Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. 1 (3) Terminalor II 2 (1) Backdraft 3 (2) Teen Agent 4(4) TheHardWay 5 (6) Quigley down under 6 (5) Fjörkálfar 7 (14) Silence of the Lambs 8(7) Shattered 9 (13) Cyrano de Bergerac 10 (9) Arachnophobia 11 (11) New Jack City 12 (8) Hudson Hawk 13 (12) Rage in Harlem 14 (10) The Two Jakes 15 (■) Homer & Eddie í A Rage in Harlem leikur Robin Givens þokkagyðju eina sem lætur sig hveria á braut með ránsfeng. Á myndinni hefur hún ient aftur í kióm fyrrum féiaga sinna. ★ '/* RaðmorðingiíIA DROP DEAD FRED Utgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Ate de Jong. Aðalhlutverk: Phoebe Cates, Rik Mayall og Marsha Mason. Bandarisk, 1991 -sýningartími 95min. Leyfð tyrir alla aldurshópa. Ekki veit ég nein deili á gaman- leikaranum Rik Mayall en ef grín- ið, sem komið hefur frá honum áður, er eitthvað í líkingu við þaö sem hann gerir hér þá er hann í vitlausri starfsgrein. í Drop Dead Fred leikur Mayall aersla- og ólátabelg sem er af öðrum heimi og fylgir aðalpersónu mynd- arinnar, Elisabeth (Phoebe Cates), um allt, er einkavinur hennar, enda er hún sú eina sem getur séö hann. Fred er aftur á móti mikill prakkari og kemur EUsabeth oft í mikla klípu. Drop Dead Fred gerist í þátíð og nútíð. í þátíð er Elisabeth lítil stúlka sem er ávallt í vandræðum vegna aðgerða Freds. FuUorðin er hún í jafnmiklum vandræðum og kemur heim til móður sinnar nið- urbrotin manneskja. Þar tekur Fred á móti henni með sömu prakkarastrikunum og áður. Phoebe Cates er virkilega góð í hlutverki EUsabethar en vegna nálægðar Riks Mayall, sem er ófyndnasti grínisti sem lengi hefur sést, eru henni, sem og öðrum leik- urum, alUr vegir lokaðir. Tortímandinn snýr aftur TERMINATOR 2 - JUDGEMENT DAY Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: James Cameron. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Robert Patrick. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 131 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. James Cameron, sem leikstýrir Terminator 2, Judgement Day, er mjög kraftmikill leikstjóri. í öllum myndum hans, Terminator, AUens, The Abyss og Terminator 2, er geysimikiU drifkraftur sem sogar áhorfandann með sér og þar sem Cameron er einnig mjög flinkur kvikmyndagerðarmaður býður hann upp á einstaka skemmtun þar sem ekkert er sparað til að koma hugmyndaflugi hans á framfæri. í Terminator var tortímandmn, sem Amold Schwazemegger lék, ímynd hins iUa, járnmaður án til- Unninga sem eyddi öllu sem fyrir honum varð. I Terminator 2 er Schwazenegger í sama hlutverki en nú hefur tortímandinn verið endurprógrammaður og er oröinn að góða manninnum sem ver það sem hann barðist gegn áður. Lífi Johns Connor, sem á í fram- tíöinni eftir að bjarga jörðinni frá glötun, er ógnaö af mun fullkomn- ara vélmenni sem er gert úr fljót- andi járni og getur ávallt endurnýj- að sig. Vélmennið er sent Connor tíl höfuðs og snýst myndin um bar- áttu þessara tveggja jámmanna að DV-myndbandalistiim Launráð í Harlem A RAGE IN HARLEM Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk: Forest Whitaker, Gregory Hines, Robin Givens og Danny Glover. Bandarísk, 1991 - sýningartími 104 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Svartir leikarar og leikstjórar hafa verið á mikiUi uppleið á und- anfomum misserum í bandarískri kvikmyndagerð og er A Rage'in Harlem ein af nokkrum ágætum kvikmyndum sem koma út úr þess- ari miklu uppsveiflu. Myndin skartar þremur stjörn- um meðal svartra leikara, Forest Whitaker, Gregory Hines og Danny Glover. Ásamt hinni fógm Robin Givens mynda þau ágætan leikhóp sem nær vel saman og gaman er að fylgjast með. A Rage in Harlem fjaUar um unga stúlku sem kemst undan með mik- in ránsfeng frá Mississippi og held- ur hún til Harlemhverfisins í New York þar sem ætlunin er að losa sig við ránsfenginn. Meðan hún er aö koma sér fyrir kynnist hún mömmudrengnum Jackson sem hún hrífur upp úr skónum og flyst inn á hann. Á meðan gyðjan er að reyna að koma fengnum í peninga frétta félagar hennar frá Miss- issippi, sem eiga hlut í fengnum, hvar hún er niðurkomin og halda í humátt á eftir henni. Söguþráðurinn í myndinni er hinn skemmtilegasti og oft á tíðum er myndin bráðfjörug en einnig er nokkuð um aö vaðið sé úr einu í annað samhengislaust. -HK ★★l/2 miklu leyti og þar eiga mennskir ekki nokkurn möguleika. Móðir Connors, Sara, kemur einnig mikið við sögu. Hún haföi verið sett á geðveikrahæli eftir atburði síðustu myndar en sleppur þaðan og tekur þátt í að veija son sinn. Þaö sem lyftir Terminator 2 eru ótrúleg atriöi sem fá áhorfandann til að gapa af undrun yfir þeirri tækni sem kvikmyndaiðnaðurinn ræður yfir. Ætla ég ekki að fara nánar út í útskýringar á þeim atriö- um en bendi á að sjón er sögu rík- ari. Talið er að kostnaður við Terminator 2 hafi farið yfir 100 Tortimandinn (Arnold Schwarzenegger) ásamt John Connor (Edward Furlong) sem hann er að vernda. milljónir dollara. Þaö er mikO upp- hæð en það sést líka í þessari ótrú- legu mynd í hvað megnið af pening- unum fór. -HK ★★/2 Morð og fasteignabrask RELENTLESS 2, DEAD ON Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Michael Schroeder. Aðalhlutverk: Ray Sharkey, Leo Rossi, Meg Foster og Miles O’Keeffe. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 93 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Relentless lék Judd Nelson rað- morðingja sem gekk laus í Los Angeles og Leo Rossi lögregluþjón sem gómaði hann. í Relentless 2, Dead on, er annar raðmorðingi á ferðinni sem myrðir fórnarlömb sín á óhugnanlegan hátt og skilur ávallt eftir sömu ummerkin. Rossi endurtekur hlutverk sitt og er feng- ið það verkefni að hafa upp á morð- ingjanum en hann verður að gera sér það að góðu að hafa FBI-mann sér við hlið sér. Relentless 2 byrjar nokkuð vel og heldur dampi þar til söguþráður- inn tekur óvænta stefnu og heims- málin og leifar kalda stríðsins veröa hluti af plottinu. Fer þá að halla undan fæti og er lausnin vægast sagt mjög ósennileg. Fyrir utan ósennilegan söguþráð er Leo Rossi ákaflega htlaus leikari sem hefur tamiö sér leikstíl sem virkar fráhindrandi. Þrátt fyrir marga galla er Relentless spenn- andi á köílum. Misheppnaðgrín THE TWO JAKES Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Jack Nicholson. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Harvey Keitel, Meg Tilly og Eli Wallach. Bandarísk, 1990 -sýníngartimi 137 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Chinatown, sem Roman Polanski leikstýrði 1974, er í minnum höfð sem ein allra besta sakamálamynd síðari tíma. Gott handrit, góður leikur og góð leikstjórn sameinað- ist í að gera myndina að heillandi hstaverki sem sjálfsagt flestir unn- endur kvikmynda hafa séð oftar en einu sinni. í langan tíma lá í loftinu að gera framhald og er The Two Jakes árangur þessarar biðar og er ekki verra að muna eftir sögu- þræðinum í Chinatown þegar horft er á The Two Jakes. Jack Nicholson bregður sér aftur í hlutverk spæjarans, Jake Gittes, um. Þaö er af sem áður var þegar hann átti ekki fyrir matnum. Nú á hann kærustu og er meðhmur í fín- um golfklúbbi. Nicholson fer með hlutverk sitt með þeim glæsibrag sem honum einum er lagið. Þaö sama má segja um frítt lið leikara í aukahlutverkum. Ekki verður þeim kennt um aö The Two Jakes er ekki nándar nærri eins góð og Chinatown. Mistökin verða að skrifast á handrit Robert Townes og leikstjórn Jack Nicholson. Sjálfsagt hefðu margir reyndari leikstjórar getað gert heilsteyptari kvikmynd úr þeim flókna sögu- þræði sem boðiö er upp á en mynd- in fjallar um morð sem tengist fast- eignabraski í Los Angeles á síðari hluta fimmta áratugarins. Eins og myndin kemur fyrir sjónir veldur hún að mörgu leyti vonbrigðum. -HK sem nú er orðinn vel stæður einka- spæjari og hefur hann auðgast á að fylgjast með ótrúum eiginkon-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.