Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992.
Talaði reglulega við Rússann sem var fastur í geimnum:
Eins og hann stæði
við hliðina á mér
- segir Ari Þór Jóhannesson radíóamatör sem einnig rekur tölvubanka
Ari Þór Jóhannesson náði reglulega fjarskiptasambandi við rússneska geimfarann sem fastur var í geimnum. Auk hefðbundinna fjarskipta rekur
hann einnig miðstöð fyrir samskipti heimshorna á milli með tölvum.
DV-mynd GVA
„Ég talaöi oft viö rússneska
geimfarann. Við töluöum um ýmis-
legt eins og hvernig tæki hann
væri með þama uppi og hvaö hann
gerði. Þaö virtist ekki vera neitt
leyndarmál. Eftir að ég frétti að
hann væri fastur þarna uppi spurði
ég hann út í það en þá svaraði hann
því til að það væri ekkert vanda-
mál, hann vissi hvenær hann ætti
að fara niður og væri alveg
áhyggjulaus. Sendiráðsritari úr
bandaríska sendiráðinu kom til
min og náði að tala aðeins við hann.
Þegar þessi ritari fór síðan í rúss-
neska sendiráðið og sagði mönnum
þar frá samtali sínu ætluðu þeir
ekki að trúa sínum eigin eyrum.
Þá óraði ekki fyrir að þetta væri
hægt,“ sagði Ari Þór Jóhannesson,
radíóamatör og rafeindavirkja-
meistari, í samtali við helgarblað
DV. Ari var oft í talsambandi við
rússneska geimfarann Sergei Krik-
alev sem hringsólaði umhverfis
jörðina í geimstöðinni Mir.
Á ógnarhraóa
umhverfisjörðu
Sergei komst heldur betur í frétt-
irnar á dögunum þegar útlit var
fyrir að hann yrði að dúsa í Mir-
geimstöðinni um óákveðinn tíma
þar sem hún hringsólaði umhverfis
jörðina í 1000 kílómetra hæð. Krik-
alev lenti í þeirri einkennilegu að-
stöðu að fara upp í geiminn sem
sovéskur geimfari með von í brjósti
um að verða hetja Sovétríkjanna
að geimvistinni lokinni. Meðan
Krikalev var í geimnum gerðust
hins vegar atburðir á jörðu niðri
sem gjörbreyttu heimsmyndinni,
Sovétríkin liðuðust í sundur og til
varð Samveldi sjálfstæðra ríkja.
Sovétríki þau sem sendu Krikalev
út í geiminn voru ekki lengur til
og óvíst var hver ætti að sjá um
endurkomu hans til jarðar. Þar við
bættist að vafi lék á hvort nokkurt
lýðveldi hefði efni á að láta sækja
hann. En betur fór en á horfðist
og Krikalev kom til jarðar seint í
síðasta mánuði, eftir um 330 daga
veru í geimnum.
Ge'mstöðin. sem enn er í geimn-
Urn fPr Umb-.rprfls jörðu á ógnar-
hr aða, 60 kíiómetra á sek-
únd.i. Hún er um hálfa aðra
kiukkustund að fara umhverfis
jóröu. Brautimar eru ekki alltaf
eins heldur fer geimstöðin um
jörðu þannig að mestur hluti jarð-
kringlur r sé skannaður.
Ari Þór segist hafa getað talað við
Krikalev í 6-8 mínútur í einu,
stundum skemur. Hann ræður yfir
tölvuforriti sem reiknar stöðugt út
staðsetningu stöðvarinnar og
ýmissa gervitungla yfir jörðu og
segir hvenær dags geimstöðin
verður í „kallfæri" frá íslandi og
hve lengi.
Þekkti kallmerkið
Ari segir að fyrst þegar hann
heyrði í honum hafi hann verið
meö tækin sín í gangi af gömlum
vana. í fyrstu hélt að þetta væru
útlendingar að þvælast um landið.
Svo var hins vegar ekki og þeir Ari
og Krikalev áttu eftir að tala oft
saman.
„Hann þekkti kallmerkið mitt.
Eftir því sem ég veit best var ég
eini íslendingurinn sem talaði við
hann. Það má segja að við höfum
verið orðnir hálfgerðir kunningjar,
hann svaraði mér alltaf. Þegar við
kvöddumst sagði hann: Sjáumst
eftir einn og hálfan tíma. Þetta var
ekkert mál, það heyrðist svo vel í
honum að það var eins og hann
stæði við hliðina á mér. Geimstöðin
var reyndar aldrei alveg yfir ís-
landi. Hún var næst okkur um
miðja vegu milli Færeyja og ís-
lands. Svo gátu liðið þrír til fjórir
dagar þar sem ég náði honum alls
ekki.“
Ari er einn helsti séfræðingur hér
á landi í gervihnattasjónvarpi og
spurði Krikalev hvaða stöðvum
hann næði í geimnum. Hann sagð-
ist ná sovéskum stöðvum með hjálp
gervihnatta en ekki nema augna-
blik í einu þar sem hann væri á svo
mikilli ferð.
Ari Þór segir að þegar hann talar
við útlendinga viti hann sjaldnast
við hveija hann sé að tala. Hver
maður hefur sín kallmerki. Þannig
talaði hann við píanóleikarann
Ashkenazi þegar sá var staddur á
Akranesi. Ari spurði hvenær hann
ætlaði í bæinn og spurði hvort
hann vildi ekki koma og fá sér
kaffi, án þess að vita hver þetta
væri. Ari hefur ekki talað við Hus-
sein Jórdaníukonung en það hefur
annar íslenskur radíóamatör gert.
Ari segir Hussein hafa 5-6 radíó-
amatöra í vinnu fyrir sig, sé ekki
alltaf sjálfur við tækin sín. Ef menn
hans nái einhverjum merkilegum
í tækin kalli þeir í hann.
Á kafi í fjarskiptum
Ari Þór er radíóamatör, þó ekki
í félagi radíóamatöra. Hann er á
kafi í öllu er tengist fjarskiptum,
talstöðvum, tölvum, gervihnatta-
diskum og fleiru. Ari er vinnur
mest við fjarskipti í gegnum gervi-
hnetti og reynir mest fyrir sér á
sviöi nýjunga. Hann segir megnið
af radíóamatörum vera í gamla
„mors“-kerfinu, þar á meðal Hus-
sein.
Ari segist hafa verið með fyrstu
stereoútvarpssendingu á íslandi, á
dögum einræðis ríkisútvarpsins.
Hann vill sem minnst segja frá því
en vegna þess kom mynd af honum
í Dagblaðinu á sínum tíma.
Til skamms tíma lagði hann heilt
herbergi og geymslu undir tækin í
íbúð sinni í Breiðholti. í dag er
mestur hluti þeirra í leiguhúsnæði
í Dugguvogi.
Tölvubankinn Villa
Auk fjarskiptanna og viðhalds á
gervihnattamóttökutækjum starf-
rækir Ari stóran tölvubanka undir
nafninu Villa. Villa er tölvumið-
stöð þar sem áhugamenn um víða
veröld geta „hist“ og „rætt saman“
með hjálp einkatölva. Vilia hefur
verð starfrækt í fjögur ár.
Samskipti í gegnum tölvubanka
eru tíð erlendis. Hér á landi hafa
nokkrir aðilar sett slíkan banka í
gang en starfrækslu hans fylgir
mikil vinna og því hafa þeir flestir
lagt upp laupana. Tölvubankinn er
mikið áhugamál Ara og hefur hann
haldið sínum banka gangandi á
áhuganum einum saman.
Fólk alls staöar að úr heiminum
getur komist í samband viö Villu,
yfirleitt í gegnum gagnanet, og „tal-
að“ eða hneppt saman með tölvun-
um sínum, mest fimm í einu. Þeir
sem nýta sér bankann nota hann
mikið til aö skiptast á tölvuforrit-
um.
„Viðkomandi aðili úti í heimi
hringir í næstu símstöð og stimplar
inn langt tölvunúmer sem er eins
og símanúmer. Á einni sekúndu er
maður svo kominn í samband við
bankann hjá mér. Tölvan spyr þá
hvað þú heitir og þú verður að gefa
aðgangsorð. Ef þú ert að gera þetta
í fyrsta skipti segir þú það og þá
yfirheyrir tölvan þig og gefur þér
tækifæri á að velja aðgangsorð og
fleira. Þeir sem komast inn í þetta
verða oft hissa þegar þeir uppgötva
að þeir eru að tala við mann á
Nýja-Sjálandi eða í Suður-Amer-
íku, um allt milli himins og jarð-
ar.“
Ódýrara en að
tala í síma
- Eru þetta ekki dýr áhugamál.
„Þetta er ódýrara en að eiga vél-
sleða eða fara tvisvar í viku út að
skemmta sér. En þetta er afstætt,
vissulega kostar þetta peninga.
Annars er símakostnaður ekki
mikill þar sem ég er alltaf mótttak-
andi, aliir tengjast mér. Þeir úti í
heimi borga heldur ekki svo mikið
vegna símans. Þeir hringja í næstu
símstöð og fara svo áfram í gegnum
gagnaflutningsnetið. Það er rukkað
sérstaklega fyrir hvem staf sem þú
sendir en reikningurinn verður
aldrei stór. Það er þannig mun
ódýrara aö tala saman með tölvum
en að vera að hringja á milli landa,
ekki síst þegar um miklar vega-
lengdir er að ræða. Það er verst að
fólk er svo hrætt við tölvur en þetta
er ekkert mál. Fólk kemst að því
um leið og það prófar."
-hlh