Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Side 38
50 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Hver á að ráða í Sjónvarpinu: Óvenjulegt fjölskyldu- líf í gamansömum tón Það getur verið erfitt að vera fað- ir - og enn erfiðara að vera ein- stæður faðir. Líf Tony Michells gjörbreyttist fyrir nokkrum árum þegar hann missti eiginkonu sína og varö einstæður faðir tánings- stúlku, Samönthu. Honum fannst hann þurfa að gefa einkadóttur sinni fóðurumhyggju og jafnvel betri stað til að alast upp á. Angela Bower, einstæð móðir, átti líka við vandamál að stríða. Hún rekur sitt eigið fyrirtæki, aug- lýsingastofu, og má lítið vera að því aö sinna heimilinu og sjö ára syni sínum, Jonathan. Auk þess er hún í mesta basli með móður sína, Monu, sem einnig býr hjá þeim. Það kom því ágætlega saman bæði hjá Tony og Angelu þegar hann réð sig sem ráðsmann til hennar. Hann fékk fínt heimili fyr- ir dóttur sína að alast upp á og var ágætur í að búa til mat og sinna húsverkum. Það versta í þessu öllu er að enginn veit hver ræður á heimilinu. Um það snýst þáttaröðin Who’s The Boss sem sjónvarpið sýnir nú á laugardagskvöldum í ~ stað fyrirmyndarfóðurins Bill Cosby. Tony og Angela eru góðir vinir og óvenjulegir en vissulega koma alltaf upp einhver vandamál sem þau þarf að leysa. Úr þessu öllu verður sprenghlægileg þátta- röð sem hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Ameríski draumurinn Það er leikarinn Tony Danza sem fer með hlutverk Tonys í mynda- flokknum. Hann er fæddur í Brook- lyn í New York af fátæku fólki og uppgangur hans á stjömuhimnin- um hefur verið ævintýri líkastur eins og oft vill verða í Ameríku. Tony var á leiðinni að verða at- vinnuhnefaleikari þegar hann óvænt lenti í sjónvarpi. Vinur hans dró hann í keppni þar sem hann stóö sig með ágætum og var því að ná góðum tökum á boxinu. Hins vegar breyttist líf hans óvænt árið 1977. Þá var hann beðinn að koma í próf fyrir kvikmynd um box. Sú mynd varð ekki að raunveruleika en stuttu seinna bauðst Tony hlut- verk í sjónvarpsþáttunum Taxi. Sú þáttaröð gekk á ámnum frá 1978 til 1983. Það varð til þess að hann fékk fleiri hlutverk og lék meðal annars í sjónvarpsmyndinni Murd- er Can Hurt You og síðan komu þær ein af öðmm og síðast aðal- hlutverk í þáttunum WhosÞ The Boss. Tony býr núna í Los Angeles ásamt eiginkonu sinni, Tracy, tveggja ára dóttur þeirra, Kather- ine Anne, og átján ára syni, Marc. Hann hefur gaman af líkamsrækt í frístundum sínum og að elda góð- an mat. Judith Light, sú er leikur Angelu Það gengur á ýmsu hjá þessari (jölskyldu sem skemmtir okkur á laugardagskvöldum. Ráðsmaðurinn Tony og táningsdóttir hans, Samantha, Fyrirtækjaeigandinn Angela, móðir hennar, Mona, og sonurinn Jonathan. í þáttunum, er fædd í Trenton, New Jersey. Hún hafði leikaradraum- inn í maganum allt frá barnæsku, fór á námskeið í leiklist og komst fljótt á svið. Árið 1974 komst hún á svið á Broadway í leikritinu A DollsÞ House þar sem Liv Ullman fór með eitt aðalhlutverkið. Hún fékk nokk- ur hlutverk á Broadway eftir það og komst þaðan í sjónvarpsþættina Kojak sem gestaleikari. Hún hefur leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum, meðal annarra St. Elsewhere, Fam- ily Ties og The Mississippi. Hún er gift leikaranum Robert Desiderio en þau búa í Kaliforníu. Fræg úr Löðri Flestir íslendingar þekkja leik- konuna Kaherine Helmond síðan hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Löðri. Katherine er fædd í Texas þar sem hún byrjaði leikferil sinn. Hún starfaði í leikhúsum víða um Bandaríkin á næstu árum og var meðal annars kennari við leikhst- arskóla í New York og á Rhode Is- land. Hún nýtur mjög mikillar virðingar sem leikkona, bæði á sviði, í kvikmyndum og í sjón- varpi. Hún hefur hlotið mörg eftir- sótt verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal Emmy og Golden Globe. Þær eru margar kvikmyndimar sem Katherine hefur leikið í. Auk þess þykir hún góður leikstjóri og hefur leikstýrt nokkrum þáttum af WhosÞ The Boss þar sem hún fer einnig með hlutverk Monu. Danny Pintauro er fæddur árið 1976 í New Jersey. Hann fer með hlutverk Jonathans í þáttunum. Hann var aðeins tveggja ára þegar hann var orðinn fyrirsæta. Það kom honum síðan í hlutverk í þáttaröð í sjónvarpi. Þó hann sé enn ungur á hann mörg hlutverk að baki og má þar nefna í The Little Traveler og As The World Turns. Þegar hann er ekki að vinna býr hann hjá foreldrum sínum rétt ut- an við Los Angeles þar sem hann er í skóla. Byrjaði ung að leika Alyssa Milano fer með hlutverk táningsstúlkunnar Samönthu. Hún er fædd árið 1972 í Brooklyn í New York. Þegar hún var átta ára gömul fékk hún leiklistaráhuga er hún tók þátt í samkeppni um hlutverk í leikritinu Annie sem hún hafði séð á Broadway en átti að fara með um landið. Hún hafði þá lært að dansa í fjögur ár. Alyssa fékk hlut- verkið. Eftir fjórtán mánaða ferða- lag kom hún aftur til New York og fékk hvert hlutverkið á fætur öðru í leikhúsunum. Hún hefur auk þess leikið í kvikmyndum. Hún fékk verðlaun árið 1986 fyrir hlutverk sitt í þáttunum WhosÞ The Boss. Hún býr ásamt foreldrum sínum og flmm ára bróður í Kaliforníu. -ELA Það gengur ekki þrautalaust að gerast allt í einu ráðsmaður og vita ekki hver á að ráða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.