Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hávaðamengun Símaviðskiptavinir þurfa oft að bíða nokkra stund eftir samtali í símakerfi fyrirtækja og stofnana. Þeir eiga í auknum mæli á hættu að sæta áreitnum og skipu- legum hávaða meðan þeir bíða. Hávaðinn kemur yfir- leitt frá útvarpsstöðvum, sem tengd eru símakerfum. Þetta virðist fyrst og fremst gert, af því að tæknin gerir það kleift. Ekki stafar þetta af því, að viðskiptavin- ir telji þetta þægilegt eða telji þögnina svo óþægilega, að þeir taki áreitinn og skipulegan hávaða fram yfir hana. Ótti við þögn er ennþá minnihlutaeinkenni. Að vísu er sumt fólk, einkum ungt fólk, svo innan- tómt og háð áreitnum og skipulegum hávaða, að það fer að titra af taugaveiklun, ef það heyrir þögn. Slíkir fíklar róast ekki fyrr en sett er í gang útvarpstæki eða annað tæki, sem framleiðir áreitinn og skipulegan hávaða. Þetta kemur niður á hinum óbrengluðu. Ekki er einu sinni friður fyrir hávaðafíklum í heilsuræktarstöðvum, þar sem þreyttir félagsmenn stéttarfélaga endurhæfa sig með líkamlegri þjálfun. Stjórnendur slíkra stöðva ganga í lið með hávaðafíklum gegn eðlilegu fólki. Þetta gera þeir með því að útvarpa sjálfir þessum áreitna og skipulega hávaða og með því að veita aðgang að útvarpstækjum, þar sem þeir ráða ferðinni, er vilja skrúfa hávaðatakkana sem hæst, þótt þeir séu í miklum minnihluta meðal viðstaddra viðskiptavina. Fólk þarf að átta sig á, að eðlilegt og upprunalegt ástand felst í þögn og ýmsum óhjákvæmilegum hljóðum, svo sem brimgný, goluþyt og lækjanið, en að hinn áreitni og skipulegi hávaði úr útvarps- og hljómflutningstækj- um er mengun á hinu eðlilega og upprunalega ástandi. Á tímum tæknialdar er engin ástæða til að þurfa að þola slíka hávaðamengun. Með vasatækjum, sem kosta 2000-4000 krónur, og heyrnartækjum, er kosta 100-200 krónur, getur hver, sem óskar eftir fráviki frá þögn, haft þann hávaða, er hann kærir sig helzt um. í fyrirtækjum og stofnunum, þar sem sumir starfs- menn og viðskiptamenn vilja áreitinn og skipulegan hávaða, ættu þeir að geta öðlazt hann með hjálp slíkra tækja og án þess að trufla hina, sem enn eru óbrenglað- ir að þessu leyti. Þannig er víða tekið á málinu. Fráleitt er að telja rétt hávaðafíkla meiri í samfélag- inu en hinna. Fráleitt er að hafa á almannafæri tæki, sem menn geta gengið í til að framleiða áreitinn og skipulegan hávaða. Og fráleitt er að útvarpa slíkum hávaða um opin -hátalarakerfi eða inn á símalínur. Á þeim stöðum, þar sem búast má við komu fólks, er sækist eftir áreitnum og skipulegum hávaða og getur ekki án hans verið, er hægt að selja 2000 króna vasa- tæki með einnota, 100 króna heyrnartólum, svo að það trufli ekki annað fólk með hávaðafíkn sinni. Eðlilegt er og fyllilega tímabært, að um áreitna og skipulega hávaðamengun séu settar reglur á borð við aðrar reglur um mengunarvarnir. Það er verðugt verk- efni fyrir aðgerðalítið umhverfisráðuneyti, ef það nenn- ir að sinna öðru en ferðaþjónustu til Rio de Janeiro. Á meðan er rétt, að eðlilegt fólk beiti þrýstingi 1 mál- inu með því að draga úr viðskiptum við fyrirtæki og stofnanir, sem varpa áreitnum og skipulegum hávaða um sali og símalínur og jafnvel út á stéttar, en beina þeim að fyrirtækjum, sem virða rétt fólks til þagnar. Við megum ekki vera svo þjökuð af aldagamalli kúg- un, að við gefum hávaðafíklum bardagalaust eftir einn af mikilvægari þáttunum í friðhelgi einkalífsins. Jónas Kristjánsson Afsetning Thatcher bar til- ætlaðan árangur íhaldsflokkurinn í Bretlandi rek- ur rætur sínar allt aftur á átjándu öld. Frá því um aldamótin 1800 hefur hann lengst af stjórnað land- inu en leita þarf aftur meira en öld til að fmna hliðstæðu þess sem nú hefur gerst í kosningunum á fimmtudag, íhaldsmenn hafa tryggt sér meirihluta á þingi í fjórðu kosningunum í röð. Enn hefur það dregið íhalds- flokkinn drjúgt sem ævinlega hefur verið megineinkenni hans, hann hefur aldrei haft fyrir því að burð- ast til langframa með neina mark- aða stefnu. Hvort heldur á dögum Roberts Peels eða Johns Majors hefur það verið aðalsmerki flokks- ins að haga seglum eftir vindi, marka þá stefnu sem á hverjum tíma er líklegust til að tryggja valdasetu og hagsmuni þeirra sem standa straum af úthaldinu, land- aðalsins fyrr, íjármagnseigenda nú. Þessi lífsregla íhaldsflokksins hefur sjaldan sannast jafn áþreif- anlega og í meðferðinni á Margaret Thatcher. Þrennar síðustu kosn- ingar vann flokkurinn undir henn- ar forustu. En hún var ekki af hefð- bundinni íhaldsgerð heldur rót- tæklingur hægra megin á stjórn- málasviðinu, „sannfæringarstjórn- málamaður" eins og tekið er að orða það í fræðunum. Fyrir þrem misserum var orðið ljóst að Thatcher var ekki lengur flokknum til framdráttar heldur íþyngdi honum í leit aö kjörfylgi. Þá hafði þingflokkur íhaldsmanna snör handtök, losaði sig við járn- frúna undir því yfirskini að yfir- gangur hennar við samstarfsmenn í ríkisstjórn væri orðinn óþolandi. í staðinn var valinn til forustu John Major, skjólstæðingur Thatcher á framaferli og því unnt að kynna hann fyrir hrekklausum kjósendum sem eðlilegan arftaka, en í raun stjórnmálamaður allt annarrar gerðar. Thatcher hatar velferðarríkið, sem hún tók í arf eftir fyrri stjórnir, síns eigin flokks ekki síður en Verkamannaflokks- ins. Major er þvert á móti annt um að varðveita megineinkenni þess. Valdaferli Thatcher lauk með langvinnasta og þungbærasta efna- hagssamdrætti í Bretlandi frá því í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar. Því var íhalds- flokknum brýnt að breyta um ímynd fyrir kosningamar sem hlutu að koma í ár. Major var val- inn til aö gegna því hlutverki, og var tekinn fram yfir Michael Hess- eltine sem boðið hafði Thatcher birginn. Með því taldi meirihluti íhaldsþingmanna unnt að laga flokkinn að breyttum aðstæðum án þess að niðurlægja sig meö afneit- un þess sem á undan var gengið. Útreikningar raunverulegra valdhafa í innsta hring íhalds- flokksins hafa nú gengiö upp. Þeg- ar þetta er ritað er útht fyrir að íhaldsmenn hafi 17 atkvæða meiri- hluta á nýkjörnu þingi. Það er lítið miðað við 102 atkvæða meirihluta eftir kosningarnar 1987 en nægir vel til að stjóma þegar þess er gætt að um eða yfir tylft þingmanna sambandssinna frá Norður-írlandi fylgir að jafnaði íhaldsstjórn að málum. Væntanlegri stjóm Majors verð- ur einnig til framdráttar að for- ustukreppa hlýtur að koma upp í Verkamannaflokknum í kjölfar íjórða kosningaósigursins í röð. Hún verður þeim mun hvassari sem sigurvonir voru nú meiri en í undanfómum kosningum. Stjórn- málaskýrendum á Bretlandi ber saman um að kosnirigastefnuskrá Verkamannaflokksins hafi mælst Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson vel fyrir og henni hafi verið vel fylgt eftir í kosningabaráttunni. Kosningaúrslit fyrir Verka- mannaflokkinn langt undir vænt- ingum og vísbendingum skoðana- kannana verða því skrifuð á reikn- ing flokksleiðtogans, Neils Kinnocks. Ályktað verður aö óvissuatkvæði þeirra kjósenda, sem gerðu upp hug sinn á síðustu stundu, hafi hneigst til íhalds- flokksins, sér í lagi vegna þess að þeir heri meira traust til Majors en Kinnocks. í viðleitni sinni til að gera viðun- andi heild úr sundruðum Verka- mannaflokki og gera hann hæfan til .að höfða til miðjufylgis hefur Kinnock í ýmsu orðið að sveigja frá fyrri vinstriviðhorfum og er því berskjaldaður fyrir ásökunum um staðfestuleysi. Þar að auki er hann frá Wales og Englendingar hafa ill- an bifur á hraðmælskum Wales- búum frá því Lloyd George lagði Frjálslynda flokkinn gamla í rúst með ævintýramennsku á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Fréttaskýrandi hjá breska ríkis- útvarpinu BBC lét svo ummælt á föstudagsmorgun að hann byggist við að Verkamannaflokkurinn gæti hafa náð allt að 100 þingsæta meiri- hluta í kosningunum hefði John Smith, sem fer með íjármál í skuggaráðuneytinu, veitt honum forustu. Smith lagði fram fjárlaga- frumvarp af hálfu flokks síns í upp- hafi kosningabaráttu til saman- burðar við fjárlagafrumvarp íhaldsstjórnarinnar og mæltist það vel fyrir. Eitt af vandamálum nýrrar stjómar Majors verður að bregðast við því að stefnumótun Verka- mannaflokksins og Frjálslyndra demókrata í efnahagsmálum, heil- brigðismálum og fræðslumálum höfðar bersýnilega til meirihluta breskra kjósenda því meirihluti á þingi er fenginn með 42% greiddra atkvæða vegna þess að kosið er í einmenningskjördæmum. Thatch- eristar í íhaldsflokknum em vísir til að rísa gegn viðleitni til að koma til móts við þau sjónarmið. Evrópumálin eru annar vandi nýju íhaldsstjórnarinnar. Major tókst að halda klofnum flokki sín- um saman með fyrirvörum við Máastricht-samkomulag Efna- hagsbandalagsríkja varðandi gjaldmiðilssamruna og félagslega réttindaskrá. Bandalagsríki Breta í EB létu hann komast upp með þetta vegna þess að stjórnir þeirra vissu að hann var aðeins að fleyta sér fram yfir kosningarnar með því bragði. Ætli hann stjórn sinni að sitja út fimm ára kjörtímabil kem- ur til alvörunnar í þessum efnum á því tímaskeiði og öllum sem vita vilja er ljóst að Bretland getur ekki verið sér á báti á þessum sviðum án þess að falla niður í aukaaðild að bandalaginu. Og þrátt fyrir óvæntan kosninga- sigur má John Major vera var um sig í flokknum. Þar eru ýmsir sem telja sig betur til foringja fallna og munu sæta færis verði þeim á sem þeir telja að hafi verið valinn til þess fyrst og fremst að brúa bilið frá furðufyrirbærinu Margaret Thatcher yfir til íhaldsflokksins eins og hann á að sér að vera. Magnús T. Ólafsson John Major forsætisráðherra og Norma, kona hans, veifa sigrihrósandi til stuðningsmanna úr glugga á aðalskrifstofum íhaldsflokksins við Smith Square i London á föstudagsmorgun. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.