Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. 47 Eftir eins árs samlíf án getnaðarvarna verður getnaður ekki í 10-15% sambanda, fólki til mikillar raunar. Margir karlmenn telja að konunni sé alltaf um að kenna ef sambandið er barnlaust en svo er alls ekki. Ófrjósemi Þau sátu á móti mér á stofunni eitt rigningarsíðdegi. Hann var lið- lega þrítugur bankamaður, hún bamakennari á sama aldri. „Við emm búin að vera gift í 9 ár og notaðum getnaðarvarnir af stakri samviskusemi lengst framan af,“ sagöi hann. „Við vildum ekki eignast bam meðan við vorum bæði í námi. En núna höfum við ekki notað neitt í 2 ár en okkur gengur ekkert að verða ólétt." Þau voru raunamædd á svipinn. „Hvað getur eiginlega verið að?“ Eftir eins árs samlíf án getnaðar- vama verður getnaður ekki í 10-15% sambanda, fólki til mikillar raunar. Getnaður er sáraeinfaldur en þó ótrúlega flókinn. Mánaöarlega losnar eitt egg frá eggjastokk kon- unnar og berst út í annan eggjaleið- arann. Við sáðlátið fara nokkur hundmð milljón sæðisfrumur á stjá. Þær verða að brjóta sér leið gegnum legháls konunnar og út í eggjaleiðarann þar sem eggið bíður. Margar hindranir geta verið fyrir hendi á þessari flóknu leið. Ástæður ófrjósemi Margir karlmenn telja að konunni sé alltaf um að kenna ef sambandið er bamlaust, en svo er alls ekki. Ófrjósemi getur stafað af lélegri sáð- framleiðslukarlsins. Sáðfrumurnar geta verið of fáar, ekki nógu spræk- ar eða afbrigðilegar á einhvern hátt. Orsakimar geta verið gamlar sýk- ingar (t.d. hettusótt), meiösl eða hormónasjúkdómar. Sáðfmmu- framleiöslan getur og minnkað vegnasumralyfja. Aðalástæður ófijósemi kvenna eru að eggjastokkarnir geta ekki komið frá sér egginu vegna blöðru- myndana eða sýkinga. Eggjaleiðar- arnir geta verið lokaðir vegna gam- alla sýkinga (td. lekandi, klamydia) eða konan hafnar sæði mannsins. Hormónasjúkdómar geta og valdiö ófrjósemi. Stundum finnst engin ástæða ófijóseminnar hjá hvorugu þrátt fyrir mikla leit. Meðferð Barnlausum er oft hægt að hjálpa með aðferðum nútíma læknisfræði en það er erfitt og reynir á þolin- Á laeknavaktirirLL mæðina. Bæði þurfa að fara í ná- kvæma læknisrannsókn, þar sem athugaðir eru eggjastokkar, eggja- leiðarar, leg og leggöng konunnar og sæðisframleiðsla mannsins. Stundum finnst einhver orsök ófrjóseminnar sem hægt er að lag- færa: lokaðir eggjaleiðarar opnaðir með aðgerð, vöðvaæxli fjarlægð úr leginu, vökvapoki tekinn utan af eistanu. Þetta ber stöku sinnum ágætan árangur. Ýmsar einfaldar ráðleggingar reynast oft bamlausum vel: forðast mikla streitu, drekka ekki áfengi, stunda ekki of heit böð og ganga ekki í ipjög þröngum nærfotum. (Aukið íútastig í pung karlmannsins hefur skaðleg áhrif á sáðfrumu- framleiðsluna). Stundum fær konan sæði annars manns, ef eiginmaðurinn framleiðir ekki nægilega gott sæði. Nú er egg konunnar frjóvgað í tilraunaglasi með sæði mannsins og því komið síðan fyrir í legi hennar (glasa- frjóvgun). Á Landspítalanum eru menn nýfamir að framkvæma slík- ar aðgerðir með ágætum árangri. Beið í 22 ár En furðulegustu hlutir gerást í sambandi við getnaði og bameignir,, hormónastarfsemi líkamans og ástand einstakra líffæra tekur stöð- ugum breytingum. Kona eða maður sem úrskurðuð hafa verið ófijósöm, geta stundum eignast börn síðar meir og enginn skilur hvaö gerst hefur. Mannslíkaminn er ekki vél, heldur lifandi heild sem stöðugt breytist. Ótal dæmi eru til um hjón sem ættleitt hafa bam vegna ófijósemi, en konan orðið þunguð fljótlega eft- ir að bamið kom inn á heimilið. Anna, móðir Loðvíks 14., fæddi hann í heiminn eftir að hafa beðið í 22 ár. Abraham og Sara í Gamla testamentinu eignuðust soninn ísak þótt kvenlegir eðlisþættir væru horfnir frá Söm vegna elli. Óhkleg- ustu hlutir geta gerst. Við ræddum þessi mál fram og aftur á stofunni þennan dag. Ég vísaði þeim síðan til kvensjúkdómalæknis til rann- sóknar og áíramhaldandi meðferð- ar. Veiðimenn - veiðimenn Tilboð óskast í veiðirétt í Skraumu, Hörðudals- hreppi. Tilboð sendist til Guðmundar Jónssonar, Ketilsstöðum, 371 Búðardal, fyrir 1. maí nk. Upplýs- ingar í síma 93-41394. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. 1 rivoi í Opið um helgina Opið alla páskadagana og sumardaginn fyrsta Hjá okkur er alltaf gott veður. Góð fjölskylduskemmtun. 1 Til okkar er styttra en þú heldur. s rívolí, Hveragerði FJALLALAMB HF. Símar 96-52140 og 96-52163, Kópaskeri Lærissteik: léttreykt eða krydduð Páskasteikin í ár Sölustaðir á höfuðborgarsvæðinu: Fjarðarkaup, Hafnarfirði Hagabúðin, Hjarðarhaga Plúsmarkaðurinn Straumnes Júllabúð, Alfheimum Plúsmarkaðurinn Grímsbær Breiðholtskjör, Arnarbakka ESSO STÖÐVARNAR FORVITNILEGAR VÖRUR... ...Á FÍNU VERÐI Gasgrill ákr. 14.990 BASTA, glært bón (mjög auðvelt í notkun) -fljótandiá kr. 159 - úöabrúsi á kr. 159 Fóðraðir vinnuvettlingar úr skinni á kr. 286 Sorppokar (stórir, svartir. 10 stk. á rúllu) á kr. 234 Orkustöð á kr. 13.763 (orkustöð - rafgeymir sem gefur bæði 12 Volt og 220Volt) ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.