Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992.
15
Jákvæður uppalandi
Bölvuö leti er þetta, sagöi ég við
son minn þar sem hann hékk í
hrúgaldinu og horföi á Tortímand-
ann 2 af myndbandi. Væri þér ekki
nær að dratthalast að skrifborðinu
og reyna að troða einhverju í haus-
inn á þér núna rétt fyrir próf, bætti
ég við. Það umlaði aðeins í drengn-
um og ég sá á honum að ég var
fyrir Arnold Schwarzenegger í
miðri tortímingu. Snautaðu inn í
herbergið þitt og farðu aö læra,
sagði ég um leið og slæmdi skank-
anum í sjónvarpið og kom í veg
fyrir frekari linúestingar á skján-
um. Hvað ertu að bögga mig, sagði
strákurinn og lét ófriðlega vegna
meints ofbeldis fóður síns. Hann
togaði hrúgaldið með sér inn í her-
bergi og lokaði á eftir sér. Skömmu
seinna heyrðust tortímingarhljóð
út úr herberginu. Tortímandinn lét
öllum illum látum á einkaskjá
drengsins. Faðirinn játaði sig sigr-
aðan og gafst upp.
Ótti við upp-
þvottafrumvarpið
Þetta er ekki rétt uppeldisaðferð
hjá þér, sagði minn betri helmingur
þegar ég varð frá að hverfa. Þú átt
ekki að vera svona neikvæður
heldur koma þínu fram með já-
kvæðum hætti. Ég hef heyrt þessar
athugasemdir áður og lét mér fátt
um finnast. Þó vildi ég ekki styggja
konuna þar sem hún ber mjög fyr-
ir sig í seinni tíð frumvarpsdrög
þar sem það ákvæði þykir merkast
að karlar eigi að þvo upp til jafns
við konur sínar. Meðan þessi frum-
varpsómynd er konunni svona of-
arlega í huga tek ég öðrum athuga-
semdum vel í þeirri von að smám
saman fymist yfir uppþvottafrum-
varpið.
Jákvæðurupp-
eldisfræðingur
Ég er héma með grein í Moggan-
um um bandarískan uppeldisfræð-
ing, sagði konan. Uppeldisfræðing-
urinn segir að ávítum eigi að beina
að atvikum sem foreldrar séu ósátt-
ir við en ekki að barninu sjálfu. Þú
átt, sagði konan og vitnaði í blaðið,
ekki að segja að barnið sé óþekkt
eða latt heldur að við séum óánægð
þegar það hegðar sér á þennan
hátt. Hún tók dæmi og vitnaði í
fræðinginn. Þú átt að segja: Það fer
í taugarnar á mér þegar þú lærir
ekki heimalexíurnar þínar í stað
þess að segja: Óttalega geturðu ver-
ið latur, þú nennir aldrei að læra
heima.
Lenging í Síberíu
Ég benti konúnni á að varla væri
hægt að segja að drengurinn væri
bam. Hann væri á sextánda ári og
orðinn rétt eins langur og ég. Þess
má raunar geta með lengdina á
stráknum að honum finnst það alls
ekki nóg að vera kominn vel yfir
1,80. Hann æfir körfubolta og finnst
þetta dvergvöxtur. Hann hefur m.a.
komið að máh viö fóður sinn og
rætt um lengingaraðgerðir í Síber-
íu. Ég hef heldur dregið úr því.
Annað mál tengt körfuboltanum
hefur hann frekar rætt við móður
sína. Hann gefur ekkert fyrir hvita
htarháttinn og viU láta breyta sér
í svertingja. Móðir hans hefur líka
dregið heldur úr þessu. Næði hann
fram þessum óskum sínum væri
óhætt að segja að hann Uktist ekki
í mína ætt.
Pirraður nemandi
En þetta var útúrdúr. Mér var
bent á jákvætt og uppbyggjandi
uppeldi. Ég fór því aftur af stað tU
námsmannsins unga. Tortímand-
inn var kominn heldur lengra í
ætlunarverkum sínum. Ég fór með
ruUuna og sagði: Það fer í taugarn-
ar á mér þegar þú lærir ekki heima.
Ég beið eftir því að drengurinn
stæði upp, slekkti á Tortímandan-
um og settist við skrifborðið fuUur
námslöngunar og iðrunar vegna
viðbragða sinna fyrir stuttu. Ekk-
ert slíkt gerðist. Hann gaf það ber-
lega í skyn að þessar sífeUdu trufl-
anir væru að verða þreytandi.
Hvort ég hefði ekkert þarflegra Við
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
tímann að gera. Sér kæmi ekkert
við þótt þetta og hitt færi í taugam-
ar í mér. Það færi hins vegar í taug-
amar á sér að geta ekki horft á
Tortímandann í friði.
Ég stillti mig um að hrópa á pUt-
inn og ákvað að gefast ekki upp í
jákvæðu uppeldi. Ég lét gott heita
í biU og strákurinn horfði á Tor-
tímandann til enda. Konan var
ánægð með geðprýði eiginmanns-
ins og jákvætt viðhorf til uppeldis-
mála og minntist ekki á uppþvotta-
frumvarpið.
Skriflegtuppeldi
Næst ákvað ég að hafa jákvæð
uppeldisáhrif á frumburðinn sem
að vísu er sjaldan heima nema yfir
blánóttina og auk þess vaxinn mér
yfir höfuð. Betra er seint en aldrei.
Þar sem ég er yfirleitt sofnaður
áöur en honum þóknast að koma
heim og farinn í vinnuna áður en
hann vaknar skrifaði ég honum
miða með nokkrum jákvæðum
uppeldisatriðum. Á miðanum stóð
meðal annars: Það fer í taugamar
á mér að sjá aldrei í gólfið á her-
berginu þínu, finna gamla epla-
kjama og þomaðan appelsínubörk
í hiUum og á borðum, hávaðinn í
græjunum, ofnotkun á fotunum
mínum, bensínlaus heimilisbíUinn
og eitthvað fleira tók ég til. Ég var
ánægður þegar ég hafði skrifað
þetta á miðann og fann að ég var
jákvæður uppalandi. Ég hrópaði
ekki á börnin heldur benti þeim á
það sem fer í taugarnar á mér.
Ég lét þess að visu ekki getið í
þessu tUskrifi mínu að ég hef orðið
var við sama taugatitringinn í
minn garð. Sá víbringur kemur frá
frúnni sem telur mig stundum vera
sitt elsta bam og engu betri í um-
gengni en hin. Þannig finni hún
fataleppana mína í hrúgum hér og
þar, ég nenni sjaldan að ganga frá
eftir mig í eldhúsi og kunni best
við mig flatur fyrir framan sjón-
varpið. Þessar athugasemdir í
minn garð eru auðvitað út í hött.
Ég tel mig góðan í sambúð og
óþarfa að vera að gera veður út af
smáatriðum.
Aldrei styggðaryrði
Næstu daga fengu aUir í fjöl-
skyldunni að kenna á jákvæðu
uppeldi. Hitt og þetta fór í taugarn-
ar á mér og ég benti góðlátlega á
það í töluðu og rituðu máli. Aldrei
féll styggðaryrði. Aðeins bent á það
sem ég var ósáttur við en ekki af-
kvæmið sjálft. Andrúmsloftið varð
smám saman heldur sérkennUegt.
Eldri strákurinn spurði hvort ég
væri alveg að brenna yfir og hvort
ég sprengdi ekki á öllum. Ég verð
að játa það að ég skil ekki alltaf
unglingamálið en náði því þó að
honum fannst eitthvað athugavert
við þann gamla. Ég benti honum á
að vera jákvæður í garð eldri kyn-
slóðarinnar. Ef hann hefði yfir ein-
hverju að kvarta skyldi hann tala
við móður sína. Hún væri frum-
kvöðull að hinu jákvæða í uppeld-
inu. Hann lét ekki segja sér það
tvisvar og kvartaði sárlega undan
óþolandi jákvæðum fóður. Hin
börnin tóku undir þetta og settu
allt traust sitt á móðurina.
Það er alltaf sama sagan með þig,
sagði konan. Þú sveiflast öfganna
á mUli. Vepjulega skiptir þú þér
ekki af neinu en nú hefurðu breyst
í algeran nörd. Fyrr má nú vera.
Þú varst þó skömminni skárri með-
an þú lést mig um uppeldið. Æth
það sé ekki best að hafa það eins
og veriö hefur í nærri tuttugu ár.
Eðlilegt ástand
áný
Nú tók ég stóran séns með kon-
una, uppþvottafrumvarpið og alla
sambúðina. Ég ákvað að vera já-
kvæður og sagði: Það fer í taugam-
ar á mér að þú skulir láta svona
fyrir framan börnin. Benti aðeins
á það sem ég var ósáttur við en
ávítaði ekki konuna sjálfa. Hún
umhverföist og sendi mér demb-
una. Ég gleymdi bandaríska upp-
eldisfræðingnum augnablik og
kom að nokkmm vel völdum fúk-
yrðum. Erfingjarnir kunnu vel að
meta. Heimilislífið var aftur að
verða normalt.
Snautið þið inn í herbergin ykk-
ar, hrópaði ég á börnin. Eigið þiö
ekki að læra heima, letihaugamir
ykkaf. Takið þið svo til í þessum
grenjum ykkar. Þau brostu og gáfu
móður sinni merki. Þetta hafði tek-
ist. Pahbi var aftur orðinn eðlileg-
ur.