Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Kvikmyndir Nýjasta mynd Andreis Konchalovsky: brautarstöðin í Moskvu og hin stór- kostlega St. Daniel kirkja. Þá var fengiö leyfi til að kvikmynda í hinum einstaka jámbrautarvagni Stalíns sem Adolf Hitler gaf honum 1936. Aðrar innisenur voru teknar upp í hinum stóru byggingum Mosfilm en byggingar þessar og önnur svæði þessa risafyrirtækis eru á 100 hekt- ara landi. Þar vom einnig byggð stræti Moskvuborgar eins og þau litu út á fjórða áratugnum. The Inner Circle hefði aldrei verið Kvikmyndir Hilmar Karlsson gerð nema vegna þeirra stórfenglegu breytinga sem urðu með glasnost og perestrojku en þrátt fyrir nýfengið frelsi er báknið stirt og urðu nokkrar seinkanir á gerð myndarinnar af þessum sökum, seinkanir sem Andrei Konchalovsky er hér við leikstjórn á The Inner Circle sem er að öllu leyti gerð í Rússlandi. Josef Stalín (Alexandre Zbruev) ræðir hér við sýningarmann sinn Ivan Sanshin (Tom Hulce). Beria (Bob Hoskins) er lengst til hægri. nefna Alexandre Zbraev sem leikur Stahn. Hann hefur áður leikið í kvik- myndum undir stjóm Andreis Konc- halovsky. Zbruev segir að það hafi verið erfið ákvörðun að taka að sér hlutverkið: „Stalín drap foður minn.“ Zbruev kynntist aldrei fóður sínum. Hann var varasamgönguráð- herra í stjóm Stalíns á ijórða ára- tugnum. Þegar hann kom heim úr viðskiptaferð til Bandaríkjanna 1937 lét Stahn handtaka hann og taka hann af lífi. Móðir Zbruev, sem var leikkona, var þá komin sex mánuði á leið. Zbruev segir að hann hafi al- ist upp við að nafn föður hans hafi aðeins veriö hvíslað. Móðir hans hélt áfram á leikhstarbrautinni og Zbru- ev hóf að leika í kvikmyndum 19 ára gamah. Zbruev hefur auk þess verið virkur sviðsleikari og ferðast með rússneskum leikhópum um allan heim. Andrei Konchalovsky Andrei Konchalovsky hóf vinnu inn- an bandaríska kvikmyndaiðnaðar- ins þegar hann leikstýrði, samdi tónhst og skrifaði handrit að Maria's Lovers 1984. Síðan þá hefur hann leikstýrt vestanhafs, Runaway Tra- in, Duet for One, Shy People, Homer and Eddie og Tango & Cash. Konchalovsky fæddist í Rússlandi og er af ætt mikilla og þekktra hsta- manna. Langafi hans, Surikov, var mjög frægur nítjándu aldar málari og var hann af aðalsættum. Afi hans er Pyotr Konchalovsky, þekktur im- pressionhstamaður, faðir hans, Ser- gei, er þekkt ljóðskáld og bamabóka- höfundur og skrifaði sovéska þjóð- sönginn og yngri bróðir hans, Nikita Mikhalkov, er þekktur leikari og leikstjóri í Rússlandi. Upphaflega var það ætlun Konc- halovsky að verða konsertpíanisti og nam hann píanóleik í fimmtán ár og var einn félagi hans í gegnum það nám Vladimir Ashkenazy. Hrifning hans á kvikmyndum varð þó ofan á og hann hóf nám í Kvikmyndaskóla Moskvu. Konchalovsky hóf feril sinn sem handritshöfundur og eru fyrstu afrek hans á sviði kvikmynda tengd myndum Andreis Tarkovsky, en hann skrifaði handrit með Tarkov- sky við þijár mynda hans, þar á meðal Andrei Rublev sem er sjálfsagt meðal bestu kvikmynda á rússneskri tungu. Konchalovsky vakti strax athygli fyrir framleik og þor þegar hann hóf sjálfur að leikstýra. Meöal rúss- neskra mynda hans má nefna Ham- ingja Asyu sem var bönnuð í Sovét- ríkjunum í ellefu ár, gerð 1966 en fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Moskvu 1977. Þekktastar era þó Vanja frændi sem vann til margra verðlauna á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum og hin mikla mynd Siberiade, sem spannar þrjár kyn- slóðir og tvær styrjaldir. Sú mynd fékk verðlaun gagnrýnenda á kvik- myndahátíðinni í Cannes 1979. Sama ár flutti Konchalovsky með leyfi Sov- étstjómarinnar til Frakklands og segir nú sjálfan sig vera heimsborg- ara. Stjömubíó mun taka The Inner Circle til sýningar í sumarbyrjun. sem honum er kennt að sé rétt og setur allt sitt traust á Stalín. Vegna þessarar trúar og um leið hræðslu leyfir hann að bæði hann og eigin- kona hans séu notuð á þann veg að það leiðir til harmleiks." Ein aöalpersóna myndarinnar er hinn illræmdi foringi KGB á þessum áram, Beria, sem Bob Hoskins leik- ur: „Hann lét myrða hundruð þús- unda manna og var skrímsli í mannsmynd en hann gat einnig veriö heillandi fyrir þá sem ekki þekktu til hans,“ segir Konchalovsky. Hosk- ins segir að hann hafi einmitt eytt miklum tíma í að reyna að gera Ber- ia aðlaðandi og það hafi verið erfitt. Hugmyndin að The Inner Circle varð til hjá Konchalovsky fyrir rúm- um tuttugu árum þegar hann var enn að gera kvikmyndir í Rússlandi. Þá hitti hann hinn raunveralega sýn- ingarmann Stalíns, Alexander Gans- hin, sem persónan Ivan Sanshin er byggð á: „Eftir að hafa rætt við hann fannst mér það snjöll hugmynd aö gera kvikmynd um mann sem þjón- aði Stalín í átján ár. Það er auðvelt að gera kvikmynd frá sjónarhomi fómarlambs sem eyddi árum í fanga- búöum en sú hugmynd sem kviknaði með mér var aö gera kvikmynd sem sýndi Stalín innan frá, þá er betur hægt að einbeita sér að mannlegum veikleikum hans.“ Það var svo fyrir tveimur áram, þegar ítalski framleiöandinn Claudio hleyptu kostnaðinum fram úr áætl- un. Eftir að kvikmyndatökum lauk og allir vora komnir til síns heima brá Andrei Konchalovski, sem nú býr í Frakklandi, sér til Moskvu ásamt eiginkonu og dóttur til að fylgjast með setningu tónlistarinnar við myndina. Hann kom til Moskvu 17. ágúst 1991 og vaknaði næsta morgun á hóteh við að búið var að gera bylt- ingartilraun gegn Gorbatsjov. Eftir að hann og tónskáldið Eduard Artemyev, sem oft áöur hefur gert tónlist við myndir Konchalovski, höfðu talað við hljómsveitarmeðlim- ina var ákveðið að halda áfram eins og ekkert hefði ískorist og segir Konchalovski að þar sem flestir í hljómsveitinni vissu að myndin var „hægrisinnuð" þá hafi þeir lagt enn meiri vinnu á sig en ella og var þessa daga unnið langt fram yfir miðnætti þótt það væri ólöglegt. Konchalovski segir frá því að eina nóttina, þegar hann ásamt nokkrum öðram hafi verið að lauma sér gegn- um stræti Moskvuborgar eftir mið- nætti, hafi skriðdreki tekið eftir þeim og hleypt af vélbyssu. Þeir tóku á rás og náðu að henda sér yfir giröingu og skríða áfram meðan skriðdrekinn æddi fram og aftur í leit að þeim. Þessi atburður varð til þess að Konc- halovski sendi eiginkonu og dóttur úr landi og var ástæðan að þau eru rússneskir ríkisborgarar þótt þau hafi einnig öll frönsk vegabréf. Hefði verið hægt að kyrrsetja þau ef bylt- ingartilraunin hefði heppnast. Leikur morðingja föður síns Minnst hefur verið á að breski leik- arinn Bob Hoskins leikur Beria. í hlutverkum Ivans og Anastasia eru Tom Hulce og Lolita Davidovich. Hulce varð heimsfrægur þegar hann lék Mozart í Amadeus. Hann hafði áður leikið mest á sviði og hefur frá því hann lék í Amadeus skipt tíma sínum jafn á milli kvikmynda og leiksviðs. Lohta Davidovich, sem er af júgóslavneskum uppruna, var al- gjörlega óþekkt leikkona þegar hún lék titilhlutverkið í Blaze. Þar lék hún á móti Paul Newman. Margir rússneskir leikarar leika í The Inner Circle, má þar fremstan Kvikmynd og raunveruleiki. Það má vart á milli sjá á þessum myndum hvor þeirra er úr The Inner Circle en á myndunum er Stalín á göngu um götur I Kremlin ásamt aðstoðarmönnum sínum. Myndin til hægri sýnir hinn raunverulega Stalín. Innsti hringurinn Sumarið 1939 á brúðkaupsnótt Ivans Sanshin, sýningarmanns í ein- um kvikmyndaklúbba KGB, er barið að dyram hjá honum og fyrir utan standa KGB-menn. Klukkustundu áður haföi nágranni hans verið handtekinn og nú er það hans hlut- skipti að verða leiddur að heiman af hinum illræmdu leyniþjónustu- mönnum Josefs Stalín. Sanshin veit að hann hefur ekkert gert af sér en hann er samt viss um aö hann muni aldrei sjá eiginkonu sína aftur. Undr- un hans er því mikil þegar í stað þess að verða settur í fangelsi er hann leiddur inn í skrautleg híbýh Stahns þar sem bíður hans það verk að sýna Stalín kvikmynd. Frá þessari stundu er Ivan Sanshin sérstakur sýningarmaður Stalíns. Þetta er byrjun á The Inner Circle (Innsta hringnum) þar sem segir frá örlögum sýningarmannsins sem verður að velja á milh þess að þjóna föðurlandinu eöa fylgja hjartanu. Leikstjóri myndarinnar er Andrei Konchalovsky sem fór aftur á heima- slóðir th þess að leikstýra þessari mynd og er The Inner Circle fyrsta stórmynd sem kvikmyndagerðar- menn að vestan fá að gera innan múra Kremlins. Tuttugu ára gömul hugmynd Andrei Konchalovsky segir um Sanshin: „Hann er bhndaður af því Bonivento lét þá ósk í ljós að fá að gera kvikmynd með Konchalovsky, að saga sýningarmannsins kom aftur upp í huga hans. Saga ungu hjón- anna Ivan og Anastasia er í kvik- myndinni ýkt saga Ganshins, en það era margar aðrar persónur byggðar á raunverulegu fólki og margt í sögu- þræðinum byggt á staðreyndum. Þessi sannleikur gefur atburðarás- inni vigt. Fengu afnot af byggingum KGB Kvikmyndtaka hófst í ágúst 1990 en þá vora búnar að standa langar samningalotur við yfirvöld í Moskvu um afnot af gömlum opinberum byggingum og um notkun á hinum stóra kvikmyndaveram Mosfilm. Þegar svo loks fékkst leyfi fyrir að kvikmynda innan Kremlmúra og á Rauða torginu var björninn unninn og var kvikmyndahðinu eftir það leyft nánast að gera það sem það vildi. Innan byggingarinnar þar sem leyniþjónustan KGB er til húsa er meðal annars fimmtán hundrað sæta kvikmyndasalur sem var not- aður við gerð mýndarinnar. Fylgst var nákvæmlega neð listamönnum og tæknimönnum að störfum og fengu ahir sérstakan passa sem þurfti að sýna við innganginn. Önn- ur fræg mannvirki, sem notuð voru við kvikmyndatökuna, vora jám- A þessari mynd er Tom Hulce, sem leikur sýningarmanninn Ivan Sans- hin, ásamt Alexander Ganshin, hin- um raunverulega sýningarmanni hjá Stalín í átján ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.