Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Fréttir Hrafn Gunnlaugsson oft í fréttum vegna umgengni úti í náttúrunni: Rógburður óvildarmanna og hreinn misskilningur - segir Hrafn og hyggst stefna mönnum fyrir rógburð Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri hefur verið oft í fréttum vegna umgengni úti í náttúrunni viö kvikmyndatökur. í nokkrum þessara tilvika hefur Náttúruvemdarráð lát- ið máhn til sín taka og eitt málið varð að lögreglumáli. Það var þegar hann gróf skurð við hverinn Geysi árið 1982. Nú er hann aftur kominn í fréttimar vegna fyrirhugaðrar kvikmyndatöku úti í Gróttu í sumar en eyjan er friðlýst frá 1. maí til 1. júlí. Hrafn sagði við DV í gær að ástæð- an fyrir nær látlausum fréttum af umgengni hans úti í náttúrunni væri hreinn misskilningur og einnig bein- hnis rógburður óvildar- og öfundar- manna. Hrafn undirbýr nú málaferli á hendur nokkmm aðhum vegna rógburðar um slæma umgengni. Friðlýsing Gróttu „Fiðlýsing Gróttu nær yfir varp- tímann, í maí og júní, en kvikmynda- takan hefst ekki fyrr en í júlí, að varptima loknum. Það verður ekkert jarðrask. Víkingahaugurinn, sem þið gerðuð að umtalsefni í gær, verður grind sem flutt ýerður út í eyjuna og látin gróa við jarðveginn.“ Hrafn segir að engin dýr veröi flutt út í eyjuna og atriði þarna verði eins htil 1 framkvæmd og hugsast geti. - En hvemig stendur á því að þú getur ekki fundið annan stað th að mynda á en einmitt Gróttu? „Ástæða þess að við höfum sóst eftir að mynda í Gróttu er sú aö myndin fjallar um vitavörð á af- skekktri eyju og vitinn og húsin þama henta nákvæmlega fyrir hand- ritið. Við höfum hins vegar farið út um aht land og leitað að annarri leik- myndaaðstöðu en ekki fundið betri kost. Ef vitinn væri ekki þama og þessi hús værum við alls ekki úti í Gróttu." Útilokað að þarna verði jarðrask vegna átroðslu - Getur þú fullyrt að ekki verði jarð- rask í eyjunni vegna átroðnings við myndatökuna? „Það er úthokað að svo verði. Þama verður mjög fámennt lið kvik- Hrafn í fréttum vegna umgengni úti í náttúrunni Áöur Nú Kvikmyndataka í Gróttu. Gróf í friðuðu landi við Geysi í Haukadal. Hestaat við Gullfoss. Hrafn Gunnlaugsson Rusl skilið eftir í Búrfells- Qjá. Rask í friðuðum fjörukambi við Laugarnes. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður hefur verið oft i fréttum á undanförnum árum vegna umgengni úti i náttúrunni. Nú beinist kastljósíð að eyjunni Gróttu sem er friðlýst yfir varptímann. Þar hyggst Hrafn mynda eftir varptímann fái hann til þess leyfi frá Náttúruverndarráði. myndatökufólks, aðeins átta manns. Þama verða aðeins tekin atriði tengd vitanum og bænum. Önnur atriði verða tekin í Breiðafjarðareyjum, vestur á fjörðum, í Reykjavík og Keflavík." Lögreglumál: Gróf upp úrrauf við hverinn Geýsi - Árið 1982 grófst þú skurð við Geysi í tengslum við myndina Okkar á mhh í hita og þunga dagsins. Þetta varð lögreglumál og náttúruvernd- armenn urðu ævareiðir. Fórstu þar ekki greinilega yfir mörkin? „í samvinnu við eigendur Geysis, Sigurð Greipsson og syni hans, hreinsuðum við upp kísh úr rauf sem Trausti Einarsson hafði gert 25 árum áður. Raufin var því fyrir. Og sá æsingur og fréttaflutningur sem varð af því að við hefðum brotið rauf í skáhna var thefnislaus. Niðurstaöan í þessu máli varð sú að við voram hvorki kærðir né sak- felldir fyrir náttúraspjöll - og varð þetta þó lögreglumál. Og þannig er nú einu sinni lífið að ef þú ert sak- fehdur þá er sjálfsagt að taka þá sök. En við vorum saklausir. Hið sanna kom í ljós að við höfðum hreinsað upp úr raufmni." - En fórstu ekki yfir strikið. Áttir þú ekki að tala um þetta áður við Náttúruvemdarráð? „Náttúravemdarráö var ekki th þá. Þeir sem sáu um Geysi var svo- nefnd Geysisnefnd. Hún hafði sofið áram saman eins og hverinn en vaknaði að sjálfsögðu til hfsins um leið og hann. Eftir þetta var farið að girða svæðið og merkja það. Ég tel að miklar framfarir hafi orðið á svæðinu eftir þetta mál.“ Tveimur graðhestum att saman við Gullfoss - Hvað meö atið mikla við Gullfoss árið 1987 þegar tveimur graðhestum var att saman. Sjónvarvottar töluðu um að þetta væri afbrigðilegt og hreinn viðbjóður. Náttúruverndar- ráð sagði að syllan hefði verið út- spörkuð og að svört flög væra eftir elda? „Þeir eldar, sem voru kveiktir, voru í eldtraustum fótum sem vora bomar burt. Þeir sem hins vegar horfa á þetta og vita ekki hvemig kvikmyndamiðillinn blekkir fólk halda náttúrlega að verið sé að brenna hálft svæðið. Þegar upp var staðið hafði hins vegar enginn skaði verið unninn á svæðinu. Hins vegar má deila um hestaatið. Það er hins vegar með hestaat eins og íslensku glímuna, það vantar merina í íslensku glímuna.“ Draslið I Heiðmörk - Hvað með draslið í Búrfellsgjá sunnan Heiðmerkur sem skilið var eftir vegna myndatökunnar á Hvíta víkingnum árið 1990? „Þetta mál var mér óviðkomandi. Þetta var mál framleiðanda myndar- innar en ekki leikstjóra. Framleið- andinn, norska fyrirtækið Fhm Eff- ekt, veitti fé th að hreinsa svæðið. Samið var við Körfuknattleikssam- band íslands um að unglingalandshð þess hreinsaði svæðið fljótt eftir myndatökur gegn greiðslu til sam- bandsins. Körfuboltamennirnir stóðu ekki við sitt. Þegar Film Effekt komst að því að þeir höfðu ekki hreinsað svæð- ið voru aðrir fengnir til verksins. Fram kom hjá Kolbeini Pálssyni, formanni Körfuknattleikssambands- ins, í fjölmiðlum að þetta væri sök sambandsins og að ég ætti engan þátt í því að draslið var ekki hreinsað strax.“ Fjörukambur í Laugarnesi - Hvað með friðlýsta sjávarkambinn í Laugarnesi fyrir neðan kvikmynda- listasmiðju þína sem þú er sagður hafa rutt fyrr í vetur? „Það er alrangt að við höfum ratt sjávarkambinn eða lækkað hann. Við hreinsuðum rusl sem lá á kamb- inum innan lóðarmarka. Því hefur sennilega verið ýtt þarna niður í fjör- una á sínum tíma þegar braggahverf- iö var rifið. Við hreinsunina varð ekkert jarðrask og tel ég raunar það þarft verk að hreinsa fjöruna þarna alla,“segirHrafn. -JGH íslensku starfsliði varnarliðsins hef- ur fækkað verulega síðustu þrjú ár íslenskum starfsmönnum hjá vamarhðinu í Keflavík hefur fækkað um 153 á síðustu þrem áram. Þessi fækkvm skiptist þannig mihi ára að 1989 fækkaði um 4, árið 1990 um 65 og á síðasta ári fækkaði um 84. Þessar fækkanir íslendinga era hö- ur í þeirri þróun sem hefur staðið aht frá 1988 en þá var gert ráð fyrir 14 prósent niðurskurði á framlögum th bandaríska flotans á fjárlögum Bandaríkjanna. Á árinu 1990, þegar íslenskum starfsmönnum hjá vam- arhðinu tók að fækka verulega, var það vegna svokahaðrar „frystingar" sem þýddi aö engar nýráðningar eða endurráðningar komu th fram- kvæmda á Keflavíkurflugvelh. Þegar mest var vora 1103 íslendingar í vinnu hjá vamarhðinu en hafði fækkað niður í 950 í lok síðasta árs. Raunar hefur þeim fjölgaö aftur um 12 það sem af er þessu ári. Að sögn Guðmundar Finnssonar, fram- kvæmdastjóra verkalýðs-og sjó- mannafélags Keflavíkur, stafar það af því aö þrýst hefur verið á um að íslendingar yrðu ráðnir í thtekin störfá Velhnum, einkum í ýmis þjón- ustustörf. Óvissa um fækkunina á þessu ári Enn er ekki fyrirséö hversu mikih samdráttur verður hjá vamarliðinu á þessu ári. Forstjóri varnarmála- deildar og formaður vamamála- nefndar era nú staddir í Bandaríkj- unum þar sem þeir afla sér vitneskju um stööu mála. Mannvirkjasjóður NATO hefur frestað að samþykkja verkáætlun hér á landi svo og fjár- mögnun hennar. Einnig hefur verið gert ráð fyrir ýmsum framkvæmd- um af hálfu Bandaríkjamanna en ekki er vitað nú hvort af þeim verður eða ekki. Forystumenn í verkalýðsmálum á Suðumesjum eru mjög uggandi um að hætt verði við umræddar fram- kvæmdir. „Ef ekkert verður af þess- um verkum þá sjáum við fram á verulega fækkun starfsmanna sem þýðir beina aukningu á atvinnuleys- isskrá hjá okkur,“ segir Guömundur. „Hún telur nú 232 menn en nefnt hefur verið að hátt í 200 manns geti misst atvinnuna ef ekki verður af framkvæmdum.“ Varnarhðsmönnum á Keflavíkur- flugvelli hefur einnig fækkað, þó ekki eins mikið og íslendingum. Á undanfórnum 4-5 mánuðum hefur F-15 orastuþotum fækkað úr 18 nið- ur í 12. Vegna þess hefur vamarliðs- mönnum fækkað um 30. Þá hafa íslensk og bandarísk yflr- völd ákveðiö að hér á landi sé ekki lengur þörf fyrir AWACsÞ ratsjárflug- vélar vegna breyttra aðstæöna í ör- yggismálum á alþjóðavettvangi. Þær verði þyí ekki notaðar hér frá og með næsta sumri. Aö sögn Friðþórs Eyd- al, blaðafulltrúa vamarhðsins, mun brotthvarf vélanna þýða að varnar- liðsmönnum verði enn fækkað um að minnsta kosti hundrað. -JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.