.7.1897, d. 19.6.1973, húsfreyja, en
þau bjuggu að Stóru-Heiði í Mýrdal.
Sigríður Sigurðardóttir
Til hamingju með
afmælið 11. apríl
ara
Steinunn Jónsdóttir,
Kópavogsbraut la, Kópavogi.
Árni Elíasson,
Laugavegi 12a, Reykjavík.
Anna Valdimarsdóttir,
Stekkum 1, Sandvíkurhreppi.
Per Sörén Jörgensen,
Vallholti2, Ólafsvík.
Þorsteinn Jónasson,
Arnaldsstöðum, Fijótsdalshreppi.
Jón Þórarinn Tryggvason,
Karlsrauðatorgi 24, Dalvík.
50ára
Erla H. Isaksen,
Blöndubakkað, Reykjavík.
Valgeir FriðþjóFsson,
Þinghólsbraut 26, Kópavogi.
Baldvin Pétursson,
Hinriksmýri, Árskógshreppi.
Þórlín Dagmar Guðnadóttir,
Frakkastig 5, Reykjavik.
Guðmundur Magnús Jónsson,
Garðabraut 6, Akranesi.
40 ára
HahveigThordarson,
Álfatúni 15, Kópavogi.
Ámi Jón Hannesson,
Kirkjubraut 48, Höfn í Hornafirði.
Útboð
Póst- og símamálastofnunin óskar eftir
tilboðum í póstflutning Reykjavík - Akureyri,
Akureyri - Reykjavík, með viðkomu á öllum
póststöðvum á leiðinni.
Flutningurinn skal fara fram að næturlagi
fimm sinnum í viku, frá aðfaranótt
mánudags til aðfaranætur föstudags.
Afhending útboðsgagna fer fram á
skrifstofu póstmálasviðs, Landssímahúsinu
við Austurvöll, annarri hæð, herbergi 203,
frá og með mánudeginum 13. apríl 1992.
Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar
en 4. maí 1992 kl. 13:30. Tilboð verða
opnuð sama dag kl. 14:00 í fundarsal Pósts
og síma, Landssímahúsinu við Austurvöll
(gengið inn frá Thorvaldsensstræti) að
viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess
óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Póstmálasvið -150 Reykjavík