Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Helgarpopp DV Umsjón Ásgeir Tómasson Löng lög Tvennt einkenndi tónlistarflutn- inginn á fimmtudagskvöld. Allar hljómsveitirnar voru vel æföar - að Maunum undanskildum. Sú hljómsveit var ekki fullmönnuö fyrr en síöla dags á fimmtudag. - Hins vegar voru lög margra hljómsveitanna svo löng og kafla- skipt að minnti frekar á lítil tón- verk en lög. Dyslexia frá Eiðaskóla Dauðarokksveitin Baphomet frá Dalvík komst áfram i úrslit eftir að Maunir hafði afsalað sér réttinum til að leika lokakvöldið. Þrír fjórðu hlutar hljómsveitarinnar Maunir. Hún varð ekki fullmönnuð fyrr en síðdegis á fimmtudag. Maunir fékk langflest atkvæði Músíktil- raunagesta. Merming The Commitments - The Commitments Vol. 2 Hallar undan fæti írska kvikmyndin Commitments sló heldur hetur í gegn hér á landi í fyrra og reyndar ekki langt síöan hætt var að sýna myndina í Háskólabíói. Stóran hluta af velgengni myndarinnar má tvimælalaust skrifa á tónlistina sem söguhetjan, hljómsveítin Commitments, flutti í myndinni en þar voru á ferðinni ferskar og kraftmiklar útsetningar á gömlum klassískum soui- lögum frá sjöunda áratugnum. Plata með öllum helstu á landi og hefur verið í hópi söluhæstu platna svo mánuðum skiptir! Og nú er komið framhald hvar þráðurinn er tekinn upp frá fým plötunni. Fjögur lög á nýju plötunni eru lög úr myndinni sem okki komust á fyrri plötuna lík- lega og svo er bætt við sjö „nýjum“ lögum eða öllu heldur gömlum lögum. Og það verður að segjast eins og er að heldur er þessi plata þunnur þrettándi miðað við þá fyrri. Helgast það fyrst og fremst af þeirri aug- ijósu staðreynd að öll bestu lögin voru vitanlega valin á fyrri plötuna og þó svo að aragrúi sé til af írábærum soui-lögum frá sjöunda áratugnum hefur vaiiö ekki heppnast eins vel á þessa plötu og á þá fyrri. Engu að síður eru hér nokkur gullkorn frá þessum árum, eins og Bring It on Home to Me, Nowhere to Run, Hard to Handle og I Thank You, og ekkert er að Hljómplötiir Sigurdur Þór Salvarsson krafti og ferskleika hljómsveitarinnar sem guð má vita hvort starfar í alvöru eða ekki. Ef hún starfar i alvöru er engin spurning að hún getur gert ffábæra hluti án þess að sækja efniö sífellt í smiðju gamalla meistara. galt þess eflaust að vera tæpa hálfa klukkustund að leika fjögur lög. Hlustendur voru einfaldlega orðnir dauðþreyttir þegar leiknum hnnti. Dalvíkursveitin Uxorius bauð einnig upp á langt prógramm. Söngvarinn stytti það hins vegar með afgerandi hætti: Þegar þre- menningarnir höfðu leikið hluta af síðasta laginu stöðvaði hann leikinn, sagði að tími hljómsveitar- innar væri einfaldlega búinn og því gæti hún ekki lokið leik sínum! Eitt og annað varð þó til að gleðja eyrað í Tónabæ á fimmtudags- kvöldið. Niturbasarnir frá Djúpa- vogi buðu upp á pönkað rokk. Þeir voru eldfjörugir. Sér í lagi fór Unn- steinn Guðjónsson, gítarleikari hljómsveitarinnar, á kostum. Leik- ur hans var mjög þéttur og fjöl- breytilegur. Með slíka menn innan- borðs þurfa hljómsveitir ekki tvo gítarleikara. Unnsteinn var tví- mælalaust maður kvöldsins. Það vakti líka mikla lukku þegar hann mölvaði gítar sinn í lok síðasta lagsins. Gítarinn var augsýnilega orðinn lúinn. Ef Niturbasarnir ætla hins vegar að enda hvern kon- sert með svipuðu sniði er hætta á að það verði æði kostnaðarsamt. Sigursælt dauðarokk Dauðarokksveitir kvöldsins, sem báðar komust áfram í úrshtin, voru góðar á sínu sviði. Þótt dauðarokk sé í eðli sínu fremur einhæf tónlist þrátt fyrir hröð kaflaskipti sýndu liðsmenn Baphomet talsverða hug- kvæmni í tónsmíðum sínum og voru að auki öflugir á sviði. Þeir eiga því örugglega framtíðina fyrir sér á öðrum sviðum rokksins er dauðarokk dettur úr tísku. Gestur þriðja og síðasta undanúr- slitakvölds Músíktilrauna var hljómsveitin Todmobile. Sjaldan þykir manni salurinn í Tónabæ of lítill fyrir hljómsveitirnar sem þar spila. Hætt er hins vegar við því að tónlist Todmobile hefði hljómað helmingi betur í helmingi. stærri sal með helmingi stærra hljóm- kerfi. Músíktilraunum ’92 lauk síðan síðla í gærkvöld. Lokakvöldið komu fram átta hljómsveitir auk gesta. Þegar fyrir lá hvaða hljóm- sveit sigraði að þessu sinni var DV hins vegar farið í prentun. Það bíð- ur því mánudagsins að skýra frá því hver vann. Tónabær: Músí ktilraunir' 92 Síöasta undanúrslitakvöld Mús- íktilrauna á fimmtudagskvöld fékk dramatískán endi. Hljómsveitin Maunir frá Reykjavík kom síðust fram, sá, sigraði.... og afsalaði sér sigrinum. Talsmaður hljómsveit- arinnar upplýsti á sviði er úrslitin voru kynnt að hann og félagar hans kynnu ekki á hljóðfæn, hefðu sett með örstuttum fyrirvara upp skemmtiatriði sem yrði ekki end- urtekið og því vildu þeir gefa tæki- færi einhverri hljómsveit, sem hefði lagt sig í framkróka við æf- ingar fyrir tilraunirnar, að komast áfram í úrslitin. Það fór heldur ekkert á milli mála þegar Maunir „spilaði” að tónlistarkunnáttu fjórmenning- anna í hljómsveitinni var verulega ábótavant. Helst að trommuleikar- inn sýndi að hann kynni eitthvað fyrir sér. Hljóðfærum var mis- þyrmt. Tveir strengir slitnuðu í bassagítamum. Gítarleikarinn barði sitt hljóðfæri með hamri og endaði síðan með því að slá því í sviðsgólfið svo aö þaö brotnaði í marga parta. Bassaleikarinn braut egg á höfði gítarleikarans og borð- aði síðan annað hrátt. Fyrir þessar tiltektir „átti“ hljómsveitin sahnn, hlaut frábærar viðtökur og sigraði með yfirburðum. Unnsteinn Guðjónsson og aðrir Niturbasar í lokalagi sínu. En þar sem Maunir afþakkaði að koma fram á lokakvöldinu í gær- kvöld komust áfram dauðarokk- sveitirnar Cremation frá Reykjavík og Baphomet frá Akureyri. Dóm- nefnd kvöldsins úrskurðaði síðan að Niturbasarnir frá Djúpavogi ættu fullt erindi áfram þótt ekki fengi sú hljómsveit nægilega mörg atkvæði frá gestum kvöldsins. DV-myndir Rasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.