Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. 45 Konurnar, sem dvelja á Dyngjunni, þurfa að fylgja í hvívetna ströngum reglum hússins. Þær verða að sanna og sýna að þær viiji breyta um lífs- stíl. Elísabet er ströng húsmóðir en jafnframt góð vinkona vistmanna. DV-myndir GVA drengur sem er hjá dagmömmu á daginn á meðan beðið er eftir dag- heimilisplássi og annar fjögurra ára sem er á dagheimili. Um miðjan mánuð fámn við litla stúlku líka en hún hefur komið hingað um helgar. Lítil fjölskyldutengsl Þær konur sem dvelja á Dyngjunni eiga í flestum tilfellum aðstandendur en oft á tíðum eiga þeir líka langa erfiða sögu að baki. Samskiptin hafa rofnað og þær fá hvorki félagslegan né ijárhagslegan stuðning frá þeim. „Ég hef lagt ríka áherslu á það við konurnar að reyna að efla samskipt- in við fjölskyldur sínar. Oft er það fjölskyldan sem er ekki móttækileg fyrir slíkt samband,“ útskýrir Dottý. „Það er þess vegna oft konunum fyr- ir bestu að hugsa einungis um sjálfa sig, tengjast AA-samtökunum og nýju lífi. Einnig eru dæmi um konur sem eiga engan að. Ég hef tekið eftir því, í allri umræðunni sem hefur verið um vegalaus böm, að flestar þessar konur, sem hingað koma og eru jafnvel orðnar þrítugar eða fer- tugar, vom áður vegalaus börn. Þær hafa velkst um í kerfmu. Verið á götunni alit frá unglingsaldri. Loks- ins kemur að því að engin önnur leið er fær fyrir þær en að leita sér hjálp- ar eða hreinlega að týna lífinu. Þær sem eru verst leiddar af fíkniefnum og áfengi lenda í meðferð án þess að hafa hugmynd um það. Stundum vaknar von í meðferðinni og þær halda henni áfram til loka. Því miður missa þær fótfestuna þegar meðferð- inni er lokið. Þess vegna þurfa þær áfangaheimili og læra upp á nýtt að lifa. Fjölskyldubragurinn hér á Dyngjunni gerir í raun kraftaverk fyrir þessar konur.“ Gott samstarf við ráðgjafa Dottý, sem er 34 ra ára, hefur enga menntun að baki en næga reynslu til að skilja þær konur sem hún er að vinna með. „Ég finn stundum fyr- ir að ég er ekki með menntun á þessu sviði. Aldrei er ég þó látin finna fyrir því, hvorki af félagsráðgjöfum eða öðrum. Það þykir mér mjög gott. Hins vegar skiptir gríðarlegu máli að hafa gengið í gegnum sömu reynslu og þessar konur. Samstarfið við fagfólkið, sem hefur ekki eigin reynslu á þessu sviði, er líka alveg nauðsynlegt," segir Dottý. „Við meg- um aldrei gleyma því að við erum að vinna með líf og þar sem er líf er von,“ segir hún ennfremur. „Ég hef alltaf trú á þessum konuro og finnst það skylda mín aö hjálpa þeim.“ Dottý fór í meðferð fyrir fjórum og hálfu ári. Hún hafði margsinnis farið í meðferð áður en alltaf falhö þegar út var komið. Hún er þriggja barna móðir og hefur nýlega tekið saman við eiginmann sinn á nýjan leik. Elsti sonur hennar, sem er sautján ára, hefur verið vistaður úti á landi og ætlar að vera þar áfram. Dottý er með tvö yngri börn sín heima. Hún býr ekki á Dyngjunni heldur er með eigið heimih ásamt fjölskyldu sinni. Dottý og eiginmaður hennar eru bæði alkóhóhstar. Þau vinna núna í að breyta eigin lífi og starf Dottýar á Dyngjunni hefur hjálpað henni mik- ið til þess. „Við vorum bæði mjög illa farin. Núna fæ ég mikinn stuðning frá eiginmanninum og hann er í raun eini karlmaðurinn sem fær að koma í heimsókn í Dyngjuna. Dyngjan er partur af lífi okkar,“ segir hún. „Ég hef mikh samskipti við aðstandend- ur mína núna en þegar ég fór í mína síðustu meðferð voru afskaplega fáir sem trúðu á mig. Fólkið mitt hefur þurft að horfa upp á mig frá ungl- ingsaldri í vitleysu svo að það er von að trúin hafi ekki verið mikil. Hins vegar var ein manneskja sem aldrei missti trúna og það var amma mín,“ segir Dottý. Ljótog löngsaga „Mín saga er ljót, löng og erfið," útskýrir Dottý. „Áður en ég átti böm- in bjó ég á götunni. Ég var heimihs- laus í ijöldamörg ár og fór inn og út úr meðferðarstofnunum. Fólkið mitt hefur sagt mér, og ég skh það núna, að stundum óskaði það að ég hrein- lega dæi. Svo iha var fyrir mér kom- ið. Ég hætti í skóla þrettán ára og fór að heiman. Ef heimili, eins og þetta, hefði verið th þegar ég var verst hefði ég getað sparað mér nokkur óreglu- ár,“ segir hún. „Mig langaði að hætta óreglunni en vissi ekki hvernig ég átti aö fara að því. Þegar ég hlustaði á fólk á AA fundum lýsa ánægju- stundum og breytingum á lífinu eftir meðferðina skyldi ég það ekki. Ég var vön sársaukanum og það þarf sér- stakar aðferðir á fólk eins og mig. Byrjað á öfugum enda Þegar mér bauðst þetta starf þótti mér það heihandi. Mér fmnst ég vita nákvæmlega hvernig hægt er að hjálpa fólki sem hefur farið út af sporinu. Oft fannst mér byrjað á öfugum enda og allt of htið thlit tek- ið til þess að viö erum fyrst og fremst alkóhóhstar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og ahs kyns geðveikisein- kenni sem hrjá mann. Alltof oft lenda alkóhóhstar á geðdeildum og eru fastir þar. Ég veit hins vegar að mað- ur getur breyst og náð tökum á sér með góðri hjálp. Ég missti allt úr höndunum á mér, kannski var það th þess að opna augu mín. Þegar ég var búin að vera edrú í heilt ár fór ég í Skrifstofu og ritaraskólann og það hjálpaði mér mjög mikið. Þar kynnt- ist ég konum úr öllum stéttum sem var mikhs virði og ekki síst að upp- götva að ég gat lært,“ segir Elísabet Kristjánsdóttir. -ELA Misnotaði róandi lyf frá unglingsaldri: „Dyngjan bjargaði lífi mínu" segir Brynja Brynleifsdóttir Brynja Brynleifsdóttir misnotaði lyf sín við flogaveiki með þeim afleiðing- um að í tólf ár var hún í vimu. Hún sér núna fram á nýtt og betra líf. DV-mynd GVA „Eg er búin aö vera hér í eitt ár. Mér var ráðlagt að fara hingað eft- ir meðferð á Vogi og ákvað að reyna. Fyrst þegar ég kom var ég bara tvo daga. Þá pakkaði ég saman og fór heim th foreldra minna. Mér fannst ég ekkert erindi eiga hér með hinum konunum," segir Brynja Brynleifsdóttir, 29 ára vist- maður á Dyngjunni. Saga Brynju er ólík sögu margra annarra og sérstök að ýmsu leyti. Hún var fús að segja frá reynslu sinni. „Ég hafði ekki verið lengi heima þegar ég uppgötvaði að mér leið iha heima. Eftir viðtal við ráðgjafa hjá SÁÁ sótti ég um að fá að koma hingað aftur. Það hefur orðiö mér til lífs að fá að vera hér,“ segir Brynja. Hún hefur aldrei verið háð áfengi né heldur fíkniefnum í þeim skiln- ingi. Brynja varð háð róandi pillum strax á unghngsaldri. Hún baröist við erfiðan sjúkdóm, flogaveiki, og leið oft illa út af honum. „Ég ólst upp í vemduðu umhverfi á heimhi foreldra minna sem eru frábærar manneskjur og hafa alltaf viljað mér það besta. Ég var fimmtán ára þegar læknar fóru að gefa mér lyf vegna flogaveikinnar og ég fór smám saman að misnota þau. Mér fannst ég aldrei vera aikóhóhsti og fannst ég ekki vera að gera neitt sem ekki var í lagi. Undir það síð- asta, eftir misnotkun í tólf ár, fór að læðast að mér sá grunur að ég væri að gera eitthvað rangt. Ég vhdi þó ekki viðurkenna það.“ Þegar Brynju leið illa hringdi hún í lækni sem sagði að það væri floga- veikinni að kenna og gaf henni meira af róandi lyfjum. „Ég var í vímu í öh þessi ár og var búin að missa áhuga á öllu í kringum mig, hætti í skóla og tapaði félögum. Ég einangraði mig frá öhu og sveif áfram í phluvímu,“ segir hún. Það var bróðir Brynju sem benti henni á að hún yrði að fara í meö- ferð. „Ég er viss úm að það er fullt af fólki úti í þjóðfélaginu sem mis- notar lyf á þennan hátt án þess að vhja viðurkenna það,“ segir Brynja. „Ef ég reyndi að hætta í einhvern tíma fékk ég hræðheg frá- hvarfseinkenni, hringdi í lækni og fékk meiri lyf,“ segir hún. Brynja sér loksins núna fram á eðhlegt líf í fyrsta skipti síðan hún var htið barn. Hún útskrifast frá Dyngjunni í sumar og ætlar að standa á eigin fótum. Brynja er núna í skóla og er ákveðin í að standa sig í framtíðinni. -ELA FERÐASKRIFSTOFAN LANDOGSAGA HEFUR FLUTT AD HVERFISGÖTU 6 SÍMI 610061
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.